Loeb vinnur Portúgalska rallið

090405_slideRétt í þessu var Sebastien Loeb að vinna Portúgalska rallið en annar enn einu sinni varð Mikko Hirvonen og þriðji varð Dani Sordo. Eftir veltu Jari-Matti Latvala í fyrradag þá var ljóst að Citroen myndi enn auka forskot sitt í keppni framleiðenda og spurning hvað Ford gerir núna en ekki er víst að Latvala muni halda sæti sínu hjá Ford eftir að hafa einungis klárað eina keppni á þessu ári án vandræða. Fjórði í þessari keppni varð Petter Solberg og næst á eftir honum kemur bróðir hans, Henning Solberg, en hann færðist uppí fimmtasætið á næst síðustu leið þegar Matthew Wilson ók út af og velti Ford bíl sínum. Sjötti varð Mads Ostberg en hann hefur farið upp um tvö sæti í dag, fyrst þegar Novikov velti Citroen bíl sínum og svo aftur þegar Wilson velti Fordinum. Í nýjunda sæti og fyrstur í P-WRC varð heimamaðurinn Armundo Araujo en hann hóf daginn með tvær mínútur í forystu á næsta mann en fyrir aftan hann hefur Martin Prokop sótt hart að Eyvind Brynildsen og tók Prokop annað sætið af honum á síðustu leið!

Lokastaðan:

1.Sébastien LOEBCitroen C4 WRC09M3:53:13.10.0
2.Mikko HIRVONENFord Focus WRC09M3:53:37.4+24.3
3.Dani SORDOCitroen C4 WRC09M3:54:58.5+1:45.4
4.Petter SOLBERGCitroen Xsara WRC06 3:55:57.7+2:44.6
5.Henning SOLBERGFord Focus WRC08M3:58:59.4+5:46.3
6.Mads OSTBERGSubaru Impreza WRC08 3:59:33.9+6:20.8
7.Federico VILLAGRAFord Focus WRC08M4:06:12.6+12:59.5
8.Khalid AL QASSIMIFord Focus WRC08 4:11:34.8+18:21.7
9.Armindo ARAÚJOMitsubishi Lancer Evo9P4:15:31.6+22:18.5
10.Martin PROKOPMitsubishi Lancer Evo9P4:16:38.7+23:25.6
11.Eyvind BRYNILDSENMitsubishi Lancer Evo9P4:16:44.7+23:31.6

090405_Araujo

Araujo vinnur P-WRC í þessari keppni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér sýnist EVO X ekki vera að standa undir væntingum.. 23 sæti og uppúr, allavega 5 stk Evo9 og nokkrar Imprezur að gera mikið betri hluti. Skildi dæmið vera að snúast við aftur... mun N14 Imprezan vera fljótari næstu árin!!!

Steini þú færð stórt tré fyrir að nenna að henda inn nýjustu fréttunum handa okkur fíklunum  alltaf gaman að kíkja inná síðuna hjá þér..

Ég er ekki frá því að það sé komin smá fiðringur í mann... rétt rúmlega mánuður í fyrsta rall.

Jónbi

Jónbi (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 23:26

2 Smámynd: Steini Palli

Ég held að það sé rétt hjá Danna að það sé eftir að útfæra enn tíuna allnokkuð og hún eigi eftir að vera hraðari en nían þegar líður á seinni hluta ársins. Í Kýpur rallinu var fyrst keppt á N15 Subarunum (Nasser Al-Attiyah) og er hann þegar betur útfærður en N14 bíllinn og verður því bara að gaman að sjá hvor bíllinn (EvoX eða N15) verði fljótari í lok árs.

Kanski ég leggi svo fyrir mig trjárækt svona í ellinni... það er svo 2007 eða vera að safna prikum!

Steini Palli, 6.4.2009 kl. 14:19

3 identicon

Já við verðum að vona það, það gengur ekki að Subaru ætli sér framúr Evo  annars segir Finnski dúddinn sem smíðaði minn Evo að hann ráðleggi öllum að fá sér níuna ekki kaupa tíuna strax, því hann sé bara ekki nógu fljótur eins og er.. helvíti gaman að spjalla við þennan gaur, hann er búin að smíða rallýbíla í 20 ár og er ekki með mikið álit á Bretum. Segir að þeir séu húðlatir og allt sem Bretinn segi um rallýbíla sé mest allt vitleysa og þvæla og þeir kunni ekki að smíða rallýbíla. greinilega mikill kærleikur þarna...

Jónbi 

jónbi (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 18:20

4 Smámynd: Þórður Bragason

Það er með ólíkindum hve mikla yfirburði Loeb hefur.  Ég held að það sé óþarfi að dæma tíuna strax, ræðum það næstu áramót.

Ég fer með Jónba að fella tré svo Steini Palli fái verðskulduð prik fyrir frábær skrif, frábært Steini, takk fyrir.

Þórður Bragason, 7.4.2009 kl. 08:46

5 Smámynd: Steini Palli

Já, hvað er hægt að segja um Loeb. Hann virðist alltaf eiga eitthvað inni alveg sama hvað Hirvonen gerir.

Hef reyndar velt því stundum fyrir mér á hvaða stalli Hirvonen væri EF ekki væri fyrir Loeb. Það er reyndar staðreynd að betri keppinautar gera mann enn betri sem ökumann og keppenda og því er Hirvonen að græða mikið á Loeb en samt...

Fannst samt rosagaman að sjá tímanna hjá Gronholm á Subaru bílnum sem hvorki Solberg né Atkinson voru að neinum sérstökum tökum á... þrátt fyrir að Gronholm hafi ekki keppt í 18 mánuði! Er nú bara hvetjandi fyrir okkur gömlu mennina :)

Steini Palli, 7.4.2009 kl. 21:31

6 Smámynd: Raggi M

Ég vona að við sjáum Gronholm keppa aftur í sumar og þá aðalega í Finlandi

Raggi M, 7.4.2009 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband