7.6.2008 | 11:58
Fyrstu fréttir þennann morguninn.
Jón Bjarni og Borgar leiða þetta rall eftir að tveimur leiðum er lokið í morgunsárið og hafa þeir aukið forstkotið á Pétur og Heimir en munurinn á þeim er rétt um 20 sekúndur. Í þriðja sæti eru þeir Marian og Jón Þór eftir að Sigurður Bragi og Ísak duttu út en ég hef ekki heyrt hvað olli því. Í fjórða sæti eru Valdimar og Ingi og munar enn 8 sekúndum á þeim og Marian einsog eftir leiðar gærdagsins þannig að þarna er hörkuslagur í uppsiglingu. Ásta og Steinunn er dottnar út eftir að hafa velt Cherokee bíl sínum og vonum við allt sé í góðu með þær. Guðmundur og Jakob á Renault Clio hófu ekki keppni í morgun þar sem enn vantaði eitt hjól undir bílinn eftir átök gærdagsins.
Vondandi verð ég með tíma fljótlega til að birta hér.
Hér eitt af hjólunum af detta undan Clio-inum
Myndir: Jak/MBL.is og Team Seastone.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.