Loeb leiðir eftir daginn

diapo_022Sebastian Loeb leiðir fyrir Citroen eftir keppni dagsins en hann hefur 2,6 sekúndur í forystu á Ford ökumanninn Mikko Hirvonen. Latvala (Ford) siglir nokkuð öruggt í þriðja sætinu enda með tæpa mínútu á Dani Sordo (Citroen) en hörkuslagur er um fimmta sætið og heldur Petter Solberg (Citroen) rétt svo í það en það er svíinn ungi P-G Anderson (Skoda) sem fékk eitthvað virkilega orkuríkt í hádegismat og hefur sótt hratt að Petter enda búinn að ná besta tíma á tveimur leiðum af fjórum eftir hádegið. Aðeins munar 0,1 sekúndu á þessum tveim en stutt á eftir þeim er hin Solberg bróðirinn, Henning. Í áttunda sæti er Wilson Jr. (Ford) og hefur hann verið að keyra nokkuð þétt í dag en á eftir honum er hörkuslagur um níunda sætið á milli Ogier (Citroen) og Aava (Ford) og munar þar einungis 0,3 sekúndum.

Svíinn Patrik Sandell (Skoda) leiðir P-WRC en næstur á eftir honum kemur portugalinn Armindo Araujo (Mitsubishi) en Araujo er rúmur tveimur mínútum á eftir Sandell. Þriðji er búlgarinn Martin Prokop (Mitsubishi) en hans taktík er að skila sér vel en hann lagði upp með að keyra ekki fulla ferð heldur að keyra í gegn áfallalaust.

Staðan eftir 9 sérleiðir:

1.  Sebastien LOEBCitroen C4 WRC081:13:41.70.0
2.  Mikko HIRVONENFord Focus WRC081:13:44.3+2.6
3.Jari-Matti LATVALAFord Focus WRC081:14:07.9+26.2
4.Dani SORDOCitroen C4 WRC081:14:50.3+1:08.6
5.Petter SOLBERGCitroen Xsara WRC061:15:13.2+1:31.5
6.P-G ANDERSSONSkoda Fabia WRC1:15:13.3+1:31.6
7.Henning SOLBERGFord Focus WRC081:15:21.1+1:39.4
8.Matthew WILSONFord Focus WRC081:15:45.0+2:03.3
9.Sebastien OGIERCitroen C4 WRC081:16:22.9+2:41.2
10.Urmo AAVAFord Focus WRC081:16:23.2+2:41.5

diapo_002

Svona fór fyrir Mads Östberg í shakedown í gær


Hirvonen leiðir í Noregi

diapo_037Hirvonen leiðir Norska rallið eftir fyrstu fimm leiðarnar en bæði Petter Solberg og Sebastien Loeb hafa einnig leitt þetta rall. Solberg vann fyrstu leiðina í gær og leiddi rallið því í morgun en Loeb náði 0,4 sekúndna forystu eftir þriðju sérleiðina. Loeb og Hirvonen virðast keyra hraðast og munar ekki miklu á milli þeirra á hverri einustu leið en á eftir þeim koma Latavala og Sordo. Petter Solberg missti Sordo framfyrir sig á SS:3 eftir að hafa fest sig smávegis og virðist hann ekki ná að halda alveg sama hraða og ökumenn verksmiðjuliða Ford og Citroen. Ekki munar svo nema 32 sekúndum á fimmta til tíunda sæti og því ljóst að minnstu mistök hjá þeim ökumönnum sem eru í þessum sætum geta haft slæm áhrif á stöðu þeirra.

Staðan eftir SS:5

1.Mikko HIRVONENFord Focus WRC0837:11.50.0
2.Sebastien LOEBCitroen C4 WRC0837:16.3+4.8
3.Jari-Matti LATVALAFord Focus WRC0837:37.2+25.7
4.Dani SORDOCitroen C4 WRC0837:51.8+40.3
5.Petter SOLBERGCitroen Xsara WRC0638:12.4+1:00.9
6.Henning SOLBERGFord Focus WRC0838:30.7+1:19.2
7.Urmo AAVAFord Focus WRC0838:34.7+1:23.2
8.Sebastien OGIERCitroen C4 WRC0838:36.4+1:24.9
9.Matthew WILSONFord Focus WRC0838:39.6+1:28.1
10.P-G ANDERSSONSkoda Fabia WRC38:44.1+1:32.6

diapo_048

Bara töff mynd frá Noregi


Rally Norway - Shakedown

_DSC1876-_BW_Hérna eru tímar úr shakedown, sem er lokaundirbúningur fyrir keppni sem hefst formlega í kvöld með Super special í Osló þó að eiginleg keppni hefjist ekki fyrr en á morgun. Loeb var fljótastur og rétt á eftir honum er Ford ökumaðurinn Hirvonen og svo Sordo þar á eftir. Fjórði var Latvala og þar á eftir koma Solberg bræðurnir. Gaman er að sjá að ekki er mikill munur á þeim bræðrum, Henning og Petter Solberg, en heimamenn vænta mikils af þeim í þessu ralli. Tvö ný nöfn eru á þessum lista en það er annarsvegar svíinn P-G Anderson á Skoda Fabia en hann ók fyrir  Suzuki í fyrra og hinsvegar norðmaðurinn Anders Gröndal sem ekur fyrir Adapta liðið og nota þeir nýjustu Subaru Impreza bílana.

Mynd: 400 naglar eru í hverju dekki og standa þeir 7 mm út úr gúmíinu þannig að bílarnir eru með svakalegt grip þrátt fyrir að vera á snjó og ís! 

 ÖkumaðurBíllTími
1LoebCitroen C4 WRC1:59,3
2HirvonenFord Focus WRC081:59,7
3SordoCitroen C4 WRC1:59,8
4LatvalaFord Focus WRC082:00,2
5P.SolbergCitroen Xsara WRC062:01,1
6H.SolbergFord Focus WRC082:02,1
7WilsonFord Focus WRC082:02,8
8AavaFord Focus WRC082:03,0
9P-G AndersonSkoda Fabia WRC2:03,3
10GröndalSubaru Impreza WRC082:03,7

Hérna má sjá alla tíma í shakedown: http://static.rallynorway.no/files/2009/RN/Shakedown_order_6.pdf

petter

 Petter Solberg og Phil Mills í shakedown í morgun

Myndir: copyright - Benjamin A. Ward


Danni mætir í Sunseeker rallið

img_3522-editÞað er ljóst að Daníel Sigurðsson og Ísak Guðjónsson verða með í Rally Sunseeker sem fer fram í Bournemouth í Bretlandi daganna 27. og 28. febrúar næstkomandi. Eru þeir skráðir á sama bíl, Mitsubishi Lancer Evo 9, og notaður var á síðasta ári og verður fróðlegt að sjá hvar þeir lenda í rásröð í ár en þetta er þriðja árið í röð sem Daníel og Ísak mæta þarna til keppni og eftir sigur þeirra í Mid Wales rallinu í fyrra ættu þeir að vera lausir við að vera aftarlega í rásröð eins og þeir lentu í fyrra. Það er allvega ljóst að Danni hefur hraðan til að blanda sér hóp fyrstu manna og reynsla þeirra af þessu ralli ýtir undir möguleika á góðum árangri og verður fróðlegt að fylgjast með árangri þeirra í þessari keppni en að sjálfsögðu munu birtast fréttir af þeirra árangri hér á síðunni.

 

Hægt er að skoða síðu rallsins á þessum link: http://www.rallyesunseeker.co.uk/

 


Norska rallið 2009

KU5E155118 WRC bilar eru skráðir til leiks í einu umferðina í WRC sem fer fram á snjó þetta árið en það eru frændur okkar (allvega hans Sigga) í Noregi sem halda þessa umferð og er þetta jafnframt önnur umferð ársins. 41 áhöfn er skráð til leiks þegar allt er talið en athygli vekur að allir bílarnir eru 4x4 og því enginn eindrifsbíll með að þessu sinni en í viðbót við þessa 18 WRC bíla má sjá 3 Super 2000 bíla og svo haug af Mitsubishi og Subaru bílum í grúbbu N.

Búast má við mun harðari keppni hér á milli Citroen og Ford liðanna heldur en við sáum á Írlandi í síðustu umferð og ætla ég að veðja á að Ford tvíeykið verði hraðara að þessu sinni. En að vanda má maður ekki afskrifa Loeb því hann er einstakur að því leiti að honum verða á mjög fá mistök (kemst reyndar yfirleitt upp með þau fáu sem hann gerir), er auðvitað mjög hraður og keyrir hverja einustu keppni einstaklega taktískt en rall er eins þeir sem til þekkja spurning um taktík og fátt annað. Heimamennirnir og bræðurnir Petter og Henning Solberg geta sett mark sitt á toppslaginn í þessari keppni og á ég þá frekar von á að það verði Henning Solberg enda Ford Focus bíll hans að fullu sambærilegur við bíla þá sem Hirvonen og Latvala aka. Ekki má samt horfa fram hjá þeirri staðreynd að 2006 útgáfan af Citroen Xsara WRC sem Petter Solberg keyrir er með svokölluð "active diffs" bæði að framan og aftan sem verksmiðjuliðin meiga ekki vera með en þetta er tölvustýrður búnaður sem stýrir átaki út í hvert hjól fyrir sig til að auka sem mest veggripið. Hafa ber einnig í huga að Petter Solberg hefur ekki unnið rall síðan Mexíkó 2005 þegar Subaru var enn með þennan búnað... Þessi keppni er jafnframt fyrsta keppni fyrir Adapta World Rally Team en það eru norðmennirnir Mads Östberg og Anders Gröndal sem keyra fyrir þetta lið en liðið notast við Subaru Impreza WRC08 bíla sem voru eyrnamerktir Petter Solberg og Chris Atkinson fyrir þetta ár en liðið hefur víðtækan stuðning frá Prodrive og er talið að allar helstu sprauturnar úr verksmiðjuliði Subaru séu þeim innan handar.

P-WRC fer einnig af stað með þessari keppni en búast má við hörkuslag annars vegar á milli sænsku nafnna Patrik Sandell (Skoda Fabia Super2000) og Patrik Flodin (Subaru Impreza) annarsvegar og hinsvegar heimamannanna Eyvind Brynildsen (Mitsubishi Lancer), Andreas Mikkelsen (Subaru Impreza) og Bernt Kollevold (Mitsubishi Lancer) en aðrir geta einnig blandað sér í þennan slag en ég reikna með að einhver af ofantöldum muni standa uppi sem sigurvegari í þessari fyrstu umferð í P-WRC.

Keppnin hefst á föstudaginn en shakedown verður á fimmtudag og reyni ég að vanda að koma með tíma úr því.

KU5E2221

Einhverjir eiga eftir að enda svona!


Petter Solberg World Rally Team

CIMG5116cPetter Solberg er með fréttamannafund á morgun þar sem hann og Phil Mills kynna Petter Solberg World Rally Team og verður spennandi að sjá hvað þeir hafa fram að færa.

 

 

 

 

 

xsara1

xsara2

Svona lítur Citroen bíllinn út hjá Petter Solberg


Loeb og Citroen standa uppúr

090201_corkÍ gær lauk Írska rallinu með sigri Sebastiens Loeb og 1 - 2 fyrir Citroen þar sem Dani Sordo bakkaði upp sinn liðsfélaga fullkomlega alla helgina. Mikko Hirvonen keyrði jafnt og þétt alla helgina og stóð hann uppi með 5 sérleiðasigra og er haft eftir honum að ekki hafi verið við betri árangri að búast fyrir Ford liðið í þessari keppni þ.e. malbikskeppni þar sem Citroen ökumennirnir virðast vera miklu betri en Ford ökumennirnir. Henning Solberg náði 4. sætinu aftur á næst síðustu leið þegar Chris Atkinson gerði mistök og ók á vegg og tapaði við það einhverjum tíma og eins og áður segir fjórða sætinu. Þetta var jafnframt besti árangur Solbergs á malbiki til þessa. Sjötti varð Sebastien Ogier, en útaf akstur hans á níundu leið setti mikið strik í reikninginn hjá honum en ekki má gleyma að þetta er aðeins hans annað rall á WRC bíl og fyrsta sem hann keppir í á malbiki. Wilson jr. varð sjöundi en ekki fór mikið fyrir honum í þessu ralli keyrði samt greinilega áfallalaust í gegnum þessa keppni en það er ekki laust við að maður hafi á tilfiningunni að markið hafi verið sett hærra en þetta fyrir keppni. Qvatar maðurinn Khalid Al Qassimi nældi sér í síðasta stiga sætið og jafnframt sín fyrstu stig í WRC og kemur það skemmtilega á óvart þar sem frekar var reiknað með að þau kæmu á möl frekar en malbiki. Aava, Latvala og Rautenbach nældu allir í stig fyrir atvinnurekendur sína þó þeir næðu ekki í nein stig fyrir sig en ekki allir ökumenn telja til stiga fyrir framleiðendur. Næsta keppni fer fram í Norgegi síðar í þessum mánuði og er við því að búast að Citroen þurfi nú að hafa aðeins meira fyrir hlutunum í því ralli þar sem finnarnir í Ford liðinu ættu að standa sig vel í snjónum þar.

Lokastaðan í Írska rallinu:

1.Sebastien LOEBCitroen C4 WRC082:48:25.70.0
2.Dani SORDOCitroen C4 WRC082:49:53.6+1:27.9
3.Mikko HIRVONENFord Focus WRC082:50:33.5+2:07.8
4.Henning SOLBERGFord Focus WRC082:54:58.1+6:32.4
5.Chris ATKINSONCitroen C4 WRC082:56:17.6+7:51.9
6.Sebastien OGIERCitroen C4 WRC082:59:09.7+10:44.0
7.Matthew WILSONFord Focus WRC082:59:49.5+11:23.8
8.Khalid AL QASSIMIFord Focus WRC083:02:33.6+14:07.9
9.Eamonn BolandSubaru Impreza WRC073:03:49,1+15:23,4
10.Urmo AAVAFord Focus WRC080,12779051+15:35,4

 

diapoa_046

Það væri allt í lagi að farminn á þessum bíl Grin


Loeb leiðir Írska rallið eftir 2. dag

Loeb RI2009 1Sebastien Loeb leiðir Írska rallið eftir dag tvö en keppni líkur á morgun. Annar er liðsfélagi hans, Dani Sordo, og er Citroen tvíeykið algjörlega í sérflokki. Hirvonen er nokkuð öruggur í þriðja sætinu fyrir Ford liðið en aðalslagurinn virðist vera um fjórða sætið. Eins og er er það Henning Solberg sem heldur því en Chris Atkinson á Citroen hefur sótt fast að honum í dag hefur Atkinson verið að skila mjög góðum tímum í dag þrátt fyrir að þetta sé hans fyrst rall á Citroen. Loeb ók út af á næst síðustu leið dagsins en tapaði bara smá tíma við það en Ogier var ekki jafn heppinn í morgun þegar hann lenti í því að aka útaf en hann væri mun nær slagnum um fjórða sætið ef hann hefði ekki tapað rétt um tveimur og hálfri mínútu við það. Bæði Urmo Aava og Jari-Matti Latvala hafa verið að vinna sig upp í dag en ekki líklegt að þeir nái að hala inn stig í þessari keppni en allt getur gerst á þeim fimm leiðum sem eknar verða á morgun.

Svona er staðan fyrir morgundaginn:

1.Sebastien LOEBCitroen C4 WRC082:20:02.80.0
2.Dani SORDOCitroen C4 WRC082:21:11.9+1:09.1
3.Mikko HIRVONENFord Focus WRC082:22:33.7+2:30.9
4.Henning SOLBERGFord Focus WRC082:26:00.2+5:57.4
5.Chris ATKINSONCitroen C4 WRC082:26:04.9+6:02.1
6.Sebastien OGIERCitroen C4 WRC082:29:16.2+9:13.4
7.Matthew WILSONFord Focus WRC082:29:54.1+9:51.3
8.  Khalid AL QASSIMIFord Focus WRC082:31:52.8+11:50.0
9.  Eamonn BOLANDSubaru Impreza WRC072:32:43.2+12:40.4
10.Aaron MACHALEFord Focus WRC082:33:43.2+13:40.4
11.Urmo AAVAFord Focus WRC082:34:19.7+14:16.9
14.Jari-Matti LATVALAFord Focus WRC082:43:05.5+23:02.7


Aava leiðir írska rallið eftir 3 leiðar

aava-ireland-z-wri-03_290109Urmo Aava leiðir írska rallið núna þegar þremur leiðum er lokið. Latvala tók forystuna á fyrstu leið, sprengdi 2 dekk á annari leið en virðist vera dottinn út eftir 3 leiðar. Loeb hefur sigrað tvær leiðar í morgun og sótt að Aava og er munurinn kominn niður í 6,7 sekúndur en hann var 22 sekúndur eftir 2 leiðar. Athygli vekur að Henning Solberg er í fimmta sæti og er að gera mjög góða hluti miðað við að þetta er malbiksrall en malbik er ekki efst á vinsældarlistanum hjá honum.

 

Staðan eftir 3 leiðar:

1.Urmo AAVAFord Focus WRC0836:26.00.0
2.Sebastien LOEBCitroen C4 WRC0836:32.7+6.7
3.Mikko HIRVONENFord Focus WRC0836:56.9+30.9
4.Dani SORDOCitroen C4 WRC0837:02.9+36.9
5.  Henning SOLBERGFord Focus WRC0837:21.4+55.4
6.  Conrad RAUTENBACHCitroen C4 WRC0837:52.2+1:26.2
7.Gareth MACHALEFord Focus WRC0838:06.5+1:40.5
8.Eamonn BOLANDSubaru Impreza WRC0738:18.7+1:52.7
9.  Matthew WILSONFord Focus WRC0838:31.0+2:05.0
10.Khalid AL QASSIMIFord Focus WRC0838:36.5+2:10.5


Latvala fær greinilega öðruvísi morgunmat..

LatvalaLatvala var lang fljótastur á fyrstu leið og sá sem er honum næstur er að keppa á Ford í fyrsta skipti en það er eistlendingurinn Urmo Aava fyrir Stobart liðið. Greinilega er veðrið að hafa áhrif en veðurspáin fyrir daginn er uppá rok og rigningu og því spurning hvernig skúrirnar lenda á einstökum ökumönnum. Latvala ásamt Aava er á vetrardekkjum en ekki regndekkjum sem segir dálítið um rigninguna þarna.

 

 

Hérna er tímarnir á 10 fyrstu á fyrstu leið:

1.Jari-Matti LATVALAFord Focus WRC0812:44.00.0
2.Urmo AAVAFord Focus WRC0813:01.6+17.6
3.Mikko HIRVONENFord Focus WRC0813:15.5+31.5
4.Dani SORDOCitroen C4 WRC0813:16.7+32.7
5.Henning SOLBERGFord Focus WRC0813:19.9+35.9
6.Sebastien LOEBCitroen C4 WRC0813:26.0+42.0
7.Gareth MACHALEFord Focus WRC0613:30.0+46.0
8.Eamonn BOLANDSubaru Impresa WRC0713:35.7+51.7
9.Chris ATKINSONCitroen C4 WRC0813:36.5+52.5
10.Conrad RAUTENBACHCitroen C4 WRC0813:38.2+54.2


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband