5.4.2008 | 11:11
Og þá er það Skotland
Núna áðan hófu Daníel Sigurðsson og Ísak Guðjónsson keppni í Bordercountiesrally í Skotlandi sem er önnur umferð í bresku "national" keppninni og það sem meira er þá er þetta einnig önnur umferð í Evo Challange keppninni sem þeir félagar taka þátt í. Eftir að hafa sett nýjan gírkassa gírkassa í bílinn, en gírkassinn gaf sig í síðustu keppni, og svo prófað bílinn í gær þá eru þeir ánægðir með útkomuna og stefnan sett á sigur í Evo Challange í dag.
Og nú er kominn tíminn á fyrstu leið.
Og nú er staðið við stóru orðin. Fimmti besti tími overall á fyrstu leið, þriðji besti tími í Grúbbu N og annar besti tími í Evo challange, heilum 0,6 sekúndum á eftir David Bogie sem vann Evo challange í Rally Sunseeker! Og ekki nema 4,5 sekúndum frá besta tíma overall en það er Mark Higgins á MG S2000 sem tók besta tíman á þessari fyrstu leið.
Hægt er að fylgjast með tímum á slóðinni: http://www.tynecomp.co.uk/Results/MSA_gravel_08/border_08/1/stage/tindex.html
Athugasemdir
Sebastian Ling krassaði rosalega á þessari leið þannig að það er einum keppinautnum færra...
Mótormynd, 5.4.2008 kl. 11:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.