14.3.2008 | 08:35
Íslenskt rall - Ökumenn og bílar 2008
Nú með hækkandi sól styttist í keppnisárið hjá íslenskum ökumönnum en fyrsta keppnin fer fram í maí og verður þá ekið um sérleiðar innan borgarmarkanna en það er orðin venja að fyrsta keppnin sé eingöngu innanbæjar til að vekja athygli á því sem íslenskir rallökumenn eru að gera og eins er þá einfalt fyrir áhorfendur að sjá nánast allar leiðar.
Sigurður Bragi og Ísak á fullri ferð í Rally Reykjavík í fyrra.
Yfir veturinn hafa bílar skipt um eigendur og nýjir bílar bæst í flotann. Í topp slagnum má búast við að Sigurður Bragi/Ísak, Jón Bjarni/Borgar, en báðar þessar áhafnir aka á Mitsubishi Evo7, og svo Óskar Sól/Valtýr á Subaru Impreza WRX muni slást um sigur í keppnum en Pétur/Heimir á Evo6 og Jóhannes Gunnarsson á Evo7 muni vera fast á hælum þeirra og tilbúnir að refsa þeim við minnstu mistök. Aðrir á öflugum bílum eru Fylkir Jónsson á Subaru Impreza STI og Guðmundur Höskuldsson sem er einnig á Subaru Impreza GT. Tveir mjög öflugir bílar eru á hliðarlínunni en það eru Evo5 bíll sem Jóhannes Gunnarsson ók í fyrra og Subaru Impreza WRX sem Fylkir Jónsson ók í fyrra. Það er óskandi að einhverjir sjái sér hag í því að versla þessa bíla og mæta með þá í keppni.
Óskar og Valtýr í Rally Reykjavík á síðasta ári.
Sigurður Bragi og Ísak verða á sama Evo7 bílnum og þeir hafa ekið síðastliðin 2 ár og eftir að hafa leyst ýmisskonar pillerí í fyrra, og eins ætti Sigurður Bragi að vera orðinn mun betri í bakinu eftir Skagafjarðar krassið fyrir tveimur árum, gerir þá sigurstranglega svona fyrirfram. Jón Bjarni og Borgar mæta á nýjum rallbíl sem þeir keyptu fyrir stuttu og verður fróðlegt hvað þeir verða lengi að ná fullum tökum á þeim bíl en þetta er aðeins annað árið þeirra á 4x4 bíl. Óskar Sól og Valtýr eru á sama Subaru bíl og þeir voru á í fyrra en hafa breytt honum lítilsháttar og sem bæði eykur hraða þeirra og áreiðanleika þar sem þeir geta boðið 6 gíra kassanum mun meira og þurfa því ekki að vera með lífið í lúkunum um það hvort kassinn haldi. Þeir sigruðu haustrallið í fyrra og þyrstir áreiðanlega í meira kampavín og stærri bikar.
Pétur og Heimir verða á þessum bíl í sumar
Pétur og Heimir aka Evo6 bílnum sem Daníel og Ásta óku síðastliðin tvö ár en eftir því sem mér skilst er verið að taka þennan bíl gegn, skrúfu fyrir skrúfu og reikna ég með að hann verði ekki síður vel undirbúinn en Toyota Corollan sem þeir óku í fyrra þ.e. alveg til fyrirmyndar. Jóhannes Gunnarsson hefur keypt Evo7 bílinn sem Daníel keppti á í Bretlandi á síðasta ári en mér skilst að þessi bíll eigi að vera einn af best búnu Evo7 bílunum sem til eru. Fylkir Jónsson keypti svo Subaru Impreza bíl þann sem Jón Bjarni og Borgar kepptu á í fyrra en ég persónlega held að þetta sé einn öflugast rallbíllinn í flotanum og ekki síst eftir að Fylkir setti í hann hundakassan sem hann var með í hvíta bílnum. Þá hefur Guðmundur Höskuldsson keypt Subaru Impreza GT bílinn sem Valdimar keppti á í fyrra en ekki er ljóst hvort að hann mæti í allar keppnir sumarsins. Ekki má gleyma Sigurði Óla Gunnarssyni sem mætir að venju á sínum trausta Toyota Celica GT-4 en ég held að ég ljúgi ekki neinu þegar ég segi að hann hafi klárað hverja eina og einustu keppni sem hann hefur mætt í á þessum bíl. Einn ökumann og bíl hef ég ekki nefnt en það er Eyjólfur Jóhannesson (Eyjó) sem á Subaru Impreza STI bíl en hann er með þennan bíl út í Noregi og veit ég ekki hreinlega hvort hann verður með eða ekki. Ef hann verður með þá verður hann ásamt Pétri og Jóhannesi Gunnars í næstu sætum á eftir Sigurði Braga, Jóni Bjarna og Óskari Sól. Eins er ekki ljóst hvað Valdimar J. Sveinsson gerir í sumar en hann hefur verið að bera vígjurnar í hvíta Subaru bílinn sem Fylkir á. Þessi upptalning mín hér að ofan ásamt einum eldri Toyota Celica GT4 bíl og Ford Escort Cosworth, sem ég veit ekki hverjir eiga, er uppá 13 bíla. Sem sagt 13 fjórhjóladrifnir og mjög öflugir rallbílar sem til eru í landinu og væri nú aldeilis gaman að sjá alla þessa bíla mæta í einu og sömu keppnina.
