11.8.2008 | 11:57
1 stykki Subaru endurbyggður .... úffff
Síðustu vikurnar hafa farið mikið til í að endurbyggja eitt stykki Subaru Impreza bíl sem Guðmundur Höskuldsson keypti fyrr í vor af Valda kalda. Bíllinn var nú ekki alveg í því horfi sem menn væntu en það er nú bara eins og oft áður í þessum bransa. Því voru ermarnar brettar upp, bíllinn rifinn í spað og Gummi fenginn til að draga upp stóra veskið og byrjað að versla!
Á innkaupalistanum var meðal annars: 6 gíra gírkassi úr STI bíl, kúpling, hjólalegur, bremsudælur, bremsudiskar, bremsuklossar, rótendar, Compomotive felgur, dekk, pústkerfi, kerti og kertaþræðir, allar mögulegar og ómögulegar síur, allar mögulegar og ómögulegar pakkdósir og ýmsilegt annað smálegt
Fjöðrunarkerfið og hjólastellið var tekið í frumeindir, yfirfarið og breitt til að fá betri virkni í það og einfalda alla þjónustu í keppnum en megnið af vinnunni hefur farið í að útfæra bílinn til að hann verði áreiðanlegri og því líklegur til að skila sér í gegnum keppni án stór áfalla (gamli twin cam fílingurinn, bara setja bensín á og keyra!). Yfirbygginginn þurfti einnig sína aðhlynningu enda Valdi farið hamförum á honum á meðan hann var í hans eigu en ekki verður farið í að fullklára yfirbygginguna fyrr en næsta vetur en þá reiknum við með að þurfa einnig að fínpússa nokkra hluti í þessum bíl.
Gummi mætir svo á þessum bíl í Rally Reykjavík sem haldið verður eftir 10 daga og er þetta einn af 13 fjórhjóladrifsbílunum sem verða í þeirri keppni en alls eru 29 áhafnir skráðar til leiks.
Fleiri myndir eru væntanlegar af yfirhalningunni innan tíðar hér á síðuna.
Athugasemdir
Jæja, maður fær vonandi rúnt í þessum einhverntíman
Óli Þór (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 11:16
Allveg örugglega Óli minn. Engin hætta á öðru
Steini Palli, 13.8.2008 kl. 10:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.