Loix í forystu í Ypres

diapo_053 FLBelginn Freddy Loix leiðir Ypres rallið en rétt á eftir honum kemur Kris Meeke en báðir þessir ökumenn aka Peugeot 207 S2000 en  næstur í röðinni er Jan Kopecky sem ekur Skoda Fabia S2000 en super 2000 bílar eru í efstu 6 sætunum og einungis tveir Gr.N bílar eru í topp 14. Í fjórða sæti og rúmum 40 sekúndum á eftir fyrstu þremur er Basso á Fiat Punto S2000. Meistari síðasta árs, Vouilloz, er í 14. sæti eftir mistök á fyrstu leið rallsins en hann er ekki sá eini sem lent hefur í vandræðum. Alex Bengue sem keppir á Opel Corsa OPC S2000 varð að hætta á fyrstu leið eftir að vélin gaf sig í bíl hans. Proton mættir líka í þessa keppni með nýjan bíl en ekki hefur gengið jafn vel og menn væntu en Guy Wilks var lengi vel í 11. sæti en virðist dottinn úr keppni á lokaleið dagsins. Miklar væntingar voru bornar til Francois Duval en hann er að blása nýju lífi í feril sinn og hefur til þess nýjan bíl, nýtt lið og nýjan kostunaraðila en það tók einungis 200 metra þar til hann var búinn að krassa bílnum og fór hann ekki lengra!

Staðan á efstu mönnum eftir 1. daginn:

1Freddy LoixBPeugeot 207 S20001:03:46,4
2Kris MeekeGBPeugeot 207 S20001:03:51,3
3Jan KopeckyCHSkoda Fabia S20001:03:59,7
4Giandomenico BassoIFiat Grande Punto S20001:04:43,4
5Juho HanninenFISkoda Fabia S20001:04:43,5
6Pieter TsjoenBPeugeot 207 S20001:04:55,6
7Jasper Van Den HeuvelNLMitsubishi Lancer Evo91:05:27,4
8Luca BettiIPeugeot 207 S20001:06:27,0
9Corrado FontanaIPeugeot 207 S20001:06:27,8
10Franz WittmanAMitsubishi Lancer Evo91:07:43,5
11Krum DonchevBGPeugeot 207 S20001:08:24,9
12Michal SolowowPLPeugeot 207 S20001:08:41,9
13Bernd CasierBFiat Grande Punto S20001:09:43,6
14Nicolas VouillozFPeugeot 207 S20001:09:46,3

diapoa_054 AB

Vélin fór í Opelnum hjá Alex Bengue á fyrstu leið!


IRC - Ypres rallið

duval_designNúna um helgina fer fram fimmta umferð IRC keppninar en að þessu sinni fer keppnin fram í Belgíu og er það hið víðfræga Ypres rall. 19 súper 2000 bílar eru skráðir til leiks ásamt fjölda ökumanna á Gr.N bílum sem eru fljótir og verður hörkuslagur í gangi alla helgina. Rallið byrjar í kvöld og er gaman fyrir þá sem hafa aðgang að Eurosport að fylgjast með beinum útsendingum en þær eru fjórar um helgina ásamt yfirlits þáttum um gang mála. Eins og sjá má af listanum hér fyrir neðan eru margir frægir ökumenn sem taka þátt og athugið að þetta er bara rétt rúmlega topp 20 og eru nánast allir þessir mögulegir sigurvegarar! Þessi keppni er jafnframt fyrst keppni fyrir bæði Proton og Opel og þar sem mjög hraðir ökumenn aka báðum bílunum er aldrei að vita nema óvænt úrslit líti dagsins ljós. 

Myndin af bílnum hjá Duval en hann er einn af þeim þykir líklegur til að vinna þetta rall en það á einnig við um Hanninen, Basso, Meeke, Wilks, Loix (sem vann í fyrra), Snijers, Vouilloz, Tsjoen, Bengue ...........

