14.2.2008 | 08:33
Nýr Skoda Fabia S2000
Rakst á þessar myndir af nýja Skoda Fabia S2000 bílnum. En S2000 bílar eru með 2 lítra vél án túrbínu, fjórhjóladrifnir og með seqentuial gírkassa en það þíðir að menn skipta um gír án þess að kúpla og án þess að lyfta upp bensíngjöfinni þar sem rafeindabúnaður sér um að lækka snúninginn á vélinni.
Þeir eru ný byrjaðir að prufa þennan bíl og er vænst til að hann komi í keppni síðar á árinu. Með þessum bíl bætist Skoda í hóp með Fiat, Peugeot, Toyota, Volkswagen og MG sem hafa smíðað S2000 bíl en þessir bílar falla í flokk með grúbbu N í heimsmeistarkeppinni og eru því tildæmis gjaldgengir í Íslandsmótið í rallakstri ef einhver hefur áhuga.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.