Færsluflokkur: Íþróttir
12.6.2009 | 00:12
Proton mætir í IRC
Malasíu framleiðandinn Proton mun mæta í þær IRC keppnir sem eftir eru á þessu ári. Ökumaður þeirra verður bretinn Guy Wilks en hann leiddi Pirelli rallið í Bretlandi fyrr á þessu ári eða þar til bíll hans brann til kaldra kola. Bíllinn verður gerður út af MEM í Bretlandi en þeir hafa þróað þennan bíl fyrir Proton.
Næsta keppni í IRC er Ypres rallið sem fer fram á malbiki í Belgíu daganna 17. - 20. júní.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2009 | 13:37
Novikov fyrstur í shakedowm fyrir Akrapólis rallið
Rússinn ungi, Novikov, var fljótastur í shakedown í morgun og Loeb annar. Ford tvíeykið sem voru í fyrst og öðru sæti í síðasta ralli eru heldur rólegri og verður fróðlegt að fylgjast með tímum á morgun. Fróðlegt verður að fylgjast með Petter Solberg en honum hefur jafnan gegnið vel í þessu ralli og var hann t.d. í öðru sæti í fyrra í fyrstu keppni S14 Subaru WRC bílsins.
Hérna er röð efstu manna:
1 | Noiviko | Citroen C4 WRC08 | 02:19,8 |
2 | Loeb | Citroen C4 WRC09 | 02:20,1 |
3 | Villagra | Ford Focus WRC08 | 02:20,2 |
4 | Hirvonen | Ford Focus WRC09 | 02:20,4 |
5 | Wilson | Ford Focus WRC08 | 02:20,6 |
6 | Latvala | Ford Focus WRC09 | 02:20,8 |
7 | Sordo | Citroen C4 WRC09 | 02:21,2 |
8 | P. Solberg | Citroen Xsara WRC06 | 02:22,3 |
9 | Ogier | Citroen C4 WRC08 | 02:22,3 |
10 | H. Solberg | Ford Focus WRC08 | 02:22,6 |
11 | Östberg | Subaru Impreza WRC08 | 02:23,0 |
12 | Rautenbach | Citroen C4 WRC08 | 02:26,5 |
13 | Al Qassimi | Ford Focus WRC09 | 02:26,5 |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2009 | 18:16
Jón Bjarni og Sæmundur vinna Vorrall BíKR
Í gær fór fram fyrsta umferð Íslandsmótsins í rallakstri og voru tvær áhafnir í algjörum sérflokki en það voru Jón Bjarni / Sæmundur á Evo7 og Pétur / Heimir á Evo6 og voru það Jón Bjarni / Sæmundur sem sigruðu eftir allt saman að þessar áhafnir skiptust um sigra einstakar leiðar en Jón Bjarni / Sæmundur lögðu grunninn að sigrinum eftir góðan akstur á Lyngdalsheiði. Páll og Aðalsteinn á sínu Suburu Impreza færðust upp listann eftir því sem fleiri duttu út úr þessu ralli og enduðu mjög öruggir í þriðja sæti. Hilmar / Stefán á Honda Civic áttu tvímælalaust akstur dagsins sem dugði þeim í fjórða sætið og gaman að sjá Hilmar flengja Hondunni áfram gjörsamlega fjöðrunar lausri. Það hefði verið fróðlegt að sjá hvar þeir hefðu endað ef það hefði verið almennileg fjöðrun í þessum bíl. Næstu í röðinni voru feðginin Sigurður / Elsa á Toyota Celica sem óku sinn vanalega hraða þ.e. þétt og öruggt. Nýliðarnir Aðalsteinn / Guðmundur á Evo6, sem var fluttur til landsins í vor, komu skemmtilega á óvart því þeir voru að sýna mjög góðan og yfirvegaðan akstur á mjög öflugum bíl og vel gert að skila sér alla leið í sinni fyrstu keppni.
Júlíus / Eyjólfur unnu 1600 flokkinn á sínum Honda Civic en stutt á eftir þeim komu Halldór / Ólafur á Toyota Corolla og var gaman að sjá mjög góða takta frá báðum þessum áhöfnum og verður gaman að sjá hvað þeir gera í sumar. Í jeppa flokknum voru það stelpurnar Ásta / Tinna á Cherokee sem enduðu fyrstar en hraðasta áhöfnin í jeppa flokknum vour bræðurnir Guðmundur / Hörður á Tomcat en þeir lentu í bilun á sjöundu leið og töpuðu þar u.þ.b. 15 mínútum EN án þess hefði hraði þeirra dugað þeim í 5. sætið. En svona er rall en ég verð að viðurkenna að það væri gaman að sjá þá bræður á hraðskreiðari bíl því þarna eru efni á ferð. Nítján áhafnir hófu keppni en einungis tíu luku keppni að þessu sinni.
Það sem mér fannst einna skemmtilegast við þetta rall var að það eru nokkrar áhafnir sem eru á mjög svipuðum tímum rétt á eftir fyrstu mönnum en þeir eru: Fylkir / Elvar, Jóhannes / Björgvin, Guðmundur / Lárus og Þórður / Jón en allar þessar áhafnir duttu reyndar út úr rallinu vegna tæknilegra bilanna.
Úrslit dagsins:
Sæti: | Ökumaður: | Aðstoðarökumaður: | Flokkur | Bifreið: | Samtals: |
1 | Jón B. Hrólfsson | Sæmundur Sæmundsson | N | MMC Lancer Evo7 | 0:51:08 |
2 | Pétur S. Pétursson | Heimir S. Jónsson | N | MMC Lancer Evo6 | 0:51:39 |
3 | Páll Harðarson | Aðalsteinn Símonarson | N | Subaru Impreza STI | 0:58:18 |
4 | Hilmar B. Þráinsson | Stefán Þ. Jónsson | 2000 | Honda Civic | 1:00:42 |
5 | Sígurður Ó. Gunnarsson | Elsa K. Sigurðardóttir | N | Toyota Celica GT-4 | 1:03:12 |
6 | Aðalsteinn G. Jóhannsson | Guðmundur Þ. Jóhannsson | N | MMC Lancer Evo6 | 1:04:17 |
7 | Júlíus Ævarsson | Eyjólfur Guðmundsson | 1600 | Honda Civic | 1:04:27 |
8 | Halldór Vilberg | Ólafur Tryggvason | 1600 | Toyota Corolla | 1:04:53 |
9 | Ásta Sigurðardóttir | Tinna Viðarsdóttir | J12 | Jeep Cherokee | 1.06:23 |
10 | Guðmundur O. Mckinstry | Hörður D. Mckinstry | J12 | Tomcat | 1.17:14 |
Þessir duttu út úr keppni | |||||
Fylkir A. Jónsson | Elvar S. Jónsson | N | Subaru Impreza STI | Eldur | |
Jóhannes V. Gunnarsson | Björgvin Benedikts | N | MMC Lancer Evo7 | Bensíndæla | |
Guðmundur Höskuldsson | Lárus R. Halldórsson | N | N Subaru Impreza | Mótor | |
Þórður Bragason | Jón B. Sigurðsson | N | Mazda 323 4x4 Túrbó | Mótor | |
Guðmundur S. Sigurðsson | Guðleif Ó. Árnadóttir | 2000 | Peugeot 306 | Felguboltar | |
Magnús Þórðarson | Bragi Þórðarson | 1600 | Toyota Corolla | Mótor | |
Þorsteinn S. Mckinstry | Þórður A. Mckinstry | J12 | Tomcat | Kúpling | |
Marian Sigurðsson | Jón Þ. Jónsson | J12 | Jeep Cherokee | Bensíndæla | |
Örn R. Ingólfsson | Óskar Hreinsson | 1600 | Trabant 601L | Ræsti ekki |
Íþróttir | Breytt 17.5.2009 kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2009 | 16:04
Fyrstu fréttir
Eftir fyrstu 3 leiðarnar voru nokkrar áhafnir dottnar út en þær eru.
Guðmundur og Lárus - Mótor
Þórður og Jón - ??
Guðmundur og Guðleif - felugboltar
Magnús og Bragi - mótor
Þorsteinn og Andri - Kúpling
Dali - ??
Eftir því sem ég best veit voru Jón Bjarni og Sæmundur í fyrsta sæti eftir seinni ferðina um Lyngdalsheiði, Pétur og Heimir í öðru og Fylkir og Elvar í því þriðja.
Meira bráðum
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 16:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2009 | 16:44
Vorrallið
Þá er komið að því. Fyrsta umferð íslandsmótsins í rallakstri fer fram á laugardaginn og verður ekið á leiðum í kringum Þingvelli en byrjað verður á leið um Hengilinn, svo verður ekið um Lyngdalsheiði og því næst verða eknar leiðir um Tröllháls og Uxahryggi en endað verður með sérleið um Hengilinn og annari um Gufunes en þar gefst áhorfendum gott tækifæri til að horfa á bílanna á lokaleiðinni.
20 áhafnir eru skráðar til leiks (9 stykki 4x4 túrbó bílar, 6 eindrifsbílar og 5 jeppar) og og er greinilegt að það verður hörkuslagur um fyrsta sætið í þessu ralli því nokkuð óvænt mæta Pétur og Heimir á sínum Evo6 en fyrirfram var ekki búist við að þeir yrðu með í sumar. Þessir drengir voru spútníkarnir í fyrra og til alls líklegir. Jón Bjarni mætir með nýjan aðstoðarökumann, Sæmund Sæmundsson, og er við því að búast að það taka þá smá tíma að slípast saman og að það komi niður á tímum þeirra en Evo7 bíll þeirra er einn öflugasti bíll landsins. Bræðurnir Fylkir og Elvar mæta á sínum Subaru með nýja vél og eru víst með fleiri hestöfl núna en voru í boði í fyrra og hefur Fylkir lýst því yfir að hann ætli sér titil í sumar og verður gaman að sjá hvað þeir gera í þessu ralli. Jóhannes og Björgin mæta á sínum Evo7 og verður fróðlegt að sjá hvaða hraða þeir bjóða uppá í ár en ekki er hægt að segja annað en að síðasta ár hafi verið mikil vonbrigði fyrir þá en Jóhannes barðist við eymsli í baka allt síðasta ár og vona ég að við sjáum meiri hraða í ár frá þeim. Næstir í röðinni verða Guðmumdur og Lárus á Subaru Impreza en þessi bíll er ekki með jafn mikið vélarafl (reyndar langt frá því) og bílarnir á undan en Guðmundur er hraður og á ég von á góðum tímum frá þeim félögum. Páll og Aðalsteinn koma næstir á sínum Subaru en þessi bíll er smíðaður af Tommi Makinen racing í Finlandi í fyrra og er þetta öflugasti bíllinn í flotanum en bæði Páll og Aðalsteinn voru búnir að vera lengi í frí frá rallakstri og sást það á tímum þeirra í fyrra en nú er búist við meiri hraða frá þeim en víst er að þessi bíll bíður uppá mun meiri hraða en sást til hans í fyrra. Mazda 323 er ekki algengur rallbíll hér á landi en þórður og Jón mæta á einum slíkum sem er "aðeins" 23 ára gamall og hefur ekki sést mikið í keppni þrátt fyrir að bíllinn sé búinn að vera hér á landi í 10 ár en Þórður var í miklu basli með bílinn í fyrra þar sem allt bilaði sem gat bilað og voru menn farnir að grínast með hvort bíllinn kæmist yfirleit útúr bílskúrnum áður en eitthvað nýtt bilaði. Þessi bíll er skemmtileg viðbót við 4x4 flóruna hérna þó ekki sé viðbúið að bíllinn vinni keppnir en það má geta þess að ýmistlegt í þessum bíl er vant að vinna enda eru margir íhlutir í bílnum úr frægum bíl sem feðgarnir Rúnar og Jón kepptu á í gamla daga. Feðginin Sigurður Óli og Elsa mæta á sínum trausta Toyota bíl en ég held hreinlega að verði hætt að keppa í ralli á Íslandi þegar Siggi Síðasti hættir að keppa... Það eru nýliðar sem koma þessu næst í þessari upptalningu en þeir Aðalsteinn og Guðmundur mæta á Evo6 sem kom til landsins í vetur en eins og áður segir þá eru þetta nýliðar og því algjörlega óskrifað blað en þeirra stærsti sigur yrði að komast í gegnum þessa keppni með óskaddaðan bíl.
Í 2000 flokknum eru bara tveir bílar skráðir og en fyrirfram er ljóst að Guðmundur Snorri og Guðleif sem aka Peugeot 306 eiga erfitt verkefni fyrir höndum ef þau ætla að slást við Hilmar og Stefán á Hondunni því Hilmar er afar fljótur ökumaður og mikill reynslu bolti. Það má búast við mun meiri keppni í 1600 flokknum er þar eru nokkrir ökumenn sem koma allir til greina sem sigurvegarar í þessari keppni en þeir Júlíus og Eyjólfur á Honda eru fyrstir í rásröð af þessum keppendum en þeir eru nýliðar alveg eins og Halldór Vilberg og Ólafur sem eru á Toyota Corolla. Tvær áhafnir í 1600 flokknum erum með fyrri reynslu en það eru bræðurnir Magnús og Bragi á Toyota sem voru oft á tíðum að sýna góða takta í fyrra en Magnús verður 18 ára á árinu og held að ég sé ekki að ljúga neina þegar ég segi að Bragi verði 16 ára á árinu en það sama verður ekki sagt um hina áhöfnina sem er með reynslu þar er Örn (Dali) hefur keppt frá upphafi ralls á Íslandi sem ég held að hafi verið árið 1974 en mér var sagt að keppt væri í ár til að fagna viðhafnarafmæli keppnisbílsins sem er Trabant 601L.
Jeppaflokkurinn verður ekki síður spennandi en Tomcat feðgarnir (Þorsteinn, Þórður Andri, Guðmundur Orri og Hörður Darri) mæta til leiks að þessu sinni en ekki sást mikið til þeirra í fyrra en þessi keppni er sennilega hluti af undirbúningi þeirra fyrir Cross Country keppni sem haldin verður síðar á þessu ári en búast má við góðum hraða frá Guðmundi og Herði og ljóst að Marian og Jón Þór þurfa að halda sig við efnið ef þeir ætla sér sigur á sínum Cherokee jeppa. Konurnar mæta einnig á Cherokee í jeppaflokkinn en Ásta mætir með nýjan aðstoðarökumann, Tinnu, og verður fróðlegt að sjá hvort þær blandi sér ekki bara í toppslaginn í jeppaflokknum og gefi þessu drengjum ekki eitthvað til að hugsa um. Orðrómur er um að í jeppaflokkinn bætist einnig einn Toyota Hilux og að það muni verði Daníel Sigurðsson sem muni aka honum en þetta er enn óstaðfest.
Hérna er staðfest rásröð:
1 | 2 | Pétur S. Pétursson/Heimir Snær Jónsson | MMC Evo VI | N |
2 | 3 | Jón B. Hrólfsson/Sæmundur Sæmundsson | MMC Evo VII | N |
3 | 5 | Fylkir A. Jónsson/Elvar Jónsson | Subaru Sti | N |
4 | 8 | Jóhannes V. Gunnarsson/Björgvin Benediktsson | MMC Evo VII | N |
5 | 15 | Guðmundur Höskuldsson/Lárus Rafn Halldórsson | Subaru Impreza | N |
6 | 7 | Páll Harðarson/Aðalsteinn Símonarson | Subaru Sti | N |
7 | 17 | Þórður Bragason/Jón B. Sigurðson | Mazda 323 | N |
8 | 9 | Sigurður Óli Gunnarsson/Elsa K. Sigurðardóttir | Toyota Celica | N |
9 | 18 | Aðalsteinn G. Jóhannsson/Guðmundur Þór Jóhannsson | MMC Evo VI | N |
10 | 10 | Hilmar B. Þráinsson/Stefán Þór Jónsson | Honda Civic | 2000 |
11 | 12 | Guðmundur S. Sigurðsson/Guðleif Ósk Árnadóttir | Peugeot 306 | 2000 |
12 | 19 | Júlíus Ævarsson/Eyjólfur Guðmundsson | Honda Civic | 1600 |
13 | 20 | Magnús Þórðarson/Bragi Þórðarson | Toyota Corolla | 1600 |
14 | 21 | Halldór Vilberg/Ólafur Tryggvason | Toyota Corolla | 1600 |
15 | 22 | Guðmundur O. Mckinstry/Hörður Darri Mckinstry | Tomcat | J12 |
16 | 23 | Þorsteinn S. Mckinstry/Þórður Andri Mckinstry | Tomcat | J12 |
17 | 6 | Marian Sigurðsson/Jón Þór Jónsson | Jeep Cherokee | J12 |
18 | 24 | Ásta Sigurðardóttir/Tinna Viðarsdóttir | Jeep Grand | J12 |
19 | 25 | Örn R. Ingólfsson/Óskar Hreinsson | Trabant 601L | 1600 |
Tímamaster rallsins er svona:
Vegur | Vegur | Fyrsti | ||
SS | Name | Lokar | Opnar | bíll |
Laugardagurinn 16. maí | ||||
1 | Hengill N - 5 km | 07:30 | 09:00 | 08:00 |
2 | Lyngdalsheiði austur - 14 km | 08:00 | 11:00 | 08:50 |
3 | Lyngdalsheiði vestur - 14 km | 08:00 | 11:00 | 09:50 |
4 | Tröllháls N - 7 km | 10:15 | 16:00 | 10:50 |
5 | Uxahryggir V - 15 km | 10:15 | 16:00 | 11:15 |
6 | Uxahryggir A - 15 km | 10:15 | 16:00 | 12:10 |
7 | Uxahryggir V - 15 km | 10:15 | 16:00 | 13:15 |
8 | Uxahryggir A - 15 km | 10:15 | 16:00 | 14:10 |
9 | Tröllháls S - 7 km | 10:15 | 16:00 | 14:45 |
10 | Hengill S - 5 km | 15:40 | 16:30 | 15:40 |
11 | Gufunes - 3 km | 15:30 | 17:30 | 16:30 |
Íþróttir | Breytt 14.5.2009 kl. 08:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.5.2009 | 13:35
Meeke tekur forystuna í IRC
Kris Meeke (Peugeot) kom, sá og sigraði í fjórðu umferð IRC sem fram fór um helgina á Azor eyjum. Rallinu sem fram fór á möl var stýrt allan tímann af Meeke og voru aðrir ökumenn einhvern veginn ekki stöðu til að sækja að honum. Sá sem var líklegastur til að skáka Meeke fyrirfram var finninn Hanninen en féll fljót úr leik eftir að hann braut felgu undir Skodanum sínum og tapaði miklum tíma í framhaldinu. Það kom samt ekki í veg fyrir að ökumaður nr. 2 hjá Skoda, Kopecky, tryggði sér annað sætið í þessu ralli en það merkilega við það er að hann er mun færari á malbiki en möl. IRC meistari síðasta árs tók þriðja sætið og í fjórða sætinu varð Loix en þessi árangur nægir honum ekki til að halda forystunni í stigakeppni ökumanna. Loix náði reyndar bara fjórða sætinu á næst síðustu leið þegar Alen keyrði útaf og missti við það afar mikilvæg stig fyrir Abarth liðið en eins og á síðasta ári virðist ekkert ganga upp hjá Fiat Abarth liðinu og eru þeir engan veginn ná þeim árangri sem þeir ættu að vera að ná. Í fimmta sætinu er heimamaðurinn Peres á Mitsubishi og á eftir honum er Wittmann frá Austurríki einnig á Mitsubishi og slær við WRC ökumanninum Rautenbach með 2,6 sekúndum og fór eins ég átti von á að Rautenbach myndi ekki verða ofarlega í þessu ralli.
Lokastaðan í rallinu:
1 | Meeke | Peugeot 207 S2000 | 2.36.48.3 |
2 | Kopecky | Skoda Fabia S2000 | +53.1 |
3 | Vouilloz | Peugeot 207 S2000 | +1.04.8 |
4 | Loix | Peugeot 207 S2000 | +2.15.2 |
5 | Peres | Mitsubishi Lancer Evo9 | +4.45.2 |
6 | Wittmann | Mitsubishi Lancer Evo9 | +5.33.2 |
7 | Rautenbach | Peugeot 207 S2000 | +5.35.8 |
8 | Moura | Mitsubishi Lancer Evo9 | +5.41.3 |
9 | Magalhaes | Peugeot 207 S2000 | +7.03.5 |
10 | Sousa | Fiat Punto S2000 | +8.13.8 |
Staða efstu manna eftir þessa keppni:
1 | Meeke | Bretland | Peugeot | 20 |
2 | Loix | Belgia | Peugeot | 18 |
3 | Vouilloz | Frakkland | Peugeot | 14 |
4 | Kopecky | Tékkland | Skoda | 13 |
5 | Ogier | Frakkland | Peugeot | 10 |
5 | Basso | Italia | Fiat | 10 |
5 | Tundo | Kenya | Mitsubishi | 10 |
Maurin og Volkswagen kláruðu ekki þetta rall
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2009 | 09:27
Rallye Acores - fjórða umferð IRC
Þá er komið að næstu umferð í IRC en að þessu sinni spreyta ökumenn sig á malarvegum Portúgölsku Azor eyjanna en þær eru nálægt Gran Canaria, rétt útaf ströndum Marókkó. Keppnin fer fram 7.-9. maí næstkomandi og eru allir helstu keppendurnir skráðir leiks og eru t.d. 12 stykki Super 2000 bílar skráðir ásamt nokkrum mjög fljótum ökumönnum á grúbbu N bílum. Reikna má með að Kris Meeke mæti mjög sterkur til leiks eftir að hafa unnið síðasta rall fyrir Peugeot sem fór fram í Braselíu en hann er einnig ný búinn með 400 km test í Frakklandi þar sem unnið var að bættri fjöðrun í Peugeot bílnum. Fiat mæta einnig einbeittir til leiks en þeir þurfa að vinna niður forskot Peugeot í keppni framleiðenda og eru það Anton Alen og Giandomenico Basso sem halda Fiat fánanum á lofti. Fyrir Skoda eru það Juha Hanninen og Jan Kopecky sem stýra þeirra bílum og má búast við miklum hraða á þeim og kanski sérstaklega af Hanninen enda held ég að þar fari einn af betri ökumönnum samtímans. Meistari síðast árs, Nicolas Voiloz, ásamt sínum liðsfélaga, Freddy Loix, hjá Peugeot Belgium liðinu verða alveg örugglega í toppslagnum einnig og á ég von á að "fast Freddy" verði með efstu mönnum en hann leiðir IRC stigakeppnina. Einn ökumaður sem hefur verið að keppa í WRC mætir í þessa keppni en það er Conrad Rautenbach og er hann þriðji í rásröð en einhverra hluta vegna á ég ekki von á að hann verði hraður í þessu ralli.
Heimamennirnir Magalhaes, Moura, Pascoal, Lopes og Sousa koma til með að verja heiður Portúgals en ólíklegt að þeir standi uppi sem sigurvegarar því slagurinn er harður á milli topp ökumannanna. Rétt er að geta þess að Volkswagen mætir að þessu sinni með einn bíl en honum stýrir frakkinn Julien Aurin en hann þekki ég ekki. VW er búið að gefa út að þeir ætli loksins að styðja fyrir alvöru við bakið á Rene Georges Rallysport sem hefur þróað þennan bíl síðustu tvö ár nánast á eiginn reikning. Þetta er fyrsta keppni VW á þessu ári en þeir tóku einungis þátt í nokkrum keppnum. Uppi var orðrómur um að Proton myndi mæta með bíl í þessa keppni en eftir að bíll Guy Wilks brann í Pirelli international Rally (sjá eldri umfjöllun) þá hættu þeir við en búast má við bíl frá þeim í Ypres rallinu sem fer fram 18.-20. júní í Belgíu.
Efstu menn í rásröð eru:
1 | Juho Hanninen | Skoda Fabia S2000 |
2 | Giandomenico Basso | Fiat Punto S2000 |
3 | Conrad Rautenbach | Peugeot 207 S2000 |
4 | Bruno Magalhaes | Peugeot 207 S2000 |
5 | Ricardo Moura | Mitsubishi Lancer Evo9 |
6 | Freddy Loix | Peugeot 207 S2000 |
7 | Kris Meeke | Peugeot 207 S2000 |
8 | Nicolas Vouilloz | Peugeot 207 S2000 |
9 | Jan Kopecky | Skoda Fabia S2000 |
10 | Anton Alen | Fiat Punto S2000 |
11 | Franz Wittman | Mitsubishi Lancer Evo9 |
12 | Julien Aurin | VW Polo S2000 |
13 | Vitor Pascoal | Peugeot 207 S2000 |
14 | Adruzilo Lopes | Subaru Impreza N14 |
15 | Fernando Peres | Mitsubishi Lancer Evo9 |
16 | Bernardo Sousa | Fiat Punto S2000 |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 10:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2009 | 12:18
Tvöfaldur sigur hjá Citroen liðinu
Loeb vann Argentínu rallið í gær og liðsfélagi hans hjá Citroen, Dani Sordo, varð annar. Með þessum árangri er Loeb kominn með 19 stiga forskot á Sordo og 20 stig á aðal keppinaut sinn, Mikko Hirvonen, hjá Ford liðinu en Hirvonen féll úr leik á laugardaginn með bilaðan mótor í Focusinum. Þessi sigur hjá Citroen liðinu skilar þeim einnig 39 stiga forystu í keppni framleiðenda og verður ekki annað sagt en að það verður þungur róðurinn fyrir Ford liðið að vega þetta upp. Í þriðja sæti varð Henning Solberg en hann og Matthew Wilson eru að skila inn dýrmætum stigum í þessari keppni fyrir Stobart liðið og eins er Federico Villagra að sækja dýrmæt stig fyrir Munchi liðið (væri gaman að vera með Kjörís-liðið í heimsmeistarkeppnini?) en Munchi er Argentínskur ísframleiðandi! Latvala og Ogier ásamt P-WRC ökumanninum Al-Attiyah krækja sér svo í síðustu stigin sem voru í boði fyrir ökumenn. Næsta keppni fer fram á malarvegum Sardeníu og því erfitt verkefni framundan fyrir Ford liðið ef þeir ætla sér að vera í einhverjum titilslag í lok árs.
Lokastaðan í Argentínurallinu:
1. | Sebastien LOEB | Citroen C4 WRC09 | 3:57:40.3 | 0.0 | 0.0 |
2. | Dani SORDO | Citroen C4 WRC09 | 3:58:53.4 | +1:13.1 | +1:13.1 |
3. | Henning SOLBERG | Ford Focus WRC08 | 4:01:44.4 | +2:51.0 | +4:04.1 |
4. | Federico VILLAGRA | Ford Focus WRC08 | 4:03:40.0 | +1:55.6 | +5:59.7 |
5. | Matthew WILSON | Ford Focus WRC08 | 4:03:51.2 | +11.2 | +6:10.9 |
6. | Jari-Matti LATVALA | Ford Focus WRC09 | 4:07:30.3 | +3:39.1 | +9:50.0 |
7. | Sebastien OGIER | Citroen C4 WRC08 | 4:18:35.4 | +11:05.1 | +20:55.1 |
8. | Nasser AL-ATTIYAH | Subaru Impreza N14 | 4:20:51.9 | +2:16.5 | +23:11.6 |
Nasser Al-Attiyah hafði betur í slagnum um sigur við Marcos Ligato og er þetta fyrsti sigur Al-Attiyah á þessu ári en hann varð heimsmeistari í P-WRC árið 2006. Með þessum sigri færist Al-attiyah uppí annað sætið í stigakeppni P-WRC, einu stigi á eftir Armundo Araujo. Þriðji í þessari keppni varð Toshi Arai frá Japan og er hann annar fyrrverandi meistari í P-WRC en Arai átti í miklum vandræðum með bíl sinn í þessari keppni og því heppinn að hafa klárað þriðji.
Lokastaðan í P-WRC:
1. | Nasser AL-ATTIYAH | Subaru Impreza N14 | 4:20:51.9 | 0.0 | 0.0 |
2. | Marcos LIGATO | Mitsubishi Lancer EvoX | 4:23:04.8 | +2:12.9 | +2:12.9 |
3. | Toshi ARAI | Subaru Impreza N14 | 4:27:27.9 | +4:23.1 | +6:36.0 |
Íþróttir | Breytt 29.4.2009 kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
26.4.2009 | 14:37
Petter Solberg fallinn úr keppni.
Petter Solberg er dottinn út með ónógan bensín þrýsting og Jari-Matti Latvala tapar 8 mínútum vegna svipaðs vandamáls.
Loeb er rétt við að tryggja sér enn einn sigurinn og með liðsfélaga sinn, Dani Sordo, hjá Citroen liðinu í öðru sætinu. Henning Solberg er í þriðja sætinu.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 14:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2009 | 10:30
Loeb leiðir fyrir lokadaginn
Eftir hörkuslag í gær þá er Loeb kominn með allnokkra forystu eftir að Hirvonen féll úr leik í gær með hitavandamál í Fordinum. Með þessu brottfalli lýkur einstökum árangri Hirvonens en hann hefur skorað stig í 22 keppnum í röð eða síðan í Japan í október 2007. Nú er það Dani Sordo sem heldur öðru sætinu fyrir Citroen en Latvala er þriðji og ólíklegt að hann sæki að Sordo heldur haldi sínu sæti því nú er afar mikilvægt að hann klári til að forskot Citroen í keppni framleiðenda verði ekki of mikið. Petter Solberg er nokkuð öruggur í fjórða sætinu og vonast hann líklegast til að einhver af þremenningunum á undan honum lendi í vandræðum svo hann færist ofar. Eini slagurinn sem er í kortunum er slagurinn á milli Villagra og Wilson um 6. sætið en 18 sekúndum munar á þessum tveim.
Staðan fyrir lokadaginn:
1. | Sebastien LOEB | Citroen C4 WRC09 | 3:26:03.7 | 0.0 | 0.0 |
2. | Dani SORDO | Citroen C4 WRC09 | 3:27:02.3 | +58.6 | +58.6 |
3. | Jari-Matti LATVALA | Ford Focus WRC09 | 3:27:43.8 | +41.5 | +1:40.1 |
4. | Petter SOLBERG | Citroen Xsara WRC06 | 3:28:44.0 | +1:00.2 | +2:40.3 |
5. | Henning SOLBERG | Ford Focus WRC08 | 3:29:27.7 | +43.7 | +3:24.0 |
6. | Federico VILLAGRA | Ford Focus WRC08 | 3:31:12.7 | +1:45.0 | +5:09.0 |
7. | Matthew WILSON | Ford Focus WRC08 | 3:31:30.7 | +18.0 | +5:27.0 |
8. | Nasser AL-ATTIYAH | Subaru Impreza N14 | 3:45:48.7 | +14:18.0 | +19:45.0 |
Það er Nasser Al-Attiyah sem leiðir í P-WRC en lengi vel í gær var það heimamaðurinn Marcus Ligato sem leiddi á sínum EvoX en eftir vökvastýrisvandamál hjá honum er það Al-Attiyah sem leiðir eins og fyrr sagði en mikill munur er á milli manna eftir gærdaginn og því einungis bilanir eða útafakstur sem mun breyta röð efstu manna í P-WRC. Norðmaður Eyvind Brynildsen er í 5.sæti rúmum 30 mínútum á eftir fyrsta manni en vandræði hans hafa verið ótrúleg og byrjuðu með því að bíll hans var sendur fyrir mistök til Braselíu en ekki Argentínu og varð hann að leigja bíl frá staðarliði en sá bíll er alls ekki í sömu gæðum og hans eiginn bíll.
Staðan í P-WRC fyrir lokadaginn:
1. | Nasser AL-ATTIYAH | Subaru Impreza N14 | 3:45:48.7 | 0.0 | 0.0 |
2. | Marcos LIGATO | Mitsubishi Lancer EvoX | 3:48:15.6 | +2:26.9 | +2:26.9 |
3. | Toshi ARAI | Subaru Impreza N14 | 3:52:40.0 | +4:24.4 | +6:51.3 |
Petter Solberg hefur átt góða keppni í Argentínu.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 11:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)