6.6.2008 | 23:00
Sparisjóðsrallið - fyrri dagur
Hérna er staðan eftir fyrri dag Sparisjóðsrallsins.
Eins og sjá má eru Pétur/Heimir að standa sig vel í sinni annari keppni á þessum bíl og eins kemur á óvart hversu hratt Marian/Jón þór aka sínum Evo5 bíl en Jón Þór hefur setið í þessum bíl áður en þá með Hjörleif Hilmarsson í ökumanssætinu. Einhver skjálfti virðist hafa verið í Páli/Aðalsteini eftir veltuna í fyrstu keppni ársins og tapa þeir allnokkrum tíma á fyrstu tveimur leiðunum en eru svo komnir skrið í báðum ferðum um höfnina í Keflavík. Henning/Gylfi eru fyrsti eindrifs bíllinn í þessari keppni en Kjartan/Ólafur eru ekki langt undan. Þetta er einungis forsmekkurinn af því sem koma skal því einungis hafa þeir ekið í rúmar 6 mínútur á sérleiðum í dag. Á morgun koma svo 3 ferðir um Djúpavatn ásamt fleiri leiðum og þá á þessi röð allveg örugglega eftir að breytast mikið.
Pétur og Heimir standa sig vel í öðrusæti eftir fyrri dag.
Mynd: Elvaro - eins og sjá má.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.