23.10.2009 | 10:26
Sérleið nr. 2 Rally GB
Danni er á góðu skriði en á leið nr. 2 er hann með 21. besta tíma yfir heildina og 9. besta tímann í gr.N en hafa ber í huga að hann tapar ekki nema 5,1 sekúndu á besta tímann í gr.N! Ekki slæmur árangur það.
Annars er Loeb í fluggír og eykur bilið í Hirvonen og munar núna 2,9 sekúndum á þessum tveim. Petter Solberg tekur þriðja sætið af Sordo.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2009 | 10:16
Sérleið 1 í Rally GB
Núna eru flestir að verða komnir í gegnum fyrstu leið og er það Sebastien Loen sem er með besta tímann. Mikko Hirvonen er með næst besta tímann aðeins 1,7 sekúndum á eftir Loeb eftir rúma 32 km. Þriðji er Dani Sordo og rétt á eftir honum Petter Solberg en þeir eru að tapa rúmum 13 sekúndum á Loeb. Fimmti varð Sebastien Ogier en hann 38 sekúndum frá Loeb!
Í gr.N er það Eyvind Brynildsen á Skoda Fabia S2000 sem er með besta tímann (20:51,4) en Daníel er 14. í gr.N með tímann 21:50,8. Danni er ræstur númer 38 í röðinni í dag og er þegar búinn að keyra sig upp um 10 sæti því hann er í 28. sæti í heildina eins og er sem er fyrir ofan miðjan hóp af keppendum.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2009 | 11:28
Shakedown Rally GB
Það er Petter Solberg sem var fljótastur í shakedown í morgun en shakedown lauk rétt áðan. Flestir ökumenn fóru 3-4 ferðar nema Henning Solberg (7) og Mikko Hirvonen sem fór bara eina ferð.
Tímar efstu manna:
Petter Solberg | Citroen C4 WRC | 3:16,4 |
J-M Latvala | Ford Focus WRC | 3:16,6 |
Sebastien Ogier | Citroen C4 WRC | 3:19,0 |
Henning Solberg | Ford Focus WRC | 3:19,1 |
Sebastien Loeb | Citroen C4 WRC | 3:19,6 |
Dani Sordo | Citroen C4 WRC | 3:19,7 |
Mikko Hirvonen | Ford Focus WRC | 3:21,9 |
Mads Ostberg | Subaru Impreza WRC | 3:21,9 |
Petter Solberg á fullri ferð í breskri rigningu í morgun
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2009 | 09:28
Rally GB 2009
Þá er komið að lokaumferðinni í WRC en keppnin um heimsmeistaratitil ökumanna er í algleymingi á milli Mikko Hirvonen (Ford) og Sebastien Loeb (Citroen) og er Hirvonen með eins stigs forskot í þessum feikna slag núna fyrir lokaumferðina.
En fyrir okkur hérna á Íslandi er þetta algjört aukaatriði því að þessu sinni höfum við "okkar eiginn" ökumann í þessari keppni en það er að sjálfsögðu Daníel Sigurðsson sem að þessu sinni nýtur fulltingis frá heimamanninum Andrew Swankey í hægra sætinu. Þeir kepptu í Cambrian rallinu núna um helgina til að hita sig aðeins upp og stilla saman strengi og voru á góðu róli þar til á síðustu leið þegar þeir féllu úr 11. sæti í heildina og fimmta sæti í gr.N og niður í 32. sæti og níunda sæti í gr.N en ég hef ekki heyrt hvers vegna. Þrátt fyrir þessi skakkaföll bindum við miklar vonir um góðan árangur hjá Danna og reiknum við ekki með neinni lognmollu í kringum hann frekar en fyrri daginn.
Þessa stundina er í gangi shakedown og verð ég með frekari fréttir af því síðar í dag en fyrsta leið rallsins er keyrð í fyrramálið (fyrsti bíll ræstur kl. 8:23) og er það 32.14 km leið sem heitir Hafren. Þar ætti að verða mættur allnokkur hópur Íslendinga sem eru í þessum skrifuðu orðum í Flugleiðavél á leið til London svo þeir ættu að vera mættir tímanlega fyrir fyrstu leið!
Bíllinn sem Daníel keppir á í þessari keppni
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.10.2009 | 12:43
Shakedown á Spáni
Það er Citroen sem sem á fjóra fljótustu ökumennina í morgun og eins líklegt að þessir fjórir reyni allt sem þeir geta til að að vera á undan Hirvonen til að minnka muninn á milli Loeb og Hirvonen fyrir lokaumferð WRC. Það er allaveganna ljóst að spennandi rall er framundan og ætla ég að reyna að henda hérna inn einhverjum upplýsingum, svona eins og ég get.
Shakedown Times Spain
Loeb, Citroen 2.36,4
Ogier, Citroen 2.37,4
Sordo, Citroen 2.37,9
Petter, Citroen 2.38,0
Hirvonen, Ford 2.38,9
Latvala, Ford 2.39,2
Novikov, Citroen 2.39,6
Villagra, Ford 2.39,7
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2009 | 13:37
Kris Meeke er IRC meistari árið 2009
Núna mum helgina sigraði Kris Meeke - Peugeot 207 Super 2000 - hið fræga San Remo rally á Ítalíu en þessi sigur, ásamt dýrkeyptum mistökum hjá hans helsta keppinaut, tryggði honum IRC titilinn þetta árið þegar ein umferð er eftir í IRC. Það var Skoda ökumaðurinn Jan Kopecky sem var einungis einu stigi á eftir Meeke þegar rallið byrjaði á föstudaginn sem setti besta tíma á fyrstu leið en krassaði svo illilega á næstu leið og féll við það úr leik. En Meeke þurfti að hafa mikið fyrir þessum sigri því hann var í 4. sæti eftir fyrsta daginn þar sem bremsu vandræði töfðu fyrir honum og eins þegar hann sótti hart að toppmönnunum á laugardaginn þá voru það aftur bremsu vandræði sem settu strik í reikninginn. Í gær var Meeke í sérflokki og tryggði sér 15 sekúndna sigur á lokaleiðum rallsins.
Lokaumferð IRC fer fram í Skotlandi í nóvember.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 15:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2009 | 09:19
Eftir langt hlé - Ný færsla
Rakst áðan á þessar myndir af nýja bílnum hjá Petter Solberg en hann hefur samið við Citroen og mun keyra síðustu tvær keppnir ársins á Citroen C4 WRC08 með einhverjum 2009 uppfærslum. Þær keppnir sem eftir eru Spánn (malbik) og Wales (möl).
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2009 | 15:00
Stuart Jones og Ísak Guðjónsson vinna Rally Reykjvík
Rétt í þessu voru þeir Stuart Jones og Ísak Guðjónsson að vinna Mitsubishi Rally Reykjavík en þeir keppa á Mitsubishi Lancer EvoX (10). Næstir á eftir þeim koma Jón Bjarni Hrólfsson og Sæmundur Sæmundsson á Mitsubishi Lancer Evo7 og í þriðja sæti urðu Jóhannes Gunnarsson og Björgvin Benediktsson en þeir eru einnig á Mitsubishi Lancer Evo7. Bræðurnir Fylkir og Elvar Jónssynir á Subaru Impreza STI kræktu sér í fjórða sætið á lokaleiðunum en á eftir þeim koma Mick Jones og Daníel Sigurðsson. Hilmar Þráinsson (Honda Civic) tryggði sér sigur í 1600 og 2000 flokki en næstir á eftir þeim eru feðgarnir Hlöðver Baldursson og Baldur Hlöversson, sem keppa á Toyota Corolla, en þeir höfðu betur í slagnum við Eyjólf Melsteð og Baldur Jezorski á Cherokee en þeir sigra jeppaflokkinn en eftir vandræði á næst síðustu leið rallsins þá komust Páll Harðarson og Aðalsteinn Símonarson upp fyrir þá og í áttunda sætið.
Vert er að minnast á aldurforsetan í rallinu en Dali skilaði sér alla leið á sínum trausta Trabant.
Lokastaðan í rallinu er svona:
1 | 41 | Jones/Ísak | Mitsubishi Lancer EVO X | 02:14:09 | |
2 | 3 | Jón Bjarni/Sæmundur | Mitsubishi Lancer EVO 7 | 02:21:59 | 07:50 |
3 | 8 | Jóhannes/Björgvin | Mitsubishi Lancer EVO 7 | 02:24:43 | 10:34 |
4 | 5 | Fylkir/Elvar | Subaru impreza STI | 02:25:31 | 11:22 |
5 | 42 | Jones/Daniel | Mitsubishi Lancer EVO 5 | 02:25:58 | 11:49 |
6 | 10 | Hilmar Bragi/Eyjólfur | Honda Civic | 02:31:23 | 17:14 |
7 | 35 | Hlöðver/Baldur | Toyota Corolla | 02:31:31 | 17:22 |
8 | 7 | Páll/Aðalsteinn | Subaru Impreza WRX STi | 02:31:44 | 17:35 |
9 | 11 | Eyjólfur/Baldur | Jeep Grand Cherokee | 02:33:38 | 19:29 |
10 | 30 | Sighvatur/Andres Freyr | Mitsubishi Pajero Sport | 02:35:07 | 20:58 |
11 | 24 | Guðmundur Orri/Hörður Darri | Tomcat 100RS | 02:36:42 | 22:33 |
12 | 6 | Marian/Jón Þór | Jeep Cherokee XJ 4.0 | 02:38:03 | 23:54 |
13 | 50 | Þorsteinn Svavar/Þórður Andri | Tomcat TVR 100 RS HC | 02:40:47 | 26:38:00 |
14 | 43 | Paramore/Knighton | Land Rover Wolf XD | 02:41:11 | 27:02:00 |
15 | 9 | Sigurður Óli/Elsa Kristín | Toyota Celica GT4 | 02:42:27 | 28:18:00 |
16 | 46 | Lilwall/McKerlie | Land Rover Wolf XD | 02:47:28 | 33:19:00 |
17 | 45 | Partridge/Eaton | Land Rover Wolf XD | 02:51:22 | 37:13:00 |
18 | 48 | Christie/Cookman | Land Rover Wolf XD | 02:51:25 | 37:16:00 |
19 | 12 | Guðmundur Snorri/Guðleif Ósk | Peugeot 306 S16 | 02:58:59 | 44:50:00 |
20 | 44 | Ian / Frances | Land Rover Freelander | 03:05:31 | 51:22:00 |
21 | 22 | Ásta/Tinna | Jeep Cherokee | 03:16:45 | 01:02:36 |
22 | 19 | Júlíus/Skafti Svavar | Honda Civic | 03:18:22 | 01:04:13 |
23 | 21 | Halldór Vilber/Sigurður Arnar | Toyota Corolla TwinCam | 03:20:41 | 01:06:32 |
24 | 25 | Dali/Óskar | Trabant 601L | 03:39:27 | 01:25:18 |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2009 | 13:45
Hlöðver og Eyjó í hörkuslag
Slagurinn er harður á milli Hlöðvers / Baldurs og Eyjó / Baldurs en ekki munar nema 1 sekúndu á þeim þegar tvær leiðar eru eftir af rallinu en Eyjó og Baldur höfðu betur á síðustu leið sem var um Kleifarvatn og voru þeir 7 sekúndum fljótari að fara þessa hröðu leið.
Bílarnir eru núna að fara um Djúpavatns leið og er svo bara eftir lokaleið rallsins sem ekin er við Hvaleyrarvatn.
Nýjustu tíma má finna á: www.rallyreykjvik.net en síðan er uppfærð reglulega með nýjustu tímum um leið og þeir berast stjórnstöð.
Eyjó og Baldur sækja hart að feðgunum Hlöðveri og Baldri
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 13:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2009 | 12:20
Þrjár leiðar eftir og Stuart og Ísak í forystunni
Stuart og Ísak hafa verið að auka forystu sína á þá félaga Jón Bjarna og Sæmund og núna þegar einungis þrjár leiðar eru eftir er forskot þeirra nokkuð öruggt. Þriðju eru Jóhannes og Björgvin og ólíklegt að Mick Jones og Daníel nái þeim á þeim leiðum sem eftir eru. Hilmar og Bragi leiða 1600 flokk og 2000 flokk en á eftir þeim koma feðgarnir Hlöðver og Baldur en 8 sekúndum á eftir þeim koma forystusauðirnir í jeppaflokki þeir Eyjólfur og Baldur.
Aðalsteinn og Heimir duttu út í morgun með bilaða kúplingu en fram að því voru það bara Paul Wright og Tom Aldrige á Land Rover sem höfðu fallið úr leik eftir að hedd pakkning gaf sig. Leiðin um Tröllháls sem átti að aka í morgun var felld niður vegna ástands vegarins.
Svona er staðan þegar 3 leiðar eru eftir.
1 | 41 | Jones/Ísak | Mitsubishi Lancer EVO X | 01:50:23 | |
2 | 3 | Jón Bjarni/Sæmundur | Mitsubishi Lancer EVO 7 | 01:56:30 | 06:07 |
3 | 8 | Jóhannes/Björgvin | Mitsubishi Lancer EVO 7 | 01:59:33 | 09:10 |
4 | 42 | Jones/Daniel | Mitsubishi Lancer EVO 5 | 02:00:37 | 10:14 |
5 | 5 | Fylkir/Elvar | Subaru impreza STI | 02:00:52 | 10:29 |
6 | 10 | Hilmar Bragi/Eyjólfur | Honda Civic | 02:03:47 | 13:24 |
7 | 35 | Hlöðver/Baldur | Toyota Corolla | 02:04:24 | 14:01 |
8 | 11 | Eyjólfur/Baldur | Jeep Grand Cherokee | 02:04:32 | 14:09 |
9 | 7 | Páll/Aðalsteinn | Subaru Impreza WRX STi | 02:06:12 | 15:49 |
10 | 24 | Guðmundur Orri/Hörður Darri | Tomcat 100RS | 02:07:00 | 16:37 |
11 | 30 | Sighvatur/Andres Freyr | Mitsubishi Pajero Sport | 02:07:38 | 17:15 |
12 | 9 | Sigurður Óli/Elsa Kristín | Toyota Celica GT4 | 02:08:28 | 18:05 |
13 | 6 | Marian/Jón Þór | Jeep Cherokee XJ 4.0 | 02:10:15 | 19:52 |
14 | 43 | Paramore/Knighton | Land Rover Wolf XD | 02:11:49 | 21:26 |
15 | 50 | Þorsteinn Svavar/Þórður Andri | Tomcat TVR 100 RS HC | 02:12:32 | 22:09 |
16 | 46 | Lilwall/McKerlie | Land Rover Wolf XD | 02:17:03 | 26:40:00 |
17 | 45 | Partridge/Eaton | Land Rover Wolf XD | 02:21:03 | 30:40:00 |
18 | 48 | Christie/Cookman | Land Rover Wolf XD | 02:21:26 | 31:03:00 |
19 | 12 | Guðmundur Snorri/Guðleif Ósk | Peugeot 306 S16 | 02:25:34 | 35:11:00 |
20 | 44 | Ian / Frances | Land Rover Freelander | 02:25:46 | 35:23:00 |
21 | 22 | Ásta/Tinna | Jeep Cherokee | 02:48:05 | 57:42:00 |
22 | 19 | Júlíus/Skafti Svavar | Honda Civic | 02:49:40 | 59:17:00 |
23 | 21 | Halldór Vilber/Sigurður Arnar | Toyota Corolla TwinCam | 02:53:21 | 01:02:58 |
24 | 25 | Dali/Óskar | Trabant 601L | 02:56:52 | 01:06:29 |
25 | 20 | Magnús/Bragi | Toyota Corolla 1600 | 03:46:03 | 01:55:40 |
Mynd: Hlöðver og Baldur á ferð í Gufunesinu í gær á bílnum sem Baldur keypti fyrir fermingarpeningana sína.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)