30.4.2009 | 09:27
Rallye Acores - fjórða umferð IRC
Þá er komið að næstu umferð í IRC en að þessu sinni spreyta ökumenn sig á malarvegum Portúgölsku Azor eyjanna en þær eru nálægt Gran Canaria, rétt útaf ströndum Marókkó. Keppnin fer fram 7.-9. maí næstkomandi og eru allir helstu keppendurnir skráðir leiks og eru t.d. 12 stykki Super 2000 bílar skráðir ásamt nokkrum mjög fljótum ökumönnum á grúbbu N bílum. Reikna má með að Kris Meeke mæti mjög sterkur til leiks eftir að hafa unnið síðasta rall fyrir Peugeot sem fór fram í Braselíu en hann er einnig ný búinn með 400 km test í Frakklandi þar sem unnið var að bættri fjöðrun í Peugeot bílnum. Fiat mæta einnig einbeittir til leiks en þeir þurfa að vinna niður forskot Peugeot í keppni framleiðenda og eru það Anton Alen og Giandomenico Basso sem halda Fiat fánanum á lofti. Fyrir Skoda eru það Juha Hanninen og Jan Kopecky sem stýra þeirra bílum og má búast við miklum hraða á þeim og kanski sérstaklega af Hanninen enda held ég að þar fari einn af betri ökumönnum samtímans. Meistari síðast árs, Nicolas Voiloz, ásamt sínum liðsfélaga, Freddy Loix, hjá Peugeot Belgium liðinu verða alveg örugglega í toppslagnum einnig og á ég von á að "fast Freddy" verði með efstu mönnum en hann leiðir IRC stigakeppnina. Einn ökumaður sem hefur verið að keppa í WRC mætir í þessa keppni en það er Conrad Rautenbach og er hann þriðji í rásröð en einhverra hluta vegna á ég ekki von á að hann verði hraður í þessu ralli.
Heimamennirnir Magalhaes, Moura, Pascoal, Lopes og Sousa koma til með að verja heiður Portúgals en ólíklegt að þeir standi uppi sem sigurvegarar því slagurinn er harður á milli topp ökumannanna. Rétt er að geta þess að Volkswagen mætir að þessu sinni með einn bíl en honum stýrir frakkinn Julien Aurin en hann þekki ég ekki. VW er búið að gefa út að þeir ætli loksins að styðja fyrir alvöru við bakið á Rene Georges Rallysport sem hefur þróað þennan bíl síðustu tvö ár nánast á eiginn reikning. Þetta er fyrsta keppni VW á þessu ári en þeir tóku einungis þátt í nokkrum keppnum. Uppi var orðrómur um að Proton myndi mæta með bíl í þessa keppni en eftir að bíll Guy Wilks brann í Pirelli international Rally (sjá eldri umfjöllun) þá hættu þeir við en búast má við bíl frá þeim í Ypres rallinu sem fer fram 18.-20. júní í Belgíu.
Efstu menn í rásröð eru:
1 | Juho Hanninen | Skoda Fabia S2000 |
2 | Giandomenico Basso | Fiat Punto S2000 |
3 | Conrad Rautenbach | Peugeot 207 S2000 |
4 | Bruno Magalhaes | Peugeot 207 S2000 |
5 | Ricardo Moura | Mitsubishi Lancer Evo9 |
6 | Freddy Loix | Peugeot 207 S2000 |
7 | Kris Meeke | Peugeot 207 S2000 |
8 | Nicolas Vouilloz | Peugeot 207 S2000 |
9 | Jan Kopecky | Skoda Fabia S2000 |
10 | Anton Alen | Fiat Punto S2000 |
11 | Franz Wittman | Mitsubishi Lancer Evo9 |
12 | Julien Aurin | VW Polo S2000 |
13 | Vitor Pascoal | Peugeot 207 S2000 |
14 | Adruzilo Lopes | Subaru Impreza N14 |
15 | Fernando Peres | Mitsubishi Lancer Evo9 |
16 | Bernardo Sousa | Fiat Punto S2000 |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.