Wales Rally GB - Shakedown

081204_mhHirvonen átti best tímann í shakedown í dag. Ökumenn og keppnisliðin nota shakedown sem lokatékk á bílunum og uppsetningum fyrir hvert rall. Henning Solberg keyrði útaf fyrr í dag eftir að dempari fór upp í gegnum húddið á aðeins 150 km hraða... M-sport verður búið að laga bílinn hans fyrir kvöldið en fyrst leið er núna á eftir kl. 18:00. Ég feitletraði nokkra tíma til að vekja frekari athygli á þeim.

 

 

Tímar í shakedown í dag:

1. Hirvonen 2:25.6
2. P. Solberg: 2.26.5
3. Loeb: 2:27.0
4. Sordo 2:27.2
5. Latvala 2:28.1
6. Duval: 2:29.0
7. Atkinson: 2:29.2
8. Wilson: 2:30.2
9. Andersson: 2:30.4
10. Ogier: 2:30.6
11. Gardemeister: 2:31.7
12. Ostberg: 2:32.2
13. H. Solberg: 2:33.8
14. Clark: 2:34.6
15. Al Qassimi: 2:36.8
16. Rautenbach: 2:37.4
17. Rossi: 2:41.7


Sebastien Loeb veltir...

081203_slSebastien Loeb velti skoðunarbílnum sínum í gær þegar hann og Daniel Elena voru að undirbúa sig fyrir Wales Rally GB. Báðir eru ómeiddir en þetta setur stryk í undirbúning þeirra fyrir þessa keppni. Einhver snjór er í Bretlandi þessa dagana en veður spá gerir ráð fyrir aðeins hlýrra veðri um helgina.

Gamli reynsluboltinn Gwendaf Evans ók einnig út af í gær, á sömuleið og Loeb, en þarna var víst mjög hált. Evans keyrir fyrir Mitsubishi liðið í bresku meistarakeppninni.


Wales Rally GB

080829_dustÞá er komið að lokaumferð WRC í ár. Fimmtánda og síðasta keppnin fer fram í skógum Wales í lok þessarar viku og þrátt fyrir að Sebastien Loeb sé búinn að tryggja sér titil ökumanna þá er eftir að gera út um titil framleiðenda og eins er titilinn í P-WRC óráðinn. Ford er mikið í mun að reyna að tryggja sér titil framleiðenda en Citroen er með 11 stiga forystu og því ekki víst að það dugi Ford mönnum að ná sér í 1-2 í þessari keppni því Citroen þarf ekki nema 7 stig til að tryggja sér titilinn en ef maður skoðar árangur ársins þá hafa Citreon menn skorað meira en það í 12 af þeim 14 keppnum sem búnar eru. Bæði Hirvonen og Latvala langar gríðarlega í þennan sigur en þetta er einnig eina keppnin í WRC sem Loeb hefur ekki sigrað og ef hann sigraði þessa keppni væri það jafnframt hans 11. sigur á þessu ári sem væri enn eitt metið fyrir hann... Subaru og Suzuki eru með miklar væntingar til þessarar keppni einnig en þess má geta að þetta er önnur af tveim keppnum sem Suzuki hefur fyrri reynslu af en árið 2007 tóku þeir þátt í Korsíku rallinu og Wales Rally GB sem undirbúning fyrir þetta fyrsta ár þeirra í WRC. Subaru hefur í gegnum tíðina átt góðum árangri að fagna í þessu ralli og hafa þeir margoft unnið hér og er víst að Petter Solberg væri til í að sigra að þessu sinni en hann hefur ekki unnið keppni síðan í Mexikó 2006! Stobart liðið er með sjö bíla undir sínum merkjum í þessari keppni en þeirra ökumenn eru Francois Duval, Matthew Wilson,Henning Solberg, Valentino Rossi, Steve Perez, Barry Clark og Dave Weston.

Þrír ökumenn sem taka þátt í þessari keppni hafa þegar tryggt sér titla á þessu ári en þeir eru Sebastien Loeb (WRC), Sebastien Ogier (J-WRC) og Valentino Rossi (MotoGP) og aka þeir allir á WRC bílum en af 86 keppendum sem taka þátt eru 21 á WRC bílum, 45 á gr.N bílum (P-WRC) og þar með taldir 3 stykki S2000 bílar.

081126_jhÍ P-WRC stendur slagurinn á milli Austurríkismansins Andreas Aigner og svo Finnans Juha Hanninen og hefur Hanninen 6 stiga forskot á Aigner en báðir þessir ökumenn aka á Mitsubishi Lancer Evo9 bílum en þessi keppni telur einnig í bresku meistarakeppninni og geta því topp ökumennirnir þar, þeir Mark Higgins, David Higgins og Guy Wilks, sett strik í reikninginn þar sem þeir eru einnig skráðir til keppni í P-WRC!

Það er því allveg ljóst að framundan er hörku keppni og þar sem þessi keppni er þekkt sem ein erfiðasta keppnin í WRC þá á dramatíkin eftir að vera allsráðandi og enginn niðurstaða fengin fyrirfram. Þess má geta að Daníel Sigurðsson ætlaði að taka þátt í þessari keppni en vegna efnahagsástandsins hér heima varð hann að hætti við á síðustu stundu en við íslendingar komum samt til með að eiga okkar fulltrúa á kantinum í þessari keppni þar sem hópur er á leiðinni til Bretlands á miðvikudaginn til að horfa á keppnina.

0961089794_corsica2

Stobart liðið


IRC dagatalið fyrir næsta ár

LogoHome IRC 
21-24 January      Monaco          Monte Carlo Rally (a)
05-07 March        Brazil          Rally Int'l de Curitiba (g)
03-04 April        Kenya (TBC) (*) Safari Rally (g)
07-09 May          Portugal        Sata Rally Acores (a)
18-20 June         Belgium         Ypres Westhoek Rally (a)
09-11 July         Russia          Rally Russia (g)
30 July-01 August  Madeira         Rali Vinho Madeira (a)
21-23 August       Czech Republic  Barum Rally Zlin (a)
10-12 September    Spain           Rally Principe de Asturias (a)
24-26 September    Italy           Rally Sanremo (a)
22-24 October      Japan (**)      Rally Japan (g)
19-21 November     United Kingdom  RAC MSA Rally of Scotland (g)
(a) Asphalt
(g) Gravel
(*) To be confirmed
(**) Dates to be confirmed

Íslenskt mótorsport 2008 - á RÚV

Loksins er komið að því !

Mótorsportþættirnir eru komnir á dagskrá hjá RÚV og er fyrsti þátturinn á laugardaginn næsta 29.11.2008 klukkkan 12:45. Allt aksjónið frá þessu ári,  munið að stilla viðtækin...

BannerNew


Svona er grúbbu N bíll smíðaður ...

Þetta tekur nú ekki langann tíma !

http://www.rally.subaru.com/timelapse.html

 

day1_LG3_0044

Svona var þessi bíll smíðaður ...


Ken Block er snillingur :)

day3_LG1_7884 

 

 

http://www.youtube.com/watch?v=rs-jAImScms

Geggjað video!


Duval verður með í Rally GB

080815_fdnewEftir að hafa ekið útaf í síðasta ralli (Rally Japan) þar sem aðstoðarökumaður hans, Patrick Pivato,  slasaðist alvarlega þá var það gefið út fyrr í dag að Francois Duval myndi keppa í Rally GB með nýjan aðstoðarökumann sér við hlið en það er enginn annar en reynsluboltinn Denis Giraudet sem sest i hægra sætið hjá Duval að þessu sinni. Er það mikill styrkur fyrir Ford Stobbart liðið að fá Duval aftur inní liðið fyrir lokaumferð heimsmeistaramótsins. 

IRC 2009

diapoa_059Þá eru ökumannamál að byrja að skýrast í IRC á næsta ári. FIAT Abarth kemur til með að hafa áfram Basso og Alen en ítalinn ungi Scandola kemur einnig sterklega til greina og ekki ólíklegt að Fiat verði með 3 bíla á næsta ári. Peugeot hefur einnig staðfest að á næsta ári muni meistari þessa árs Vouilloz og Loix (þeir sömu og keyrðu fyrir þá í ár) vera í ökumanssætunum og bílarnir gerðir áfram út af Kronos Racing í Belgíu. Ekkert hefur heyrst frá Skoda ennþá en þar sem ekki eru nema 3 mánuðir í Monte Carlo rallið þá verður ekki langt í að það komi staðfestingar frá þeim. Reiknað er með að Kopecky sé öruggur með sitt sæti þar en nokkur nöfn eru nefnd sem mögulegir ökumenn á hinn bílinn en þar koma nöfn eins og Duval, Panizzi og Hanninen oft fyrir. MG hefur heldur ekkert gefið út með sína ökumenn og eins hefur ekkert heyrst frá VW og Opel en nýjast framleiðandinn til að byggja upp S2000 bíl Proton en þetta er framleiðandi sem við könnumst ekki mikið við hér á landi en þessi framleiðandi er í Malasíu og óvitað hvað þeir ætla að gera...

rally22large

Nýji Proton bíllinn


WRC á næsta ári

181x100WRCHérna eru staðfestar dagsetningar á mótunum í heimsmeistarakeppninni á næsta ári. Eknar verða 12 umferðir á næsta ári í staðin fyrir 16 umferðir sem haldnar verða í ár. Ég hef sett einnig inn á hvernig undirlagi hver keppni er og eins hvaða keppnir telja í P-WRC og J-WRC.

 

 

2009 FIA World Rally Championship  
   
28. Janúar - 1. FebrúarÍrlandMalbik - JWRC
11.-15. FebrúarNoregurSnjór - PWRC
11.-15. MarsKýpurMöl - PWRC/JWRC
1.-5. AprílPortúgalMöl - PWRC/JWRC
22.-26. ArílArgentínaMöl - PWRC/JWRC
20.-24. MaiÍtalíaMöl - PWRC/JWRC
10.-14. JúníGrikklandMöl - PWRC
24.-28. JúníPóllandMöl - JWRC
29. Júlí - 2. ÁgústFinlandMöl - JWRC
2.- 6. SeptemberÁstralíaMöl - PWRC
30. September - 4. OktóberSpánnMalbik - JWRC
21.-25. OktóberBretlandMöl - PWRC


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband