Fyrstu fréttir þennann morguninn.

469292Jón Bjarni og Borgar leiða þetta rall eftir að tveimur leiðum er lokið í morgunsárið og hafa þeir aukið forstkotið á Pétur og Heimir en munurinn á þeim er rétt um 20 sekúndur. Í þriðja sæti eru þeir Marian og Jón Þór eftir að Sigurður Bragi og Ísak duttu út en ég hef ekki heyrt hvað olli því. Í fjórða sæti eru Valdimar og Ingi og munar enn 8 sekúndum á þeim og Marian einsog eftir leiðar gærdagsins þannig að þarna er hörkuslagur í uppsiglingu. Ásta og Steinunn er dottnar út eftir að hafa velt Cherokee bíl sínum og vonum við allt sé í góðu með þær. Guðmundur og Jakob á Renault Clio hófu ekki keppni í morgun þar sem enn vantaði eitt hjól undir bílinn eftir átök gærdagsins.

Vondandi verð ég með tíma fljótlega til að birta hér.

rally049copyoi5

Hér eitt af hjólunum af detta undan Clio-inum

Myndir: Jak/MBL.is og Team Seastone.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband