Hirvonen sigrar í Jórdaníu.

Vá þvílíkt rall.

080427_jmlÞað fór eins og margir voru búnir að spá, ekkert nema óvænt atvik út í gegn og ekkert þó meira heldur en óheppni heimsmeistarans, Sebastians Loeb, sem lenti í árekstri við annann keppenda á ferjuleið og til að toppa fáranleikan þá var þetta þar að auki liðsfélagi hans Conrad Rautenbach hjá Citroen!

Sá keppandi sem stendur samt upp úr eftir þessa keppni að mínu mati er Dani Sordo hjá Citroen sem leiddi megnið af keppninni en þurfti samt á lokaleiðunum að gefa eftir og láta sigurinn eftir Hirvonen sem er búinn að keyra allt að því óaðfinnanlega þessa keppni og því vel að sigrinum kominn. Þriðji er ástralinn Chris Atkinson á Subaru og er þetta fjórða keppni ársins sem hann skilar sér á verðlaunapall og hefur hann sýnt mikinn styrk og verið duglegur að safna stigum fyrir Subaru liðið sem bíður spennt eftir nýjum bíl sem verður samt líklega ekki tekinn í notkun fyrr en á miðju ári eða í Finnska rallinu í ágúst. Petter Solberg var hins vegar ekki jafn heppinn en á föstudag bilaði hægri framdempari hjá honum og þegar glussinn lak úr demparanum og á bremsurnar kviknaði í Subaru bílnum og því kláraði hann ekki allar leiðar föstudagsins og svo á laugardeginum þegar hann endurræsti þá velti hann bílnum og hætti þá keppni.

080426_llÍ fjórða sæti er Henning Solberg á Stobbart Ford og liðsfélagi hans Matt Wilson er í því fimmta en megnið af keppninni hefur Wilson verið á undan Solberg en á leið nr. 19 sprengdi hann dekk og varð að stoppa og skifta um. Í sjötta sæti er Villagra á enn einum Fordinum og í áttunda sæti og jafnframt síðasta sætinu sem gefur ökumönnum stig er Jari-Matti Latvala en á sérleið nr.18 skemmdi hann afturhjólabúnað og tapaði 10 mínútum og þar með fauk einnig forusta hans í rallinum en allt þar til þetta gerðist var hann í hörku slag við Hirvonen og Sordo um sigur í þessu ralli. 

Í áttunda sæti er Gigi Galli á sjötta Fordinum og í níunda sæti er Al-Qassimi sem einnig ekur um á Ford Focus. Síðasti bíll í topp tíu er heimsmeistarinn sjálfur en Loeb hefur á lokadeginum keyrt sig upp um 10 sæti en var í 20. sæti eftir óhappið í gær og sækir stig sem geta ráðið úrslitum í keppni framleiðanda í lok árs.

080427_sogJ-WRC

í J-WRC var það hinsvegar frakkinn Sebastian Ogier á Citroen C2 sem stóð upp sem sigurvegari en keppnin fór ekki vel af stað fyrir hann þar sem hann var að glíma við vélarvandræði á fyrsta keppnisdegi en átti svo þrumu dag í gær og var hann búinn að vinna sig upp í 2. sæti í J-WRC fyrir lokadaginn en Svíinn Sandell á Renault Clio leiddi með tæpum 2 mínútum inní lokadaginn en Sandell keyrði útaf og arfleiddi því Ogier af sigrinum. Írinn Shaun Gallagher á Citroen C2 varð annar og Gilles Schammel frá Luxemborg varð þriðji en hann ekur um á Renault Clio R3. Ogier sem sigraði einnig í Mexíkó hefur forystu í stigakeppninni með 20 stig og annar er Gallagher með 11 stig og í þriðja sæti er eislendingurinn Jaan Molder sem keppir á Suzuki með 8 stig en hann velti bíl sínum á næst síðustu leið þessa ralls og hætti keppni.

Lokastaðan er eftirfarandi.

1.

3

Mikko HIRVONEN

4:02:47.9

0.0

0.0

2.

2

Dani SORDO

4:04:03.6

+1:15.7

+1:15.7

3.

6

Chris ATKINSON

4:07:47.4

+3:43.8

+4:59.5

4.

8

Henning SOLBERG

4:10:23.7

+2:36.3

+7:35.8

5.

16

Matthew WILSON

4:13:29.6

+3:05.9

+10:41.7

6.

9

Federico VILLAGRA

4:14:10.1

+40.5

+11:22.2

7.  +2

4

Jari-Matti LATVALA

4:15:03.5

+53.4

+12:15.6

8.

7

Gigi GALLI

4:15:12.3

+8.8

+12:24.4

9.  -2

14

Khalid AL-QASSIMI

4:21:53.6

+6:41.3

+19:05.7

10.

1

Sebastien LOEB

4:26:26.0

+4:32.4

+23:38.1


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband