Færsluflokkur: Íþróttir

Danni stendur sig vel í UK

dansev09002Danni tryggði sér 5. sæti í heildina og 2. sætið í gr.N í Swansea Bay Rally sem fram fór fyrr í dag. Ekki vantaði nema 1,1 sekúndu í 4. sætið og sigurinn í gr. N eftir hörkuslag við Daniel Barry, sem leiðir Evo challange stigkeppnina, á 8 sérleiðum um skóganna í Wales. Barry tryggði sér sigurinn á síðustu leið rallsins með því að aka þar 4 sekúndum hraðar en Danni. Þriðji í gr.N varð Wug Utting, en hann keppti í Rally Reykjavík á síðasta ári, en hann er 1,5 mínútum á eftir Danna. Að þessu sinni var það heimamaðurinn Andrew Sankey sem var í hægra sætinu en þeir virðast ná vel saman því í fyrsta skiptið sem þeir óku saman í fyrra þá unnu þeir það rall og svo urðu þeir í öðru sæti í sama ralli fyrir nokkru.

Þessi keppni er hluti af National mótaröð en þar eru WRC bílar leyfðir eins og sést á röð efstu manna. Með þessum árangri er Daníel Sigurðsson svo sannarlega búinn að blanda sér í toppslaginn í Bresku ralli.

Lokastaðan:

 #DriverCarCl  
1  2Steve PerezFord Focus WRC40:49:02.0 
2  1Marcus DoddHyundai Accent WRC90:49:10.60:00:08.6
3  3Roger DuckworthSubaru Impreza WRC90:49:32.40:00:21.8
4  5Daniel BarryMitsubishi Lancer Evo 930:51:15.50:01:43.1
5  53Daniel SigurdarsonMitsubishi EVO X30:51:16.60:00:01.1
6  7John LloydFord Focus WRC90:52:27.60:01:11.0
7  11Wug UttingSubaru N12B30:54:02.10:01:34.5
8  21Harry DoddHyundai Accent WRC90:54:50.50:00:48.4
9  8Peter EgertonHyundai Accent WRC90:54:51.30:00:00.8
10  25Trevor MartinSubaru Impreza90:55:22.50:00:31.2


Snæfellsnes rally

Á laugardaginn næsta (4.júlí) fer fram næsta umferð Íslandsmótsins í ralli. Að þessu sinni verða eknar leiðar á norðanverðu Snæfellsnesi og eru nítján áhafnir skráðar til leiks. Fyrirfram er reiknað með nokkuð öruggum sigri hjá Jóni Bjarna og Sæmundi en það er einna helst bræðurnir Fylkir og Elvar sem gett veitt þeim félögum keppni. Bendi ég svo sérstaklega á skrautlegan jeppa flokkinn en þar held ég að menn verði að halda sér fast....

Rásröð rallsins er svona:

ÖkumaðurAðstoðarökumaður Bifreið  Gengi
Jón Bjarni HrólfssonSæmundur SæmundssonMMC Evo 7 N
Fylkir A JónssonElvar JónssonSubaru Impresa STI N
Páll HarðarsonAðalsteinn SímonarsonSubaru Impresa STI N
Jóhannes V GunnarssonBjörgvin BenediktssonMMC Evo 7 N
Hilmar B ÞráinssonStefán Þór JónssonHonda Civic 2000
Sigurður Óli GunnarssonElsa Kristín SigurðardóttirToyota Celica GT4 N
Aðalsteinn JóhannssonGuðmundur JóhannssonMMC Evo 6 N
Guðmundur S SigurðssonGuðleif Ósk ÁrnadóttirPeugot 306 2000 
Guðmundur Orri McKinstryHörður Darri McKinstryTomcat 100 RS J
Sighvatur SigurðssonTBNMMC Pajero sport J
Sigurður Óskar SólmundarsonOddur B SigurðssonSuzuki Swift GTI 2000
Daníel SigurðarsonTBNToyota Hilux J
Marian SigurðarsonJón Þór JónssonJeep Cherokee J
Þorsteinn S MckinstryÞórður Andri MckinstryTomcat 100 RS J
Júlíus ÆvarssonEyjólfur GuðmundssonHonda Civic 1600
Halldór VilbergSigurður Arnar PálssonToyota Corolla 1600
Magnús ÞórðarsonBragi ÞórðarsonToyota Corolla 1600 
Ásta SigurðardóttirTinna ViðarsdóttirJeep Grand Cherokee J 
Örn (Dali) IngólfssonÓskar HreinssonTrabant 601L 1600

elvaro-7562

Jón Bjarni og Sæmundur unnu fyrstu umferð


Hirvonen vinnur pólska rallið

090626_popHirvonen vinnur pólska rallið en liðsfélagi hans, Jari-Matti Latvala, hendir frá sér öruggu öðru sætinu með því að krassa á síðustu leið rallsins sem var einungis 2,6 km áhorfenda leið. Oft hefur verið sagt um þessar áhorfenda leiðar að maður getur ekki unnið rallið þar en hins vegar geti maður tapað ralli á svona leið. Orð að sönnu. Dani Sordo tryggir því Citroen annað sætið og Henning Solberg nær sér því í þriðja sætið og mikilvæg stig bæði fyrir sig og Stobart liðið. Bróðir hans, Peter Solberg, endar fjórði en hann tapaði tíma á fyrstu tveimur leiðum dagsins þegar olíukvarðinn týndist og mótorolía sprautaðist uppá framrúðuna. Matthew Wilson hafði betur í slagnum um fimmta sætið við heimamanninn Krzysztof Holowczyc en svo kemur langt bil í Sebastien Loeb sem er sjöundi en hann getur þakkað bæði Rautenbach og Novikov fyrir það en báðir hægðu á sér og hleyptu honum fram fyrir sig. Þetta tryggir bæði Loeb og Citroen afar mikilvæg stig í slagnum við Hirvonen og Ford en með brottfalli Latvala á síðustu leið eykur Citroen liðið forskot sitt um 2 stig en Loeb verður að horfa á Hirvonen taka forystuna í stigakeppni ökumanna þó það sé ekki nema eitt stig! Það verður fróðlegt að sjá hvernig tekið verður á Latvala fyrir þessi afar klaugalegu og dýrkeyptu mistök á lokaleið rallsins þegar Ford sá fram á að minnka muninn í Citroen liðið.

Lokastaðan:

1.Mikko HIRVONENFord Focus WRC093:07:27.50.0
2.  Dani SORDOCitroen C4 WRC093:08:37.8+1:10.3
3.  Henning SOLBERGFord Focus WRC083:09:33.2+2:05.7
4.  Petter SOLBERGCitroen Xsara WRC063:09:51.8+2:24.3
5.  Matthew WILSONFord Focus WRC083:11:45.0+4:17.5
6.  Krzysztof HOLOWCZYCFord Focus WRC083:12:01.4+4:33.9
7.  Sebastien LOEBCitroen C4 WRC093:26:42.6+19:15.1
8.  Conrad RAUTENBACHCitroen C4 WRC083:26:48.1+19:20.6
9.  Evgeny NOVIKOVCitroen C4 WRC083:26:53.7+19:26.2
10.Michal BEBENEKMitsubishi Lancer E93:30:36.2+23:08.7

Stigakeppni ökumanna:

1. M. HIRVONEN 58
2. S. LOEB 57
3. D. SORDO 39
4. H. SOLBERG 27
5. J-M LATVALA 25
6. P. SOLBERG 25

Stigakeppni framleiðenda:

1. CITROEN TOTAL WORLD RALLY TEAM 106
2. BP FORD ABU DHABI WORLD RALLY TEAM 89
3. STOBART VK M-SPORT FORD RALLY TEAM 60
4. CITROEN JUNIOR RALLY TEAM 29
5. MUNCHI'S FORD WORLD RALLY TEAM 18


Ford stefnir í 1-2 í pólska rallinu

090627_flagAð loknum öðrum degi rallsins er Mikko Hirvonen enn í forystu og liðsfélagi hans hjá Ford liðinu er annar einungis 12 sekúndum á eftir Hirvonen. Þriðji er Dani Sordo en hann sótti hart að Ford dúettinum í morgun en þegar leiðarnar voru eknar aftur seinni partinn svöruðu Ford mennirnir og því er nánast sama staða á milli þeirra núna eins og var eftir fyrsta daginn. Fjórði er Sebastien Ogier og er hann eini liðsmaður Citroen junior liðsins sem hefur keyrt áfallalaust í dag. Í hörðum slag um fimmta sætið eru bræðurnir Petter Solberg og Henning Solberg og er það Petter sem hefur yfirhöndina en ekki munar nema 1,3 sekúndum á þeim bræðrum. Sjöundi er Matthew Wilson en að honum sækir heimamaðurinn Krzystof Holowcyc en á þeim munar um 25 sekúndum og spennandi slagur þar fram undan. Loeb er í 13. sæti og er við það trygga Citroen liðinu eitt mikilvægt stig og ef fer sem horfir þá mun Citroen leiða Ford með 4 stigum eftir þessa keppni en Hirvonen tekur að öllum líkindum fjögura stiga forskot á Loeb í keppni ökumanna.

Svona er staðan fyrir lokadag keppninar.

1.Mikko HIRVONENFord Focus WRC092:21:45.80.0
2.Jari Matti LATVALAFord Focus WRC092:21:57.8+12.0
3.Dani SORDOCitroen C4 WRC092:22:24.3+38.5
4.Sebastien OGIERCitroen C4 WRC082:23:45.1+1:59.3
5.Petter SOLBERGCitroen Xsara WRC062:23:52.5+2:06.7
6.Henning SOLBERGFord Focus WRC082:23:53.8+2:08.0
7.Matthew WILSONFord Focus WRC082:25:33.8+3:48.0
8.Krzysztof HOLOWCZYCFord Focus WRC082:25:59.1+4:13.3
9.Conrad RAUTENBACHCitroen C4 WRC082:27:11.7+5:25.9
10.Mads OSTBERGSubaru Impreza WRC082:28:21.3+6:35.5


Hirvonen leiðir pólska rallið eftir dag 1

090626_popMikko Hirvonen leiðir pólska rallið þegar fyrsta degi og sjö sérleiðum er lokið. Annar er liðsfélagi hans hjá Ford liðinu, Jari-Matti Latvala, en í þriðja sæti er eini bíll verksmiðjuliðs Citroen, Dani Sordo, eftir að núverandi heimsmeistari, Sebastien Loeb, velti bíl sínum á þriðju leið dagsins þegar hann var að berjast um forystuna við Hirvonen. Í fjórða sæti er Petter Solberg en hann var í hörkuslag um fjórða sætið við Andreas Mikkelsen alveg fram á síðustu leið dagsins en þá bilaði vélinn í Skodanum hjá Mikkelsen. Fimmti er Henning Solberg en hann var ekki sáttur með Ford bíl sinn í dag og segist hann vonast eftir hraðari bíl fyrir finnska rallið sem er næsta umferð.

Staða efstu manna eftir dag eitt:

1.Mikko HIRVONENFord Focus WRC091:02:23.10.0
2.Jari Matti LATVALAFord Focus WRC091:02:32.0+8.9
3.Dani SORDOCitroen C4 WRC091:03:00.1+37.0
4.Petter SOLBERGCitroen Xsara WRC061:03:37.7+1:14.6
5.  Henning SOLBERGFord Focus WRC081:03:44.6+1:21.5
6.  Sebastien OGIERCitroen C4 WRC081:03:56.0+1:32.9
7.  Matthew WILSONFord Focus WRC081:04:19.6+1:56.5
8.  Conrad RAUTENBACHCitroen C4 WRC081:04:54.6+2:31.5
9.  Krzysztof HOLOWCZYCFord Focus WRC081:05:02.9+2:39.8
10.Mads OSTBERGSubaru Impreza WRC081:06:54.7+4:31.6


Loeb veltur út úr Pólska rallinu!

090626_pairLoeb velti Citroen C4 bíl sínum á síðustu leið (SS4) og er hann hættur keppni þar sem hjólabúnaður er skemmdur en fram að þessum punkti var hann í hörkuslag við Hirvonen. Er þetta annað rallið í röð sem Loeb veltir í og þriðja keppnin sem hann er að tapa stigum á Hirvonen í. Reiknað er með að Loeb nýti sér Superrally reglurnar og mæti aftur á morgun laugardag. Hirvonen leiðir rallið núna en næstur á eftir honum kemur liðsfélagi hans, Latvala, en Citroen heldur þriðja sætinu með Sordo. Rússinn ungi, Novikov, keyrði útaf einnig á fjórðu leið og tapið við það miklum tíma en náði samt að klára leiðina með bílinn mikið skemmdann en aðstoðarökumaður hans hafði þetta um málið að segja " We had a big off over a crest at warp factor five billion ". Áhugaverður slagur er á milli norðmannanna tveggja Mikkelsen og Solberg um fjórða sætið og skemmtilegt að sjá hvernig hann fer en Petter Solberg leiddi rallið eftir fyrstu leið í gærkveldi. Holowczyc er ellefti (ekki slæmt hjá 47 ár gömlum manni) og átti hann best 7. besta tíma á þriðju sérleið í morgun.

Staðan eftir SS4:

1.Mikko HIRVONENFord Focus WRC0932:19.50.0
2.  Jari Matti LATVALAFord Focus WRC0932:21.9+2.4
3.  Dani SORDOCitroen C4 WRC0932:34.2+14.7
4.  Andreas MIKKELSENSkoda Fabia WRC32:53.6+34.1
5.  Petter SOLBERGCitroen Xsara WRC0632:59.5+40.0
6.  Sebastien OGIERCitroen C4 WRC0833:11.1+51.6
7.  Henning SOLBERGFord Focus WRC0833:13.4+53.9
8.  Matthew WILSONFord Focus WRC0833:18.1+58.6
9.  Evgeny NOVIKOVCitroen C4 WRC0833:18.5+59.0
10.Conrad RAUTENBACHCitroen C4 WRC0833:34.6+1:15.1
11.Krzysztof HOLOWCZYCFord Focus WRC0833:44.5+1:25.0
12.Mads OSTBERGSubaru Impreza WRC0834:08.8+1:49.3


Raijd Polski - Shakedown

080527_slHérna fyrir neðan eru tímar á fljótustu mönnunum í morgun þegar shakedown fyrir Pólskarallið var keyrt en rallið byrjar á morgun. Loeb og Hirvonen eru með nákvæmlega sama tíma og leggur þetta línurnar fyrir komandi keppni og verður spennandi að sjá hvernig slagur þeirra fer. Latvala er þriðji og eins og mig grunaði þá kemur Novikov næstur þar á eftir. Heimamaðurinn Holowczyc er þrettándi eða tæpum 9 sekúndum hægari yfir þessa leið heldur en fyrstu menn! Gaman er að sjá munin á 9. - 11. besta tímanum en þar munar einungis 0,5 sekúndum.

Shakedown tímar:

1Sebastien LoebCitroen C4 WRC092:13,5
2Mikko HirvonenFord Focus WRC092:13,5
3Jari Matti LatvalaFord Focus WRC092:14,5
4Evgeny NovikovCitroen C4 WRC082:15,0
5Petter SolbergCitroen Xsara WRC062:15,2
6Dani SordoCitroen C4 WRC092:15,8
7Matthew WilsonFord Focus WRC082:17,5
8Henning SolbergFord Focus WRC082:17,7
9Andreas MikkelsenSkoda Fabia WRC2:19,4
10Sebastien OgierCitroen C4 WRC082:19,7
11Conrad RautenbachCitroen C4 WRC082:19,9
12Mads OstbergSubaru Impresa WRC082:21,4
13Krzystof HolowczycFord Focus WRC082.22,4


Rally Pólland - 8. umferð WRC

diapo_093 MHNæsta rall er Rally Pólland en þetta er nýtt rall fyrir keppendum þrátt fyrir fyrir að þetta sé með elstu rallkeppnum Evrópu (aðeins Monte Carlo rallið sem er eldra) en það hefur ekki verið hluti af heimsmeistarakeppninni síðan 1973 en þá var þetta rall hluti af keppni framleiðenda. Leiðarnar í þessu ralli eru hraðar og sendnar og er því líkt við Finnland en án allra stökkanna. Leiðarnar liggja bæði um skóga og akra og eru þær gríðarlega skemmtilegar en ég var svo heppinn að aka sumar af þessum leiðum fyrir 10 árum síðan.

Ford heldur áfram að reyna að stöðva Loeb og Citroen og vonast þeir eftir jafn góðum árangri eins og þeir hafa náð í síðustu tveimur keppnum en í þeim hefur þeim allt í einu tekist að blanda sér aftur í slaginn bæði í keppni ökumanna og framleiðenda eftir að Loeb / Citroen hafa sínt framá að þeir eru bara mannlegir eftir allt saman. Búast má við áframhaldandi baráttu á milli Hirvonen og Loeb og svo er aldrei að vita hvar Latvala og Sordo standa en þeir eru ekki jafn útreiknanlegir eins og hinir tveir. Petter Solberg er líklegur til að vera næstur á eftir þessum fjórum en ekki er ótrúlegt að rússinn ungi Novikov muni blanda sér í slaginn enda er þetta næst því að vera heimarall fyrir hann. Stobart liðið bætir við heimamanni í sínar raðir en það er margfaldur Póllandssmeistari Krzysztof Holowczyc en hann er einmitt frá Olstyn svæðinu þar sem keppnin fer fram en hann verður á Ford Focus WRC08 bíl alveg eins og Henning Solberg og Matthew Wilson. Verður fróðlegt að sjá hvar hann verður í samanburði við hina reglulegu keppendur í WRC en hann hefur unnið þessa keppni þrisvar sinnu. Annar ökumaður sem við höfum ekki séð síðan í fyrra er norðmaðurinn Andreas Mikkelsen en hann mætir að þessu sinni á Skoda Fabia WRC en þetta er sami bíllinn og P-G Anderson notaði í norska rallinu í vetur. Ekki má gleyma að nefna enn einn norðmanninn en það er Mads Östberg sem mætir fyrir Adapta rallýliðið en þeir eru að nota Subaru Impreza WRC08 bíl og hafa verið að sýna góðan hraða þrátt fyrir að hafa ekki getað sýnt það í árangri.

090618_mkPólska rallið er einnig umferð í J-WRC og eru 10 bílar skráðir til leiks í þeim flokki en fyrirfram er reiknað með að heimamaðurinn Kosciuszko á Suzuki Swift S1600 sé sigurstranglegastur en Prokop (Citreon C2 S1600) og Bettega (Renault Clio R3) verða fast á hæla hans og má honum ekki verða neitt á.

Alls eru það 55 bílar sem eru skráðir til leiks og af þeim eru 15 WRC bílar en einnig er fjöldi pólskra ökumanna og alveg eins líklegt að fljótustu pólsku ökumennirnir verði alveg við eða innan topp 10 þegar rallinu líkur en flestir eru þeir á Mitsubishi Lancer Evo9.

Hér má sjá skráða keppendur:

http://www.rajdpolski.pl/files/2009_EL[5].pdf

Gamlar myndir skannaðar (265)

Witek í hægra sætinu hjá Holowczyc fyrir 10 árum síðan.

Póllandsferð 1999 5

Witek og ég með Holowczyc á milli okkar.


Danni í öðru sæti í Mid Wales Rally

Ég ætlaði að skrifa grein um úrslitin í Mid Wales Rallinu en það var allveg sama hvað ég googlaði þetta á sunnudagskvöldið en ekkert gekk.

Núna sá ég reyndar grein hjá Danna um þetta rall og ætla ég að setja inn hérna link á greinina hans enda er hún góð.  http://hipporace.blog.is/blog/hipporace/entry/901624/

Þarna er einnig tvö flott video frá rallinu, eitt in-car og svo annað sem er klippt saman og sést þar til dæmis þar sem bíllin hjá Danna stoppar á tveimur hjólum !


Kris Meeke vinnur Ypres rallið

diapoc_058 KMKris Meeke vann Ypres rallið eftir hörkuslag við Freddy Loix í gær. Er þetta þriðji sigur Meeke í röð og með honum styrkir hann forystu sína í stigakeppninni en jafnframt er þetta fyrsti sigur breta í 22 ár í Ypres rallinu en síðast var það Jimmy McRae nokkur sem vann þetta rall. Loix sem hefur unnið þetta rall fimm sinnum áður lenti í því að sprenja dekk í gær og við það tapaði hann slagnum við Meeke og ekki aðeins það heldur fór Jan Kopecky einnig upp fyrir hann í. Kopecky er búinn að vera hraður alla helgina og verið allveg við Meeke og Loix en samt vann hann ekki eina leið! Pieter Tsjoen og Hanninen koma næstir og á eftir þessum þrem en Tsjoen tók fjórða sætið af Hanninen eftir að hann sprengdidekk á lokaleiðunum. Eru margir undrandi á árangri Hanninen en með þessu undirstrikar hann að hraði hans í Monte Carlo rallinu var ekkert eins smells undur. Schammel og Van Den Heuvel voru í hörkuslag sem þeir töldu að væri um sjöunda sætið en þegar Basso sprendi á síðustu leið færðust þeir upp og munaði ekki 0,1 sekúndu á þeim eftir lokaleið rallsins. Basso kláraði áttundi en er þetta langt í frá sá árangur sem Fiat var að vonast eftir og virðist sem Fiat bílarnir hafi bara ekki sama hraða og Peugeot og Skoda. Meðal þeirra sem féllu úr leik á loka leiðunum má nefna meistara síðasta árs en Vouilloz endaði sitt rall í skurði þegar hann misreiknaði sig við framúrakstur. Aðeins 34 áhafnir af 70 sem hófu rallið náðu í endamarkið. 

Lokastaðan í Ypres rallinu:

1Kris MeekeGBPeugeot 207 S20002:32:16,3
2Jan KopeckyCHSkoda Fabia S20002:32:36,7
3Freddy LoixBPeugeot 207 S20002:33:56,8
4Pieter TsjoenBPeugeot 207 S20002:34:51,6
5Juho HanninenFISkoda Fabia S20002:35:51,4
6Gilles SchammelLPeugeot 207 S20002:36:22,7
7Jasper Van Den HeuvelNLMitsubishi Lancer Evo92:36:22,8
8Giandomenico BassoIFiat Grande Punto S20002:36:41,2
9Luca BettiIPeugeot 207 S20002:38:04,6
10Corrado FontanaIPeugeot 207 S20002:38:40,8

Svona er staðan á efstu mönnum í stigakeppninni:

1. Kris Meeke (GB) 30 stig
2. Freddy Loix (B) 24 stig
3. Jan Kopecky (CZ) 21 stig
4. Nicolas Vouilloz (F) 14 stig
5. Giandomenico Basso (I) 11 stig
1. Peugeot   68 stig
2. Ralliart     35 stig
3. Skoda      25 stig

4. Abarth     11 stig

diapob_092 Skurður

Skurðirnir í Ypres klófestu marga þessa helgina


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband