Skagafjarðarrall, 4. umferð Íslandsmótsins

2640133137_dc69994cd6Núna um næstu helgina fer fram Skagafjarðarrall en það er Bílaklúbbur Skagafjarðar sem stendur að þessu ralli. 17 bílar eru skráðir til leiks, 8 fjórhjóladrifsbílar, 5 eindrifsbílar og 4 jeppar en þar er munur á síðasta ralli þegar enginn jeppi var með. Búast má við hörku slag fyrir norðan en eins og fyrri daginn er líklegt að slagurinn um fyrsta sæti verði á milli þriggja áhafna en það eru Pétur/Heimir, Sigurður Bragi/Ísak og Jón Bjarni/Borgar. Þar fast á eftir verða Valdimar/Ingi, Marian/Jón Þór og líklegast einnig Páll/Aðalsteinn. Bæði Jóhannes/Björgiv og Fylkir/Elvar eru dálítið óskrifað blað að þessu sinni.

Stórskotaliðið í Jeppaflokki er mætt að þessu sinni en bæði eru Sighvatur/Úlfar og Hilmar/Kristinn eru skráðir til keppni að þessu sinni og verður bara gaman að sjá hvað þessar tvær áhafnir gera að þessu sinni en Sighvatur og Úlfar mæta á Pajero en Hilmar og Kristinn halda við Cherokee hefðinni og virðast hafa tekið við henni einmitt af Sighvati og Úlfari og verður afarfróðlegt að sjá hvar þessar áhafnir enda í heildarstöðuni í lokinn.

Svo er bara að fylgjast með en ég reyni að henda inn tímum eins og ég get en ég minni áhugasama á að hægt er að fylgjast með keppniskoðun á þessum bílum en hún fer fram í dag við Max1 í Jafnaseli og byrjar klukkan 18:15

Hér er rásröðin fyrir þessa keppni:

Rásnr.#Ökumaður:Aðstoðarökumaður:Bifreið:Flokkun:
17Pétur Sigurbjörn PéturssonHeimir Snær JónssonMitsubishi Lancer Evo VIN
23Sigurður Bragi GuðmundssonÍsak GuðjónssonMitsubishi lancer Evo 7N
32Jón Bjarni HrólfssonBorgar V Ólafsson Mitsubishi lancer Evo 7N
418Marian SigurðssonJón Þór JónssonMitsubishi Lancer Evo VN
59Valdimar Jón SveinssonIngi Mar JónssonSubaru Impreza WRXN
611Jóhannes V. GunnarssonBjörgvin BenediktssonMitsubishi Lancer Evo 7N
76Fylkir A. JónssonElvar JónssonSubaru Impreza STI N8N
820Páll HarðarsonAðalsteinn SímonarsonSubaru Impreza STI N12N
941Sighvatur SigurðssonÚlfar EysteinssonMitsubishi Pajero SportJ
105Hilmar B ÞráinssonKristinn V SveinssonJeep Grand CherokeeJ
1121Gunnar HafsteinssonJóhann HafsteinssonFord Focus2000
1228Kjartan M KjartanssonÓlafur Þór ÓlafssonToyota Corolla 1600 GT1600
1329Ólafur Ingi ÓlafssonÁstríður ÓlafsdóttirToyota Corolla 1600 GT1600
1425Ásta SigurðardóttirSteinunn GustavsdóttirJeep Grand pickupJ
1542Óskar Þór GunnarssonBenedikt HelgasonJeep CherokeeJ
1640Magnús ÞórðarsonGuðni Freyr ÓmarssonToyota Corolla 1600 GT1600
1739Einar Hafsteinn Árnason       Kristján Karl MeekoshaNissan Sunny1600


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband