8.12.2008 | 10:22
11. sigur Loeb á árinu
Í gær sigraði Loeb Wales Rally GB og gerði það á allra síðustu leið rallsins en finninn Latvala varð að sætta sig við annað sætið eftir að hafa leitt keppnina mest allan tímann. Sordo varð þriðji og var þessi árangur hans og Loeb til að gulltryggja Citroen titil framleiðenda þetta árið. Fjórði varð Solberg en ljóst er að Subaru verður að fara að detta niður á einhverjar lausnir til að geta blandað sér í toppslaginn ásamt Ford og Citroen. Í fimmta sæti varð Anderson fyrir Suzuki liðið og jafnaði með árangur þeirra í Japan og ætti þetta að vera gott vegarnesti fyrir Suzuki inní næsta ár og getur Suzuki verið nokkuð ánægt með árangur þetta fyrsta ár þeirra í WRC.
Svíinn Patrik Flodin sigraði í P-WRC og er þetta fyrsti sigur hans í P-WRC og jafnframt fyrsti sigur Subaru með nýja N14 bílnum eftir erfiðleika ár þar sem tæknin hefur verið að strýða þeim hvað eftir annað. Andreas Aigner frá Austuríki varð annar á Mitsubishi og tryggði sér með því titilinn í P-WRC!
Loka staðan í Wales Rally GB:
1. | Sébastien LOEB | Citroen C4 WRC | 2:43:09.6 | 0.0 |
2. | Jari-Matti LATVALA | Ford Focus WRC08 | 2:43:22.3 | +12.7 |
3. | Dani SORDO | Citroen C4 WRC | 2:44:30.2 | +1:20.6 |
4. | Petter SOLBERG | Subaru Impreza WRC08 | 2:45:09.2 | +1:59.6 |
5. | Per-Gunnar ANDERSSON | Suzuki SX4 WRC | 2:47:13.7 | +4:04.1 |
6. | François DUVAL | Ford Focus WRC07 | 2:48:17.4 | +5:07.8 |
7. | Toni GARDEMEISTER | Suzuki SX4 WRC | 2:48:34.6 | +5:25.0 |
8. | Mikko HIRVONEN | Ford Focus WRC08 | 2:48:48.4 | +5:38.8 |
9. | Matthew WILSON | Ford Focus WRC07 | 2:51:23.5 | +8:13.9 |
10. | Barry CLARK | Ford Focus WRC07 | 2:53:02.7 | +9:53.1 |
11. | Patrik FLODIN | Subaru Impreza N14 | 2:56:01.3 | +12:51.7 |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.