Haustrall - undirbúningur

Jæja, eftir að hafa látið hafa mig út þessa vitleysu eina ferðina enn þá var nokkuð ljóst hvað maður yrði að gera vikurnar fyrir rall en ljóst var að við þyrftum að lagfæra nokkur atriði í bílnum áður en við héldum af stað í keppni á honum. Skifta þurfti um fóðringar í afturfjöðrun, skifta um bremsuvökva, laga stýrisganginn, breyta loftinntakinu, smíða nýtt púst, skifta um "uppipe" ásamt pakkningum og skifta um þurkumótor. Að auki skiftum við stól hægrameginn í bílnum og létum gera við talkerfið í bílnum. Á þessu sést að það er nú alltaf þannig að það þarf að gera eitt og annað fyrir þessa bíla fyrir hverja keppni og var það eins nú.

Svo eftir skoðun í gærkvöldi var farið að prufa bílinn í fyrsta skipti á möl og kom þá í ljós smá verkefnalisti í viðbót fyrir kvöldið og því ljóst hvað maður gerir í kvöld Wizard

Annað sem kom aðeins skemmtilega á óvart var að þrátt fyrir að hafa ekki ekið rallbíl í 3 ár þá þurfti nú ekki margar beygjur til að maður væri farinn að skella bílnum inní beygjurnar með vinstri fótar bremsu og gamlir kækir farnir að taka sig upp aftur Cool  .... bara gaman. Svo verður stóra spurningin á morgun hvort maður getur haldið uppi einhverjum hraða eða hvort maður verður bara upptekinn við að skemmta sér....... meira um þetta eftir rall á morgun.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elvar Örn Reynisson

Ég treysti á að þú skemmtir mér :)

Elvar Örn Reynisson, 27.9.2008 kl. 01:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband