Jón Bjarni og Borgar sigra Rally Reykjavík - Loeb tekur forystuna í WRC ofl.....

Loksins er maður kominn í tölvusamband til að setja niður línur um þetta rall sem ég reyndi eins og ég gat að fylgjast með frá veldi Margrétar Danadrottningar án þess að vera í netsambandi en Tryggvi keppnisstjóri á heiður fyrir að gefa sér tíma til að svala forvitni minni og svara endalausum símtölum Smile

JAK_2734Þetta var víst hörkurall og fór af stað eins og menn væntu. Danni og Ásta tóku forystuna strax í byrjun og bættu við hana jafnt og þétt þar til að blindhæð á Næfurholtinu vildi ekki vera eins og nóturnar sögðu (eða bílstjórinn hugði) og sagði hægra afturhjólið að nóg væri komið af akstri um íslenska malarvegi. Jón Bjarni og Borgar tóku við það forystuna í rallinu en þeir voru þarna í hörkuslag við Sigga Braga / Ísak og Pétur / Heimi. Pétur og Heimir duttu út úr þessum toppslag eftir að þeir sprengdu 2 dekk á Hekluni og töpuðu við það 8 mínútum og urðu að sætta sig við þriðja sætið og jafnframt datt botninn úr toppslagnum við þetta þar sem það hentaði Sigga Braga og Ísak ágætlega að landa 2 sætinu og auka forystu sína í Íslandsmótinu og geta keyrt taktískt í haustrallinu. Fylkir og Elvar enduðu í fjórða sætinu og fylgja þar eftir góðum árangri í Skagafjarðarrallinu og verður gaman að sjá hvað þeir gera í haustrallinu. Alan Paramore mætti á Subaru bílnum þeirra Óskars Sól og Valtýrs en eftir að hafa sprengt dekk á fyrstu leið og tapað miklum tíma við að skipta um það þá áttu þeir aldrei séns og miðað við tíma þeirra þá áttu þeir kanski aldrei séns í þessu ralli.

080815_slcarLoeb sigraði bæði í Þýskalandi og Nýja Sjálandi, reyndar mjög óvænt á mölinni "down under" þar sem Ford leiddi 1-2 fyrir síðustu alvöruleið rallsins en þar féll Latvala úr leik og Hirvonen tapaði tíma með sprungnu dekki og endaði þriðji á eftir Sordo.

Næstu keppnir eru haustrall Bíkr og svo Spánar umferð WRC en sú keppni fer fram á malbiki og eins næsta keppni þar á eftir sem er Tour De Corse. Því má búast við að Loeb og Citroen auki forskot sitt bæði í stigakeppni ökumanna og framleiðenda í þessum næstu tveim keppnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steini Palli

Þetta kom nú dálítið seint hjá mér en betra er seint en aldrei.......

 Rocky

Steini Palli, 9.9.2008 kl. 11:37

2 identicon

Garðar Þór Hilmarsson leigði Paramore bílinn en ekki Óskar Sól.

Paramore tapaði 15min á fyrstu leið eftir sprungið dekk og gekk eitthvað erfiðlega að skipta um. Eftir það fannst honum rallið vera tapað og eiga engan séns á að gera neitt þannig að hann var ekki að keyra neitt. Ég veit að hann getur keyrt hraðar en þetta.

Sagan segir að Fylkir mæti ekki haustrallið. Slúðrið segir að það muni mæta annar ökumaður á þeim bíl sem er þekktur rallari hér á landi.

Guðmundur Höskuldsson (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 14:47

3 identicon

Án þess að ég hafi nokkuð heyrt þá dettur mér strax í hug einn ákveðinn maður...

Óli Þór (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 21:20

4 Smámynd: gudni.is

Ég giska á D-eitthvað....

gudni.is, 11.9.2008 kl. 01:30

5 Smámynd: Steini Palli

Já það er ýmislegt slúðrað og mest um það að fyrsti stafurinn í nafni þessa mans sé Daníel Sigurðsson en þig fáið mig ekki til að segja þó þið pyntið mig og kveljið..... 

Steini Palli, 11.9.2008 kl. 08:39

6 identicon

hmmm... Daníel á Súbarú, það verður gaman að sjá  annars held ég að fyrsti stafurinn á þessum dulafulla ökumanni sé "H"

Jónbi (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 20:12

7 identicon

Ég tek það fram að þetta er nú allt í slúðurfrétta stíl og því alveg eins víst að Fylkir mæti á bílnum eða þá að Hilmar mæti á honum nú eða bara Dóri Úlfars með stóra "comeback" -ið ....... og svona má halda áfram lengi lengi.

Steini Palli (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 17:16

8 Smámynd: Magnús Þórðarson

Að öllum líkindum verðið þið, Steini Palli og Garðar, ekki einu "gömlu" kallarnir, fréttir herma að pabbi sé á fullu að græja bíl fyrir haustrallið, kemur í ljós á næstu dögum hvort það náist.

Bíltegundin byrjar á: M, restina megið þið reyna að finna út hehe...

Magnús Þórðarson, 14.9.2008 kl. 22:23

9 Smámynd: Steini Palli

Spurning hvort verði kepp í sérstökum "elliheimilisflokki" í þessu ralli

Steini Palli, 15.9.2008 kl. 09:09

10 identicon

Á ég þá að skrá Bogga í þann flokk

Jónbi (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 21:35

11 identicon

Ekki mösduna einu sinni enn því ég held að hún eigi bara heima á safni ég er búinn að missa trúna á henni

kiddi sprautari (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband