Rally Argentína - staðan eftir 2. dag keppninnar

Nú hef ég loksins smá tíma til að setjast niður og skrifa nokkrar línur um þessa keppni.

080328_loebsmileLoeb átti gærdaginn. Hann byrjaði daginn með 1:30 í forskot og endaði með forystu uppá 1:20. Þetta var þrátt fyrir erfiðar aðstæður en mikil drulla er á vegunum þó ekkert hafi ringt í gær. Sagði Loeb að aðstæður hefðu verið mjög erfiðar á fyrstu 4 leiðum gærdagsins en aðstæður hafi verið mun betri þegar þessar sömu leiðar voru eknar aftur í seinni partinn.

Subaru liðið heldur 2. og 3. sætinu og er það Petter Solberg sem leiðir Atkinson liðsfélaga sinn en Solberg tók 2. sætið með fanta akstri á fyrstu leið í gær en eftir það virtist sem Atkinson væri sáttur við hlutskifti sitt og er nú allnokkur munur á þeim félögum.

í 4. sæti er Dani Sordo á Citroen C4 en hann eyddi megninu af gærdeginum í prufa nýjan fjöðrunarbúnað fyrir Citroen liðið þar sem hann gat ekki náð Subaru dúettinum fyrir framan sig og enginn sem gat náð honum. 5. er Conrad Rautenbach en hann ekur einnig Citroen C4 en þetta er einungis 2. keppni hans á C4 bílnum

Hirvonen er í 6. sæti og hefur hann unnið sig upp um 19 sæti en hann var í 25. sæti eftir föstudaginn eftir að hafa leitt keppnina í byrjun en hann varð fyrir því að skemma stýrisbúnað á Focus bíl sínum á föstudaginn og tapaði við það miklum tíma.

7. er Andreas Aigner á Mitsubishi Lancer Evo9 (samskonar bíl og Daníel keppir á í Bretlandi) og leiðir hann jafnframt P-WRC en er þetta til marks um erfðar aðstæður því 14 WRC bílar hófu keppni og eru því 8 WRC bílar fyrir aftan hann!

Nú styttist í fyrstu tíma lokadagsins en einungis 3 leiðar eru eknar í dag. Hér fyrir neðan er staðan á fyrstu 10 bílunum eftir gærdaginn en þá var 18 leiðum lokið. Takið eftir gríðarlegum mun á 4. sæti og 5. sæti...........

1.

1

Sébastien LOEB

4:28:16.5

0.0

2.

5

Petter SOLBERG

4:29:36.1

+1:19.6

3.

6

Chris ATKINSON

4:30:25.0

+2:08.5

4.

2

Daniel SORDO

4:31:48.8

+3:32.3

5.

17

Conrad RAUTENBACH

4:46:16.6

+18:00.1

6.

3

Mikko HIRVONEN

4:53:01.0

+24:44.5

7.

41

Andreas AIGNER

4:53:43.7

+25:27.2

8.

9

Federico VILLAGRA

4:54:09.9

+25:53.4

9.

39

Nasser AL-ATTIYAH

4:54:34.8

+26:18.3

10.

60

Sebasitán BELTRÁN

4:54:50.4

+26:33.9


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Daginn.

 Nú er Pétur frændi dottinn út eftir að Subaru-draslið ákvað að stoppa vegna bilurnar í rafmagni. Ætli það sé svipað og dislay-ið í Legacy konunar? Það blikar bara? Það er sem ég segi, gamli Subaru var góður en þetta nýja drasl bara bilar. Við eigum tvo, einn 2ára sem er búinn að bila meira en sá gamli þó hefur hann ekki verið notaður við leiðarskoðun enda kæmist hann varla Djúpavatn án þessa að bila. Sá gamli er 90model og kominn yfir 330þkm þar af mikið til á sérleiðum! Ford virðist hafa gert breytingar í framfjöðrun því bæði Miko og Henning verða fyrir svipað "litlu" höggi þegar allt fer í rusl að framan. Gæti verið að eitthvað sé ekki alveg að gera sig?

kv: JVG

Joi V (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 14:36

2 identicon

Þetta er fúlt - þó loeb sé sannarlega bestur þá held ég með öllum hinum. Þykir alltaf svo vænt um þá sem minna mega sín :)

Mér finnst gaman að sjá hirvo og latvala - þeir eru líka engir smá reynsluboltar miðað við aldur.

Kemur á óvart hvað wilson er lélegur - hann mun greinilega ekki vera næsti heimsmeistari breta. (aumingja þeir að hafa ekkert flott í pípunum eftir mcrae og burns). 

Greinilega miklu meira fútt að fylgjast með N-grúppu bílunum. Engin smá barátta þar í gangi. 

DS 

Danni (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 14:47

3 Smámynd: Steini Palli

Já það er rétt, aðalbaráttan er hjá N-grúbbunni. Vá, þið ættuð kíkja yfir listann af þeim sem hafa hætt í dag (geta ekki notað Superrally regluna) og því miður verð ég að taka undir með Jóa, allir topp Subaru bílarnir hafa dottið út nema Jari Ketomaa sem er á N12 bíl! N14 bíllinn hangir ekki saman ennþá......

En nú er þetta rall búið og best setja saman einhvern lofsöng um Loeb en ég held að ég sé farinn að aðhillast sömu hvatir og Danni þ.e. halda með sem minna meiga sín - en virðist eiga við alla aðra en Loeb!

Rocky

Steini Palli, 30.3.2008 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband