Hirvonen fljótastur, rétt svo

090129_mhHérna eru tímar úr shakedown sem var fyrr í dag. Það sem fangaði athygli mína var tíminn á Cris Atkinson en þetta fyrsta rall hans á Citroen og eru liðfélagar hans hjá Citroen Junior, þeir Rautenbach og Ogier, rúmum þremur sekúndum hægari að fara þessa 2,87 km sem eknir voru. Annars eins og sjá má þá var Hirvonen fljótastur en Loeb bara stutt frá.

Shakedown tímar:

1. Hirvonen: 1m 38.0s
2. Loeb: 1m 38.4s
3. Atkinson: 1m 38.6s
4. Sordo: 1m 39.0s
5. Latvala: 1m 39.7s
6. Wilson: 1m 39.9s
7. Aava: 1m 40.9s
8. Al Qassimi: 1m 41.2s
9. Solberg: 1m 41.4s
10. Rautenbach: 1m 41.7s
11. Ogier: 1m 42.4s

Hérna er hægt að skoða alla shakedown tímana: http://www.rallyireland.org/pdfs/2009/Shakedown-6.pdf


Rally Írland

151_MyCustomNú er komið að því að WRC fari af stað. Keppnisárið byrjar morgun með Írska rallinu en í ár verða eknar alls 12 umferðir en einungis tvær af þeim eru eknar á malbiki (Írland og Spánn) og ein á snjó (Norska rallið). Aðrar eru eknar á möl og má þar nefna þrjár Miðjarðarhafs umferðir ( Kýpur, Grikkland og Sardínía) og tvær nýjar keppnir en þær eru Pólland og Ástralía. Í Ástralíu hefur verið keppt áður en ekki á sama stað og nú er keppt á og er því óhætt að tala um alveg nýja keppni þar.

Hjá Citroen eru það Sebastien Loeb og Dani Sordo sem keyra fyrir þá en hjá Ford verða það Hirvonen og Latvala sem ætla að reyna að skáka Citroen tvíeykinu enda stóð Citroen uppi með báða titlanna á síðasta ári. Bæði Ford og Citroen eru með M2 lið og verða þar ýmsir ökumenn sem fá að spreyta sig svo sem Chris Atkinson, Conrad Rautenbach, Sebastien Ogier og Evegeny Novikov hjá Citreon junior en hjá Stobart Ford liðinu verða það Henning Solberg, Urmo Aava og Matthew Wilson sem spreita sig. Ekki er útilokað að Gigi Galli fá einnig tækifæri síðar á árinu.

Sjálfstæðir keppendur geta blandað sér í toppslaginn og í fyrstu keppni eru allnokkrir írskir keppendur sem eru fljótir en í Rally Norway verður það Petter Solberg sem mætir með eigið lið og eiginn bíl, Citroen Xsara ´06 en hann ætlar að mæta í svo allar keppnir ársins þó ekki sé víst að hann verði alltaf á þessum bíl.

Shakedown fer fram í þessum skrifuðu orðum og birti í tíma fljótusut manna hér á eftir en alls eru  43 áhafnir sem verða ræstar frá Sligo í fyrramálið og spennandi keppni því framundan.


Meira úr Haustrallinu

Hérna koma ferðirnar um Djúpavatnið í haustrallinu og takið eftir því hvað Raggi á Audi víkur vel og greiðir okkar leið eins og hægt er.

Fyrri ferð: frá Gatnamótum og inná Vigdísarvelli:

 http://www.youtube.com/watch?v=JR3WwjQ2mKc

Seinni ferð: frá Gatnamótum og inná hraunklappirnar en þar fór myndavélin úr sambandi hjá okkur.

http://www.youtube.com/watch?v=EWArmNhvY08

Aftur er það Óli Þór sem kemur þessu á netið fyrir mig, enda kann ég ekkert á svona... Reikna ég með að síðar komi seinni hlutinn af Djúpavatninu og svo Kleifarvatnið úr fyrri ferð, enda ókum við það ekkert í síðari ferð........


Haustrall 2008, in-car

2892106721_fa0d632978_oHérna er stutt myndband innan úr bílnum hjá okkur bræðrum í haustrallinu og er þetta samanburður á fyrstu og annari ferð um Ísólfsskálann að afleggjaranum inná Djúpavatn. Seinni ferðin er í aðalmynd en fyrri ferðin er í glugganum niðri.

Bíllinn er Subaru Impreza sem Guðmundur Höskuldsson á, þannig að það er bara farið varlega þarna....-

http://www.youtube.com/watch?v=ZPmtAQ5XC-Y&feature=channel_page

Það var Óli Þór sem klippti þetta saman og setti inná Youtube og á allan heiðurinn af þessu.

 


Ogier sigrar Monte Carlo rallið

Ogier MCNú eru menn að klára síðustu leið Monte Carlo rallsins og er frakkinn Sebastien Ogier sem búinn að sigra þetta rall og Peugeot liðið er með 1-2-3 í þessu ralli en næstu menn eru Loix og Sarrazin. Jan Kopecky á Skoda Fabia er í fjórða sæti. Mikil dramtík var á lokadeginum því á fyrstu leið  duttu út Gardemeister og Hanninen. Þetta voru góðar fréttir fyrir Basso en hann hefur ekki náð að sína hvað er í raun fljótur í þessu ralli, aðallega vegna rangra ákvarðanna með dekk og eins var Fiatinn að strýða honum allnokkuð. Til að auka á dramatíkina þá féll Alen út á síðustu ferjuleið með bilaða kúplingu og missti við það af sjötta sætinu og dýrmætum stigum. Þetta þýddi að inní topp 10 læddust óþekkt nöfn og forvitnilegt að sjá að fyrsti eindrifsbíllinn skilar sér í áttunda sæti. Peugoet tekur örugga forystu í stigakeppni framleiðenda en næstir koma Skoda og svo Fiat.

Hérna er video frá Eurosport með því helsta frá Monte Carlo: http://uk.eurosport.yahoo.com/video/24012009/58/final-day-monte-carlo-rally.html

Næsta keppni fer fram í Brasilíu 5.-7. mars næstkomandi og þar verður ekið á möl.

Lokastaðan í Monte Carlo:

1OGIER-INGRASSIAPeugeot 207FRA4:40:45,7
2LOIX-SMETSPeugeot 207BE4:42:29,3
3SARRAZIN-RENUCCIPeugeot 207FRA4:43:07,3
4KOPECKY-STRARYSkoda FabiaCH4:44:03,0
5BASSO-DOTTA Abarth Grande PuntoIT4:45:13,7
6ROMEYER-FOURNELAbarth Grande PuntoFRA5:01:16,0
7BURRI-GORDONAbarth Grande PuntoSVISS5:02:08,7
8BETTI-AGNESERenault ClioFRA5:04:50,5
9ARTRU-VIRIEUXMitsubishi Lancer E9FRA5:06:36,4
10DAUMAS-JAUSSAUDRenault ClioFRA5:08:45,5


Ogier eykur forystuna

ogier1það er einungis ein leið ekin í björtu í dag og var hún erfið því bæði Hanninen og Meeke duttu út á þessari leið en keppendanna bíða fjórar leiðir sem eknar verða í myrkri í kvöld og nótt. Hanninen ók út af en Meeke lenti í bilun. Þetta þíðir að Ogier er með næstum tveggja mínútna forystu á Gardemeister sem var einnig næst fljótastur í morgun. Á þessari 30 km löngu leið voru fjórar áhafnir sem voru með 23 sek sín í milli en sá var með fimmta besta tímann var rétt um tveimur mínútum frá besta tíma! Það er möguleiki að þarna sé einhver eðlileg skýring en það getur líka verið þarna sé eftir að leiðrétta tíma þannig að þessi staða er birt með fyrirvara.

 

Staðan eftir þessa einu leið í morgun:

1OGIER-INGRASSIAPeugeot 207FRA3:03:10,2
2GARDEMEISTER-TUOMINENAbarth Grande PuntoFIN3:05:00,7
3LOIX-SMETSPeugeot 207BE3:05:59,8
4SARRAZIN-RENUCCIPeugeot 207FRA3:07:09,8
5KOPECKY-STRARYSkoda FabiaCH3:07:44,7
6BASSO-DOTTA Abarth Grande PuntoIT3:09:24,9
7ALEN-ALANNE Abarth Grande PuntoFIN3:13:21,7
8MAURIN-THIMONIERAbarth Grande PuntoFRA3:16:23,3
9WITTMANN-ETTELMitsubishi Lancer E9AUS3:16:38,9
10BURRI-GORDONAbarth Grande PuntoSVISS3:16:44,0


Ogier tekur forystuna í Monte Carlo rallinu

diapo_086Mikið hefur gengið á í dag í Monte Carlo rallinu og fyrir síðustu leið dagsins var það finninn Juho Hanninen sem leiddi nokkuð örugglega en eins og sagt hefur verið áður þá er rall ekki búið fyrr en það er búið og það sannaðist enn einu sinni í dag þegar Hanninen sprengdi dekk þegar 5 km voru búnir af síðustu leið dagsins og yfir 15 km eftir! Hanninen og hans aðstoðarökumaður tóku ákvörðun um að klára leiðina á sprungnu og töpuðu við það tveimur og hálfri mínútu og féllu niður í þriðja sætið. Frakkinn Sebastien Ogier þakkaði pennt fyrir sig og tók við forystunni í rallinu nú þegar lokadagurinn er eftir. Í öðru sæti er "Fast Freddy" Loix og því Peugeot bílar í tveimur fyrstu sætunum. Fjórði er lærisveinn Colin McRae, Kris Meeke, og hefur hann keyrt jafnt og þétt í sínu fyrsta Monte Carlo ralli. Frakkinn Vouilloz, meistari síðasta árs, féll úr keppni í dag eftir að hafa ekið út og skemmt hjólabúnað Peugeot bíls síns. Sarrazin hefur verið fljótasti maður dagsins en er samt bara í 6. sæti eftir að hafa tapað miklum tíma á útaf akstri í morgun.

Á morgun verður byrjað snemma og ekið fram á nótt en ræst er inná síðu leið rallsins rétt eftir miðnætti á morgun.

Staðan eftir 9 sérleiðar:

1OGIER-INGRASSIAPeugeot 207FRA2:35:09,8
2LOIX-SMETSPeugeot 207BE2:35:42,2
3HANNINEN-MARKKULASkoda FabiaFIN2:36:04,6
4MEEKE-NAGLE Peugeot 207UK2:36:09,0
5GARDEMEISTER-TUOMINENAbarth Grande PuntoFIN2:36:50,5
6SARRAZIN-RENUCCIPeugeot 207FRA2:38:52,4
7KOPECKY-STRARYSkoda FabiaCH2:39:20,4
8BASSO-DOTTA Abarth Grande PuntoIT2:39:27,6
9ALEN-ALANNE Abarth Grande PuntoFIN2:43:22,6
10WITTMANN-ETTELMitsubishi Lancer E9AUS2:45:11,6


Skoda að brillera

diapo_046Eftir að 6 leiðar hafa verið eknar í Monte Carlo rallinu þá er það eftir sem áður finninn snjalli Juha Hanninen sem leiðir fyrir Skoda liðið en hann vann fyrstu tvær leiðarnar í morgun og er hann núna rúma eina og hálfa mínútu á undan næsta mann sem er Ogier á Peugeot 207. Snjór hefur verið á þeim þremur leiðum sem eknar voru í morgun og sést það vel á efstu mönnum á hverri leið fyrir sig en þeir eru allajafna finnar sem virðast vera gríðarlega hraðir og má sjá nöfn eins og Gardemeister og Alen (sonur Marrku Alen) ásamt Hanninen. Kris Meeke var líka mjög hraður en eitthvað hlekkstist honum á sjöttu leið því hann tapaði nærri mínútu á þeirri leið og féll við það úr öðru sætinu sem hann var búinn að ná í morgun. Vouilloz er annar ökumaður sem tapað hefur tíma í morgun en er að berjast við bremsuvandræði í Peugeot bíl sínum. Sarrazin tapaði rétt um fimm mínútum við útafakstur á 5. leið. Þriðju leið dagsins í dag sigraði tékkinn Jan Kopecky sem einnig ekur um á Skoda og hefur því Skoda sigrað allar leiðar dagsins...

Staðan eftir 6 sérleiðar er svona:

1HANNINEN-MARKKULASkoda FabiaFIN1:47:39,5
2OGIER-INGRASSIAPeugeot 207FRA1:49:03,8
3LOIX-SMETSPeugeot 207BE1:49:16,4
4MEEKE-NAGLE Peugeot 207UK1:49:45,2
5GARDEMEISTER-TUOMINENAbarth Grande PuntoFIN1:50:19,7
6VOUILLOZ-KLINGERPeugeot 207FRA1:50:33,0
7BASSO-DOTTA Abarth Grande PuntoIT1:51:48,2
8SARRAZIN-RENUCCPeugeot 207FRA1:53:01,9
9KOPECKY-STRARYSkoda FabiaCH1:53:05,0
10ALEN-ALANNE Abarth Grande PuntoFIN1:53:56,0


Skoda leiðir Monte Carlo

JH MC 2009Skoda leiðir Monte Carlo rallið eftir fyrsta dag og kemur Skoda liðið sterkt inn í sínu fyrsta ralli með Super 2000 bíl. Finninn Juha Hanninen sem er með 11,9 sekúndur á næsta bíl en það er frakkinn Stephan Sarrazin sem er næstur á Peugeot 207. Næstu fjögur sæti eru einnig Peugeot bílar og er það meistari síðasta árs, frakkinn Vouilloz, sem er þriðji en næstu menn á eftir honum eru Ogier, Loix og Meeke. Í sjöunda og áttunda sæti eru Fiat ökumennirnir Basso og Gardemeister.

Eins og áður segir er það Hanninen sem leiðir en hann hefur þó ekki unnið eina einustu leið í dag heldur hefur hann verið að keyra jafnt og þétt ásamt því að velja greinilega réttu dekkinn, en mikill munur hefur verið á milli leiða. Fyrsta leiðin var ísi lögð og voru þar ökumenn sem völdu slikka undir sína bíla og lentu í vandræðum eins og ítalinn snjalli Rossetti og fyrrum heimsmeistarinn Auriol en báðir óku útaf og eru úr leik. Önnur leið var svo ekin á þurru malbiki og svo lokaleið dagsins var blönduð með þurru malbiki, ís og snjó.

Það var Vouilloz sem sigraði fyrstu leiðina, Sarrazin var fljótastur á annari leiðinni og norður írinn ungi Kris Meeke vann svo síðustu leið dagsins. Eknar voru þrjár leiðar í dag alls um 78 km en á morgun verða eknir rúmir 100 km á sex leiðum og svo líkur þessu með 5 leiðum á föstudag og verður ekið þá alveg fram á nótt.

Staðan eftir fyrsta dag rallsins er svona:

1HANNINEN-MARKKULASkoda FabiaFIN56:32,8
2SARRAZIN-RENUCCPeugeot 207FRA56:44,7
3VOUILLOZ-KLINGERPeugeot 207FRA57:06,7
4OGIER-INGRASSIAPeugeot 207FRA57:22,0
5LOIX-SMETSPeugeot 207BE57:27,4
6MEEKE-NAGLE Peugeot 207UK57:34,1
7BASSO-DOTTA Abarth Grande PuntoIT58:02,6
8GARDEMEISTER-TUOMINENAbarth Grande PuntoFIN58:08,2
9WITTMANN-ETTELMitsubishi LancerAUS1:00:04,0
10KOPECKY-STRARYSkoda FabiaCH1:01:02,8


IRC hefst á morgun

Monte Carlo rallið hefst í fyrramálið en fyrsti bíll er ræstur 7:30 og mun ég reyna að vera með fréttir þegar líður á morguninn.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband