18.12.2008 | 11:19
Skoda staðfestir þátttöku í IRC
Verksmiðjulið Skoda mun mæta með tvo Skoda Fabia S2000 í Monte Carlo rallið í janúar næstkomandi og verða það tékkinn Jan Kocky og finninn Juha Hanninen sem munu aka þeirra bílum í IRC á næsta ári. Er það afar áhugavert að á meðan liðum fækkar í WRC þá fjölgar þeim sem tilkynni þátttöku í IRC og bendir allt til að IRC verði aðal rallmótaröðin á næsta ári.
Myndir: Nýja útlitið á Skoda Fabia S2000
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2008 | 20:28
IRC fréttir
Staðfest hefur verið að Kris Meeke muni keyra fyrir Peugeot UK í IRC á næsta ári en Peugeot bíll hans verður gerður út af Kronos racing í Belgíu en þeir munu gera út sennilega 5-6 Peugeot 207 S2000 bíla í IRC á næsta ári. Kris Meeke var lengi vel undir handleiðslu og verndarvæng Colin McRae og þykir gríðar fljótur og verður mjög fróðlegt að fylgjast með honum í IRC á næsta ári.
Kris Meeke In-car Donegal 2008, Renault Clio S1600: http://www.motorsportmad.com/view/5245/kris-meeke-on-board-knockalla-donegal-rally-2008 Þetta er rosalega flott ekið hjá honum, Fully committed...
Hjá Skoda eru mestar líkur á að finninn Juha Hanninen muni aka bíl númer tvö en tékkinn Jan Kopecky var fyrir löngu búinn að tryggja sitt sæti hjá þessu liði. Hér fyrir neðan er skemmtilegt myndband af Skoda liðinu við undirbúning fyrir næsta ár. Skoda mun tilkynna sínar áætlanir fyrir næsta ár á næstunni en þeir eru að bíða eftir lokavottun frá FIA áður en opinber tilkynning um þátttöku þeir verður birt.
Skoda liðið að undirbúa sig fyrir Monte Carlo 2009: http://www.dailymotion.com/video/x7qb63_extrait-test-skoda-fabia-s2000-mc-2_auto
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2008 | 09:35
ATH ... Subaru hættir í WRC
Prodrive hefur kynnt ákvörðun Subaru um að hætta við þátttöku í WRC á næsta ári... Þetta gerist vegna efnahagsörðugleikanna sem ganga yfir heiminn en Subaru hefur verið í WRC í 18 ár eða síðan þeir komu með Legacy bíllinn árið 1990.
Tilkynningu Prodrive má lesa hér: http://www.prodrive.com/p_releases.html?id=206
Mynd: Ekkert verksmiðjulið frá Subaru 2009 !
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2008 | 13:13
Suzuki hættir í WRC
Suzuki liðið hefur hætt við keppni í WRC á næsta ári í það minnsta og er skýringin á þessu minnkandi bílasala í heiminum og efnahagskreppan sem gengur yfir. Er þetta eini framleiðandinn sem hættir að þessu sinni en eftir breytingar á reglum FIA fyrir WRC (sjá blog hér neðar) þá eru uppi spurningamerki hvað verður 2010 bæði fyrir Subaru og eins Citroen en hjá Citroen kemur meira til þar sem samningur Loeb rennur út næsta haust og er jafnvel talið að ef hann framlengi ekki samning sinn þá muni Citroen hætta þátttöku í WRC...
Mynd: Ekki meiri buslugangur á Suzuki á næsta ári.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.12.2008 | 15:56
Framtíð WRC
FIA gaf út í dag formið á WRC eftir næsta ár. Eins og hafði komið þegar fram verður næsta kynslóð af WRC bílum byggðir á S2000 bílunum með tækni uppfærslu sem byggir á viðbættri túrbínu, breyttum sog og pústgreinum, afturvæng og framspoiler, ásamt breyttum gírskipti (á stýrinu sjálfu) til að gera skiptingar fljótari. Allur þessi pakki má ekki kosta meir en 30.000 evrur sem gerir það að verkum að WRC bíll framtíðarinnar kemur ekki til með að kosta meir en 300.000 evrur á meðan núverandi bílar kosta rétt um 1 milljón evrur! Þessar reglur taka gildi eins og áður sagði 2010. Núverandi S2000 bílar verða ásamt grúbbu N bílum verða áfram gjaldgengir í P-WRC.
WRC bíll framtíðarinnar ?
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2008 | 10:40
Snýr Gronholm aftur 2009?
Orðrómur er uppi um að Marcus Gronholm muni snúa aftur til keppni í WRC og keyra þá fyrir Subaru! Finnska dagblaðið Ilta-Sanomat heldur þessu fram en tekur fram að ekki sé búið að undirrita neina samninga ennþá en Gronholm á eftir að gera upp við sig hvort hann sé tilbúinn í að fórna þeim tíma sem til þarf í að fara að keppa á fullu aftur.
Það verður mjög fróðlegt að sjá hvað verður í þessu máli.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2008 | 10:22
11. sigur Loeb á árinu
Í gær sigraði Loeb Wales Rally GB og gerði það á allra síðustu leið rallsins en finninn Latvala varð að sætta sig við annað sætið eftir að hafa leitt keppnina mest allan tímann. Sordo varð þriðji og var þessi árangur hans og Loeb til að gulltryggja Citroen titil framleiðenda þetta árið. Fjórði varð Solberg en ljóst er að Subaru verður að fara að detta niður á einhverjar lausnir til að geta blandað sér í toppslaginn ásamt Ford og Citroen. Í fimmta sæti varð Anderson fyrir Suzuki liðið og jafnaði með árangur þeirra í Japan og ætti þetta að vera gott vegarnesti fyrir Suzuki inní næsta ár og getur Suzuki verið nokkuð ánægt með árangur þetta fyrsta ár þeirra í WRC.
Svíinn Patrik Flodin sigraði í P-WRC og er þetta fyrsti sigur hans í P-WRC og jafnframt fyrsti sigur Subaru með nýja N14 bílnum eftir erfiðleika ár þar sem tæknin hefur verið að strýða þeim hvað eftir annað. Andreas Aigner frá Austuríki varð annar á Mitsubishi og tryggði sér með því titilinn í P-WRC!
Loka staðan í Wales Rally GB:
1. | Sébastien LOEB | Citroen C4 WRC | 2:43:09.6 | 0.0 |
2. | Jari-Matti LATVALA | Ford Focus WRC08 | 2:43:22.3 | +12.7 |
3. | Dani SORDO | Citroen C4 WRC | 2:44:30.2 | +1:20.6 |
4. | Petter SOLBERG | Subaru Impreza WRC08 | 2:45:09.2 | +1:59.6 |
5. | Per-Gunnar ANDERSSON | Suzuki SX4 WRC | 2:47:13.7 | +4:04.1 |
6. | François DUVAL | Ford Focus WRC07 | 2:48:17.4 | +5:07.8 |
7. | Toni GARDEMEISTER | Suzuki SX4 WRC | 2:48:34.6 | +5:25.0 |
8. | Mikko HIRVONEN | Ford Focus WRC08 | 2:48:48.4 | +5:38.8 |
9. | Matthew WILSON | Ford Focus WRC07 | 2:51:23.5 | +8:13.9 |
10. | Barry CLARK | Ford Focus WRC07 | 2:53:02.7 | +9:53.1 |
11. | Patrik FLODIN | Subaru Impreza N14 | 2:56:01.3 | +12:51.7 |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 10:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2008 | 19:50
Rally GB - dagur 2
Þá er öðrum degi rallsins lokið og er það Jari-Matti Latvala sem leiðir inní loka daginn og er Loeb 7,3 sekúndum á eftir honum þannig að allt stefnir í hörkuslag um sigur í þessu ralli en þetta er eina klasíska rallið sem hann á eftir að vinna. Búist er við frosti í Wales í nótt þannig að aðstæður gætu verið mjög erfiðar á morgun og því getur allt breyst enn þar sem keppendur eru allir á sömu dekkjunum, sem gerð eru fyrir blauta möl en ekki ís! Sordo er nokkuð öruggur í þriðja sætinu eftir þennan dag og eins Petter Solberg í fjórða sætinu. Stutt er á milli P-G Anderson og Hennings Solberg og verður gaman að sjá hvernig þetta þróast á morgun. Í P-WRC eru tveir svíar sem eru í fyrsta og öðru sæti, Flodin og Sandell, en austurríkismaðurinn Aigner er enn í þriðja sætinu en ef hann heldur því á morgun verður hann meistari í P-WRC.
Staðan eftir þennan dag er svo hljóðandi:
1. | 4 | Jari-Matti LATVALA | 1:47:52.4 | 0.0 |
2. | 1 | Sébastien LOEB | 1:47:59.7 | +7.3 |
3. | 2 | Dani SORDO | 1:48:20.3 | +27.9 |
4. | 5 | Petter SOLBERG | 1:48:44.9 | +52.5 |
5. | 12 | Per-Gunnar ANDERSSON | 1:49:58.5 | +2:06.1 |
6. | 14 | Henning SOLBERG | 1:50:01.7 | +2:09.3 |
7. | 7 | François DUVAL | 1:50:22.0 | +2:29.6 |
8. | 11 | Toni GARDEMEISTER | 1:51:25.4 | +3:33.0 |
9. | 3 | Mikko HIRVONEN | 1:52:36.9 | +4:44.5 |
10. | 8 | Matthew WILSON | 1:52:41.9 | +4:49.5 |
11. | 20 | Barry CLARK | 1:53:43.0 | +5:50.6 |
12. | 44 | Patrik FLODIN | 1:55:43.8 | +7:51.4 |
13. | 55 | Patrik SANDELL | 1:56:02.5 | +8:10.1 |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2008 | 12:48
Laugardagurinn hálfnaður
Nú er þremur leiðum lokið í dag og Latvala leiðir enn keppnina og er hann 8,9 sekúndum á undan Loeb en rétt á eftir Loeb er Sordo þannig að það lítur mjög vel út fyrir Citroen með titil framleiðenda þar sem Hirvonen er í 13. sæti eftir veltuna í gær. Eftir frábærann dag í gær þá ók Sebastien Ogier útaf í morgun og velti sínum bíl og verður því ekki meira með í dag en einnig hafa Ostberg og Anderson tapað tíma í dag og fallið aðeins niður listann. Í P-WRC er Andreas Aigner í nokkuð góðri stöðu eftir að vélin bilaði í bíl keppninautarhans, Hanninen, en hann verður samt að klára í 3. sæti (sem hann er í núna) í P-WRC til að hafa titilinn af Hanninen sem var með 6 stiga forystu fyrir þessa keppni.
Staðan eftir 11 leiðar:
1. | 4 | Jari-Matti LATVALA | 1:09:58.0 | 0.0 |
2. | 1 | Sébastien LOEB | 1:10:06.9 | +8.9 |
3. | 2 | Dani SORDO | 1:10:15.6 | +17.6 |
4. | 5 | Petter SOLBERG | 1:10:44.3 | +46.3 |
5. | 18 | Mads ØSTBERG | 1:11:00.8 | +1:02.8 |
6. | 12 | Per-Gunnar ANDERSSON | 1:11:05.0 | +1:07.0 |
7. | 7 | François DUVAL | 1:11:35.8 | +1:37.8 |
8. | 14 | Henning SOLBERG | 1:11:47.4 | +1:49.4 |
9. | 11 | Toni GARDEMEISTER | 1:12:26.2 | +2:28.2 |
10. | 8 | Matthew WILSON | 1:13:10.5 | +3:12.5 |
11. | 20 | Barry CLARK | 1:13:30.6 | +3:32.6 |
12. | 44 | Patrik FLODIN | 1:14:55.1 | +4:57.1 |
13. | 3 | Mikko HIRVONEN | 1:14:58.6 | +5:00.6 |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2008 | 16:09
Hirvonen veltir á leið 5
Miko Hirvonen velti Focus bíl sínum á fimmtu leið í dag. Var þetta rétt fyrir endamark leiðarinnar en Hirvonen náði að klára leiðina og ræsa inná leið nr. 6 þrátt fyrir að bíllinn sé mikið skemmdur að framan. Sebastien Ogier átti drauma start á þessu ralli og leiddi fyrstu 4 leiðarnar en varð að gefa eftir seinnipartinn þegar leiðar sem voru hálar í morgun voru eknar aftur. Núna er eftir 2 stuttar leiðar í dag og verð ég með frekari úrslit fyrir þennan dag síðar.
Staðan eftir 6 leiðar
1. | 4 | Jari-Matti LATVALA | M | 27:50.1 | 0.0 | 0.0 |
2. | 1 | Sébastien LOEB | M | 28:01.5 | +11.4 | +11.4 |
3. | 12 | Per-Gunnar ANDERSSON | M | 28:08.8 | +7.3 | +18.7 |
4. | 18 | Mads ØSTBERG |
| 28:09.2 | +0.4 | +19.1 |
5. | 5 | Petter SOLBERG |
| 28:15.0 | +5.8 | +24.9 |
6. | 6 | Chris ATKINSON | M | 28:15.9 | +0.9 | +25.8 |
7. | 2 | Dani SORDO | M | 28:19.6 | +3.7 | +29.5 |
8. | 17 | Sébastien OGIER |
| 28:30.6 | +11.0 | +40.5 |
9. | 7 | François DUVAL | M | 28:35.9 | +5.3 | +45.8 |
10. | 14 | Henning SOLBERG |
| 28:35.9 | 0.0 | +45.8 |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)