7.3.2009 | 21:37
IRC - Rallye de Brazil
Kris Meeke sigrar Brasilíurallið fyrir Peugeot UK en það er önnur umferð IRC keppninar í ár. Eftir að hafa fallið úr keppni í fyrstu umferð eftir að hafa velt bíl sínum í Monte Carlo þá var sigur Meeke aldrei í hættu en hann sigraði fyrstu 7 leiðarnar. Anton Alen (sonur gömlu kempurnar) var sá eini sem virtist geta haldið í við Meeke en hann datt út á níundu leið eftir útaf akstur sem skemmdi hjólabúnað Fiat bíl hans. Vouilloz er annar ökumaður sem féll einnig úr leik í Monte Carlo og var því að tryggja sér einnig gríðarlega mikilvæg stig en á eftir fyrstu fjórum ökumönnunum eru suður amerískir ökumenn sem munu ekki hafa endanleg áhrif á lokastöðuna í IRC í lok ársins. Loix sækir afarmikilvæg stig en hann hefur nú skorað stig í báðum umferðunum sem eru búnar og leiðir því IRC.
Lokastaðan:
1 | Meeke | Peugeot 207 S2000 | 2:08:05,7 |
2 | Vouilloz | Peugeot 207 S2000 | +26,2 |
3 | Basso | Abarth Grande Punto S2000 | +21,7 |
4 | Loix | Peugeot 207 S2000 | +01:44,2 |
5 | Canico | Mitsubishi Lancer Evo9 | +02:47,9 |
6 | Martinez | Subaru Impreza STI | +02:49,4 |
7 | Saba | Subaru Impreza STI | +01:47,8 |
8 | Abriamian | Subaru Impreza STI | +20,3 |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.