24.2.2009 | 10:49
Marcus Gronholm snýr aftur
Prodrive er búið að staðfesta að Marcus Gronholm muni aka Subaru Impreza WRC08 bíl í Portúgalska rallinu sem fer fram dagana 2.-5. apríl næstkomandi. Bíllinn verður lítilsháttar uppfærð útgáfa á Impreza bílnum sem Solberg og Atkinson notuðu í Breska rallinu á síðasta ári. Tekið er skýrt fram að ekki standi til að Gronholm keyri fleiri keppnir í ár fyrir þá.
Það er gaman að geta þess að uppi var orðrómur á síðasta ári um að Prodrive/Subaru væri að vinna að því að fá Gronholm til að keyra fyrir sig allt árið 2009 og talað var um að Gronholm hafi í raun prófað Impreza bíl þann sem Solberg og Atkinson notuðu við undirbúning fyrir Rally GB (Gronholm mætti víst á test svæðið eftir að Solberg og Atkinson voru farnir) og hafi Gronholm verið rúmlega sekúndu fljótari pr kílómeter en þeir á nákvæmlega sama bíl þrátt fyrir að hafa enga reynslu af honum. Þetta fór víst mjög leynt og var aldrei staðfest í fyrra.
Gronholm keppir á Subaru Impreza í Portúgal
Athugasemdir
Ég hélt að súbarú væru hættir?
en snilld að fá kallinn aftur inn!!
Magnús Þórðarson, 24.2.2009 kl. 12:19
Það er auðvitað Prodrive sem bakkar upp Gronholm en ekki Subaru! Auk þess er Vodafone í Portugal sem bakkar þetta upp en Gronholm ók sem undanfari "0" í keppninni í fyrra og var þá líka með stuðning frá Vodafone.
Steini Palli, 24.2.2009 kl. 14:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.