7.11.2008 | 09:42
WRC á næsta ári
Hérna eru staðfestar dagsetningar á mótunum í heimsmeistarakeppninni á næsta ári. Eknar verða 12 umferðir á næsta ári í staðin fyrir 16 umferðir sem haldnar verða í ár. Ég hef sett einnig inn á hvernig undirlagi hver keppni er og eins hvaða keppnir telja í P-WRC og J-WRC.
2009 FIA World Rally Championship | ||
28. Janúar - 1. Febrúar | Írland | Malbik - JWRC |
11.-15. Febrúar | Noregur | Snjór - PWRC |
11.-15. Mars | Kýpur | Möl - PWRC/JWRC |
1.-5. Apríl | Portúgal | Möl - PWRC/JWRC |
22.-26. Aríl | Argentína | Möl - PWRC/JWRC |
20.-24. Mai | Ítalía | Möl - PWRC/JWRC |
10.-14. Júní | Grikkland | Möl - PWRC |
24.-28. Júní | Pólland | Möl - JWRC |
29. Júlí - 2. Ágúst | Finland | Möl - JWRC |
2.- 6. September | Ástralía | Möl - PWRC |
30. September - 4. Október | Spánn | Malbik - JWRC |
21.-25. Október | Bretland | Möl - PWRC |
Athugasemdir
veistu hvers vegna er svona mikil fækkun. og hvers vegna Monaco er ekki þarna spán og frakkland ??
Raggi M, 7.11.2008 kl. 20:17
Megin ástæðan er stefna FIA um að draga úr kostnaði við þátttku verksmiðjuliðanna í WRC en svo kemur fleira til. Til dæmis þá fellur Monaco út vegna þess að þeir vildu (geta) ekki aðlagað keppnina að þeim reglum og uppsetningu sem FIA krefst af WRC keppnum. Spánn er með en Frakkland dettur út en í staðinn fáum við nýjar keppnir eins og Pólland og svo koma Írland, Noregur og Kýpur aftur inn ásamt Ástralíu en keppnin fer fram á öðrum stað þar þannig að um nýja keppni er að ræða þar og sýnist mér að þetta stefni í hörkuslag á næsta ári. Manni dettur nú samt í hug að FIA sé að gera eitthvað í því að auka líkurnar á að einhver annar en Loeb sigri á næsta ári með því að fækka malbikskeppnum en þetta er auðvitað bara samsæriskenning - þær eru hvort sem er út um allt þessa daganna
Kv. Rocky
Steini Palli, 9.11.2008 kl. 15:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.