23.7.2008 | 09:01
Skagafjarðarrall, 4. umferð Íslandsmótsins
Núna um næstu helgina fer fram Skagafjarðarrall en það er Bílaklúbbur Skagafjarðar sem stendur að þessu ralli. 17 bílar eru skráðir til leiks, 8 fjórhjóladrifsbílar, 5 eindrifsbílar og 4 jeppar en þar er munur á síðasta ralli þegar enginn jeppi var með. Búast má við hörku slag fyrir norðan en eins og fyrri daginn er líklegt að slagurinn um fyrsta sæti verði á milli þriggja áhafna en það eru Pétur/Heimir, Sigurður Bragi/Ísak og Jón Bjarni/Borgar. Þar fast á eftir verða Valdimar/Ingi, Marian/Jón Þór og líklegast einnig Páll/Aðalsteinn. Bæði Jóhannes/Björgiv og Fylkir/Elvar eru dálítið óskrifað blað að þessu sinni.
Stórskotaliðið í Jeppaflokki er mætt að þessu sinni en bæði eru Sighvatur/Úlfar og Hilmar/Kristinn eru skráðir til keppni að þessu sinni og verður bara gaman að sjá hvað þessar tvær áhafnir gera að þessu sinni en Sighvatur og Úlfar mæta á Pajero en Hilmar og Kristinn halda við Cherokee hefðinni og virðast hafa tekið við henni einmitt af Sighvati og Úlfari og verður afarfróðlegt að sjá hvar þessar áhafnir enda í heildarstöðuni í lokinn.
Svo er bara að fylgjast með en ég reyni að henda inn tímum eins og ég get en ég minni áhugasama á að hægt er að fylgjast með keppniskoðun á þessum bílum en hún fer fram í dag við Max1 í Jafnaseli og byrjar klukkan 18:15
Hér er rásröðin fyrir þessa keppni:
Rásnr. | # | Ökumaður: | Aðstoðarökumaður: | Bifreið: | Flokkun: |
1 | 7 | Pétur Sigurbjörn Pétursson | Heimir Snær Jónsson | Mitsubishi Lancer Evo VI | N |
2 | 3 | Sigurður Bragi Guðmundsson | Ísak Guðjónsson | Mitsubishi lancer Evo 7 | N |
3 | 2 | Jón Bjarni Hrólfsson | Borgar V Ólafsson | Mitsubishi lancer Evo 7 | N |
4 | 18 | Marian Sigurðsson | Jón Þór Jónsson | Mitsubishi Lancer Evo V | N |
5 | 9 | Valdimar Jón Sveinsson | Ingi Mar Jónsson | Subaru Impreza WRX | N |
6 | 11 | Jóhannes V. Gunnarsson | Björgvin Benediktsson | Mitsubishi Lancer Evo 7 | N |
7 | 6 | Fylkir A. Jónsson | Elvar Jónsson | Subaru Impreza STI N8 | N |
8 | 20 | Páll Harðarson | Aðalsteinn Símonarson | Subaru Impreza STI N12 | N |
9 | 41 | Sighvatur Sigurðsson | Úlfar Eysteinsson | Mitsubishi Pajero Sport | J |
10 | 5 | Hilmar B Þráinsson | Kristinn V Sveinsson | Jeep Grand Cherokee | J |
11 | 21 | Gunnar Hafsteinsson | Jóhann Hafsteinsson | Ford Focus | 2000 |
12 | 28 | Kjartan M Kjartansson | Ólafur Þór Ólafsson | Toyota Corolla 1600 GT | 1600 |
13 | 29 | Ólafur Ingi Ólafsson | Ástríður Ólafsdóttir | Toyota Corolla 1600 GT | 1600 |
14 | 25 | Ásta Sigurðardóttir | Steinunn Gustavsdóttir | Jeep Grand pickup | J |
15 | 42 | Óskar Þór Gunnarsson | Benedikt Helgason | Jeep Cherokee | J |
16 | 40 | Magnús Þórðarson | Guðni Freyr Ómarsson | Toyota Corolla 1600 GT | 1600 |
17 | 39 | Einar Hafsteinn Árnason | Kristján Karl Meekosha | Nissan Sunny | 1600 |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.