28.9.2009 | 13:37
Kris Meeke er IRC meistari árið 2009
Núna mum helgina sigraði Kris Meeke - Peugeot 207 Super 2000 - hið fræga San Remo rally á Ítalíu en þessi sigur, ásamt dýrkeyptum mistökum hjá hans helsta keppinaut, tryggði honum IRC titilinn þetta árið þegar ein umferð er eftir í IRC. Það var Skoda ökumaðurinn Jan Kopecky sem var einungis einu stigi á eftir Meeke þegar rallið byrjaði á föstudaginn sem setti besta tíma á fyrstu leið en krassaði svo illilega á næstu leið og féll við það úr leik. En Meeke þurfti að hafa mikið fyrir þessum sigri því hann var í 4. sæti eftir fyrsta daginn þar sem bremsu vandræði töfðu fyrir honum og eins þegar hann sótti hart að toppmönnunum á laugardaginn þá voru það aftur bremsu vandræði sem settu strik í reikninginn. Í gær var Meeke í sérflokki og tryggði sér 15 sekúndna sigur á lokaleiðum rallsins.
Lokaumferð IRC fer fram í Skotlandi í nóvember.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.