Guðmundur Höskuldsson hefur keypt þennan bíl.
Á næstunni reyni ég svo að gera grein fyrir 2000 flokknum og byrjendaflokknum.
Öllum myndum sem fylgja þessari grein var samviskusamlega stolið af vef Mótormyndar :-)
Slóðin er: www.motormynd.blog.is
p.s ég fékk reyndar leyfi hjá Gumma fyrst......
Athugasemdir
Skemmtilegt að fá svona íslenskar fréttir...
"Samviskusamlega stolið"... hehe...
Kveðja,
GK
GK, 14.3.2008 kl. 13:17
Hæhæ.
Ef enginn verður búinn að kaupa af mér fimmuna í vorralli þá mæti ég að sjálfsögðu til að auka sölumöguleikana á henni! Alveg ómögulegt að láta þennan bíl safna ryki í sumar þegar hann gæti verið úti að leika sér og vinna röll - ekki satt!
Ég spái því að Pétur og Heimir verði strax frá fyrstu keppni "on pace" með hröðustu bílunum og allir ættu að hafa varann á frá fyrstu sérleið.
Já - sumarið verður svakalegt - Steini - þú gleymdir ofur N12B tommy makkinen súbarúnum hans Palla Harðar í upptalningunni. Mér skilst að hann sé kominn til landsins.
Var Raggi alveg hættur við ofur Audi projektið ?
Kveðja / Danni
Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson, 14.3.2008 kl. 23:21
Hæ Danni, það verður gaman að sjá þig flengja fimmuna aðeins en ég ætla að vona að einhver sem hefur trú á að hann geti farið hratt versli þennan bíl af þér þannig að það sé víst að hann mæti í allar keppnir.
Varðandi "ofur N12b" Subaruinn þá gerði ég það viljandi að telja hann ekki upp þar sem ég hef bara heyrt kjaftasögur og ekkert meira þannig að ég vildi ekki láta hann fara með í listann! Getur annað hvort þú eða einhver annar staðfest við mig að þessi bíll verði með í sumar. Spurning að heyra jafnvel í Páli ef hann les þetta.
Gemsin minn er allvega 822-1134 og eru allar upplýsingar vel "þvegnar".... bæði um þetta mál og svo bara það sem er að gerast. Þannig getur maður haldið lifandi fréttum á þessari síðu.
Steini Palli, 15.3.2008 kl. 10:08
Flott framtak hjá þér Steini Palli. Ég er alla vegana búinn að "bookmarka" síðuna.
Þorsteinn Svavar McKinstry (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 22:03
Flott að sjá fréttir, góð grein.
Það gleymdist hér eitt stykki Mazda 323 4x4 turbó sem Þórður mætir á, allt víst að koma saman á þeim bænum.
Við ætlum ekkert að vera á eftir á nýjum og betri bíl frá bílasölu Guðfinns, sjáum hvernig fer en brjósklosið er í vinnslu og vonandi verður maður orðinn fótafær í maí? Annars spái ég að Bakaradrengur verði með fremstu mönnum, hann ætti alveg að geta tekið toppinn með smá slurk af heppni. Það er ekki neinn með þetta í hendi sér og bara heilmikið mál að klára í topp5.
MfG: JVG
Joi V (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 15:22
Sæll Jói, nei ég gleymdi ekki þessari fínu Mözdu því að ef hún á að fá að skora stig þá getum við alveg eins leift Gr.A eins og var hér áður. Það er ekki minnsti möguleiki að ljúga þennan bíl inní Gr.N reglur og þessi bíll því ekki löglegur í keppni til Íslandsmeistara. Þórði er auðvitað velkomið að mæta því reglur hérna leyfa mönnum að mæta nánast á hverju sem er en þessi bíll verður aldrei löglegur til að skora stig til Íslandsmeistara....... Og hana nú.
Annars óska ég þér og þínum alls hins besta en það væri gaman að fá að vita hver verður í hægra sætinu hjá þér í sumar. Það verður gríðarlega gaman að fylgjast með þegar sirkusinn fer af stað.
Og jú, ég hef fulla trú á að bakaradrengurinn verður hraður því að hann er öflugur ökumaður og jafnvel enn betri bakari - allvega var kakan hans góð í giftingunni hjá Gumma Höskulds.......
Kv. Rocky - Yfirkökusérfræðingur Íslands
Steini Palli, 16.3.2008 kl. 18:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.