10.8.2009 | 13:23
Rally Reykjavík - rásröð
Þá er orðið ljóst að 27 áhafnir eru skráðar til leiks í Rally Reykjaví árið 2009. Þetta er í 30. skiptið sem þetta rall er haldið og eru 8 erlendar áhafnir skráðar til leiks að þessu sinni og af erlendum keppendum fer Stuart Jones fremstur en hann keppir á bílnum hans Danna, en þeir tveir hafa verið að þróa þennan bíl með Mitsubishi í Bretlandi, en í hægra sætinu með honum verður Ísak Guðjónsson og verður fróðlegt að sjá hvort og hvenær þeir ná fullum hraða í þessu ralli. Fyrirfram er reiknað með að Jón Bjarni og Sæmundur verði fljótastir en í svona löngu ralli er ekki nóg að vera fljótur heldur þurfa menn einnig að vera án áfalla sem oft fylgja svona löngum röllum til þess að sigra. Vert er að nefna pabba hans Stuarts en "Mad" Mick Jones var fljótur í breskum röllum hér á árum áður en spurning hvernig hann kann við sig hér og með þennan aðstoðarökumann...
Keppnisstjórn hefur sett upp rásröð og ætti þetta því að verða nokkuð nálægt úrslitum rallsins þ.e. fyrir utan þá sem lenda í skakkaföllum og tapa við það tíma eða falla úr leik. Óneitanlega saknar maður þess að sjá ekki ökumenn eins og Sigga Braga, Pétur bakara, Gumma Hösk, Valda kalda, Ragga Audi, Óskar Sól og Garðar Þór í þessum lista en allir eiga þeir bíla sem gætu blandað sér í toppslaginn í þessu ralli.
Annars er rásröð í Rally Reykjaví þetta árið er svo hljóðandi.
# | Ökumaður | Aðstoðarökumaður | Bifreið |
1 | Jón Bjarni Hrólfsson | Sæmundur Sæmundson | Mitsubishi Lancer EVO 7 |
2 | Stuart Jones | Ísak Guðjónsson | Mitsubishi Lancer EVO X |
3 | Fylkir Jónsson | Elvar Jónsson | Subaru impreza STI N8 |
4 | Páll Harðarson | Aðalsteinn Símonarson | Subaru Impreza STI N12 |
5 | Jóhannes V. Gunnarsson | Björgvin Benediktsson | Mitsubishi Lancer EVO 7 |
6 | Mick Jones | Daniel Sigurðarson | Mitsubishi Lancer EVO 5 |
7 | Aðalsteinn Jóhannsson | Heimir Snær Jónsson | Mitsubishi Lancer EVO 6 |
8 | Sigurður Óli Gunnarsson | Elsa K. Sigurðardóttir | Toyota Celica GT-4 |
9 | Hilmar Bragi Þráinsson | Eyjólfur Guðmundsson | Honda Civic V-Tec |
10 | Hlöðver Baldursson | Baldur Hlöðversson | Toyota Corolla Twin Cam |
11 | Magnús Þórðarson | Bragi Þórðarson | Mazda 323 4x4 Turbo |
12 | Guðmundur S. Sigurðsson | Guðleif Ósk Árnadóttir | Peugeot 306 S16 |
13 | Halldór Vilberg Ómarsson | Sigurður Arnar Pálssson | Toyota Corolla TwinCam |
14 | Júlíus Ævarsson | TBN | Honda Civic V-Tec |
15 | Dali (Örn Ingólfsson) | Óskar Hreinsson | Trabant 601L |
16 | Guðmundur O. McKinstry | Hörður Darri McKinstry | Tomcat 100RS |
17 | Ásta Sigurðardóttir | Tinna Viðarsdóttir | Jeep Cherokee |
18 | Marian Sigurðsson | Jón Þór Jónsson | Jeep Cherokee XJ 4.0 |
19 | Sighvatur Sigurðsson | Andres Freyr Gíslason | Mitsubishi Pajero Sport |
20 | Eyjólfur Melsteð | Baldur Jezorski | Jeep Grand Cherokee |
21 | Alan Paramore | Jon Knighton | Land Rover Wolf XD |
22 | Ian Sykes | Frances Sykes | Land Rover Freelander |
23 | Þorsteinn S. McKinstry | Þórður Andri McKinstry | Tomcat TVR 100 RS HC |
24 | Steve Partridge | Jim Eaton | Land Rover Wolf XD |
25 | Duncan Lilwall | Curtis McKerlie | Land Rover Wolf XD |
26 | Paul Wright | Tom Aldridge | Land Rover Wolf XD |
27 | Ewen Christie | Ross Cookman | Land Rover Wolf XD |
Þessir gætu komið á óvart í þessu ralli...
Athugasemdir
Heyrðu góði! Hvað er að aðstoðarökumanninum hjá Mick?? ég kann alveg að segja "this is a nasty bit" og "now it´s fast" :)
Svo er ég alvanur kóari - - fór þriðjung af reykjanesralli með Guðna á nissan hér fyrir ekki nema 9árum - - og við fórum útaf,, ekkkert svo oft áður en mótorinn dó,, á ferjuleið..
Við ætlum reyndar ekkert að skoða fyrir þetta rall né lesa leiðarnótur þannig að kallinn verður ekkert of fljótur þar til hann krassar..
:) En mikið ætla ég að skemmta mér vel :)
DS
Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson, 11.8.2009 kl. 12:03
Ég nefnilega mundi eftir að þú værir "alvanur" kóari og ekki var ég að draga í efa ensku kunnáttu þína..... Spurning hvort að þú (byggt á ofangreindum upplýsingum) semjir ekki við Gerðu um að fá lánaða myndavél og smellir af nokkrum velvöldum myndum?
Svo er bara að skemmta sér vel. Ég skal allavega muna eftir að veifa sérstaklega vel þegar þið rennið framhjá
Steini Palli, 11.8.2009 kl. 13:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.