31.7.2008 | 13:40
Slúður og með því
Hérna er nokkrir slúður punktar sem ég hef heyrt af á síðustu dögum:
1. Alan Paramore er víst á leiðinni til landsins með alvöru bíl og nú skal tekið á því og þetta blessaða Rally Reykjvík unnið með stæl. Bíllinn er víst af gerðinni Subaru Impreza og er "full house" grúbbu N bíll með öllu sem til þarf og verður ekki um neitt annað að ræða en sigur í þessu ralli.
2. Guðmundur Höskuldsson er víst á leið í Rally Reykjavík, einnig á Subaru Impreza en þessi bíll hefur verið á heilsuhæli síðan í mai og er víst við mun betri heilsu nú en oft endranær. Ekki er samt stefnt á heimsmeistaratitil en Guðmundur veit hvað þarf til að ná góðum árangri í Rally Reykjavík. Ekki er alveg ljóst hver verður í hægra sætinu.
3. Heyrst hefur að ný áhöfn líti dagsins ljós í haustrallinu og komi til með að aka á Subaru Impreza bíl og full ástæða fyrir topp áhafnirnar að fara að vara sig ......
p.s. hvað er með alla þessa Subaru bíla núna þegar allt er vaðandi í Mitsubishi í Íslandsmótinu?
Athugasemdir
Ég og Eyjó mætum á Subaru að sjálfsögðu
í rallý reykjavík,þetta er bíllinn sem við vorum á í fyrra en orðin MUN betri
...
Heimir og Halldór Jónssynir, 31.7.2008 kl. 14:10
Gaman að heyra af því Dóri. Heyrði að það væri kominn alvöru fjöðrun í þennan bíl (Reiger) og þið því til alls líklegir. Óska ykkur alls hins besta og vonandi verðið þið einnig í haustrallinu.
Steini Palli, 31.7.2008 kl. 14:38
hmmm, verður þetta Subaru Rallý Reykjavík???
Elvar Örn Reynisson, 31.7.2008 kl. 18:10
SUBARU hvað.....Lancerinn er bara miklu betri akstursbíll!! og hvaða nöfnum sem þeir nefnast úglenskir sem innlendir á búbarú verða bakaðir í buff af EVO
en svona án gríns þá verður virkilega gaman að slást við Paramore og fleiri stóra kalla í þessu ralli. Vonandi verður þetta bara eins spennandi og í fyrra.
Jónbi
www.evorally.com
Jónbi (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 00:08
Hver fer með þér í haustrallið Steini á súbbanum hans Gumma?
Varðandi Súbarú og Lancer - kom mér verulega á óvart hvað súbarú stýrir vel í kröppum beygjum - mikill munur þarna á m.v MMC. En ljóst er að Súbarú pakkinn hefur minna afl og telur það mikið hér á íslandi með öllum þeim hraða sem boðið er uppá. Mikið væri gaman að sjá t.d Fylkis og Palla bíla keyrða í alvöru reiði, þetta eru algerlega samkeppnishæfir bilar við Evo 7.
Vitið þið hvernig rásröð er ákvörðuð í RR ? Er það íslandsmót fyrst og svo "útlendingar" og stigalausir nýbúar ?
Kv. DS
Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson, 1.8.2008 kl. 09:40
hæ Danni, Gummi verður nú sennilega bara aftur á sínum Subaru bíl í haustrallinu einnig þannig ef þú veist um bíl til leigu í haustrallið þá máttu láta mig vita! Er þér innilega sammála með bílanna hjá Fylki og Palla. Reyndar sýndist mér á tímum frá Skagafirði að þessir tveir væru nú aðeins að bæta í. En þeir þurfa að gera betur áður en þeir blanda sér í toppslaginn.
Varðandi rásröð þá hefur það tíðkast hjá keppnisstjórn RR að raða mönnum upp miðað við hraða þeirra óháð því hvaðan þeir koma þannig að við skulum búast við blandaðri rásröð. Ef minnið mitt bregst mér ekki allveg þá hefur jeppaflokkurinn samt verið keyrður fyrsta daginn í einum hnapp og á eftir seinustu nýliðunum en svo verið blandað saman við pupilinn eftir það....
Hef keppnisáhuga og skap en engan bíl ..........
Steini Palli, 1.8.2008 kl. 11:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.