Færsluflokkur: Íþróttir

Danni með Mitsubishi Lancer Evo10

Óska Danna til hamingju með nýja EvoX bíllinn sem hann er búinn að kaupa sér. Jafnframt er hann búinn að selja Evo9 bílinn til Svíþjóðar þar sem nýir eigendur eru þegar búnir að taka við honum.

Danni er enn ekki búinnn að upplýsa með framhaldið og hvaða keppnum hann mun taka þátt í ár en bíllinn er keyptur með stuðningi frá Mitsubishi UK, Lico whells og fjöðrunar framleiðandanum Exe-Tc. Bíllin er smíðaður af JRM mótorsport í Bretlandi en þeir hafa byggt bílanna fyrir keppnislið Mitsubishi í bresku meistarakeppninni.

090305_evox

Samskonar bíll og Danni var að kaupa

 


Framtíðin í WRC

Í síðustu viku ákvað FIA loksins tæknilegt framhald WRC og er nú ljóst að framtíðin er Super 2000 bílar með engri túrbínu en með loftstreymis pakka sem verður staðlaður. Citroen hefur þegar gefið út að þeir verða ekki tilbúnir með bíl á næsta ári því meiri tíma þurfi til að þróa bíl en þeir segjast verða klárir 2011 þegar eingöngu þessir bílar telja til stiga. Þessi ákvörðun FIA opnar dyrnar fyrir marga framleiðendur til að taka þátt í WRC í framtíðinni því margir eru þegar búnir að þróa Super 2000 bíla og má þar nefna eftirfarandi framleiðendur.

Peugeot - Peugeot 207 S2000

Fiat - Fiat Abarth Grande Punto S2000

VW - VW Polo S2000

Skoda - Skoda Fabia S2000

Toyota - Toyota Corolla S2000 og Toyota Auris S2000

MG - MG S2000

Proton - Proton Satria Neo S2000

Opel - Opel Corsa S2000

Lada - Lada 112 VK S2000

Ford - Ford Fiesta S20000  - Þessi bíll er ekki þróaður í samvinnu við Ford verksmiðjunar heldur er hann þróaður af mótorsport fyrirtæki í Ástralíu og byggður á Fiesta S1600 boddýskel.

38a3c85b

Svona líta út fyrstu hugmyndir af Citroen Super 2000 bíl framtíðarinnar en hann verður byggður á Citroen DS3 bílnum sem á að koma á markað á næsta ári


Loeb vinnur Kýpur rallið

090315_slwinLoeb var rétt í þessu að vinna sinn 50. sigur í WRC og er með þessum áfanga orðinn lang sigursælasti ökumaður WRC frá upphafi en sá sem er með næstflesta sigra er Marcus Gronholm með 30 sigra. Hirvonen elti Loeb eins og skugginn allt þetta rall og var að týna af honum sekúndur bæði í gær og í dag en varð að sætta sig við annað sætið í þessu ralli. Maður rallsins að mínu mati varð í þriðja sæti en það er Petter Solberg á sínum eiginn Citroen Xsara en boddýið á þessum bíl er síðan 2001 og bíllinn því með allnokkra reynslu. Það var á næst síðustu leiðinni sem Petter tók 3. sætið af Dani Sordo og því síðasta sætið á pallinum. Sebastien Ogier missti af 5. sætinu 200 metrum frá endamarkinu á siðustu leið þegar hann velti bíl sínum. Matthew Wilson tryggði því Stobart liðinu mikilvæg stig með 5.sætinu og var jafnframt á undan Conrad Rautenbach sem ekur fyrir Citroen Junior liðið.

Patrik Sandel vann P-WRC á sínum Skoda Fabia S2000 og er hann því en með fullthús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar í P-WRC en annar í dag varð portugalinn Armindo Araujo sem leiddi eftir fyrstu tvo daganna. Þriðji varð Nasser Al-Attiyah á Subaru Impresa N15.

Lokastaðan í rallinu:

1.Sebastien LOEBCitroen C4 WRC08M4:50:34.70.0
2.Mikko HIRVONENFord Focus WRC08M4:51:01.9+27.2
3.Petter SOLBERGCitroen Xsara WRC06 4:52:24.1+1:49.4
4.Dani SORDOCitroen C4 WRC08M4:53:01.0+2:26.3
5.  Matthew WILSONFord Focus WRC08M4:57:15.7+6:41.0
6.  Conrad RAUTENBACHCitroen C4 WRC08M5:01:46.6+11:11.9
7.  Federico VILLAGRAFord Focus WRC08M5:03:53.2+13:18.5
8.  Khalid AL QASSIMIFord Focus WRC08 5:04:18.8+13:44.1
9.  Patrik SANDELLSkoda Fabia S2000P5:10:11.3+19:36.6
10.Armindo ARAUJOMitsubishi Lancer Evo9P5:10:29.6+19:54.9

090315_spod

Maður rallsins á fulltri ferð


Latvala ekur útaf á 8. leið

LatvalaLatvala ók útaf á 8. leið og er víst enn að reyna að koma bílnum ínná veginn er augljóslega búinn að tapa miklum tíma. Þetta kemur í kjölfarið á besta tímanum sem hann tók á fyrstu leið dagsins en næstur á eftir honum var liðsfélagi hans hjá Ford, Mikko Hirvonen. Jafnframt er Hirvonen núnan kominn uppfyrir Sordo (Citroen) og byrjaður að narta tíma af Loeb sem enn virðist hafa lukkudísirnar með sér því farið er að rigna á Kýpur og því minna af lausa möl sem hann lendir í að sópa af fyrir aðra keppendur.

Hægt er að sjá stöðuna hverju sinni á þessum link: http://www.wrc.com/jsp/index.jsp?lnk=405&season=2009&rally_id=CY

Nýjast: Latvala náði aftur inná veginn en hann er búinn að tapa tæpum 22 mínútum og öllum möguleikum á góðum árangri í þessu ralli en hann getur enn náð í stig fyrir vinnuveitandann sinn þ.e. Ford liðið ef bíllinn er í þokkalegu standi eftir allt þetta vesen.


Loeb leiðir eftir 1. dag

090313_windowLoeb er með nærri 42 sekúndana forystu á liðsfélaga sinn eftir þennan fyrsta dag í Kýpurrallinu. Ford liðið þarf að klóra til baka rúmlega eina mínútu til að blanda sér í slaginn um fyrsta sætið og er menn örugglega ekki ánægðir með árangur dagsins og þrátt fyrir að á morgun verði Loeb ræstur fyrstur þá er ekki einfalt mál að keyra upp heila mínútu úr þessu. Best of the rest er Petter Solberg á sínum gamla Citroen Xsara bíl og en hann er þegar orðin um tveimur og hálfri mínútu á eftir fyrst bíl.

Í P-WRC er það portúgalin Armindo Araujo á Mitsubishi sem leiðir en Patrik Sandell á Skoda er 33 sekúndum á eftir honum. Þriðji er Simone Campedelli sem ekur einnig Mitsubishi. Martin Prokop (Citroen C2 S1600) leiðir J-WRC og er þremur og hálfri mínútu á undan Michal Kosciuszko (Suzuki Swift S1600) en þriðji er Aron Burkhart (Suzuki Swift S1600) sem er heilum 14 mínútum á eftir Prokop.

Staðan eftir fyrstu 6 leiðarnar:

1.Sebastien LOEBCitroen C4 WRC081:37:46.30.0
2.Dani SORDOCitroen C4 WRC081:38:28.1+41.8
3.Mikko HIRVONENFord Focus WRC081:38:46.5+1:00.2
4.Jari-Matti LATVALAFord Focus WRC081:38:54.6+1:08.3
5.Petter SOLBERGCitroen Xsara WRC061:40:13.4+2:27.1
6.Sebastien OGIERCitroen C4 WRC081:40:49.6+3:03.3
7.Evgeny NOVIKOVCitroen C4 WRC081:41:02.3+3:16.0
8.Matthew WILSONFord Focus WRC081:42:12.2+4:25.9


Kýpur rallið - eftir sérleið nr.3

090313_sl2Loeb byrjaði daginn með því að standa við stóru orðin frá því í gær þar sem hann var búinn að lýsa því yfir að hann ætlaði að keyra fulla ferð og ná eins miklu forskoti í dag og hann gæti áður en keppnin færðist yfir á malarleiðarnar. Liðsfélagi hans hjá Citroen, Dani Sordo, er í öðru sæti og hafa þeir allnokkuð forskot á Ford dúettinn og hafði Hirvonen orð á því  áðan að staða þeirra væri "miklu, miklu verri" heldur þeir höfðu átt von á! Petter Solberg er búinn að vera að berjast um sekúndur við Sebastien Ogier og leiðir þeirra slag. Henning Solberg lenti í árekstri við pickup bíl á leiðinni til fyrstu sérleiðarinnar í morgun og féll úr keppni með allnokkuð skemmdan bíl án þess að vera búinn að keyra svo mikið sem einn kílómeter af sérleiðum í þessu ralli!

Staðan eftir 3 leiðar:

1Sebastien LOEBCitroen C4 WRC0848:44.40.0
2Dani SORDOCitroen C4 WRC0849:06.9+22.5
3Mikko HIRVONENFord Focus WRC0849:26.4+42.0
4Jari-Matti LATVALAFord Focus WRC0849:30.8+46.4
5Petter SOLBERGCitroen Xsara WRC0650:03.7+1:19.3
6Sebastien OGIERCitroen C4 WRC0850:12.9+1:28.5
7Evgeny NOVIKOVCitroen C4 WRC0850:46.2+2:01.8
8Matthew WILSONFord Focus WRC0850:47.6+2:03.2


Alvöru þjónustulið

Er í samningum við Gumma Höskulds um að vera með samskonar service lið og Petter Solberg (frændi hans Sigga) hefur þarna á Kýpur Cool

 

PS7839c


Shakedown Kýpur

Hérna eru tímarnir úr shakedown í morgun en þessi leið er var á malbiki svipuðu því sem keppt verður á á morgun.

Shakedown tímar dagsins:

Dani SordoCitroen C4 WRC083:33,0
Petter SolbergCitroen Xsara WRC063:33,3
Sebastien OgierCitroen C4 WRC083:34,0
Sebastien LoebCitroen C4 WRC083:34,5
Jari-Matti LatvalaFord Focus WRC083:34,7
Evgeny NovikovCitroen C4 WRC083:35,1
Mikko HirvonenFord Focus WRC083:35,3
Conrad RautenbachCitroen C4 WRC083:35,8
Henning SolbergFord Focus WRC083:37,3
Matthew WilsonFord Focus WRC083:37,3


Kýpur rallið

diapo_021Um næstu helgi verður keppt á eyjunni Kýpur en þar fer fram 3. umferð WRC á þessu ári. Að vanda kemur slagurinn til með verða á milli Ford og Citroen og mun Sebastien Loeb reyna að landa sínum 50. sigri í heimsmeistarakeppninni! Bæði Mikko Hirvonen og Jari-Matti Latvala, hjá Ford liðinu, munu reyna sitt ítrasta til að stöðva Loeb eimreiðina svo að ekki verði bara einstefna í WRC keppninni í ár. Það virðist vera sem að Loeb og Hirvonen séu í sérflokki hvað hraða snertir en Latvala virðist hafa yfirhöndina yfir Dani Sordo hjá Citroen þannig að þessi keppni á að geta lofað góðu fyrir Ford liðið en þeir þurfa á góðum árangri að halda til að minnka bilið í stigakeppni framleiðenda. Fyrir Stobart liðið verða það Henning Solberg og Matthew Wilson sem koma til með að reyna að ná sem flestum stigum en Stobart liðið er átta stigum á undan Citroen Junior liðinu en þar eru það rússinn ungi Evgeny Novikov og svo Conrad Rautenbach sem eru tilnefndir til að skora stig fyrir þá. Einn ökumaður verður alveg óskrifað blað fyrir þessa keppni en það er Petter Solberg á sínum gamla Citreon Xsara WRC bíl en hann mætir nú aðeins betur undirbúinn í þessa keppni heldur í þá síðustu þegar t.d. gallarnir þeirra komu kvöldið fyrir ræsinguna (Íslenska leiðin!) en hann mætir núna með nýja vél sem Citroen lætur honum í té og uppfærða Reiger dempara. Keppnin í verður mjög sérstök en fysti dagurinn verður ekinn á malbiki og næstu tveir dagar á möl. Hafa ber í huga að keppendur meiga einungis keppa á malardekkjum í þessari keppni og verður því fróðlegt að sjá hvernig mönnum gengur á malbikinu á grófmunstruðum malardekkjum!

Þessi keppni telur einnig til P-WRC og J-WRC og má reikna með að Patrik Sandell muni reyna að auka forystu sína í P-WRC eftir sigurinn í Noregi og eins mun Aron Burkhart reyna að auka sína forystu í J-WRC eftir sigur sinn í Írska rallinu. Ég tók eftir einu afar áhugaverðu en það er að Toshi Arai sem hefur lengi verið einn aðal ökumaður Subaru í P-WRC mætir í þessa keppni á Subaru Impreza N12 bíll en það 2007 útgáfa af Imprezunni og bíll sem hefur orð á sér að vera mun áreiðanlegri en nýrri útgafur sem hafa verið óráreiðanlegar til þessa.

35 áhafnir eru skráðar til leiks og þar af eru 12 WRC bílar. Shakedown er í gangi sem stendur og mun ég birta tíma úr því síðar í dag.

 


IRC - Rallye de Brazil

diapoa_046Kris Meeke sigrar Brasilíurallið fyrir Peugeot UK en það er önnur umferð IRC keppninar í ár. Eftir að hafa fallið úr keppni í fyrstu umferð eftir að hafa velt bíl sínum í Monte Carlo þá var sigur Meeke aldrei í hættu en hann sigraði fyrstu 7 leiðarnar. Anton Alen (sonur gömlu kempurnar) var sá eini sem virtist geta haldið í við Meeke en hann datt út á níundu leið eftir útaf akstur sem skemmdi hjólabúnað Fiat bíl hans. Vouilloz er annar ökumaður sem féll einnig úr leik í Monte Carlo og var því að tryggja sér einnig gríðarlega mikilvæg stig en á eftir fyrstu fjórum ökumönnunum eru suður amerískir ökumenn sem munu ekki hafa endanleg áhrif á lokastöðuna í IRC í lok ársins. Loix sækir afarmikilvæg stig en hann hefur nú skorað stig í báðum umferðunum sem eru búnar og leiðir því IRC.

Lokastaðan:

1MeekePeugeot 207 S20002:08:05,7
2VouillozPeugeot 207 S2000+26,2
3BassoAbarth Grande Punto S2000+21,7
4LoixPeugeot 207 S2000+01:44,2
5CanicoMitsubishi Lancer Evo9+02:47,9
6MartinezSubaru Impreza STI+02:49,4
7SabaSubaru Impreza STI+01:47,8
8AbriamianSubaru Impreza STI+20,3


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband