14.2.2009 | 12:26
Loeb eykur forystuna
Nú er hádegishlé í Noregi og eru allir bílarnir á þjónustusvæði og verið að fara yfir þá eftir átök morgunsins en eftir hádegið verða eknar fjórar leiðar til viðbótar, þær sömu og voru eknar í morgun.
Loeb og Hirvonen virðast vera í algjörum sérflokki og er haft eftir öðrum ökumönnum að þeir hljóti að verða búnir með heppniskammtinn sinn enda förin eftir þessa tvo í snjóbökkunum þannig að ljóst er að þeir eru að keyra FULLA ferð. Sú taktíska ákvörðun sem Hirvonen og Ford liðið tók í gær um að hægja aðeins á sér til að Hirvonen yrði annar bíll á veginum í dag hefur ekki skilað sér þar sem Loeb hefur náð að auka forystu sína en hafa ber í huga að aðstæður verða öðruvísi síðar í dag þegar keppendur keyra sömuleiðarnar og voru eknar í morgun aftur og gæti það reynst dýrmæt fyriri Hirvonen þá að vera ekki fyrstur. Latvala og Sordo halda báðir sinni stöðu en fyrir aftan þá hefur verið hörkuslagur á milli þriggja ökumanna en það eru Solberg bræðurnir og svo svíinn knái Anderson en hann féll úr leik á þriðju leið dagsins með bilaða kúplingu en hann var þá búinn að vinna sig upp í fimmta sætið þegar það gerðist. Önnur stór breyting á topp 10 listanum er sú að Sebastien Ogier (Citroen) féll niður um nokkur sæti þegar hann lenti í einhverjum vélarvandræðum en hann er samt enn inní keppninni.
Í P-WRC er það enn Patrik Sandell frá Svíþjóð sem leiðir en hann ekur Skoda Fabia S2000 bíl en heimamaður Eyvind Brynildsen (Mitsubishi) hefur verið að aka hraðast í morgun og er hann búinn að vinna sig uppí annnað sætið í P-WRC en þriðji er enn búlgarinn Martin Prokop á Mitsubishi.
Staðan eftir 13. sérleið
1. | Sebastien LOEB | Citroen C4 WRC08 | 1:47:12.4 | 0.0 |
2. | Mikko HIRVONEN | Ford Focus WRC08 | 1:47:23.1 | +10.7 |
3. | Jari-Matti LATVALA | Ford Focus WRC08 | 1:48:02.3 | +49.9 |
4. | Dani SORDO | Citroen C4 WRC08 | 1:49:39.2 | +2:26.8 |
5. | Henning SOLBERG | Ford Focus WRC08 | 1:49:51.4 | +2:39.0 |
6. | Petter SOLBERG | Citroen Xsara WRC06 | 1:50:13.5 | +3:01.1 |
7. | Matthew WILSON | Ford Focus WRC08 | 1:51:10.5 | +3:58.1 |
8. | Urmo AAVA | Ford Focus WRC08 | 1:51:57.4 | +4:45.0 |
9. | Mads ØSTBERG | Subaru Impreza WRC08 | 1:53:12.2 | +5:59.8 |
10. | Conrad RAUTENBACH | Citroen C4 WRC08 | 1:53:55.2 | +6:42.8 |
P-G Anderson fellur úr leik með bilaða kúplingu eftir mjög góðan akstur
Athugasemdir
Virkilega skemmtilegar fréttir hjá þér Steini um wrc
. Kíki reglulega hér inn.
Kveðja / Dóri
Halldór Gunnar (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 18:51
Sammála flottar umfjallinar um erlenda rallið.. morgundagurin verður rosalegur hjá Loeb og Hirvonen svakaleg barátta hjá þeim.
kv. Heimir Snær
Heimir Snær Jónsson, 14.2.2009 kl. 19:32
Takk fyrir þetta strákar. Gott að einhverjir fleiri en ég skuli hafa gaman af þessu
Steini Palli, 15.2.2009 kl. 10:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.