14.8.2009 | 16:24
Mitsubishi Rally Reykjavík - leg 2
Það er allt að gerast í þesu ralli en Kaldidalur hefur verið staðurinn. Jón Bjarni og Sæmundur sprengdu dekk og urðu að skipta um. Stuart Jones og Ísak lentu í vandræðum með túrbínu og í framhaldi af því bræddi hitinn frá túrbóinu rafmagnsleiðslurnar fyrir vélina. Páll og Aðalsteinn ókú útaf og skemmdu hjólabúnað hægrameginn að framan, Sykes sprengdu dekk og urðu að skipta um og svona má lengi telja.
Þegar Kaldidalurinn var svo ekinn til baka þá var sett nýtt met á Kaldadal en Stuart og Ísak kláruðu leiðina 20:21 sem ég er viss um að er nýtt met. Næsti bíll þar á eftir voru Jón Bjarni og Sæmundur en þeir töpuðu 2:16 á fljótasta bíl!
Hérna er staðan eftir Tröllháls Suður fyrri ferð.
1 | 41 | Jones/Ísak | Mitsubishi Lancer EVO X | 01:18:17 | |
2 | 3 | Jón Bjarni/Sæmundur | Mitsubishi Lancer EVO 7 | 01:23:19 | 05:02 |
3 | 8 | Jóhannes/Björgvin | Mitsubishi Lancer EVO 7 | 01:25:20 | 07:03 |
4 | 18 | Aðalsteinn/Heimir Snær | Mitsubishi Lancer EVO 6 | 01:27:13 | 08:56 |
5 | 42 | Jones/Daniel | Mitsubishi Lancer EVO 5 | 01:27:34 | 09:17 |
6 | 5 | Fylkir/Elvar | Subaru impreza STI | 01:27:43 | 09:26 |
7 | 10 | Hilmar Bragi/Eyjólfur | Honda Civic | 01:28:54 | 10:37 |
8 | 35 | Hlöðver/Baldur | Toyota Corolla | 01:28:54 | 10:37 |
9 | 11 | Eyjólfur/Baldur | Jeep Grand Cherokee | 01:30:03 | 11:46 |
10 | 24 | Guðmundur Orri/Hörður Darri | Tomcat 100RS | 01:30:13 | 11:56 |
11 | 30 | Sighvatur/Andres Freyr | Mitsubishi Pajero Sport | 01:30:48 | 12:31 |
12 | 9 | Sigurður Óli/Elsa Kristín | Toyota Celica GT4 | 01:32:05 | 13:48 |
13 | 7 | Páll/Aðalsteinn | Subaru Impreza WRX STi | 01:33:02 | 14:45 |
14 | 6 | Marian/Jón Þór | Jeep Cherokee XJ 4.0 | 01:33:44 | 15:27 |
15 | 43 | Paramore/Knighton | Land Rover Wolf XD | 01:33:46 | 15:29 |
16 | 50 | Þorsteinn Svavar/Þórður Andri | Tomcat TVR 100 RS HC | 01:34:14 | 15:57 |
17 | 44 | Ian / Frances | Land Rover Freelander | 01:36:27 | 18:10 |
18 | 46 | Lilwall/McKerlie | Land Rover Wolf XD | 01:37:31 | 19:14 |
19 | 12 | Guðmundur Snorri/Guðleif Ósk | Peugeot 306 S16 | 01:38:11 | 19:54 |
20 | 45 | Partridge/Eaton | Land Rover Wolf XD | 01:39:54 | 21:37 |
21 | 48 | Christie/Cookman | Land Rover Wolf XD | 01:40:57 | 22:40 |
22 | 47 | Wright/Aldridge | Land Rover Wolf XD | 01:56:53 | 38:36:00 |
23 | 25 | Dali/Óskar | Trabant 601L | 02:05:11 | 46:54:00 |
24 | 22 | Ásta/Tinna | Jeep Cherokee | 02:09:13 | 50:56:00 |
25 | 19 | Júlíus/Skafti Svavar | Honda Civic | 02:11:34 | 53:17:00 |
26 | 21 | Halldór Vilber/Sigurður Arnar | Toyota Corolla TwinCam | 02:16:37 | 58:20:00 |
Hægt er að fylgjast með tímum á www.rallyreykjavik.net
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.8.2009 | 09:34
Rally Reykjavík - dagur 1
Að loknum fyrsta degi í Mitsubishi Rally Reykjavík eru það Jón Bjarni og Sæmundur sem leiða rallið en þeir hafa 17 sekúndna forystu á Stuart Jones og Ísak en þeir síðar nefndu kroppuðu aðeins í forystu Jóns Bjarna og Sæmundar á loka leiðum gærdagsins um Gufunes. Næstir koma bræðurnir Fylkir og Elvar en þeir eru þegar orðnir rúmri mínútu á eftir fyrsta bíl. Eyjóflur og Baldur leiða jeppaflokkinn og hafa gert vel með að vinna sig uppí fimmta sætið en það eru svo Hilmar og Eyjlóflur sem leiða 1600 og 2000 flokk á sínum Honda Civic. Þegar hafa menn lent í skakkaföllum en þar má nefna Mick Jones og Daníel en þeir brutu öxul, Páll og Aðalsteinn sprengdu dekk og keyrðu útaf á fyrstu leið, Ásta og Tinna keyrðu útaf á annari leið og sprengdu víst tvö dekk og töpuðu miklum tíma við það en svo voru einnig tvær áhafnir sem duttu út í gær en það eru Halldór og Sigurður en það fór tímareim hjá þeim og svo Júlíus og Skafti sem komu alltof seint inná tímavarðstöð og fóru yfir þann tíma sem þeir höfðu. Báðar áhafnir ræstu samt í dag samkvæmt reglum og hefur refsitíma verið bætt við tíma þeirra.
Staðan eftir dag eitt
1 | 3 | Jón Bjarni/Sæmundur | Mitsubishi Lancer EVO 7 | 24:59:00 | |
2 | 41 | Jones/Ísak | Mitsubishi Lancer EVO X | 25:16:00 | 00:17 |
3 | 5 | Fylkir/Elvar | Subaru impreza STI | 26:02:00 | 01:03 |
4 | 8 | Jóhannes/Björgvin | Mitsubishi Lancer EVO 7 | 27:17:00 | 02:18 |
5 | 11 | Eyjólfur/Baldur | Jeep Grand Cherokee | 27:58:00 | 02:59 |
6 | 18 | Aðalsteinn/Heimir Snær | Mitsubishi Lancer EVO 6 | 28:04:00 | 03:05 |
7 | 10 | Hilmar Bragi/Eyjólfur | Honda Civic | 29:07:00 | 04:08 |
8 | 35 | Hlöðver/Baldur | Toyota Corolla | 29:25:00 | 04:26 |
9 | 9 | Sigurður Óli/Elsa Kristín | Toyota Celica GT4 | 29:29:00 | 04:30 |
10 | 30 | Sighvatur/Andres Freyr | Mitsubishi Pajero Sport | 29:37:00 | 04:38 |
11 | 42 | Jones/Daniel | Mitsubishi Lancer EVO 5 | 29:39:00 | 04:40 |
12 | 24 | Guðmundur Orri/Hörður Darri | Tomcat 100RS | 29:57:00 | 04:58 |
13 | 7 | Páll/Aðalsteinn | Subaru Impreza WRX STi | 30:02:00 | 05:03 |
14 | 12 | Guðmundur Snorri/Guðleif Ósk | Peugeot 306 S16 | 30:09:00 | 05:10 |
15 | 6 | Marian/Jón Þór | Jeep Cherokee XJ 4.0 | 30:11:00 | 05:12 |
16 | 43 | Paramore/Knighton | Land Rover Wolf XD | 30:34:00 | 05:35 |
17 | 50 | Þorsteinn Svavar/Þórður Andri | Tomcat TVR 100 RS HC | 31:07:00 | 06:08 |
18 | 44 | Ian / Frances | Land Rover Freelander | 31:28:00 | 06:29 |
19 | 46 | Lilwall/McKerlie | Land Rover Wolf XD | 31:38:00 | 06:39 |
20 | 45 | Partridge/Eaton | Land Rover Wolf XD | 32:56:00 | 07:57 |
21 | 48 | Christie/Cookman | Land Rover Wolf XD | 33:18:00 | 08:19 |
22 | 20 | Magnús/Bragi | Toyota Corolla 1600 | 33:34:00 | 08:35 |
23 | 25 | Dali/Óskar | Trabant 601L | 38:20:00 | 13:21 |
24 | 47 | Wright/Aldridge | Land Rover Wolf XD | 40:45:00 | 15:46 |
25 | 22 | Ásta/Tinna | Jeep Cherokee | 57:03:00 | 32:04 |
26 | 19 | Júlíus/Skafti Svavar | Honda Civic | 01:02:10 | 37:11 |
27 | 21 | Halldór Vilber/Sigurður Arnar | Toyota Corolla TwinCam | 01:08:59 | 44:00 |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2009 | 09:48
Mitsubishi Rally Reykjavík byrjar í dag
Þá styttist í að Rally Reykjavík byrji. Bílarnar verða við rásmarkið hjá Perlunni kl. 16:00 í dag og fyrsti bíll fer frá Perlunni á slaginnu 17:00.
Fyrsta leið verður um Djúpavatn en þessi leið er rúmir 28 km á lengd þannig að allt getur gerst þar. Næst leið er svo um Kleifarvatn og svo kemur að Gufunesinu en það verður keyrt í tvígang og er fyrsti bíll ræstur af stað kl. 19:10 í fyrri ferð. Það verður hátalarakerfi á staðnum og verður reynt að koma upplýsingum til áhorfenda eins hægt er með tímum og öðru skemmtilegu. Minni einnig á viðgerðarhléið sem verður við Select á vesturlandsvegi.
Svona er leiðin um Gufunes ekin.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 10:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2009 | 11:04
Rallýsýning í Perlunni
Fram að Mitsubishi Rally Reykjavík verður rallý sýning í Perlunni og verður hægt að skoða t.d. Evo X bílinn sem Stuart Jones mun keppa á. Um að gera að kíkja og fá frekari upplýsingar um rallið og kaupa DVD en rallið byrjar á fimmtudaginn næsta og að sjálfsögðu er ræst frá Perlunni. Stjórnstöð rallsins er jafnframt í sýningarbásnum í Perlunni.
Og þar sem það er einstaklega gott veður þá er hægt að kíkja á skoðun keppnisbílanna sem fram fer við Frumherja á Hesthálsi klukkan 17:00 í dag en þar er boðið uppá grillaðar pylsur og með því í boði Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur.
MMC Evo 7 er til sýnis ásamt öryggis búnaði
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2009 | 13:23
Rally Reykjavík - rásröð
Þá er orðið ljóst að 27 áhafnir eru skráðar til leiks í Rally Reykjaví árið 2009. Þetta er í 30. skiptið sem þetta rall er haldið og eru 8 erlendar áhafnir skráðar til leiks að þessu sinni og af erlendum keppendum fer Stuart Jones fremstur en hann keppir á bílnum hans Danna, en þeir tveir hafa verið að þróa þennan bíl með Mitsubishi í Bretlandi, en í hægra sætinu með honum verður Ísak Guðjónsson og verður fróðlegt að sjá hvort og hvenær þeir ná fullum hraða í þessu ralli. Fyrirfram er reiknað með að Jón Bjarni og Sæmundur verði fljótastir en í svona löngu ralli er ekki nóg að vera fljótur heldur þurfa menn einnig að vera án áfalla sem oft fylgja svona löngum röllum til þess að sigra. Vert er að nefna pabba hans Stuarts en "Mad" Mick Jones var fljótur í breskum röllum hér á árum áður en spurning hvernig hann kann við sig hér og með þennan aðstoðarökumann...
Keppnisstjórn hefur sett upp rásröð og ætti þetta því að verða nokkuð nálægt úrslitum rallsins þ.e. fyrir utan þá sem lenda í skakkaföllum og tapa við það tíma eða falla úr leik. Óneitanlega saknar maður þess að sjá ekki ökumenn eins og Sigga Braga, Pétur bakara, Gumma Hösk, Valda kalda, Ragga Audi, Óskar Sól og Garðar Þór í þessum lista en allir eiga þeir bíla sem gætu blandað sér í toppslaginn í þessu ralli.
Annars er rásröð í Rally Reykjaví þetta árið er svo hljóðandi.
# | Ökumaður | Aðstoðarökumaður | Bifreið |
1 | Jón Bjarni Hrólfsson | Sæmundur Sæmundson | Mitsubishi Lancer EVO 7 |
2 | Stuart Jones | Ísak Guðjónsson | Mitsubishi Lancer EVO X |
3 | Fylkir Jónsson | Elvar Jónsson | Subaru impreza STI N8 |
4 | Páll Harðarson | Aðalsteinn Símonarson | Subaru Impreza STI N12 |
5 | Jóhannes V. Gunnarsson | Björgvin Benediktsson | Mitsubishi Lancer EVO 7 |
6 | Mick Jones | Daniel Sigurðarson | Mitsubishi Lancer EVO 5 |
7 | Aðalsteinn Jóhannsson | Heimir Snær Jónsson | Mitsubishi Lancer EVO 6 |
8 | Sigurður Óli Gunnarsson | Elsa K. Sigurðardóttir | Toyota Celica GT-4 |
9 | Hilmar Bragi Þráinsson | Eyjólfur Guðmundsson | Honda Civic V-Tec |
10 | Hlöðver Baldursson | Baldur Hlöðversson | Toyota Corolla Twin Cam |
11 | Magnús Þórðarson | Bragi Þórðarson | Mazda 323 4x4 Turbo |
12 | Guðmundur S. Sigurðsson | Guðleif Ósk Árnadóttir | Peugeot 306 S16 |
13 | Halldór Vilberg Ómarsson | Sigurður Arnar Pálssson | Toyota Corolla TwinCam |
14 | Júlíus Ævarsson | TBN | Honda Civic V-Tec |
15 | Dali (Örn Ingólfsson) | Óskar Hreinsson | Trabant 601L |
16 | Guðmundur O. McKinstry | Hörður Darri McKinstry | Tomcat 100RS |
17 | Ásta Sigurðardóttir | Tinna Viðarsdóttir | Jeep Cherokee |
18 | Marian Sigurðsson | Jón Þór Jónsson | Jeep Cherokee XJ 4.0 |
19 | Sighvatur Sigurðsson | Andres Freyr Gíslason | Mitsubishi Pajero Sport |
20 | Eyjólfur Melsteð | Baldur Jezorski | Jeep Grand Cherokee |
21 | Alan Paramore | Jon Knighton | Land Rover Wolf XD |
22 | Ian Sykes | Frances Sykes | Land Rover Freelander |
23 | Þorsteinn S. McKinstry | Þórður Andri McKinstry | Tomcat TVR 100 RS HC |
24 | Steve Partridge | Jim Eaton | Land Rover Wolf XD |
25 | Duncan Lilwall | Curtis McKerlie | Land Rover Wolf XD |
26 | Paul Wright | Tom Aldridge | Land Rover Wolf XD |
27 | Ewen Christie | Ross Cookman | Land Rover Wolf XD |
Þessir gætu komið á óvart í þessu ralli...
Íþróttir | Breytt 11.8.2009 kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.8.2009 | 12:32
Prófaði drullumokara
Fór á laugardaginn og prófaði drullumokara (aka. Enduro hjól) og eftir að hafa verið aðeins á hausnum þá gekk betur þegar líða fór á daginn. Spurning um að hjóla 400 daga í viðbót og þá yrði ég kanski góður ....
Búinn að standa upp eftir fyrstu byltuna ( á sléttum og breiðum vegi!)
Síðasta byltann var alvöru...
Alveg eins og ég viti hvað ég er að gera
Þakka Kristínu fyrir lánið á hjólinu (sorry með beygluna á pústinu) og svo Valla og Hjólavillingunum fyrir lánið á gírnum. Spurning hvort maður reyni aftur síðar.
Dóri Sveins á heiðurinn af þessum myndum og var þeim samviskusamlega stolið af síðunni hans :)
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2009 | 12:31
Hirvonen eykur forskot sitt á Loeb
Mikko Hirvonen vann finnska rallið, en því lauk í gær, og er þetta þriðji sigur Hirvonens í röð en alls hefur hann unnið 10 keppnir á ferlinum. Þessi sigur er jafnframt hans fyrsti í finnska rallinu sem er talið eitt það erfiðasta og sem dæmi hafa einungis 4 ökumenn unnið þar sem eru ekki frá Skandinavíu!. Annar varð Sebastian Loeb en hann endaði 25 sekúndum á eftir Hirvonen en Loeb tapaði tíma á laugardeginum eftir að hann sprengdi dekk en fram að því hafði þetta verið hörkuslagur uppá sekúndubrot á hverri einustu leið á milli þessara tveggja. Þriðji varð Jari-Matti Latvala og eftir afar erfiða byrjun þá sótti hann undir lokinn að Loeb og hélt pressunni á honum alla leið. Fjórði varð Dani Sordo en hann náði ekki að halda Latvala fyrir aftan sig í þessari keppni þrátt fyrir fantagóðan akstur sem sést best á því að hann er bara rétt rúmri mínútu á eftir fyrsta bíl! Í fimmta sæti varð Matti Rantanen í sinni annari keppni á WRC bíl en ekki munaði 0,3 sekúndum á honum og Sebastien Ogier í lokin en Ogier sótti hart að honum á lokaleiðum rallsins. Annar heimamaður, Jari Ketomaa, gerði vel með að klára í sjöunda sæti en hann var að keppa í fyrsta sinn á WRC bíl og stóð sig því mjög vel en hann stefni lengi vel á fimmta sætið en eftir að hafa sprengt dekk þá dróst hann út úr þeim slag. Juha Hanninen sigraði gr.N að þessu sinni en gaman er að geta þess að formulu eitt ökumaðurinn Kimi Raikkonen var þriðji í gr.N og sautjándi í heildina þegar hann velti Fiat bíl sínum út úr rallinu á 19. sérleið. Tékkneski Citroen ökumaðurinn Martin Prokop sigraði í J-WRC og tryggði sér með því titilinn í J-WRC en enginn getur náð honum á stigum úr þessu.
Lokastaðan:
1. | Mikko HIRVONEN | Ford Focus WRC09 | 2:50:40.9 | 0.0 |
2. | Sebastien LOEB | Citroen C4 WRC09 | 2:51:06.0 | +25.1 |
3. | Jari-Matti LATVALA | Ford Focus WRC09 | 2:51:30.8 | +49.9 |
4. | Dani SORDO | Citroen C4 WRC09 | 2:51:47.0 | +1:06.1 |
5. | Matti RANTANEN | Ford Focus WRC08 | 2:54:59.1 | +4:18.2 |
6. | Sebastien OGIER | Citroen C4 WRC08 | 2:54:59.4 | +4:18.5 |
7. | Jari KETOMAA | Subaru Impreza WRC06 | 2:55:48.4 | +5:07.5 |
8. | Matthew WILSON | Ford Focus WRC08 | 2:57:14.5 | +6:33.6 |
9. | Khalid AL QASSIMI | Ford Focus WRC09 | 3:03:38.2 | +12:57.3 |
10. | Juho HÄNNINEN | Skoda Fabia S2000 gr.N | 3:04:54.6 | +14:13.7 |
Ketomaa á einum af mörgum stökkpöllunum í Finlandi
Svona fór bíllinn hjá Raikkonen
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.7.2009 | 13:58
Hirvonen leiðir í Finnska rallinu
Hirvonen leiðir slaginn í Finnlandi við Loeb en þegar aðeins er eftir að aka super special leiðina til að klára daginn þá munar einungis 4 sekúndum á þessum tveim, Loeb með 5 sérleiðarsigra og Hirvonen með 4. Sordo er þriðji og búinn að vera hraðari en Latvala og munar þar 9,2 sekúndum en svo kemur nokkuð bil í næsta mann sem er Rantanen. Rantanen er að undirstrika hraða sinn með þeim tímum sem hann hefur verið að taka í dag en hann varð í 6. sæti í þessari keppni í fyrra en hafa ber í huga að hann hefur ekki ekið WRC bíl síðan þá! Ketomaa stendur sig vel og er að sýna góðan hraða á gömlum Subaru í 8. sæti .
Juha Hanninen leiðir gr. N á sínum Skoda en Kimi Raikkönen hefur heldur betur verið að koma á óvart en hann er sem stendur fjórði í gr.N og í 17. sæti í heildina.
Staðan fyrir loka leið dagsins:
1. | Mikko HIRVONEN | Ford Focus WRC09 | 1:02:51.4 | 0.0 | |
2. | Sebastien LOEB | Citroen C4 WRC09 | 1:02:55.4 | +4.0 | |
3. | Dani SORDO | Citroen C4 WRC09 | 1:03:11.7 | +20.3 | |
4. | Jari-Matti LATVALA | Ford Focus WRC09 | 1:03:20.9 | +29.5 | |
5. | Matti RANTANEN | Ford Focus WRC08 | 1:04:04.1 | +1:12.7 | |
6. | Henning SOLBERG | Ford Focus WRC08 | 1:04:07.2 | +1:15.8 | |
7. | Mads ÖSTBERG | Subaru Impreza WRC08 | 1:04:27.0 | +1:35.6 | |
8. | Jari KETOMAA | Subaru Impreza WRC06 | 1:04:28.4 | +1:37.0 | |
9. | Sebastien OGIER | Citroen C4 WRC08 | 1:05:04.6 | +2:13.2 | |
10. | Matthew WILSON | Ford Focus WRC08 | 1:05:08.5 | +2:17.1 | |
14. | Juho HÄNNINEN | Skoda Fabia S2000 | 1:08:20.2 | +5:28.8 | Gr.N |
17. | Kimi RÄIKKÖNEN | Fiat Grande Punto S2000 | 1:09:48.8 | +6:57.3 | Gr.N |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2009 | 15:16
Neste Rally Finnland
Loeb toppaði tímanna í shakedown í morgun en rétt á eftir honum var Petter Solberg á gömlum Citroen Xsara og var því hent fram í erlendum miðlum að Loeb hafi farið lokaferð sína á forhituðum dekkjum til að slá við tíma Solbergs svo að gamall bíll væri nú ekki með besta tímann! Solberg hafði reyndar orð á að vegurinn hafi verið nógu hlykkjóttur til aflmunurinn væri honum ekki eins mikið í óhag og að hann hafi tekið vel á því. Hirvonen og Latvala fóru bara tvær ferðar hvor bara rétt til að athuga hvort ekki væri allt í lagi.
Einn er sá ökumaður sem ég ætla að fylgjast vel með tímum á en það er Subaru ökumaðurinn Jari Ketomaa en hann er að spreita sig í fyrsta skipti á WRC bíl en hann er óhugnalega fljótur á gr. N bílum og er núverandi Finnlandsmeistari í ralli. Annar ökumaður sem vert verður einnig að fylgjast með er heimamaðurinn Rantanen en var í 6. sæti í þessu ralli í fyrra og var valinn maður rallsins þá en hann keppir einnig núna á Ford Focus WRC. Formulu 1 ökumaðurinn Kimi Raikonen keppir í sinni fyrstu WRC keppni núna og ekur hann á sínum eigin Fiat Grande Punto S2000 bíl sem gerður er út af Tommi Makinen racing og verður fróðlegt sjá hvernig gengur en þetta er jafnframt fyrsta keppni hans á möl!
Bæði Ford og Citroen eru búinn að tilkynna þátttöku sína í WRC næstu tvö árin en jafnframt staðfesti Ford að bæði Hirvonen og Latvala muni aka fyrir þá þessi næstu tvö ár. Citroen hefur ekkert gefið út með sína ökumenn.
Tímar úr shakedown í morgun:
1. | Loeb | Citreon C4 WRC | 2:02,2 |
2. | P.Solberg | Citroen Xsara WRC | 2:02,6 |
3. | Sordo | Citreon C4 WRC | 2:03,3 |
4. | Östberg | Subaru Impreza WRC | 2:03,4 |
5. | H.Solberg | Ford Focus WRC | 2:03,7 |
5. | Hirvonen | Ford Focus WRC | 2:03,7 |
7. | Wilson | Ford Focus WRC | 2:03,9 |
8. | Latvala | Ford Focus WRC | 2:04,1 |
9. | Novikov | Citreon C4 WRC | 2:04,5 |
10. | Ketomaa | Subaru Impreza WRC | 2:05,2 |
11. | Ogier | Citreon C4 WRC | 2:05,7 |
12. | Rantanen | Ford Focus WRC | 2:06,0 |
13. | Villagra | Ford Focus WRC | 2:06,4 |
14. | Rautenbach | Citreon C4 WRC | 2:07,2 |
15. | Al Qassimi | Ford Focus WRC | 2:08,1 |
Ketomaa við æfingar fyrir þessa keppni.
Íþróttir | Breytt 3.8.2009 kl. 12:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2009 | 15:48
Jón Bjarni og Sæmundur auka forystuna í Íslandsmótinu
Jón Bjarni og Sæmundur unnu á laugardaginn skagafjarðarrallið en ekki munaði nema 1 sekúndu á þeim og Daníel og Þorgerði sem urðu í öðru sæti en þeirra bíll var ekki útbúinn þrengingu svo þau kepptu í flokki X sem telur ekki til stiga í Íslandsmótinu. Sigurður Bragi og Ísak mættu til leiks eftir hlé á lánsbíl, en þeir voru á Evo6 bíl sem Pétur Pétursson á, og tryggðu sér þriðja sætið í þessu 20 ára afmælisralli Bílaklúbbs Skagafjarðar. Sigurvegarar í Jeppaflokki voru bræðurnir Guðmundur Orri og Hörður Darri. Í 2000 flokki voru það einnig bræður sem sigruðu en þar urðu Gunnar Freyr og Jóhannn Hafsteinn hlutskarpastir en það voru svo Halldór og Sigurður Arnar sem unnu 1600 flokkinn. Lokastaða rallsins er hér fyrir neðan en tvær áhafnir er rétt að minnast á að auki en þessar tvær áhafnir sýndu mikla aukningu í hraða miðað við það sem sést hefur en þessar áhafnir eru Ásta / Tinnna og svo Páll / Aðalsteinn þó það sjáist ekki á þeirra sæti í lokinn en þeir töpuðu 28 mínútum á 8. leið en voru fram að því rétt á eftir fyrstu bílum. Rétt er að geta þess að þær stöllur veltu bíl sínum á 6. leið en þó ekki fyrr en þær höfðu farið í gegnum endamarkið og voru með þriðja besta tíma á þessari leið í jeppaflokki!
Það voru fleiri sem kepptu en alls voru 24 keppendur sem hófu keppni og sáust þar andlit sem ekki hafa sést í sumar og sumir ekki í nokkur ár en þar má nefna Sighvat / Andrés, Hlöðver / Borgar, Valdimar / Ingi og Gunnar / Jóhann en þessir voru misfljótir að ná upp fyrri hraða! Nokkrar nýjar áhafnir tóku einnig þátt í þessu ralli og verður að taka ofan fyrir þeim því mér hefur alltaf fundist Skagafjarðarrall vera eitt það erfiðasta á tímabilinu. 8 bílar mættu til keppni í gr. N , 6 í jeppaflokki, 5 í 1600 flokki, 4 í 2000 flokki og einn í gr.X. Það er ljóst að umgjörð rallsins dró menn að og á Bílaklúbbur Skagafjarðar heiður skilið fyrir uppsetningu og framgang rallsins.
Lokastaða Skagafjarðarrallsins:
# | Ökumenn | Bifreið | Flokkur | |
1 | Jón Bjarni / Sæmundur | MMC Lancer Evo VII | 01:22:38 | N |
2 | Daníel / Þorgerður | MMC Lancer Evo V | 01:22:39 | X |
3 | Sigurður Bragi / Ísak | MMC Lancer Evo VI | 01:24:41 | N |
4 | Fylkir / Elvar | Subaru Impreza STI | 01:30:21 | N |
5 | Guðmundur O. / Hörður D. | Land Rover Tomcat 100 RS | 01:33:24 | J |
6 | Gunnar Freyr / Jóhann H. | Ford Focus | 01:34:22 | 2000 |
7 | Ásta / Tinna | Jeep Grand Cherokee Orvis | 01:35:35 | J |
8 | Sighvatur / Andrés | MMC Pajero Sport | 01:36:30 | J |
9 | Gunnlaugur I. / Ingólfur F. | Toyota Hilux | 01:37:19 | J |
10 | Heimir S. / Halldór G. | Jeep Cherokee | 01:40:23 | J |
11 | Hlöðver / Borgar V. | Toyota Corolla TwinCam | 01:41:56 | 2000 |
12 | Halldór / Sigurður A. | Toyota Corolla TwinCam | 01:43:11 | 1600 |
13 | Marian / Jón Þór | Jeep Cherokee JX, 4,0 L | 01:44:35 | J |
14 | Páll / Aðalsteinn | Subaru Impreza WRX STI | 02:02:40 | N |
15 | Örn "Dali" / Þorgeir Á. | Trabant 601 L | 02:07:06 | 1600 |
Valdi og Ingi kláruðu ekki að þessu sinni
Þeir sem ekki kláruðu voru:
Elvar og Kristján, Subaru Legacy, N - Fékk ekki rásheimild vegna öryggisbúnaðar
Sigurður Óskar og Oddur, Toyota Celica GT-4, N - Heddpakkning
Guðmundur og Guðleif, Peugeot 306, 2000 - Bíllinn bleytti sig
Júlíus og Eyjólfur, Honda Civic, 1600 - Öxull
Aðalsteinn og Þórður, MMC Evo6, N - Keyrðu á stein
Valdimar og Ingi, Subaru Impreza, N - Kúpling
Magnús og Bragi, Toyota Corolla, 1600 - Beygðu spyrnu
Kristinn og Brimrún, Honda Civic, 1600 - Vél
Hilmar og Stefán, Honda Civic, 2000 - Öxull
Íþróttir | Breytt 28.7.2009 kl. 09:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)