Færsluflokkur: Íþróttir
25.4.2009 | 09:36
Sordo fyrstur eftir fyrsta dag
Dani Sordo er með 5,1 sekúndu í forystu á Mikko Hirvonen eftir fyrsta daginn en bilun í millitímabúnaði olli því að allir möguleikar á taktík voru fyrir bí og því einskær tilviljun hvernig röð fyrstu keppenda er en allir reyndu þeir að vera ekki fyrstir fyrir annan daginn! Sebastien Loeb er þriðji og stutt á eftir honum er Petter Solberg en svo kemur all nokkuð bil í Henning Solberg. Jari-Matti Latvala er í sjötta sæti eftir að hafa sprengt dekk á 6. leið og tapað við það allnokkrum tíma. Verður fróðlegt að sjá hvað Loeb gerir í dag þegar hann er þriðji á veginum og mun hann sækja að topp sætinu í dag og eins verður gaman að sjá hvað Petter Solberg nær að gera á gamla Xsara bílnum sínum...
Staðan eftir fyrsta dag er svona:
1. | Dani SORDO | Citroen C4 WRC09 | 1:45:11.3 | 0.0 | 0.0 |
2. | Mikko HIRVONEN | Ford Focus WRC09 | 1:45:16.4 | +5.1 | +5.1 |
3. | Sebastien LOEB | Citroen C4 WRC09 | 1:45:27.6 | +11.2 | +16.3 |
4. | Petter SOLBERG | Ciroen Xsara WRC06 | 1:45:30.2 | +2.6 | +18.9 |
5. | Henning SOLBERG | Ford Focus WRC08 | 1:45:59.2 | +29.0 | +47.9 |
6. | Jari-Matti LATVALA | Ford Focus WRC09 | 1:46:17.7 | +18.5 | +1:06.4 |
7. | Matthew WILSON | Ford Focus WRC08 | 1:47:34.3 | +1:16.6 | +2:23.0 |
8. | Federico VILLAGRA | Ford Focus WRC08 | 1:47:50.2 | +15.9 | +2:38.9 |
9. | Sebastien OGIER | Citroen C4 WRC08 | 1:48:25.7 | +35.5 | +3:14.4 |
10. | Conrad RAUTENBACH | Citroen C4 WRC08 | 1:48:59.5 | +33.8 | +3:48.2 |
Í P-WRC er að en heimamaðurinn Gabriel Pozzo sem leiðir en Kvatar maðurinn Nasser Al-Attiyah er næstur. Þriðji er annar heimamaður, Marcos Ligato, en hann hefur sótt mjög á forystu mennina á síðustu leiðum dagsins. Fjórði er Toshi Arai en hann er rétt á undan Martin Prokop en allir Subaru mennirnir hafa verið að berjast við bilanir seinni hluta dagsins og er t.d. forystu sauðurinn heppinn að komast í endamark á síðustu leið dagsins en var bæði með bilaðan gírkassa og eins bilaða fjöðrun. Mikill slagur er því framundan um forystuna í P-WRC í dag og verður fróðlegt að sjá hver niðurstaða dagsins verður.
3ja tíma mismunur er á Argentínu og Íslandi og fyrstu tímar væntanlegir rétt fyrir kl. 1 en ræst verður inná hina frægu El Condor leið kl 4 að íslenskum tíma. Tíma er hægt að sjá á þessari slóð: http://www.wrc.com/jsp/index.jsp?lnk=405&season=2009&rally_id=RA
Staðan í P-WRC eftir fyrsta daginn:
1. | Gabriel POZZO | Subaru Impreza N14 | 1:54:39.5 | 0.0 | 0.0 |
2. | Nasser AL-ATTIYAH | Subaru Impreza N14 | 1:54:46.9 | +7.4 | +7.4 |
3. | Marcos LIGATO | Mitsubishi Lancer EX | 1:55:00.9 | +14.0 | +21.4 |
4. | Toshi ARAI | Subaru Impreza N14 | 1:55:52.7 | +51.8 | +1:13.2 |
5. | Martin PROKOP | Mitsubishi Lancer E9 | 1:55:53.9 | +1.2 | +1:14.4 |
Marcos Ligato á Evo 10
Íþróttir | Breytt 26.4.2009 kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.4.2009 | 14:50
Hirvonen leiðir - rétt svo
Mikko Hirvonen leiðir Argentínu rallið núna þegar 1. dagur er hálfnaður og bílarnir á leið í viðgerðarhlé. Rétt á eftir honum er Sebastien Loeb sem vann síðustu tvær leiðar og saxaði með því á forskot Hirvonens Hirvonen er fjórði ökumaðurinn til að leiða þetta rall þótt einungis séu búnar 5 leiðar! Latavala átti besta tímann á fyrstu leið dagsins en þegar á næstu leið tók Dani Sordo besta timann og með því forystuna. Áhugavert er að fylgjast með fyrstu mönnum en það munar innan við 10 sekúndum á fyrstu fimm mönnum.
Heimamaðurinn Gabriel Pozzo (Subaru)leiðir í P-WRC en stutt á eftir honum koma hnífjafnir Toshi Arai (Subaru) og Claudio Menzi (Subaru).
Staðan eftir 5. sérleið:
1. | Mikko HIRVONEN | Ford Focus WRC09 | 54:17.2 | 0.0 | 0.0 |
2. | Sebastien LOEB | Citroen C4 WRC09 | 54:17.8 | +0.6 | +0.6 |
3. | Dani SORDO | Citroen C4 WRC09 | 54:22.2 | +4.4 | +5.0 |
4. | Petter SOLBERG | Citroen Xsara WRC06 | 54:24.2 | +2.0 | +7.0 |
5. | Jari-Matti LATVALA | Ford Focus WRC09 | 54:26.3 | +2.1 | +9.1 |
6. | Henning SOLBERG | Ford Focus WRC08 | 54:41.5 | +15.2 | +24.3 |
7. | Matthew WILSON | Ford Focus WRC08 | 55:18.1 | +36.6 | +1:00.9 |
8. | Federico VILLAGRA | Ford Focus WRC08 | 55:48.5 | +30.4 | +1:31.3 |
9. | Conrad RAUTENBACH | Citroen C4 WRC08 | 56:18.5 | +30.0 | +2:01.3 |
10. | Sebastien OGIER | Citroen C4 WRC08 | 56:24.0 | +5.5 | +2:06.8 |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2009 | 08:08
Loeb fljótastur í shakedown
Argentínu rallið fer fram um helgina og var Loeb fljótastur í shakedown í gær. Framundan er hörkuslagur milli Hirvonen og Loeb því Hirvonen þarf á því að halda að stöðva sigurgöngu frakkkans knáa en Loeb er búinn að vinna allar keppnir ársins og er að stinga af í stigakeppni ökumanna. Latvala mætir aftur fyrir Ford liðið og er yfirlíst stefna hans að skila sér og bílnum í endamark til að safna stigum í keppni framleiðenda.
Shakedown tímar gærdagsins:
1. LOEB. Citroen C4 WRC. 4:57.8
2. HIRVONEN. Ford Focus RS WRC 08. 4:58.4
3. SORDO. Citroen C4 WRC. 5:00.1
4. P. SOLBERG. Citroen Xsara WRC. 5:02.2
5. H. SOLBERG. Ford Focus RS WRC 08. 5:02.4
6. LATVALA. Ford Focus RS WRC 08. 5:05.0
7. WILSON. Ford Focus RS WRC 08. 5:08.6
8. OGIER. Citroen C4 WRC. 5:08.7
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2009 | 19:48
Cronin vinnur Pirelli rallið
Keith Cronin stal sigrinum af Mark Higgins á loka leið rallsins og vinnur með 2 sekúndna mun. Daníel klárar í sjöunda sæti en liðfélagi hans hjá JRM Lico liðinu, Cavid Bogie, krækir sér í þriðja sætið. Ljóst er að Danni átti í vandræðum á tveimur síðustu leiðunum enda tapar hann nærri 1,5 mínútu á fyrstu bíla á þessum tveimur leiðum. Einnig skákar Fisher Greer á síðustu leiðunum og breytist því topp fimm á síðustu leið!
Cronin getur því verið sáttur með byrjunina á keppnistímabilinu enda með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar en næsta umferð fer fram á malbiki og ætti hin írski Cronin að vera enn sterkari þar. Gaman er einnig að sjá hvað Bogie er koma sterkur inn í þessari keppni og allveg ljóst að JRM er búið að vera heimavinnuna sína og er að auka hraðann á EvoX.
Lokastaðan í Pirelli International Rally:
1 | Keith Cronin | Mitsubishi Lancer Evo 9 | 1:10:17.7 | ||
2 | Mark Higgins | Subaru Impreza N11 | 1:10:19.7 | 0:00:02.0 | 0:00:02.0 |
3 | David Bogie | Mitsubishi EVO 10 | 1:11:46.7 | 0:01:27.0 | 0:01:29.0 |
4 | Alastair Fisher | Mitsubishi Lancer Evo 9 | 1:11:48.5 | 0:00:01.8 | 0:01:30.8 |
5 | Jonathan Greer | Mitsubishi Lancer Evo 9 | 1:12:00.7 | 0:00:12.2 | 0:01:43.0 |
6 | David Weston Jnr | Subaru Impreza N14 | 1:12:20.5 | 0:00:19.8 | 0:02:02.8 |
7 | Daniel Siguardason | Mitsubishi Evo 10 | 1:14:56.8 | 0:02:36.3 | 0:04:39.1 |
8 | Chris Firth | Subaru Impreza | 1:16:17.8 | 0:01:21.0 | 0:06:00.1 |
9 | Max Utting | Subaru Impreza N12B | 1:16:38.0 | 0:00:20.2 | 0:06:20.3 |
10 | Craig Breen | Ford Fiesta | 1:17:17.3 | 0:00:39.3 | 0:06:59.6 |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2009 | 17:20
Sérleiðar 8,9 og 10 felldar niður
Þrjár sérleiðar hafa verið felldar niður núna eftir hádegið eftir að kviknaði í bíll Guy Wilks á 8. leið. Þetta þíðir að einungis 2 leiðar verða keyrðar í viðbót núna seinni partinn og því ólíklegt að Danni vinni sig upp um sæti, ekki nema að fleiri falli úr leik.
Fyrsti bíll er væntanlegur útaf næst síðustu leið rétt um 18:30
Myndin er af bíl Guy Wilks sem lítur sennilega ekki svona út núna.
Svona er staðan fyrir síðustu 2 leiðarnar:
1 | Mark Higgins | Subaru Impreza N11 | 0:52:20.0 | ||
2 | Keith Cronin | Mitsubishi Lancer Evo 9 | 0:52:30.2 | 0:00:10.2 | 0:00:10.2 |
3 | David Bogie | Mitsubishi EVO 10 | 0:53:15.7 | 0:00:45.5 | 0:00:55.7 |
4 | Jonathan Greer | Mitsubishi Lancer Evo 9 | 0:53:28.7 | 0:00:13.0 | 0:01:08.7 |
5 | Alastair Fisher | Mitsubushi EVO 9 | 0:53:29.0 | 0:00:00.3 | 0:01:09.0 |
6 | David Weston Jnr | Subaru Impreza N14 | 0:53:50.8 | 0:00:21.8 | 0:01:30.8 |
7 | Daniel Siguardason | Mitsubishi Evo 10 | 0:55:35.8 | 0:01:45.0 | 0:03:15.8 |
8 | Chris Firth | Subaru Impreza | 0:56:45.9 | 0:01:10.1 | 0:04:25.9 |
9 | Max Utting | Subaru Impreza N12B | 0:57:06.8 | 0:00:20.9 | 0:04:46.8 |
10 | Robert Swann | Subaru Impreza | 0:57:25.6 | 0:00:18.8 | 0:05:05.6 |
22:45 Svona leit víst bíllinn út hjá Wilks fyrr í dag!
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2009 | 11:32
Pirelli International Rally - eftir 6 sérleiðar
Daníel er kominn uppí 8. sæti í Pirelli rallinu en það er ljóst á tímum hans í morgun að hann hefur verið í einhverju vesinni, allvega tapaði hann rúmri mínútu á fyrstu menn á annari leið dagsins. Á síðustu tveimur leiðum hefur hann verið að taka 9. og 8. besta tímann og er hann að auka hraðann og nálgast efstu menn í tímum.
12:35 Danni velti víst Tíunni á annari leið dagsins (SS:4), setti hana á hægri hliðina en er samt enn inní rallinu og það vantar víst 40-50 hestöfl sem ættu að koma eftir hádegishléið. Enn eru eftir 6 leiðar þannig að allt getur gerst enn.
Annars er staðan svona eftir 6 sérleiðir.
1 | Guy Wilks | Proton Satria Neo S2000 | 0:46:54.3 | ||
2 | Keith Cronin | Mitsubishi Lancer Evo 9 | 0:47:31.2 | 0:00:36.9 | 0:00:36.9 |
3 | Mark Higgins | Subaru Impreza N11 | 0:47:39.3 | 0:00:08.1 | 0:00:45.0 |
4 | David Bogie | Mitsubishi EVO 10 | 0:48:09.1 | 0:00:29.8 | 0:01:14.8 |
5 | Jonathan Greer | Mitsubishi Lancer Evo 9 | 0:48:18.9 | 0:00:09.8 | 0:01:24.6 |
6 | Alastair Fisher | Mitsubushi EVO 9 | 0:48:20.4 | 0:00:01.5 | 0:01:26.1 |
7 | David Weston Jnr | Subaru Impreza N14 | 0:48:42.9 | 0:00:22.5 | 0:01:48.6 |
8 | Daniel Siguardason | Mitsubishi Evo 10 | 0:50:12.3 | 0:01:29.4 | 0:03:18.0 |
9 | Chris Firth | Subaru Impreza | 0:51:20.5 | 0:01:08.2 | 0:04:26.2 |
Hérna er mynd af bílnum sem ég stal af síðunni hans Danna.
Bara flottur þessi nýji bíll hjá Danna
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2009 | 20:59
Danni er í 10.sæti eftir fyrri daginn
Danni er í 10. sæti í Pirelli International Rally og er hann rúmri mínútu frá fyrsta sætinu en fyrstu tveir, Wilks og Higgins, eru í sérflokki. Danna vantar rúmar 13 sekúndur í 9. sæti en svo er ekki nema 0,7 sekúndur úr því í sjöunda sætið þannig að allt getur enn gerst. Mér skilst að Danni hafi sprengt á fyrstu leið en hann tók 10. besta tímann á báðum þeim leiðum sem búnar eru. Á morgun bíða krefjandi leiðar og spennandi að sjá hvernig fer.
Staðan eftir fyrstu tvær leiðarnar.
1 | Guy Wilks | Proton Satria Neo S2000 | 0:17:52.2 | |
2 | Mark Higgins | Subaru Impreza N11 | 0:18:10.9 | 0:00:18.7 |
3 | Phillip Morrow | Mitsubishi Evo 9 | 0:18:21.9 | 0:00:29.7 |
4 | Keith Cronin | Mitsubishi Evo 9 | 0:18:27.8 | 0:00:35.6 |
5 | Adam Gould | Subaru Impreza N14 | 0:18:32.8 | 0:00:40.6 |
6 | David Bogie | Mitsubishi EVO 10 | 0:18:33.2 | 0:00:41.0 |
7 | David Weston Jnr | Subaru Impreza N14 | 0:18:49.7 | 0:00:57.5 |
8 | Jonathan Greer | Mitsubishi Evo 9 | 0:18:49.8 | 0:00:57.6 |
9 | Alastair Fisher | Mitsubushi EVO 9 | 0:18:50.4 | 0:00:58.2 |
10 | Daniel Siguardason | Mitsubishi Evo 10 | 0:19:04.0 | 0:01:11.8 |
Hérna er rétt staða en ég setti óvart í látunum í gærkvöldi einungis inn tímann á annari leið í gær en ekki heildar stöðuna. Leiðrétti þetta hér með.
Íþróttir | Breytt 18.4.2009 kl. 07:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2009 | 13:37
Danni í Pirelli International Rally

Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2009 | 10:43
M-sport smíðar Super2000 bíl
M-Sport er búið að staðfesta að þeir séu að byrja að smíða Ford Fiesta Super 2000 bíl og er bíllinn byggður á nýja Ford Fiesta bílnum og er það tækni gúrúinn Christian Loriaux sem hannar bílinn en hann er aðalhönnuðurinn á bak við Ford Focus WRC bílanna síðan 2003 þegar Fordinum var umbilt og margar nýjungar komu fram. Þess má geta Loriaux var áður hjá Subaru liðinu og var hann aðalheilinn á bak við Subaru Impreza bílanna á árunum 2000-2002 en hann á jafnframt heiðurinn á 2003 bílnum hjá Subaru þó hann hafi verið hættur þá hjá Prodrive en 2003 var síðasta árið sem Subaru vann titil.
Ford Fiesta Super 2000 verður til afgreiðslu hjá M-sport í lok ársins fyrir þá sem hafa áhuga á að nota svona bíl á næsta ári... einhver?
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2009 | 15:53
Loeb vinnur Portúgalska rallið
Rétt í þessu var Sebastien Loeb að vinna Portúgalska rallið en annar enn einu sinni varð Mikko Hirvonen og þriðji varð Dani Sordo. Eftir veltu Jari-Matti Latvala í fyrradag þá var ljóst að Citroen myndi enn auka forskot sitt í keppni framleiðenda og spurning hvað Ford gerir núna en ekki er víst að Latvala muni halda sæti sínu hjá Ford eftir að hafa einungis klárað eina keppni á þessu ári án vandræða. Fjórði í þessari keppni varð Petter Solberg og næst á eftir honum kemur bróðir hans, Henning Solberg, en hann færðist uppí fimmtasætið á næst síðustu leið þegar Matthew Wilson ók út af og velti Ford bíl sínum. Sjötti varð Mads Ostberg en hann hefur farið upp um tvö sæti í dag, fyrst þegar Novikov velti Citroen bíl sínum og svo aftur þegar Wilson velti Fordinum. Í nýjunda sæti og fyrstur í P-WRC varð heimamaðurinn Armundo Araujo en hann hóf daginn með tvær mínútur í forystu á næsta mann en fyrir aftan hann hefur Martin Prokop sótt hart að Eyvind Brynildsen og tók Prokop annað sætið af honum á síðustu leið!
Lokastaðan:
1. | Sébastien LOEB | Citroen C4 WRC09 | M | 3:53:13.1 | 0.0 |
2. | Mikko HIRVONEN | Ford Focus WRC09 | M | 3:53:37.4 | +24.3 |
3. | Dani SORDO | Citroen C4 WRC09 | M | 3:54:58.5 | +1:45.4 |
4. | Petter SOLBERG | Citroen Xsara WRC06 | 3:55:57.7 | +2:44.6 | |
5. | Henning SOLBERG | Ford Focus WRC08 | M | 3:58:59.4 | +5:46.3 |
6. | Mads OSTBERG | Subaru Impreza WRC08 | 3:59:33.9 | +6:20.8 | |
7. | Federico VILLAGRA | Ford Focus WRC08 | M | 4:06:12.6 | +12:59.5 |
8. | Khalid AL QASSIMI | Ford Focus WRC08 | 4:11:34.8 | +18:21.7 | |
9. | Armindo ARAÚJO | Mitsubishi Lancer Evo9 | P | 4:15:31.6 | +22:18.5 |
10. | Martin PROKOP | Mitsubishi Lancer Evo9 | P | 4:16:38.7 | +23:25.6 |
11. | Eyvind BRYNILDSEN | Mitsubishi Lancer Evo9 | P | 4:16:44.7 | +23:31.6 |
Araujo vinnur P-WRC í þessari keppni
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)