15.8.2009 | 13:45
Hlöðver og Eyjó í hörkuslag
Slagurinn er harður á milli Hlöðvers / Baldurs og Eyjó / Baldurs en ekki munar nema 1 sekúndu á þeim þegar tvær leiðar eru eftir af rallinu en Eyjó og Baldur höfðu betur á síðustu leið sem var um Kleifarvatn og voru þeir 7 sekúndum fljótari að fara þessa hröðu leið.
Bílarnir eru núna að fara um Djúpavatns leið og er svo bara eftir lokaleið rallsins sem ekin er við Hvaleyrarvatn.
Nýjustu tíma má finna á: www.rallyreykjvik.net en síðan er uppfærð reglulega með nýjustu tímum um leið og þeir berast stjórnstöð.
Eyjó og Baldur sækja hart að feðgunum Hlöðveri og Baldri
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.