12.8.2008 | 16:37
29. Rally Reykjavik 21. - 23. ágúst 2008
30 áhafnir eru skráðar til leiks að þessu sinni og af þeim eru 13 4x4 bílar með túrbó og alles! Þetta er einsdæmi í íslenskri rallsögu og verður gríðarlega gaman fyrir alla að fylgjast með þessar keppni og nokkuð ljóst að hart verður slegist um hvert einasta sæti í þessari keppni og sennilega mun meira að þessu sinni en nokkru sinni fyrr. Úrslit Íslandsmótsins gætu ráðist í þessari keppni en vonandi verður það ekki fyrr en í haustrallinu sem við fáum úrslit í eitt besta Íslandsmót sem haldið hefur verið í manna minnum. Þetta rall verður jafnframt fyrst rall Daníels og Ástu hérlendis í ár og verður gaman fyrir áhorfendur að sjá Daníel flengja þessari níu sinni um íslenska rallvegi.
Líklegustu áhafnirnar til að berjast um sigur í þessu ralli verða Daníel/Ásta á Lancer Evo9, Jón Bjarni/Borgar á Lancer Evo7, Sigurður Bragi/Ísak á Lancer Evo7 og svo Pétur/Heimir á Lancer Evo6. En þar sem þetta rall hefur aldeilis ekki alltaf unnist á því að keyra hraðast þá koma nokkrar aðra áhafnir inní myndina eins og Marian/Jón Þór á Lancer Evo5, Valdi/Ingi á Impreza WRX, Eyjólfur/Halldór á Impreza STI, Páll/Aðalsteinn á Impreza STI og kannski einnig þó langsótt sé þeir Jóhannes/Björgvin á Lancer Evo7 og Guðmundur/Ragnar á Impreza 22b ásamt því að Utting feðgar gætu gert kraftaverk þó ég hafi ekki mikla trú á því! Þessi upptalning sýnir svo ekki um villst að allt getur gerst og í svona löngu ralli er það eina sem er víst að eitthvað óvænt gerist...
Einnig verður hörkuslagur í jeppaflokki þar sem íslenski ökumenn takast á við rallýlið Elisabetar Englandsdrottningar en þar fara fremstir þeir Guðmundur/Ingimar á Pajero ásamt Sighvati/Úlfari sem einnig eru á Pajero. Fremstur meðal jafninga á Land Roverum hennar hátignar verður að vanda Alan Paramore sem hefur (ef mér telst rétt til) mestu reynsluna af þessu ralli af öllum áhöfnunum sem taka þátt þessu sinni. Vonandi mun eitthvað af þeim jeppum sem til eru hérna heima bætast í hópinn en mér telst til að það séu allvega 7 bílar sem eru til sem eru ekki skráðir í þetta rall.
Þetta rall getur einnig verið ráðandi bæði í nýliðaflokki og 2000 flokki og þar má búast við hörkuslag á milli Kjartans/Óla þórs á Corollu GT, Hennings/Gylfa á Corollu GT, Ólfs Inga/Sigurðar sem einnig eru á Corollu GT og svo þeirra bræðra Gunnars/Jóhanns á Ford Focus. Áhugavert verður að sjá hvort Guðmundur Orri/Guðmundur á Renault Clio klári þetta rall að það hefur aðeins vafist fyrir þeim að klára röll í sumar. Einn er sá ökumaður sem ég bíð aðeins spenntur eftir að sjá tímana hjá en það er hin 17 ára gamli Magnús Þórðarson sem hefur þegar tekið þátt í 3 keppnum í sumar en gaman verður að skoða tíma hans á lokadeginum ef hann og bíllinn þola fyrri dagana tvo sem á móti gefur honum aukinn tíma í bílnum og fleiri ekna kílómetra sem mun bara auka hraða hans og bæta tímana saman borið við aðra ökumenn í hans flokki.
Eftirfarandi áhafnir eru skráðar til leiks að þessu sinni:
Ökumaður Aðstoðarökumaður Bíll Flokkun Driver Co-driver Car Wug Utting Max Utting Subaru Impreza STI N12b N4 Guðmundur Snorri Sigurðsson Ingimar Loftsson Mitsubishi Pajero J12 Sigurður Óli Gunnarsson Elsa Kristín Sigurðardóttir Toyota Celica GT4 N4 Ólafur Ingi Ólafsson Sigurður Ragnar Guðlaugsson Toyota Corolla GT 1600 Fylkir A. Jónsson Elvar Jónsson Subaru Impreza STI N8 N4 Guðmundur Orri Arnarson Guðmundur Jón Hafsteinsson. Renault Clio 1800 16V 2000 Pétur Sigurbjörn Pétursson Heimir Snær Jónsson Mitsubishi Lancer Evo 6 N4 Sighvatur Sigurðsson Úlfar Eysteinsson Mitsubishi Pajero Sport J12 Valdimar Jón Sveinsson Ingi Mar Jónsson Subaru Impreza WRX N4 Eyjólfur Jóhannsson Halldór Gunnar Jónsson Subaru Impreza STI 2,5 N4 Katarínus Jón Jónsson Ingi Örn Kristjánsson Tomcat TVR 100RS J12 Einar Hafsteinn Árnason Kristján Karl Meekosha Nissan Sunny GTi 2000 Marian Sigurðsson Jón Þór Jónsson Mitsubishi Lancer Evo 5 N4 Júlíus Ævarsson TBN Suzuki Swift GTI 1600 Magnús Þórðarson Guðni Freyr Ómarsson Toyota Corolla GT 1600 Guðmundur Höskuldsson Ragnar Sverrisson Subaru Impreza 22B N4 Daníel Sigurðarson Ásta Sigurðardóttir Mitsubishi Lancer Evo 9 N4 TBN - AFRT 1 TBN - AFRT 1 Land Rover Defender XD J11 TBN - AFRT 2 TBN - AFRT 2 Land Rover Defender XD J11 TBN - AFRT 3 TBN - AFRT 3 Land Rover Defender XD J11 TBN - AFRT 4 TBN - AFRT 4 Land Rover Defender XD J11 TBN - AFRT 5 TBN - AFRT 5 Land Rover Defender XD J11 TBN - AFRT 6 TBN - AFRT 6 Land Rover Defender XD J11 Gunnar Freyr Hafsteinsson Jóhann Hafsteinn Hafsteinsson Ford Focus 2000 Sigurður Bragi Guðmundsson Ísak Guðjónsson Mitsibishi Lancer EVO 7 N4 Jón Bjarni Hrólfsson Borgar Ólafsson Mitsubishi Lancer EVO 7 N4 Kjartan M Kjartansson Ólafur Þór Ólafsson Toyota Corolla 1600 GT 1600 Páll Harðarson Aðalsteinn Símonarson Subaru Impreza STI N12b N4 Jóhannes V. Gunnarsson Björgvin Benediktsson Mitsubishi Lancer EVO 7 N4 Henning Ólafsson Gylfi Guðmundsson Toyota Corolla GT 1600
Svona fer nú alvöru service fram
ATH. Því miður verð ég ekki á landinu til að koma hér á framfæri nýjustu tímunum og fréttunum og mun ég reyna að skrifa hérna samantekt að loknu þessu ralli með öllum helstu fréttunum. SP
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.