Efstu menn eru samkvæmt rásröð:

1Juho HanninenFISkoda Fabia S2000
2Francois DuvalBSkoda Fabia S2000
3Giandomenico BassoIFiat Grande Punto S2000
4Michal SolowowPLPeugeot 207 S2000
5Jasper Van Den HeuvelNLMitsubishi Lancer Evo9
6Kris MeekeGBPeugeot 207 S2000
7Guy WilksGBProton Satria S2000
8Freddy LoixBPeugeot 207 S2000
9Patrick SnijersBVW Polo S2000
10Bernd CasierBFiat Grande Punto S2000
11Krum DonchevBGPeugeot 207 S2000
12Nicolas VouillozFIPeugeot 207 S2000
14Jan KopeckyCHSkoda Fabia S2000
15Corrado FontanaIPeugeot 207 S2000
16Pieter TsjoenBPeugeot 207 S2000
17Luca BettiIPeugeot 207 S2000
18Alex BengueFOpel Corsa OPC S2000
19Franz WittmanAMitsubishi Lancer Evo9
20Thierry NeuvilleBPeugeot 207 S2000
21Brian LavioCHPeugeot 207 S2000
22Gilles SchammelLPeugeot 207 S2000

Duval að testa Skodann fyrir þessa keppni:

http://www.youtube.com/watch?v=UTqbtdEegSA

http://www.youtube.com/watch?v=VSsYDVe6d3g


Danni keppir í Mid Wales Stages

dansev09001Daníel Sigurðsson mætir aftur í Mid Wales Stages um næstu helgi og er ætlunin að verja sigurinn frá fyrra ári. Eins og í fyrra er það heimamaðurinn Andrew Sankey sem vermir hægra sætið og eru þeir með rásnúmer 1 og því ræstir fyrstir en fyrir aftan þá eru 90 keppendur og af þeim nokkrir mjög öflugir keppendur t.d. Gardner á mikið breyttum Mitsubishi Lancer Evo 6 og Cole á gríðarlega öflugum Hyundai Accent WRC en báðir þekkja vel til og eru hraðir. Því er ljóst að Danni á erfitt verkefni framundan og helsta von hans er að það rigni því þá hefur aflmunurinn ekki jafn mikið að segja. Ef Daníel tekst að vinna þetta rall yrði þetta fyrsti sigur Evo 10 í Bretlandi!

Ég tók reyndar eftir dálitlu skemmtilegu þegar ég var að kíkja yfir fyrri sigurvegara í þessu ralli að bíllinn sem vann þetta rall árið 2002 og 2003, í höndum Graham Middletons, er þessi bíll hérna ....

hpj_og_ig_49


Hirvonen minnkar bilið í Loeb

ss_mh8Hirvonen vann rétt í þessu Akrapólisrallið og minkaði munin í stigakeppninni niður í 7 stig en einungis fyrir tveimur keppnum var hann 20 stigum á eftir Loeb þannig síðustu tvær keppnir hafa reynst honum vel. Rúmri mínútu á eftir honum kemur Sebastien Ogier og nær með þessu sínum besta árangri í WRC og miklar líkur á að við sjáum hann í Citroen C4 bíl líka í seinni hluta tímabilsins. Latvala sótti að Ogier en hafði ekki nægilega marga kílómetra til að ná honum en þriðja sætið er mun betra en hann hefur getað vonast til að gera eftir mistökin á föstudaginn. Villagra nær með fjórða sætinu sínum besta árangri í WRC og að ég held einnig Munchi liðsins. Í fimmta sætinu er Rautenbach og er að skora stig fyrir Citroen Júníor liðið en liðsfélagi hans, Ogier, var ekki tilnefndur til að skora stig fyrir þá! Östberg gerir vel að vinna sig uppí sjöunda sætið eftir að hafa neiðst til að hætta keppni í gær með brotinn fjöðrunarbúnað.

Athanassoulas vinnur P-WRC eftir mjög góðan akstur í morgun þar sem hann hafði betur á öllum leiðum en Al-Attiyah sem varð annar. Auraujo sem var stutt á eftir þessum tveimur endaði í þriðja sæti en hafði ekki hraða í þessa fyrstu tvo á leiðum dagsins.

1.Mikko HIRVONENFord Focus WRC094:09:42.50.0M
2.Sebastien OGIERCitroen WRC084:10:55.4+1:12.9
3.Jari-Matti LATVALAFord Focus WRC094:11:27.5+32.1M
4.Federico VILLAGRAFord Focus WRC084:13:30.8+2:03.3
5.Conrad RAUTENBACHCitroen WRC084:13:42.3+11.5M
6.Khalid AL QASSIMIFord Focus WRC094:16:46.8+3:04.5
7.  Mads OSTBERGSubaru Impreza WRC084:22:07.4+5:20.6
8.  Lambros ATHANASSOULASSkoda Fabia S20004:22:30.1+22.7P
9.  Nasser AL-ATTIYAHSubaru Impreza N154:22:52.4+22.3P
10.Armindo ARAUJOMitsubishi Lancer Evo94:24:47.0+1:54.6P
11.Toshi ARAISubaru Impreza N154:25:45.0+58.0P

diapoa_002 JML

Áhorfendur að aðstoða Latvala eftir að hann ók út af á föstudaginn.


Hirvonen leiðir enn Akrapólisrallið

090613_smiHirvonen leiðir Akrapólisrallið fyrir lokadag rallsins og hefur hann keyrt þetta rall nánast óaðfinnanlega. Er hann með gott forskot á næsta mann sem er Ogier og er þessi árangur Ogier líklegur til að hjálpa honum með seinni hluta ársins en upphaflega átti að bara eftir að keyra næstu keppni, Rally Pólland, en ef hann heldur þessu í gegnum lokadaginn þá er líklegt að fleiri keppnir bætist við. Latvala hefur unnið sig úr tíunda sæti og upp í það þriðja og stefnir á að halda þessu til að tryggja Ford liðinu sem flest stig. Í fjórða sætinu er spútnik rallsins en það er rússinn ungi Novikov en hann hefur unnið fjórar leiðar í þessu ralli og þrátt fyrir nokkur byrjenda mistök þá er hann að gera vel í þessu ralli. Petter Solberg er á þessum lista í áttunda sæti en í raun er hann hættur keppni, því þegar hann hafði náð að drusla bílnum inní þjónustusvæðið þá kom í ljós að bæði gírkassi og yfirbygging bílsins var skemmt. Sagði Solberg að þeir hefðu getað gert við bíllinn og það hefði kannski skilað þeim 7.-8. sæti en þá gætu þeir heldur ekki ræst í Pólskarallinu. Því var tekin sú ákvörðun að hætta keppni hér og byrja að undirbúa bílinn fyrir næsta rall.

Staðan fyrir lokadaginn:

1.Mikko HIRVONENFord Focus WRC093:07:33.00.0
2.Sebastien OGIERCitroen WRC083:09:13.1+1:40.1
3.  Jari-Matti LATVALAFord Focus WRC093:10:17.2+1:04.1
4.  Evgeny NOVIKOVCitroen WRC083:11:22.8+1:05.6
5.  Conrad RAUTENBACHCitroen WRC083:11:34.9+12.1
6.  Federico VILLAGRAFord Focus WRC083:11:36.1+1.2
7.  Khalid AL QASSIMIFord Focus WRC093:13:42.4+2:06.3
8.  Petter SOLBERGCitroen Xsara WRC063:17:45.1+4:02.7

090613_alatÍ P-WRC er harður slagur og munar einungis 9,9 sekúndum á fyrstu þremur áhöfnunum en það er Al-Attiyah sem leiðir en Athanassoulas féll niður í annað sætið eftir að hafa lent í vélarvandræðum. Araujo andar niður í hálsmálið Athanassoulas og verður hörkuslagur milli þessara þriggja á lokaleiðum rallsins.

 

Staðan í P-WRC fyrir lokadaginn:

9.  Nasser AL-ATTIYAHSubaru Impreza N153:18:37.6 
10.Lambros ATHANASSOULASSkoda Fabia S20003:18:46.4+8.8
11.Armindo ARAUJOMitsubishi Lancer Evo93:18:47.5+1.1
13.Toshi ARAISubaru Impreza N153:20:39.3+1:51.8
14.Martin PROKOPMitsubishi Lancer Evo93:20:45.4+6.1
15.Andis NEIKSANSMitsubishi Lancer Evo93:25:13.3+4:27.9
16.Bernardo SOUSAFiat Punto S20003:25:31.0+17.7

Solbergp0309tw308c

Petter Solberg í vanda

Hérna er krassið hans Loeb: http://www.motorsportmad.com/view/7503/sebastien-loeb-crash-wrc-greece-09eurosport

 


Norðmenn í vanda

090613_petÁ annari leið eftir eftir hádegið lentu norðmennirnir tveir sem voru í toppslagnum í vandræðum. Fyrst var það Mads Östberg sem varð að hætta fyrir þessa næst síðustu leið dagsins með brotinn dempara á Subaru bíl sínum en svo var það Petter Solberg sem braut framstrött á Citroen bílnum en hann náði að klára leiðina (tapaði rúmum 2 mínútum við þetta) en hann náði víst að gera bráðabirgða viðgerð á bílnum og reynir því að klára síðustu leið dagsins. Hann stendur víst undir slagorði liðsins sem er "Never give up".


Hirvonen leiðir í Grikklandi

diapo_093 MHVá, því líkur morgun. Eftir að þremur leiðum af sex er lokið í dag er það finninn Mikko Hirvonen sem leiðir Akrapólisrallið, Petter Solberg er í öðru og Sebastien Ogier er í því þriðja. Citroen tvíeykið sem var með gríðarlega sterka stöðu eftir mistök Latvala í gær er úr leik. Loeb gerði sjaldgæf mistök og velti bíl sínum á miklum hraða á fyrstu leið í morgun og á síðustu leið morgunsins braut Dani Sordo hjól undan Citroen bíl sínum og eru því báðir úr leik en Sordo mætir aftur á morgun undir Super Rally reglunum með gríðarlega tíma refsingu á bakinu. Eins og ég bjóst við þá er Latvala búinn að vera fljótastur í morgun er hann búinn að vinna sig úr tíunda sætinu og upp í það fimmta.

1.Mikko HIRVONENFord Focus WRC092:17:48.60.0
2.  Petter SOLBERGCitroen Xsara WRC062:18:13.4+24.8
3.  Sebastien OGIERCitroen C4 WRC082:19:05.4+52.0
4.  Mads OSTBERGSubaru Impreza WRC082:20:33.1+1:27.7
5.  Jari-Matti LATVALAFord Focus WRC092:20:47.4+14.3
6.Federico VILLAGRAFord Focus WRC082:21:00.3+12.9
7.Conrad RAUTENBACHCitroen C4 WRC082:21:11.8+11.5
8.  Evgeny NOVIKOVCitroen C4 WRC082:21:57.9+46.1
9.  Khalid AL QASSIMIFord Focus WRC092:22:06.1+8.2
10.Dani SORDOCitroen C4 WRC092:22:51.6+45.5

090613_athEn er það Athanassoulas sem leiðir P-WRC en Patrik Sandell sem var í öðru sæti hefur átt í vélarvandræðum og tapað við það miklum tíma og er hann með síðustu mönnum í þessu ralli núna. Al-Attiyah, Araujo og Arai eru enn í hörku slag um annað til fjórða sætið.

Staðan í P-WRC eftir SS9:

 

12.Lambros ATHANASSOULASSkoda Fabia S20002:24:56.0+40.5
13.Nasser AL-ATTIYAHSubaru Impreza N152:25:45.9+49.9
14.Armindo ARAUJOMitsubishi Lancer Evo92:25:49.3+3.4
15.Toshi ARAISubaru Impreza N152:25:57.6+8.3
16.Martin PROKOPMitsubishi Lancer Evo92:26:42.5+44.9
17.Bernardo SOUSAFiat Punto S20002:28:30.5+1:48.0
18.Patrik FLODINSubaru Impreza N152:29:04.0+33.5
19.Mark TAPPERMitsubishi Lancer Evo102:29:08.6+4.6
20.Andis NEIKSANSMitsubishi Lancer Evo92:29:46.5+37.9
21.Frederic SAUVANMitsubishi Lancer Evo92:30:42.3+55.8


Loeb krassar út úr Akrapólisrallinu

080527_slNúverandi heimsmeistari, Sebastien Loeb, keyrði útaf þegar hann var búinn með 8 km af fyrstu leið dagsins en bæði Loeb og Elena eru ómeiddir. Er bíllinn víst mikið skemmdur þar sem þetta gerðist á miklum hraða og óvíst hvort Citroen liðinu takist að tjasla bílnum saman þannig að hann geti startað á morgun undir Superrally reglunum. Ef hann startar ekki verður þetta fyrst keppnin sem hann klárar ekki síðan í Svíþjóð 2008.

Dani Sordo, liðsfélagi Loeb hjá Citroen, þurfti víst að stoppa á leið 9 (þriðju leið dagsins) og skipta um 2 dekk! Næsti bíll á eftir Sordo var Petter Solberg og fékk hann hið nýja gula flagg sem þíðir að hann verður að klára leiðina á ferjuleiðarhraða! Honum verður svo gefinn tími af keppnisstjórn fyrir þessa leið.

Meira um þetta síðar.


Áætlanir Ford raskast!

081204_mhAllt gekk samkvæmt áætlun hjá Ford liðinu allveg þar til lokaleið dagsins var hálfnuð en þá varð Latvala á mistök sem settu allar áætlanir Ford liðsins út um gluggann. Latvala ók út af, festi bílinn og tapaði 3,5 mínútum við koma sér af stað aftur og á meðan varð ljóst að Hirvonen myndi enda í forystunni eftir þennan fyrsta dag - þegar allan tímann hefur verið stefnt á að Latvala myndi vera fyrsti bíll á vegi á morgun til að hreinsa af lausmölina fyrir Hirvonen. Nú lendir Hirvonen í vera fyrstur á vegi og næstu menn eru Citroen ökumennirnir, Sordo og Loeb, sem hagnast á hreinum aksturs línunum sem Hirvonen skilur eftir sig. Einn er sá ökumaður sem er í sterkri stöðu eftir daginn en það er Petter Solberg sem er fjórði þrátt fyrir að hafa tapað miklum tíma á annari leið dagsins. Reikna ég með að á morgun muni það verða Latvala sem verði sá sem hraðast ekur og á hann eftir að vinna sig upp listann hægt og örugglega.

Staðan eftir fyrsta dag rallsins:

1.  Mikko HIRVONENFord Focus WRC091:27:11.30.0
2.Dani SORDOCitroen C4 WRC091:27:14.3+3.0
3.  Sébastien LOEBCitroen C4 WRC091:27:32.4+18.1
4.  Petter SOLBERGCitroen Xsara WRC061:27:53.1+20.7
5.  Henning SOLBERGFord Focus WRC081:28:29.0+35.9
6.  Sebastien OGIERCitroen C4 WRC081:28:29.1+0.1
7.  Federico VILLAGRAFord Focus WRC081:29:15.4+46.3
8.  Khalid AL QASSIMIFord Focus WRC091:29:26.3+10.9
10.Mads OSTBERGSubaru Impreza WRC081:29:52.3+24.5
11.Jari-Matti LATVALAFord Focus WRC091:30:28.6+36.3

diapo_068Enn er það heimamaðurinn Athanassoulas sem leiðir í P-WRC en slagurinn er harður því einungis munar 28 sekúndum á fyrstu 5 keppendunu! Sandell og Al-Attiyah berjast af hörku eins og þeir gerðu í síðasta ralli og er viðbúið að þeir bæti í á morgun og má því forystu sauðurinn hafa sig allan við á morgun ef hann ætlar halda forystunni sinni. Gamla brýnið Arai er einnig í slagnum þó hann hafi dregist aðeins lítilsháttar aftur úr seinni partinn í dag.

