30.3.2009 | 17:05
Rally sumarið 2009
Nú þegar hlýnar í lofti þá er nú svo komið að fiðringurinn sem byrjaði gera vart við sig um áramótin er farinn að leyta niður eftir hægri fætinum og er ég eflaust ekki sá eini sem þannig er komið fyrir. Þá er það auðvitað þannig að á þessum tíma eru helstu kjaftasögurnar á fullu og Gróa á Leiti iðin við að segja og búa til sögur.
Menn (og konur líka, þær eru jú menn) eru farnir að velta fyrir sér hverjir verða með í ár og á hvaða bílum, hverjir hafi selt bíla og hverjir hafi keypt bíla og svo allt þar á milli. Meistarar síðasta árs, þeir Sigurður Bragi og Ísak, verða sennilega ekki mikið með í ár en Siggi Bragi er víst ekki með fulla heilsu til að hamast á íslenskum malarvegum en vonandi komum við til með að sjá þá félaga í einni eða tveimur keppnum í ár. Jón Bjarni ók hratt í fyrra með Borgar Ólafs sér við hlið en Jón Bjarni kemur til með að verða með nýjan aðstoðarökumann í ár því Borgar hefur ákveðið að taka sér pásu og sinna fjölskyldunni eitthvað þetta sumarið. Búast má samt við að Jón Bjarni á sínum Mitsubishi Lancer Evo 7 verði hraður eftir sem áður og því nokkuð víst að aðrir þurfi að bæta í ef þeir ætla að halda sama hraða og Jón Bjarni var að sýna í fyrra. Valdimar Sveinsson er búinn að gefa út að hann muni mæta í allar keppnirnar í ár en stóra spurningin er hvort hann verður á sínum Subaru bíl eða hvort hann muni mæta með annan bíl en persónulega finnst mér að hann eigi eftir að bæta hraða sinn töluvert á þessum bíl áður en hann fer að skipta. Kannski hann sjái það líka í lok ársins. flestir ökumenn mæta á sömu bílum og þeir óku í fyrra en þar má nefna Fylkir A. Jónsson (Subaru Impreza STI N8), Páll Harðarson (Subaru Impreza STI N12) og einnig Jóhannes V. Gunnarson (Mitsubishi Lancer Evo7). Þessir þrír ökumenn geta allir sýnt góðann hraða en hafa stundum verið full mistækir og því erfitt að sjá hvar þeir verða í röðinni í ár. Eftir er að koma í ljós hvort að við sjáum ökumenn eins og Sigurð Óla (Toyota Celica GT-4), Guðmund Höskuldsson (Subaru Impreza) og Ragnar Einarsson (Audi S4) í öllum keppnum sumarsins en ég á fastlega von á að Guðmundur Höskuldsson muni sýna hraða sem kemur á óvart. Þórður Bragason ætlar að mæta einnig í einhverjar keppnir sumarsins en ennþá er óvíst hvort það verður á Mazda 323 eða Mitsubhishi Lancer Evo 8. Inní þessa upptalningu vantar Pétur S. Pétursson bakaradreng (Mitsubishi Lancer Evo6) en ekkert hefur heyrst af hans áformum fyrir þetta sumarið en Pétur var svo sannarlega spútnik ökumaður síðasta árs.
Af eindrifs áhöfnunum má búast við Guðmundi Snorra í öllum keppnum sumarsins á Peugeot 306 og þeim Hafsteinssonum á sínum Focus sem hefur verið massaður eftir veltu í fyrra og svo má ekki gleyma ungu drengjunnum en bæði Júlíus (Honda Civic) og Magnús (Toyota Corolla) eiga eftir að bæta sinn hraða í sumar. Ekki má má gleyma Hlöðveri Baldurssyni en hann mætir aftur á Toyota Corolla bíl sem sonur hans á núna en þennan bíl þekkir Hlöðver vel enda keppti hann á honum fyrir nokkrum árum en þetta er sami bíll og Ólafur Ingi ók í fyrra til titils bæði í 2000 flokki og nýliða flokki.
Endilega að bæta inní athugasemdir því sem ég er að gleyma í þessari upptalningu og eins fréttum frá Gróu því ég er ekki mikið inní skúrum hjá mönnum og heyri því ekki nema lítinn hluta af þessum annars ágætu sögum hjá henni Gróu á Leiti.
Athugasemdir
ja og svo hef eg heyrt að Pétur mætir á meðan bílinn er til og Reddy
Raggi M, 30.3.2009 kl. 18:32
Fyrirgefðu Halldór, það var nú ekki meininginn og eflaust eruð þið ekki þeir einu sem ég hef ekki nefnt í þessum pistli. Verður fróðlegt að fylgjast með þér og Ragga í sumar.
Einnig vantar allt um jeppaflokkinn
Steini Palli, 30.3.2009 kl. 21:00
Ég hef líka heyrt að það verði nýr ökumaður í nýliðaflokk sem ekki er talinn upp hér, sagan segir að Jói V. sé að sænga með honum (ökumanninum)
Halldór Vilberg Ómarsson, 31.3.2009 kl. 09:04
Mikið rétt, ég fann til einn twincam sem var til sölu handa henni Lindu, og stefnan tekin á að græja hann fyrir sumarið :)
kv. Maggi
Team Yellow, 2.4.2009 kl. 10:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.