8.3.2008 | 22:41
Nýr bíll í rallflotann.
Jón Bjarni og Borgar fengu í hendurnar í gær nýjan rallbíl en þeir félagar hafa verslað Mitsubishi Evo7 rallbíl, ekki ósvipaðan þeim bíl sem Sgurður Bragi og Ísak keppa á. Er þetta 3. Evo7 bíllinn sem kemur til landsins en Jóhannes V. Gunnarsson hefur keypt Evo7 bíl þann sem Daníel keppti á í Bretlandi á síðasta ári.
Meira um íslenskt rall í vikunni.........
Innan úr nýja bílnum hjá Jóni Bjarna og Borgari
Og þetta er nýji bíllinn hans Jóa Gunn.
Athugasemdir
Frábært mál og gaman að heyra!!
EVO Challange Íslandsmótið í rallakstri 2008....??
Keppniskveðja....Guðni
gudni.is, 9.3.2008 kl. 14:20
Spurning hvað Hekla gerir í framhaldinu þar sem ekki eru nema 5 Evo bílar þá til í landinu?
Steini Palli, 10.3.2008 kl. 13:01
Ég verð að viðurkenna það að mér þykir afskaplega ólíklegt að Hekla geri eitthvað róttækt í málinu? Þeir hafa ekki sýnt mikinn áhuga að mínu mati á mótorsporti á Íslandi síðan þeir komu að Jópal EVO 4 Lancernum á sínum tíma. En auðvitað væri bara frábært ef það breyttist?
Það var jú á sínum tíma fyrsti EVO bíllinn sem kom til Íslands og í raun fyrsti "stóri" nýmóðins rallíbíllinn í flotann. Að hugsa sér að það séu 10 og hálft ár síðan (ágúst 1997).... Og mér sem finnst svo stutt síðan....
(erum við nokkuð að verða gamlir?).
Ég veit Steini minn að þér finnst ekkert gaman að rifja upp atburði ársins 1997..... hahahaha
gudni.is, 11.3.2008 kl. 02:10
Hvað áttu við ??? Var ekki 97 gott ár?? Ég held að við höfum verið búnir að afgreiða það alveg
Merkilegt hvað það eru mörg ár síðan og maður hefur samt ekki elst nokkurn skapaðanhlut ...... bara bæst við nokkur (mörg) kíló!!
Steini Palli, 11.3.2008 kl. 12:42
97 var jú yndislegt ár (fyrir flesta amk...). Það er nú ljótt af mér að vera ennþá að strá salti í meira en 10 ára gömul sár...
Við skulum ekkert ræða meira um árið 1997 (ekki í þessari viku amk..)
gudni.is, 12.3.2008 kl. 01:56
Mikið eruð þið nú orðnir gamlir ! En þess má geta að Hekla ætlar sér að koma mjög myndarlega að rallinu í sumar m.a með því að styðja við bakið á okkur í N1 liðinu. Einnig stendur til hjá þeim að styrkja einhverjar fleiri áhafnir. Ef þið horfðuð svo á Mótorsport á RÚV í fyrra þá var Hekla einn af stuðningsaðilum þess þáttar svo að ekki er hægt að segja að þeir geri ekki neitt. Og í lokinn Steini Palli gott bloggið hjá þér en þú manst í lok nóvember þá er alveg tilvalið að koma með okkur á WRC í UK kominn tími á þig að fara
Borgar Ólafsson (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 21:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.