Sigurður Bragi og Ísak sigra í Skagafirði

2640133137_dc69994cd6Nú keppni lokið í Skagafirði en það eru Sigurður Bragi Guðmundsson og Ísak Guðjónsson sem standa uppi sem sigurvegarar í þessari keppni og er þetta önnur keppnin sem þeir sigra í sumar og jafnframt taka þeir forystuna í Íslandsmótinu með 28 stig. í öðru sæti er þeir Jón Bjarni Hrólfsson og Borgar Ólafsson (eru með 18 stig eftir þessa keppni) en nokkuð óvænt í þriðja sæti eru þeir bræður Fylkir Jónsson og Elvar Ólafsson en þeir gera mjög vel með því að klára svona ofarlega.

Í öðru sæti í Íslandsmótinu eru þeir Pétur Pétursson og Heimir Jónsson þrátt fyrir að hafa endað í 6. sæti í dag og eru þeir með 27 stig eftir þessa keppni en þeir voru í 11. sæti á tímabili í morgun eftir að hafa sprengt dekk og tapað miklum tíma. Jafnframt voru þeir svo óheppnir að fá á sig 1 mínútu í refsingu fyrir að mæta of seint í rásmark keppninar í morgun. 

Hilmar þráinsson og Kristinn Sveinsson fengu lánaðan Cherokee jeppa og einfaldlega sigruðu jeppaflokkinn  örugglega og skila sér í áttunda sæti yfir heildina og hafa þeir um 5 mínútur á næstu menn í þessum flokki sem eru reynsluboltarnir Sighvatur Sigurðsson og Úlfar Eysteinsson en eftir að hafa ekki keppt í nokkur ár komu þeir með stæl í Skagafjörðinn og veltu þeir bílnum á annari leið ásamt því að sprengja dekk síðar í rallinu og keyra all nokkra leið með það sprungið. Eina kvennáhöfnin í þessu ralli eru þær Ásta Sigurðardóttir og Steinunn Gústafsdóttir en þær enduðu í Þriðja sæti og virðist sem þær hafi gert góða ferð norður til að jafna sig eftir veltu fyrr í sumar og hrista úr sér skrekkinn fyrir Rally Reykjavík.

Gunnar Hafsteinsson og bróðir hans Jóhann sigra í 2000 flokki og Ólafur Ingi Ólafsson ásamt dóttur sinni Ástríði sigra í 1600 flokki. Í 2. sæti í 1600 flokki voru þeir Kjartan Kjartansson og Ólafur Ólafsson en þeir halda áfram að leiða Íslandsmótið nokkuð örugglega í þessum flokki.

Hérna er lokastaðan eins og hún er fyrir lok kærufrestar:

Sæti:#Ökumaður:Aðstoðarökumaður:Bifreið:Fl.Samtals:Í næsta:Í fyrsta:
13Sigurður Bragi Guðmundss.Ísak GuðjónssonMMC Lancer Evo 7N01:03:10 00:00:00
22Jón Bjarni HrólfssonBorgar V. ÓlafssonMMC Lancer Evo 7N01:04:5500:01:4500:01:45
36Fylkir JónssonElvar JónssonSubaru Impreza WRXN01:05:1000:00:1500:02:00
49Valdimar Jón SveinssonIngi Mar JónssonSubaru Impreza STI N8N01:05:5700:00:4700:02:47
520Páll HarðarsonAðalsteinn SímonarsonSubaru Impreza STI N12N01:06:5900:01:0200:03:49
67Pétur Sigurbjörn PéturssonHeimir Snær Jónsson MMC Lancer Evo VIN01:07:3600:00:3700:04:26
711Jóhannes V. GunnarssonBjörgvin BenediktssonMMC Lancer Evo 7N01:08:0500:00:2900:04:55
85Hilmar B. ÞráinssonKristinn V. SveinssonJeep Grand CherokeeJ01:08:3200:00:2700:05:22
921Gunnar HafsteinssonJóhann HafsteinssonFord Focus200001:11:0800:02:3600:07:58
1029Ólafur Ingi ÓlafssonÁstríður ÓlafsdóttirToyota Corolla 1600 GT160001:12:4400:01:3600:09:34
1141Sighvatur SigurðssonÚlfar EysteinssonMMC Pajero SportJ01:13:4200:00:5800:10:32
1228Kjartan M. KjartanssonÓlafur Þór ÓlafssonToyota Corolla 1600 GT160001:14:5200:01:1000:11:42
1325Ásta SigurðardóttirSteinunn GustavsdóttirJeep Grand pickupJ01:18:2300:03:3100:15:13
1440Magnús ÞórðarsonGuðni Freyr ÓmarssonToyota Corolla 1600 GT160001:21:1900:02:5600:18:09
1542Óskar Þór GunnarssonBenedikt HelgasonJeep CherokeeJ01:21:5600:00:3700:18:46
1639Einar Hafsteinn ÁrnasonKristján Karl MeekoshaNissan Sunny160001:22:0500:00:0900:18:55


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband