Haustrallið - keppnin sjálf

2892504811_91edbe5d13_oEftir að hafa eitt megninu af síðustu viku í undirbúning fyrir þetta rall þá mætti maður frekar lítið sofinn í þetta rall en öllu föstudagskvöldinu var eitt í að skítredda hægri afturfjöðruninni á bílnum, en við reynsluakstur á fimmtudeginum kom í ljós að demparinn hægrameginn að aftan var kengboginn og því góð ráð dýr þar sem ekki var neinn varadempari til skiptanna! Ingvar stórsnillingur tók sig til og  skellti demparanum í legupressuna og rétt hann hreinlega og var því lagt af stað á laugardeginum með krosslagða fingur því ekki var nokkur leið að vita hvort þetta héldi eða ekki ..... en auðvitað var það nú ekki þetta sem hrjáði okkur mest í þessu ralli. Eftir að hafa keyrt rétt um helming af fyrstu leiðar, tekið fram úr Ragnari og Steinari á Audi S2, þá komum við í lítinn poll sem var þó nógu stór til að við fengjum vatn í loftsíuna og komu upp gangtruflanir sem hægðu mikið á okkur en þetta jafnaði sig eftir að við vorum búnir stoppa stutta stund eftir klappirnar og héldum við aftur af stað en svo lentum við í að bleyta bílinn aftur síðar á leiðinni en þá þurftum við að stoppa mun lengur og svo bleyttum við hann í þriðja skiptið rétt áður en við beygðum inná Kleifarvatnið og fórum við því fretandi upp Sveifluhálsinn en efst í brekkunni var hann loksins til friðs og þar sem ekki voru neinir pollar á Kleifarvatninu gekk restin af leiðinni nokkuð vel. Við þetta allt saman vorum við að tapa 1:50 á Palla og Aðalstein og rétt um 3 mín á Fylkir og Elvar en ég tel að án þessara áfalla hefðum við verið á svipuðu reki og Fylkir og Elvar! Talandi um þetta stóra "EF". Seinni ferðin fór líka vel af stað og vorum við búnir að bæta okkur um 3 sekúndur miðað við fyrstu ferð á gatnamótunum á Ísólfsskála og Djúpavatni (Tryggvi M. Þórðar var að taka millitíma þar) og vorum við með 3ja besta tíma þar og aftur náðum við Audi en þó ekki fyrr en á Vigdísarvöllunum að þessu sinni en það kom nú samt ekki að gagni þar sem við drekktum bílnum í polli á klöppunum eftir Djúpavatnið og fórum ekkert lengra. En vá maður, hvað þetta var gaman á meðan bíllinn var ekki vatnshræddur.... vonandi get ég svo hent inná síðuna fljótlega myndum innan úr bílnum.

2892506925_9ae491c79c_o

Mynd af vatnshræddum Subaru að drukkna ! Fórum ekki lengra...

 En þá að keppninni.

Sigurður Bragi og Ísak lögðu fyrstir af stað inná fyrst leið enda í forystu í Íslandsmótinu og því ljóst að allt stefndi í hörkuslag á milli þeirra og svo Péturs og Heimis en þeir voru ræstir á eftir þeim inná fyrstu leið og svo var stóra spurningin hvar Jón Bjarni og Borgar myndu enda í lok rallsins en Pétur og Heimir þurftu nauðsynlega að sigra þessa keppni og hafa Jón Bjarna og Borgar á milli sín til að komast upp fyrir Sigga og Ísak í stigakeppninni. Í stuttu máli þá gerðu Pétur og Heimir allt sem þeir gátu, sigruðu keppnina nokkuð örugglega en þar sem Jón Bjarni og Borgar duttu út með biliðan bíl á fyrstu leið þá var nóg fyrir Sigga Braga og Ísak að keyra varnarakstur enda enginn keppandi sem gæti blandað sér í slag þessara þriggja áhafna og með tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn 2008 og eru þeir vel að honum komnir eftir öflugan og góðan akstur í ár.

En fleiri urðu Íslandsmeistarar ár. Í jeppaflokki voru þeir Guðmundur Snorri og Ingimar búnir að tryggja sér titilinn fyrir þessa lokakeppni en í nýliðaflokkinum og 2000 flokkinum slógust menn af hörku um tittla í þessari lokakeppni. Í báðum flokkum stóð slagurinn á milli þeirra Ólafs Inga og Sigurðar annars vegar og hins vegar Kjartans og Óla Þórs. Botninn fór úr þessum slag strax á fyrstu leið þegar Kjartan og Óli Þór lentu í vandræðum og töfum vegna bilaðs vökvastýris að Ólafur Ingi og Sigurður myndu tryggja sér báða tittlana að þessu sinni og eru þeir vel að þeim komnir.

Annars hafa ekki verið önnur eins afföll í ralli á Íslandi í mörg ár því að af 20 keppendum voru einungis 12 sem kláruðu þessa 70 km sem eknir voru á sérleiðum að þessu sinni og segir það allnokkuð um aðstæður að þessu sinni.

Siggi og Isak 1

Íslandsmeistarar 2008

Sigurður Bragi Guðmundsson og Ísak Guðjónsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband