Hirvonen eykur forskot sitt á Loeb

M Hirvonen Finland 09Mikko Hirvonen vann finnska rallið, en því lauk í gær, og er þetta þriðji sigur Hirvonens í röð en alls hefur hann unnið 10 keppnir á ferlinum. Þessi sigur er jafnframt hans fyrsti í finnska rallinu sem er talið eitt það erfiðasta og sem dæmi hafa einungis 4 ökumenn unnið þar sem eru ekki frá Skandinavíu!. Annar varð Sebastian Loeb en hann endaði 25 sekúndum á eftir Hirvonen en Loeb tapaði tíma á laugardeginum eftir að hann sprengdi dekk en fram að því hafði þetta verið hörkuslagur uppá sekúndubrot á hverri einustu leið á milli þessara tveggja. Þriðji varð Jari-Matti Latvala og eftir afar erfiða byrjun þá sótti hann undir lokinn að Loeb og hélt pressunni á honum alla leið. Fjórði varð Dani Sordo en hann náði ekki að halda Latvala fyrir aftan sig í þessari keppni þrátt fyrir fantagóðan akstur sem sést best á því að hann er bara rétt rúmri mínútu á eftir fyrsta bíl! Í fimmta sæti varð Matti Rantanen í sinni annari keppni á WRC bíl en ekki munaði 0,3 sekúndum á honum og Sebastien Ogier í lokin en Ogier sótti hart að honum á lokaleiðum rallsins. Annar heimamaður, Jari Ketomaa, gerði vel með að klára í sjöunda sæti en hann var að keppa í fyrsta sinn á WRC bíl og stóð sig því mjög vel en hann stefni lengi vel á fimmta sætið en eftir að hafa sprengt dekk þá dróst hann út úr þeim slag. Juha Hanninen sigraði gr.N að þessu sinni en gaman er að geta þess að formulu eitt ökumaðurinn Kimi Raikkonen var þriðji í gr.N og sautjándi í heildina þegar hann velti Fiat bíl sínum út úr rallinu á 19. sérleið. Tékkneski Citroen ökumaðurinn Martin Prokop sigraði í J-WRC og tryggði sér með því titilinn í J-WRC en enginn getur náð honum á stigum úr þessu.

Lokastaðan:

1.Mikko HIRVONENFord Focus WRC092:50:40.90.0
2.Sebastien LOEBCitroen C4 WRC092:51:06.0+25.1
3.Jari-Matti LATVALAFord Focus WRC092:51:30.8+49.9
4.Dani SORDOCitroen C4 WRC092:51:47.0+1:06.1
5.Matti RANTANENFord Focus WRC082:54:59.1+4:18.2
6.Sebastien OGIERCitroen C4 WRC082:54:59.4+4:18.5
7.Jari KETOMAASubaru Impreza WRC062:55:48.4+5:07.5
8.Matthew WILSONFord Focus WRC082:57:14.5+6:33.6
9.Khalid AL QASSIMIFord Focus WRC093:03:38.2+12:57.3
10.Juho HÄNNINENSkoda Fabia S2000 gr.N3:04:54.6+14:13.7

diapoa_068 JKetomma

Ketomaa á einum af mörgum stökkpöllunum í Finlandi

090801_Raikkonen  crash

Svona fór bíllinn hjá Raikkonen


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir og Halldór Jónssynir

Flott grein að vanda Steini ;).

Heimir og Halldór Jónssynir, 3.8.2009 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband