1.3.2008 | 12:55
Rally Mexíkó - staðan eftir fyrsta daginn.
Það var allt að gerast í gær, þennan fyrsta dag keppninar í Mexíkó. Þrír toppbílar eru þegar út, Galli með skemmt veltibúr en hann lenti í því að reka hægra afturdekk í grót sem í framhaldi skemmdi afturhjólabúnað og hjólafestingu sem tengd er við veltibúrið. Báðir Suzuki bílarnir eru út með bilaða vél og virðast þeir ekki vera búnir að leysa vélavandræði þau sem hrjáðu þá bæði í Monte Carlo og Svíþjóð. Keppnislið Suzuki ætlar að senda báðar vélarnar til Japans til frekari skoðunar og ætla þeir að reyna að leysa þetta mál í eitt skifti fyrir öll.
Matthew Vilson er í sjöunda sæti og er því í stigasæti fyrir Stobbart sem er gott þar sem Galli er dottin út en ekki er við stórafrekum að búast hjá Vilson þar sem P-G Anderson á Suzuki var á undan honum þar til hann datt út.
Henning Solberg, bróðir Petter Solberg ekur í þessari keppni fyrir Munchi Ford og gengur nokkuð vel en hann féll úr keppni í Svíþjóð eftir að hafa ekið útaf.
Hirvonen er í fimmta sæti eftir að hafa verið fyrstur á veginum í gær og er hann rúmri mínútu frá fyrsta sætinum sem er svipað og reiknað var með í upphafi rallsins.
Subaru mönnum hefur gengið vel þrátt fyrir að Petter Solberg hafi tapað nærri 1 mínútu vegna bremsuvandræða á fyrstu þremur leiðum gærdagsins en á seinni þremur leiðunum var hann kominn á fulla ferð og vann meðal annars eina leið og heldur fjórða sætinu eftir fyrsta daginn. Atkinson heldur þriðja sætinu og hefur ekið stóráfallalaust.
Sebastian Loeb er í öðru sæti og verður hörkuslagur í dag þegar Loeb gerir harða atlögu að fyrsta sætinu sem Jari-Matti Latvala heldur en enn og aftur kemur hraði hans á óvart en hann er rúmum níu sekúndum á undan Loeb og vann hann helming leiðanna í gær og lét Hirvonan hafa eftir sér að hann væri svekktur að halda ekki sama eða svipuðum hraða og Latvala. Það virðist því sem Latvala sé farinn að blómstra hjá Ford liðinu og allt eins víst að þegar lengra líður á árið verði breyting á hlutverkaskipan innan liðsins og Latvala verði ökumaður númer 1 og Hirvonen verði ökumaður númer 2, en það kemur í ljós síðar.
En svona var staðan eftir gærdaginn:
1. | 4 | Jari-Matti LATVALA | 1:23:38.6 | 0.0 | 0.0 |
2. | 1 | Sébastien LOEB | 1:23:48.2 | +9.6 | +9.6 |
3. | 6 | Chris ATKINSON | 1:24:01.0 | +12.8 | +22.4 |
4. | 5 | Petter SOLBERG | 1:24:40.5 | +39.5 | +1:01.9 |
5. | 3 | Mikko HIRVONEN | 1:24:49.2 | +8.7 | +1:10.6 |
6. | 10 | Henning SOLBERG | 1:26:22.2 | +1:33.0 | +2:43.6 |
7. | 8 | Matthew WILSON | 1:26:31.5 | +9.3 | +2:52.9 |
8. | 9 | Federico VILLAGRA | 1:29:08.6 | +2:37.1 | +5:30.0 |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.