17.5.2008 | 09:45
Staðan eftir fyrri dag og rásröð fyrir laugardag.
Jón Bjarni og Borgar leiða þetta rall og hafa þeir 70 sekúndur á Sigurð Braga og Ísak. Nokkuð öryggir í 3. sæti eru Pétur og Heimir. Marian og Jón þór eru í 4. sæti en þeir þurfa að vara sig á Jóhannesi og Bjrörgvin en þeir eru 29 sekúndum á eftir þeim og leiðir dagsins eru ekki jafn slæmar fyrir bakið á Jóhannesi og spurning hvort hann nái þá ekki að aka hraðar en hann gerði í gær. Það verður einnig gaman að fylgjast með tímunum á Valda Kalda og eins á Palla Harðar en þeir eru 15. og 16. sæti eftir vandræði gærdagsins og spennandi að sjá þá vinna sig upp listann í dag.
Gunnar og Jóhann sem aka Ford Focus eru fremstu eindrifsbíllinn eftir gærdaginn en þeir eru í 7. sæti. Henning og Gylfi á Toyota Corolla leiða nýliða flokkinn og eru þeir í 9.sæti í heildina og eru einungis 25 sekúndur í Kjartan og Óla þór sem eru í 2. sæti í þessum flokk. Guðmundur Snorri og Ingimar leiða jeppaflokkinn nokkuð örugglega á sínum Mitsubishi Pajero og eru þeir í 10. sæti yfir heildina.
Staðan eftir gærdaginn:
1. Jón Bjarni og Borgar 00:22:58
2. Sigurður B. og Ísak 00:24:08
3. Pétur S. og Heimir 00:25:08
4. Marian og Jón Þór 00:26:31
5. Jóhannes V. og Björgvin 00:27:00
6. Sigurður Óli og Hrefna 00:27:31
7. Gunnar F. og Jóhann 00:28:20
8. Fylkir A og Elvar 00:28:34
9. Henning og Gylfi 00:28:39
10. Guðmundur S og Ingimar 00:29:16
11. Kjartan og Óli Þór 00:30:04
12. Ólafur I og Sigurður R 00:30:10
13. Reynir og TBN 00:30:16
14. Ásta og Steinunn 00:31:27
15. Valdimar og Ingi 00:31:53
16. Páll og Aðalsteinn 00:32:39
17. Sigurður R og Arena 00:33:01
18. Úlfar og Birkir 00:35:59
Dottnir út
19. Þórður og Magnús brotin vél
20. Pétur og TBN mættu ekki í skoðun
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.