Staðan í P-WRC eftir fyrsta daginn:

13.Lambros ATHANASSOULASSkoda Fabia S20001:31:44.1
14.Patrik SANDELLSkoda Fabia S20001:31:52.3+8.2
15.Nasser AL-ATTIYAHSubaru Impreza N151:31:56.7+4.4
16.Armindo ARAUJOMitsubishi Lancer E91:32:02.3+5.6
17.Toshi ARAISubaru Impreza N151:32:12.1+9.8
18.Martin PROKOPMitsubishi Lancer E91:32:34.8+22.7
19.Bernardo SOUSAFiat Punto S20001:33:17.2+42.4
20.Patrik FLODINSubaru Impreza N151:33:20.8+3.6
21.Mark TAPPERMitsubishi Lancer E101:34:05.7+44.9
22.Andis NEIKSANSMitsubishi Lancer E91:35:07.3+1:01.6


Latvala leiðir í Grikklandi

diapo_013 JMLÞá er fyrstu leiðarnar búnar í Grikklandi og er það sigurvegarinn úr síðasta ralli, Jari-Matti Latvala, sem leiðir rallið en næstur er Dani Sordo. Heimsmeistarinn Sebastien Loeb er einungis 5. eftir þessar fyrstu leiðar en þar sem hann er fyrsti bíll á vegi lendir hann í að hreinsa lausamöl ofan veginum fyrir þá keppendur sem á eftir koma. Fyrstur til að falla úr leik var bretinn ungi Matthew Wilson en hann tapaði olíuþrísting á vél og eins var Petter Solberg í vandræðum á síðustu leið en hann tapaði bolta í framfjöðrun og við það miklum tíma en hann var í þriðja sæti fyrir síðustu leið.

Svona er staða efstu manna:

1.Jari-Matti LATVALAFord Focus WRC0935:21.90.0
2.Dani SORDOCitroen C4 WRC0935:29.7+7.8
3.Mikko HIRVONENFord Focus WRC0935:31.2+1.5
4.Mads OSTBERGSubaru Impreza WRC0835:46.6+15.4
5.Sébastien LOEBCitroen C4 WRC0935:48.3+1.7
6.Evgeny NOVIKOVCitroen C4 WRC0835:48.7+0.4
7.Sebastien OGIERCitroen C4 WRC0835:58.1+9.4
8.Henning SOLBERGFord Focus WRC0836:10.5+12.4
9.Petter SOLBERGCitroen Xsara WRC0636:13.4+2.9
10.Conrad RAUTENBACHCitroen C4 WRC0836:23.2+9.8

Í P-WRC er hörkuslagur og heimamaðurinn Athanassoulas (reynið að bera þetta rétt fram) leiðir en hann er einungis 0,7 sekúndum á undan Sandell en báðir þessi ökumenn aka Skoda Fabia S2000. Annars er munurinn á fyrstu fimm ökumönnunum einungis 3,7 sekúndur!

Staða efstu manna í P-WRC er svona:

13.Lambros ATHANASSOULASSkoda Fabia S200037:40.20.0
14.Patrik SANDELLSkoda Fabia S200037:40.9+0.7
15.Nasser AL-ATTIYAHSubaru Impreza N1537:41.3+0.4
16.Armindo ARAUJOMitsubishi Lancer E937:42.6+1.3
17.Jarkko NIKARAMitsubishi Lancer E1037:43.9+1.3
18.Toshi ARAISubaru Impreza N1537:44.6+0.7
19.Martin PROKOPMitsubishi Lancer E938:09.6+25.0
20.Patrik FLODINSubaru Impreza N1538:29.0+19.4
21.Bernardo SOUSAFiat Punto S200038:31.7+2.7
22.Martin SEMERADMitsubishi Lancer E1038:51.9+20.2
23.Mark TAPPERMitsubishi Lancer E1039:02.3+10.4

diapo_061

Gott að eiga auka stuðara ....


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband