Færsluflokkur: Íþróttir
28.2.2009 | 10:49
Danni og Ísak dottnir út með brotið afturdrif
Enn einu sinni eltir óheppnin Danna og Ísak. Í startinu á fyrstu leið dagsins brotnaði afturdrifið í níunni og keyrðu þeir leiðin "löturhægt" en voru samt með 26. besta tímann og voru þeir í 19. sæti eftir þessa leið og töpuðu þeir einungis 18 sekúndum á besta grúbbu N tímann. "við stefndum á sigur í okkar flokki í þessu ralli og miðað við tíma okkar á fyrstu leið dagsins með brotið afturdrif þá var það bara raunhæft markmið í þessu ralli" sagði Daníel í morgun eftir að þeir höfðu dottið út.
Talandi um þetta stóra "EF". Hefðu þeir félagar verið ræstir inná innanbæjarleið (þess vegna bara aðra þeirra) í gær þá hefði þetta komið fram þar og auðveldlega verið hægt að skipta um drifið. Drifið var samt yfirfarið fyrir rallið þannig að þetta er bara einskær óheppni en svona er víst rall.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2009 | 09:14
Rallye Sunseeker 2009
Okkar menn, þeir Daníel og Ísak, áttu að keyra fyrstu tvær leiðarnar í gærkvöld en einn af keppnisbílunum sem voru ræstir á undan þeim keyrði á ljósastaur og vegna þess að raflagnir voru óvarðar eftir það ákvað keppnisstjórn að þessi leið yrði ekki keyrð meira og fengu því bílarnir sem áttu eftir að keyra leiðina allir því sama tíma. þetta þíðir í raun að fyrstu 40 bílarnir eru allir með sama tíma og er okkar menn þar á meðal og er það staðan núna í morgunsárið þar sem sama leiðin átti að vera keyrð tvisvar í gær.
Góðu fréttirnar eru þær að Daníel og Ísak hafa verið færðir framar í rásröð og verða að því að ég fæ best séð ræstir í 15 í röðinni í dag og fá því ekki jafn grafin veg eins þeir hefðu fengið annars og eru því rétt á eftir topp mönnunum í flokki óbreyttra bíla.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2009 | 10:49
Marcus Gronholm snýr aftur
Prodrive er búið að staðfesta að Marcus Gronholm muni aka Subaru Impreza WRC08 bíl í Portúgalska rallinu sem fer fram dagana 2.-5. apríl næstkomandi. Bíllinn verður lítilsháttar uppfærð útgáfa á Impreza bílnum sem Solberg og Atkinson notuðu í Breska rallinu á síðasta ári. Tekið er skýrt fram að ekki standi til að Gronholm keyri fleiri keppnir í ár fyrir þá.
Það er gaman að geta þess að uppi var orðrómur á síðasta ári um að Prodrive/Subaru væri að vinna að því að fá Gronholm til að keyra fyrir sig allt árið 2009 og talað var um að Gronholm hafi í raun prófað Impreza bíl þann sem Solberg og Atkinson notuðu við undirbúning fyrir Rally GB (Gronholm mætti víst á test svæðið eftir að Solberg og Atkinson voru farnir) og hafi Gronholm verið rúmlega sekúndu fljótari pr kílómeter en þeir á nákvæmlega sama bíl þrátt fyrir að hafa enga reynslu af honum. Þetta fór víst mjög leynt og var aldrei staðfest í fyrra.
Gronholm keppir á Subaru Impreza í Portúgal
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.2.2009 | 16:19
Danni með rásnúmer 33 í Sunseeker
Ég er nú dulítið svekktur fyrir Danna hönd en elskulegir bretarnir eru greinilega ekkert að fylgjast með eða allvega ekkert að mylja undir hann. Hann og Ísak verða allvega með rásnúmer 33 og er það svekkjandi þegar horft er á árangur þeirra í fyrra ásamt því að þetta er þriðja skiptið sem þeir mæta í Sunseeker rallið. Jafnframt eru þeir félagar áttundi bíll í gr.N og víðsfjarri efstu mönnum í gr. N sem eru ræstir númer 9 og 10! Þetta þíðir einnig að vegurinn verður meira skorinn og því erfiðari aðstæður sem bíða þeirra heldur en fyrstu manna en ég er viss um að þeir bíta í skjaldarrendurnar og eiga þeir vonandi eftir að ýta enn einu sinni við þessum blessuðu bretum...
Keppninn fer fram næsta föstudag og laugardag og reynum við að vera með frekari fréttir frá þessari ferð þeirra.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2009 | 10:06
WRC - Staðan eftir tvær umferðir
Svoan er stigastaðan bæði hjá ökumönnum og framleiðendum eftir þessar fyrstu tvær umferðir í WRC.
Ökumenn | ||
1. | S. LOEB | 20 |
2. | M. HIRVONEN | 14 |
3. | D. SORDO | 12 |
4. | H. SOLBERG | 10 |
5. | J-M LATVALA | 6 |
6. | C. ATKINSON | 4 |
7. | M. WILSON | 4 |
8. | S. OGIER | 3 |
9. | P. SOLBERG | 3 |
10. | K. AL-QASSIMI | 1 |
11. | U. AAVA | 1 |
Framleiðendur | ||
1. | CITROEN TOTAL WORLD RALLY TEAM | 32 |
2. | BP FORD ABU DHABI WORLD RALLY TEAM | 22 |
3. | STOBART VK M-SPORT FORD RALLY TEAM | 16 |
4. | CITROEN JUNIOR RALLY TEAM | 8 |
Petter Solberg gerði vel á nýjum bíl og með nýtt lið
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 10:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.2.2009 | 13:50
Loeb sigrar Norska rallið
Sebastian Loeb (Citroen) sigrar Norska rallið eftir hörkuslag við Mikko Hirvonen (Ford) en þessi slagur hefur staðið yfir síðustu þrjá daga og hafa þessir skiptst á að taka bestu tíma á sérleiðum og þegar upp er staðið munar einungis 9,8 sekúndum. Þetta rall er samt sérstakt fyrir þær sakir að langt er síðan við höfum haft svona marga ökumenn sem hafa sigrað sérleiðar en það eru alls sex ökumenn sem hafa sigrað sérleiðar þessa helgina. Næstu menn eru Jari-Matti Latvala og Henning Solberg en báðir aka þeir Ford bílum. Fimmti varð Dani Sordo (Citroen) og í sjötta sæti varð heimamaðurinn Petter Solberg á Citroen Xsara en næstur á eftir honum varð Matthew Wilson (Ford) og í síðasta stigasætinu fyrir ökumenn er Urmo Aava sem ekur Ford bíl. Conrad Rautenbach og Evgeny Novikov ná í stig fyrir sinn vinnuveitanda og tryggja því Citroen Junior liðinu síðustu 3 stigin.
Patrik Sandel sigrar í P-WRC fyrir Red Bull Skoda liðið en næstur er heimamaðurinn Eyvind Brynildsen sem ekur Mitsubishi og er reynsluboltinn Dennis Giraudet í hægra sætinu hjá honum. Þriðji í P-WRC er svo Martin Prokop en hann keppir í ár bæði í P-WRC og J-WRC!
Lokastaðan í Norska rallinu:
1. | Sebastien LOEB | Citroen C4 WRC08 | M | 3:28:15.9 | 0.0 |
2. | Mikko HIRVONEN | Ford Focus WRC08 | M | 3:28:25.7 | +9.8 |
3. | Jari-Matti LATVALA | Ford Focus WRC08 | M | 3:29:37.7 | +1:21.8 |
4. | Henning SOLBERG | Ford Focus WRC08 | M | 3:31:49.4 | +3:33.5 |
5. | Dani SORDO | Citroen C4 WRC08 | M | 3:32:07.9 | +3:52.0 |
6. | Petter SOLBERG | Citroen Xsara WRC06 | 3:34:41.3 | +6:25.4 | |
7. | Matthew WILSON | Ford Focus WRC08 | 3:34:51.5 | +6:35.6 | |
8. | Urmo AAVA | Ford Focus WRC08 | M | 3:35:05.0 | +6:49.1 |
9. | Mads ØSTBERG | Subaru Impreza WRC08 | 3:38:16.4 | +10:00.5 | |
10. | Sebastien OGIER | Citroen C4 WRC08 | 3:41:05.7 | +12:49.8 | |
11. | Conrad RAUTENBACH | Citroen C4 WRC08 | M | 3:42:44.9 | +14:29.0 |
12. | Evgeny NOVIKOV | Citroen C4 WRC08 | M | 3:43:36.9 | +15:21.0 |
13. | Patrik SANDELL | Skoda Fabia S2000 | P | 3:49:43.6 | +21:27.7 |
14. | Eyvind BRYNILDSEN | Mitsubishi Lancer E9 | P | 3:50:27.7 | +22:11.8 |
15. | Anders GRØNDAL | Subaru Impreza WRC08 | 3:51:48.0 | +23:32.1 | |
16. | Martin PROKOP | Mitsubishi Lancer E9 | P | 3:52:40.3 | +24:24.4 |
M= Telur til stiga framleiðenda P= P-WRC
Patrik Sandel sigraði í P-WRC
Ekki skrítið þó ökumenn hafi mikið grip á ísnum með svona dekkjum
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.2.2009 | 12:22
Ein leið eftir...
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.2.2009 | 11:46
Hirvonen sækir á
Hirvonen tók "aðeins" 6,4 sekúndur af Loeb á sérleið númer 21 og munar nú 8,2 sekúndum á þessu tveimur þegar tvær leiðar eru eftir. Hafa ber í huga að næstu leið vann Loeb þegar hún var ekin í morgun. Petter Solberg tekur 6,5 sekúndur af Matthew Wilson.
Meira síðar
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 11:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2009 | 10:50
Loeb í forystunni fyrir 3 síðustu leiðarnar
Loeb leiðir rallið enn þegar þrjár leiðar eru eftir og virðast Hirvonen og Ford ekkert svar eiga við frakkanum snjalla. Eftir Loeb koma þrír Ford Focus bílar og sýnist mér að Sordo muni ekki ná fjórða sætinu aftur af Henning Solberg. Eins þarf Sordo ekki að hafa neinar áhyggjur af Petter Solberg þar sem hann er ca. einni hálfri mínútu á eftir honum. Aftur á móti er Matthew Wilson aðeins 3,6 sekúndum á eftir Petter Solberg og því verður hörkuslagur um 6. sætið núna eftir hádegishléið en þessir tveir hafa verið að berjast um sekúndur og sekúndubrot síðan um miðjan dag í gær.
Í P-WRC er það enn Patrik Sandel sem leiðir á sínum Skoda bíl en heimamaðurinn Eyvind Brynildsen er næstur honum án þess að eiga möguleika á að breyta þessu nema Sandel verði á ökumansmistök eða að bíllinn bili. Tékki Martin Prokop (sem ég er búinn að halda fram alla helgina að sé frá Búlgaríu) er þriðji í P-WRC.
Staðan er svona eftir sérleið 20:
1. | Sebastien LOEB | Citroen C4 WRC08 | M | 2:54:56.3 | 0.0 |
2. | Mikko HIRVONEN | Ford Focus WRC08 | M | 2:55:10.9 | +14.6 |
3. | Jari-Matti LATVALA | Ford Focus WRC08 | M | 2:56:05.5 | +1:09.2 |
4. | Henning SOLBERG | Ford Focus WRC08 | M | 2:58:17.9 | +3:21.6 |
5. | Dani SORDO | Citroen C4 WRC08 | M | 2:58:39.7 | +3:43.4 |
6. | Petter SOLBERG | Citroen Xsara WRC06 | 3:01:01.4 | +6:05.1 | |
7. | Matthew WILSON | Ford Focus WRC08 | 3:01:05.0 | +6:08.7 | |
8. | Urmo AAVA | Ford Focus WRC08 | M | 3:01:29.7 | +6:33.4 |
9. | Mads ØSTBERG | Subaru Impreza WRC08 | 3:04:02.2 | +9:05.9 | |
10. | Sebastien OGIER | Citroen C4 WRC08 | 3:05:20.4 | +10:24.1 | |
11. | Conrad RAUTENBACH | Citroen C4 WRC08 | M | 3:08:01.7 | +13:05.4 |
12. | Evgeny NOVIKOV | Citroen C4 WRC08 | M | 3:09:46.2 | +14:49.9 |
13. | Patrik SANDELL | Skoda Fabia S2000 | P | 3:12:46.8 | +17:50.5 |
14. | Eyvind BRYNILDSEN | Mitsubishi Lancer E9 | P | 3:13:52.9 | +18:56.6 |
15. | Martin PROKOP | Mitsubishi Lancer E9 | P | 3:15:29.5 | +20:33.2 |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2009 | 12:26
Loeb eykur forystuna
Nú er hádegishlé í Noregi og eru allir bílarnir á þjónustusvæði og verið að fara yfir þá eftir átök morgunsins en eftir hádegið verða eknar fjórar leiðar til viðbótar, þær sömu og voru eknar í morgun.
Loeb og Hirvonen virðast vera í algjörum sérflokki og er haft eftir öðrum ökumönnum að þeir hljóti að verða búnir með heppniskammtinn sinn enda förin eftir þessa tvo í snjóbökkunum þannig að ljóst er að þeir eru að keyra FULLA ferð. Sú taktíska ákvörðun sem Hirvonen og Ford liðið tók í gær um að hægja aðeins á sér til að Hirvonen yrði annar bíll á veginum í dag hefur ekki skilað sér þar sem Loeb hefur náð að auka forystu sína en hafa ber í huga að aðstæður verða öðruvísi síðar í dag þegar keppendur keyra sömuleiðarnar og voru eknar í morgun aftur og gæti það reynst dýrmæt fyriri Hirvonen þá að vera ekki fyrstur. Latvala og Sordo halda báðir sinni stöðu en fyrir aftan þá hefur verið hörkuslagur á milli þriggja ökumanna en það eru Solberg bræðurnir og svo svíinn knái Anderson en hann féll úr leik á þriðju leið dagsins með bilaða kúplingu en hann var þá búinn að vinna sig upp í fimmta sætið þegar það gerðist. Önnur stór breyting á topp 10 listanum er sú að Sebastien Ogier (Citroen) féll niður um nokkur sæti þegar hann lenti í einhverjum vélarvandræðum en hann er samt enn inní keppninni.
Í P-WRC er það enn Patrik Sandell frá Svíþjóð sem leiðir en hann ekur Skoda Fabia S2000 bíl en heimamaður Eyvind Brynildsen (Mitsubishi) hefur verið að aka hraðast í morgun og er hann búinn að vinna sig uppí annnað sætið í P-WRC en þriðji er enn búlgarinn Martin Prokop á Mitsubishi.
Staðan eftir 13. sérleið
1. | Sebastien LOEB | Citroen C4 WRC08 | 1:47:12.4 | 0.0 |
2. | Mikko HIRVONEN | Ford Focus WRC08 | 1:47:23.1 | +10.7 |
3. | Jari-Matti LATVALA | Ford Focus WRC08 | 1:48:02.3 | +49.9 |
4. | Dani SORDO | Citroen C4 WRC08 | 1:49:39.2 | +2:26.8 |
5. | Henning SOLBERG | Ford Focus WRC08 | 1:49:51.4 | +2:39.0 |
6. | Petter SOLBERG | Citroen Xsara WRC06 | 1:50:13.5 | +3:01.1 |
7. | Matthew WILSON | Ford Focus WRC08 | 1:51:10.5 | +3:58.1 |
8. | Urmo AAVA | Ford Focus WRC08 | 1:51:57.4 | +4:45.0 |
9. | Mads ØSTBERG | Subaru Impreza WRC08 | 1:53:12.2 | +5:59.8 |
10. | Conrad RAUTENBACH | Citroen C4 WRC08 | 1:53:55.2 | +6:42.8 |
P-G Anderson fellur úr leik með bilaða kúplingu eftir mjög góðan akstur
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)