Danni og Ísak dottnir út með brotið afturdrif

sigurdarsson_manx08eEnn einu sinni eltir óheppnin Danna og Ísak. Í startinu á fyrstu leið dagsins brotnaði afturdrifið í níunni og keyrðu þeir leiðin "löturhægt" en voru samt með 26. besta tímann og voru þeir í 19. sæti eftir þessa leið og töpuðu þeir einungis 18 sekúndum á besta grúbbu N tímann. "við stefndum á sigur í okkar flokki í þessu ralli og miðað við tíma okkar á fyrstu leið dagsins með brotið afturdrif þá var það bara raunhæft markmið í þessu ralli" sagði Daníel í morgun eftir að þeir höfðu dottið út.

Talandi um þetta stóra "EF". Hefðu þeir félagar verið ræstir inná innanbæjarleið (þess vegna bara aðra þeirra) í gær þá hefði þetta komið fram þar og auðveldlega verið hægt að skipta um drifið. Drifið var samt yfirfarið fyrir rallið þannig að þetta er bara einskær óheppni en svona er víst rall.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband