Færsluflokkur: Íþróttir

Myndir

114-1470_imgVar að bæta við myndaalbúm bæði af IRC og WRC. Einnig er nokkrar myndir af rallinu hér heima í ár og svo er ein mappa með eldri myndum af íslensku ralli en það er allavega samsafn.

Raikkonen keppir á Citroen

Iceman - RaikkonenÞá er það orðið staðfest að Kimi Raikkonen mun aka fyrir Citroen junior liðið í heimsmeistarakeppninni í ralli á næsta ári. Liðsfélagi hans verður frakkinn ungi og efnilegi Sebastien Ogier. Báðir munu þeir aka sambærilegum Citroen C4 WRC bílum á við þá bíla sem Sebastien Loeb og Dani Sordo sem nota en þeir aka fyrir verksmiðjulið Citroen. Þessi samningur verður til fyrir tilstuðlan orkudrykkjar framleiðendans Red Bull sem hefur verið bæði persónulegur styrktaraðili Raikkonens og eins verið einn aðal styrktaraðili Citroen liðsins. Munu Raikkonen og Ogier taka þátt í öllum keppnum næsta árs nema Nýsjálenska rallinu sem Junior liðið ætlar ekki að taka þátt í.


Wilks dæmdur sigurinn

Kris Meeke hefur verið dæmdur frá keppni í Skoska rallinu vegna útfærslu á tæknibúnaði. Í keppnisskoðun eftir keppnina kom í ljós að framhjólabitinn í Peugeot 207 S2000 bíl hans var 150 grömmum of léttur miðað við uppgefna þyngd í vottunarskjölum (homologation). Þetta er gert þrátt fyrir að bíll hans hafi verið þyngri en bíll keppninauta hans bæði fyrir keppnina og eftir og jafnframt að kemur fram að þetta hafi ekki verið honum til framdráttar í keppninni sjálfri. Peugeot hefur þegar samþykkt þessa niðurstöðu og verður henni ekki áfrýjað. 

Guy Wilks er því dæmdur sigurinn og færast því einnig aðrir keppendur upp um sæti og með því nær Alister McRae, Proton Satria S2000,  öðru sætinu og Jonathan Greer, Mitsubishi Lancer því þriðja.

diapo_074 Guy Wilks

Guy Wilks og Skoda vinna skoska rallið


Framburðurinn skiptir máli...

Kíkið á þetta og munið að tala skýrt og greinilega....

http://www.youtube.com/watch?v=m1TnzCiUSI0

Grin


WRC 2001-2008

181x100WRCInná Youtube er komin síða sem hefur að geyma 3 x 25 mínútna umfjöllun um hverja einustu keppni í WRC síðan 2001. Þetta er að halast inn eitt af öðru þessi myndbönd en þarna verður hægt að sjá alla þá umfjöllun sem t.d. var sýnda á Eurosport öll þessi ár. Geysilega vandað efni og skemmtileg framsetning. Endilega kíkið á þetta og gleymið ykkur aðeins yfir þessu.

Linkurinn á þetta er hérna: http://www.youtube.com/show/worldrallychampionship

Svo er bara að halla sér aftur, hækka hljóðið og njóta þess í botn.


Heimsmeistarakeppnin í ralli 2010

Ford Fiesta S2000Á næsta ári verður keppt í fyrsta skipti í svokölluðum S2000 World Cup sem verður undanfari þess að WRC bílar verði bannaðir árið 2011 en allir WRC bílar sem verksmiðjuliðin nota á næsta ári verða ekkert uppfærðir og verða keppnisliðin að notast við 2009 útfærslur á öllum búnaði í þessum bílum.

Þegar er einn keppandi búinn að tilkynna þátttöku en það er fyrrverandi Ford / Skoda ökumaðurinn Janne Touhino en hann mun keppa á nýja Ford Fiesta S2000 bílnum sem var kynntur í síðustu viku. Eftir sem áður verður einnig keppt í P-WRC og J-WRC eins og á þessu ári en S2000 bílarnir fá að mér skilst ekki að taka þátt í P-WRC á næsta ári heldur verður P-WRC eingöngu fyrir "venjulega" grúbbu N bíla þ.e. 4x4 Túrbó.

J-WRC verður með svipuðu sniði eins og í ár en á næsta ári verða bæði S1600 bílar og svokallaðir R3 bílar leyfðir í þessum flokki en þar eru til dæmis Renault og Honda með öfluga bíla en það er víst eitthvað ódýrari bílar í framleiðslu en fullbúinn S1600 bíll.

Svona lítur út dagatali næsta árs:

Febrúar 12-14,Rally SwedenSnjór / möl PWRC/S 2000 
Mars 5-7, Rally Mexico MölPWRC/S 2000 
Apríl 2-4,Rally JordanMölPWRC/S2000 
Apríl 16-18,Rally TurkeyMölJWRC
Maí 7-9,Rally New ZealandMölPWRC/S2000 
Maí 28-30,Rally PortugalMölJWRC/S2000
Júlý 8-10,Rally BulgariaMalbikJWRC
Júlý 30-Ágúst 1,Rally Finland MölPWRC/S2000 
Ágúst 20-22,Rally GermanyMalbikPWRC/S2000/JWRC
September 10-12,Rally JapanMölPWRC/S2000
Október 1-3,Rally FranceMalbikPWRC/S2000/JWRC
Október 22-24,Rally Spain MalbikJWRC
Nóvember 12-14,Rally GB MölPWRC/S2000


Kris Meeke vinnur skoska rallið

diapo_073 Kris MeekeKris Meeke vinnur skoska rallið og með því fimmtu keppnina sína í IRC mótaröðinni í ár. Lokaleið rallsins var felld út eftir að David Bogie velti Mitsubishi bíl sínum á lokaleiðinni og endaði bíllinn þversum á veginum og við það töfðust allir aðrir keppendur þeirra þá meðal Meeke og Wilks og gerði  þetta út um lokatilraun Guy Wilks til að ná fyrsta sætinu af Meeke. Alister McRae (yngri bróðir Colin McRae heitins) er þriðji og virðist sem að Proton bíl hans vanti allnokkuð uppá að vera með sama afl eins og Peugeot og Skoda bílarnir hafa. Jonathan Greer er efstur af þessum "normal" grúbbu N bílum og er hann í fjórða sæti sem er besti árangur sem náðst hefur á þannig bíl í ár! Bogie er enn inní lokaúrslitum rallsins en hlítur að detta út í loka niðurstöðu rallsins. Heimamaðurinn Jock Armstrong endar í sjötta sæti og með því einu sæti á undan eistlendingnum Kasper Koitla sem vinnur eindrifsflokkinn á sínum Honda Civic Type R og skákar með því mörgum 4x4 bílum við aðstæður þar sem 4x4 bílar hafa mikið forskot. Þessi árangur tryggir einnig Honda annað sætið í keppni framleiðenda í 2wd IRC keppninni á eftir Peugeot.

Lokastaðan:

1Kris MeekePeugeot 207 S20001:51:34,1
2Guy WilksSkoda Fabia S2000+0:20,7
3Alister McRaeProton Satria S2000+3:08,0
4Jonathan GreerMMC Evo 9+5:42,5
5David Bogie MMC Evo 9+6:24,2
6Jock ArmstrongSubaru Impreza+8:21,1
7Kasper KoitlaHonda Civic+14:17,5
8Eamonn BolandMMC Evo X+15:09,5


Skoska rallið SS10

Kris Meeke RdBJæja, allt að gerast síðan ég skrifaði síðast! Kris Meeke er enn í forystunni en Guy Wilks hefur reynt eins og hann getur til að sækja að honum en núna þegar einungis þrjár leiðar eru eftir þá er Meeke með 27,9 sekúndur í forskot á Wilks. Næstur á eftir þeim er Alister McRae en hann er á auðum sjó, of langt frá þessum fyrstu tveim og langt á undan næstu mönnum. Jonathan Greer og David Bogie hafa verið í sekúndu slag á hverri einustu leið síðan í gær en Greer er með  14.3 sekúndu forystu á Bogie. Næstu menn eru Jock Armstrong og Kasper Koitla sem er að standa sig ansi vel á Honda Civic og er hann jafnvel á undan Eamonn Boland sem keppir á EvoX.

En fleira hefur gerst. Á síðustu sérleið gærdagsins duttu nokkrir út og má þar nefna Dave Weston Jnr. sem ók útaf og eins Danni sem gerði það sama. Ég á enn eftir að heyra í honum hvað gerðist en þar sem hann ræsti ekki í morgun þá reikna ég með að bíllinn hafi skemmst eitthvað. Með þessu er mesta púðrið úr þessari keppni fyrir okkur hér á ísalandi en ég ætla samt að fylgjast með þessu betur í dag. Á þessari tíundu leið þá lenti Eistlendingurinn Martin Kangur útaf á sinum Honda Civic og við það færast bæði Koitla og Boland upp um sæti.

Staðan eftir SS10:

1Kris MeekePeugeot 207 S20001:34:55.1
2Guy Wilks Skoda Fabia S2000+ 0:27,9
3Alister McRaeProton Satria S2000+2:30.6
4Jonathan GreerMMC Evo9+5:23,8
5David BogieMMC Evo9+5:38,1
6Jock Armstrong Subaru Impreza+7:24,5
7Kaspar KoitlaHonda Civic+12:31,3
8Eamonn BolandMMC EvoX+13:12,9


Skoska rallið eftir SS6

3012_82412573928_652288928_1677904_2483559_nEnn er hörkuslagur á milli Kris Meeke og Guy Wilks og eru þessir tveir í algjörum sérflokki og er allnokkuð bil í næsta mann sem er Alister McRae. Í öllum tímum sem ég hef sett inn hérna í morgun hefur vantað tvo menn en það eru þeir Dave Weston Jnr og heimamaðurinn Jock Armstrong en ástæðan fyrir því er sú að ég hef sótt alla tíma inná IRC síðuna en þessir tveir eru ekki skráðir í IRC og komu því ekki fram þar! Nú hef ég bætt úr því og við það breytist staðan allnokkuð en báðir þessir eru á undan Danna eftir þessar fyrstu sex leiðar en Danna vantar tæpar 14 sekúndur í Armstrong en svo er allnokkuð bil í  næstu þar á undan. Frá því að ég skrifaði síðast þá eru stærstu fréttirnar þær að Adam Gould (BF Goodrich Peugeot 207 S2000) er dottin út með bilaða vatnsdælu og Alister Fisher hefur verið að tapa tíma á öllum leiðum síðan hann keyrði á timburstæðu (logpiles) og skemmdi bíl sinn að framan. 

Staðan eftir SS6:

1Kris MeekePeugeot 207 S200045:14,3
2Guy WilksSkoda Fabia S200000:05,6
3Alister McRaeProton Satria S200001:03,1
4Dave WestonSubaru Impreza N1502:49,9
5Jonathan GreerMMC Lancer Evo903:02,4
6David BogieMMC Lancer Evo903:06,0
7Jock ArmstrongSubaru Impreza N1203:44,6
8Daniel SigurðssonMMC Lancer Evo1003:58,5
9Alister FisherMMC Lancer Evo905:31,4


Skoska rallið SS4

Wilks__09+(Medium)Guy Wilks tekur besta tímann á þessari leið og minnkar við það forskot Kris Meeke en Alister McRae dregs lítilsháttar afturúr. David Bogie tekur fjórða sætið af Alister Fisher og Jonathan Greer tekur jafnframt sjötta sætið af Adam Gould og er Danni innan við 3 sekúndum á eftir Adam Gould en á þessari leið átti Danni sjötta besta tímann!

 

Staðan eftir SS4:

1Kris MeekePeugeot 207 S200020:18,1
2Guy WilksSkoda Fabia S200000:04,1
3Alister McRaeProton Satria S200000:25,4
4David BogieMMC Lancer Evo901:19,4
5Alister FisherMMC Lancer Evo901:23,4
6Jonathan GreerMMC Lancer Evo901:25,7
7Adam GouldPeugeot 207 S200001:38,8
8Daniel SigurðssonMMC Lancer Evo1001:41,0
9Kaspar KotlaHonda Civic02:35,2
10Eamonn BolandMMC Lancer Evo1002:48,6


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband