Framtíðin í WRC

Í síðustu viku ákvað FIA loksins tæknilegt framhald WRC og er nú ljóst að framtíðin er Super 2000 bílar með engri túrbínu en með loftstreymis pakka sem verður staðlaður. Citroen hefur þegar gefið út að þeir verða ekki tilbúnir með bíl á næsta ári því meiri tíma þurfi til að þróa bíl en þeir segjast verða klárir 2011 þegar eingöngu þessir bílar telja til stiga. Þessi ákvörðun FIA opnar dyrnar fyrir marga framleiðendur til að taka þátt í WRC í framtíðinni því margir eru þegar búnir að þróa Super 2000 bíla og má þar nefna eftirfarandi framleiðendur.

Peugeot - Peugeot 207 S2000

Fiat - Fiat Abarth Grande Punto S2000

VW - VW Polo S2000

Skoda - Skoda Fabia S2000

Toyota - Toyota Corolla S2000 og Toyota Auris S2000

MG - MG S2000

Proton - Proton Satria Neo S2000

Opel - Opel Corsa S2000

Lada - Lada 112 VK S2000

Ford - Ford Fiesta S20000  - Þessi bíll er ekki þróaður í samvinnu við Ford verksmiðjunar heldur er hann þróaður af mótorsport fyrirtæki í Ástralíu og byggður á Fiesta S1600 boddýskel.

38a3c85b

Svona líta út fyrstu hugmyndir af Citroen Super 2000 bíl framtíðarinnar en hann verður byggður á Citroen DS3 bílnum sem á að koma á markað á næsta ári


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

ÓMG... ég datt inn á bloggið þitt... og hér rifjast upp margar gamlar minningar... Sá meira að segja myndir af LÖDUnni áður en nún varð rauð og gul... það er gamalt.. hehehhee... þótt að við eldumst ekki ...  gaman að sá þetta !! Kveðja... Magga (fyrrverandi hans Hemma og barnsmóðir Rabba)

Margrét Ingibjörg Lindquist, 22.3.2009 kl. 11:35

2 Smámynd: Steini Palli

Hafa ber í huga að svona bíll kostar 200-250.000 evrur og því ekki líklegt að við sjáum svona bíla alveg strax hér á landi.

Steini Palli, 22.3.2009 kl. 12:29

3 Smámynd: Steini Palli

Nú er ég að skilja hvað þú ert að fara Halldór (KC-868).

Ég held að það gæti bara verið sniðugt. T.d. 2 lítra Imprezu því svo er hægt að uppfæra bílinn síðar með annari vél og gírkassa og gera þetta þannig aðeins ódýrara fyrir menn (og konur) að komast með tíð og tíma inní toppslaginn. Einnig er ekki svo dýrt að finna 50mm Bilstein fjöðrun í svona bíl en allt sem þyrfti væri góð fjöðrun og svo öryggisbúnaður (búr, Stólar, belti og þess háttar).

Steini Palli, 24.3.2009 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband