11.8.2009 | 11:04
Rallýsýning í Perlunni
Fram að Mitsubishi Rally Reykjavík verður rallý sýning í Perlunni og verður hægt að skoða t.d. Evo X bílinn sem Stuart Jones mun keppa á. Um að gera að kíkja og fá frekari upplýsingar um rallið og kaupa DVD en rallið byrjar á fimmtudaginn næsta og að sjálfsögðu er ræst frá Perlunni. Stjórnstöð rallsins er jafnframt í sýningarbásnum í Perlunni.
Og þar sem það er einstaklega gott veður þá er hægt að kíkja á skoðun keppnisbílanna sem fram fer við Frumherja á Hesthálsi klukkan 17:00 í dag en þar er boðið uppá grillaðar pylsur og með því í boði Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur.
MMC Evo 7 er til sýnis ásamt öryggis búnaði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.