Rossi í Rally GB

081106_rossicarNú er það staðfest að sexfaldur MotoGP heimsmeistari, Valentino Rossi muni taka þátt í Rally GB sem er lokaumferð heimsmeistarakeppninar í rallakstri og haldin verður dagana 4. - 7. desember næstkomandi. Rossi mun keppa á Ford Focus WRC07 bíl sem gerður verður út af M-sport en það fyrirtæki rekur einnig Ford liðið í heimsmeistarakeppninni.

Haustsprettur

2651884806_e70180d963Í gær var haldinn árlegur haustsprettur BÍKR en að þessu sinni var ekin 6,2 km sérleið um Ölkelduháls en fyrir þá sem ekki þekkja til þá er það leið sem liggur frá Hellisheiði og í áttina að Henglinum. Í stuttu máli þá vann Valdimar Jónsson þennan sprett á sínum Subaru Impreza bíl en rétt á eftir honum var Guðmundur Höskuldsson einnig á Subaru Impreza og í þriðja sæti varð Páll Harðarson sem einnig er á Subaru Impreza! Ekki munaði nema 4 sekúndum á fyrsta og öðru sætinu og því var hörkuslagur þarna í gangi. Alls voru það 14 ökumenn sem spreyttu sig að þessu sinni og voru aðstæður erfiðar en menn þurftu að glíma við rigningu, snjó og mikla þoku allan tíman sem keppnin var.

 

P.s. Myndin var tekin af Valda fyrr í sumar í mun betra veðri en var í gær.....


Loeb heimsmeistari í 5. sinn

diapo_3151Í gær lauk Rally Japan með sigri Miko Hirvonen á Ford Focus og var það landi hans og liðsfélagi Jari-Matti Latvala sem endaði í öðru sæti en þriðja sætið var nóg fyrir Sebastien Loeb til að tryggja sér fimmta titilinn í röð! Það var ljóst strax á föstudag að Loeb ætlaði ekki að festast í slag við Ford tvíeykið um fyrstu tvö sætin heldur að stíla bara inná þriðja sætið sem svo skilaði honum þessum árangri í þegar ein keppni er eftir í heimsmeistaramótinu í rallakstri. Í fjórða sæti var Chris Atkinson (Subaru) og svo næst á eftir honum voru Suzuki ökumennirnir P-G Anderson og Toni Gardemeister en þetta er jafnframt besti árangur Suzuki liðsins til þessa. Sjöundi varð bretinn ungi Matt Wilson á Ford og síðasta stigasætið tók Petter Solberg eftir að hafa dottið úr keppninni seinni partinn á laugardeginum.

Juha Hanninen sigraði P-WRC á lokaleið rallsins þegar rússinn ungi Evgeny Novikov glutraði niður 30 sekúndna forystu vegna bilunar í millikassa en með þessum sigri fer Hanninen með 6 stiga forystu í lokakeppnina í Bretlandi á austurríkismanninn Andreas Aigner en báðir þessir ökumenn aka á Mitsubishi Lancer Evo 9. Aðeins þessir tveir ökumenn geta slegist um titilinn í lokakeppninni sem fer fram eins og áður sagði í Bretlandi í byrjun desember. Vert er að geta að í þessari keppni var einnig keppt í fyrsta skipti á Mitsubishi Lancer Evo X (10) en þessi bíll mun vera rétt um 60 kg þyngri en forverinn Evo 9!

Lokastaðan í Japan:

1.Mikko HIRVONENFord Focus WRC083:25:03.00.0
2.Jari-matti LATVALAFord Focus WRC083:25:34.1+31.1
3.Sebastien LOEBCitroen C4 WRC3:27:33.6+2:30.6
4.Chris ATKINSONSubaru Impreza WRC083:28:45.4+3:42.4
5.Per-gunnar ANDERSSONSuzuki SX4 WRC3:30:15.9+5:12.9
6.Toni GARDEMEISTERSuzuki SX4 WRC3:31:12.4+6:09.4
7.Matthew WILSONFord Focus WRC073:32:08.3+7:05.3
8.Petter SOLBERGSubaru Impreza WRC083:38:22.9+13:19.9
9.Federico VILLAGRAFord Focus WRC073:40:43.8+15:40.8
10.Dani SORDOCitroen C4 WRC3:42:11.5+17:08.5
11.Juho HANNINENMitsubishi Lancer Evo 93:43:30.4+18:27.4Gr. N
12.Evgeny NOVIKOVMitsubishi Lancer Evo 93:43:36.7+18:33.7

Gr. N  

diapo_364

Sebastian Loeb - Heimsmeistari í rallakstri árið 2008


Rally Japan - Dagur 2

Hirvonen Jp1Eftir annan daginn í Rally Japan leiðir Mikko Hirvonen fyrir Ford liðið og í öðru sæti er Jari-Matti Latvala liðfélagi hans og þriðja sæti og við að tryggja sér 5. heimsmeistartitillinn í röð er Sebastien Loeb á Citroen. Dagurinn hefur verið nokkuð tíðinda lítill þar sem Loeb virðist keyra uppá þriðja sætið og titilinn í þessu þessu ralli og leyfir Ford liðinu að eiga fyrstu tvö sætin án vandræða. Þessi staða gerir það að verkum að eini raunverulegi slagurinn á morgun verður á milli Matt Wilson (Stobbart Ford) og Toni Gardemeister (Suzuki world rally team) um 5. sætið og svo baráttu Petter Solberg (frænda hans Sigga) um að vinna upp tíma sem tapaðist í dag og reyna að krækja í síðasta stigasætið fyrir keppni framleiðenda en hann vantar að vinna upp ca. 3 mínútur á Villagra (Munchi Ford) til að ná því eða treysta á að einhver af efstu 8 detti út. Jari Ketomaa leiðir grúbbu N en það er rússinn ungi Evgeny Novikov, einungis 18 ára, sem leiðir P-WRC og stefnir þar á fyrsta sigur sinn í þessum flokki en bæði heimamaðurinn Toshi Arai og finninn Juha Hanninen sækja stíft að honum og munar einungis 20,8 sekúndum á þessum þremur aðilum.

Staða efstu manna er svohljóðandi:

1.Mikko HIRVONENFord Focus WRC082:21:31.8  
2.Jari-matti LATVALAFord Focus WRC082:21:47.3+15.5 
3.Sebastien LOEBCitroen C4 WRC2:23:05.3+1:33.5 
4.Chris ATKINSONSubaru Impreza WRC082:23:57.8+2:26.0 
5.Matthew WILSONFord Focus WRC072:26:03.4+4:31.6 
6.Toni GARDEMEISTERSuzuki SX4 WRC2:26:10.3+4:38.5 
7.Per-gunnar ANDERSSONSuzuki SX4 WRC2:26:43.6+5:11.8 
8.  Federico VILLAGRAFord Focus WRC072:31:31.4+9:59.6 
9.  Jari KETOMAASubaru Impreza STI2:33:18.2+11:46.4Gr.N
10.Evgeny NOVIKOVMitsubishi Lancer Evo92:34:01.3+12:29.5Gr.N

Latvala Jp1

Latvala heldur öruggu öðru sæti í þessu ralli


Rally Japan - Dagur 1

081031_mudNúna er fyrsta keppnisdeginum lokið í Japan og er það Hirvonen (Ford) sem leiðir og liðsfélagi hans, Latvala, er annar. Loeb er þriðji með langt bil í næsta mann. Dagurinn hefur einkennst af niðurfellingum leiða en alls hafa 3 leiðar af þeim 8 sem átti að aka upphaflega verið felldar niður, 2 vegna ástands vega og ein eftir að belginn Duval krassaði Ford Focus bíl sínum. Önnur áhugaverð frétt eftir daginn er sú að Sordo (Citroen) féll úr leik vegna túrbínu vandræða en startar samt sennilega á morgun aftur en þetta getur sett strik í reikninginn hjá Citroen þar sem Ford gefst núna tækifæri á að minka muninn á milli þessar liða í keppni framleiðenda. Áberandi er hvað fyrstu þrír eru fljótari en restin af keppendum en einungis munar 46,3 sekúndum á 4. til 9. sæti af þeim sem á eftir koma.

 

Svona er staða efstu manna eftir fyrsta dag.

1.Mikko HIRVONENFord Focus WRC0842:40.8
2.Jari-matti LATVALAFord Focus WRC0843:07.0+26.2
3.Sebastien LOEBCitroen C4 WRC43:11.4+30.6
4.  Chris ATKINSONSubaru Impreza WRC0843:41.1+1:00.3
5.  Petter SOLBERGSubaru Impreza WRC0843:42.8+1:02.0
6.Matthew WILSONFord Focus WRC0743:52.0+1:11.2
7.Per-gunnar ANDERSSONSuzuki SX4 WRC43:52.4+1:11.6
8.Toni GARDEMEISTERSuzuki SX4 WRC44:17.6+1:36.8
9.Henning SOLBERGFord Focus WRC0744:27.4+1:46.6
10.Jari KETOMAASubaru Impreza STI - N1445:42.2+3:01.4Gr.N


Rally Japan

080909_slÞá er komið að næstsíðustu umferð heimsmeistarakeppninnar í ralli. Að þessu sinni verður keppt í Japan og er keppnin haldinn í borginni Sapparo sem er heldur norðar en keppnin hefur áður verið í Japan. Leiðarnar þarna eru þröngar og eru aðallega beinir kaflar sem enda með kröppum beygjum. Í þessari keppni verður keppt bæði í WRC og einnig í P-WRC og er þessi keppni næst síðust í báðum tilfellum. Sebastian Loeb og Citroen eiga bæði möguleika á tryggja sér titla, annars vegar ökumanna og hins vegar framleiðanda. Loeb þarf einungis þriðja sætið til að tryggja sér stigin sex sem honum vantar til að tryggja sér fimmta titilinn í röð en þetta hefur engum ökumanni tekist að gera hingað til. Hirvonen og Ford liðið þurfa virkilega á því að halda að Loeb detti út en ef Ford tekst að tryggja sér efstu tvö sætinn þá hefur Ford liðið ennþá fræðilegan möguleika á titili framleiðenda og yrði þá hörku keppni í lokaumferðinni í Bretlandi í byrjun desember.

Hanninen1Í P-WRC eru það finnarnir Juhan Hanninen og Jari Ketomaa sem ætla sér að minnka forskot Austurríkismansins Andreas Aigner en hann hefur valið keppnina í Japan sem sína "drop" keppni og verður hann því ekki með að þessu sinni. Aigner hefur 30 stig á móti 26 stigum Hanninen og 22 stigum Ketoma og því allar líkur á hörku slag á milli þessara þriggja í loka mótinu í Bretlandi síðar á þessu ári.

Keppnin í Japan er að vanda sérstök fyrir japönsku liðin þ.e. Subaru og Suzuki og hefur Petter Solberg gefið út að í þessari keppni vilji hann keppa um fyrsta sætið og að undirbúningur Subaru liðsins eigi að gefa tilefni til slíkra væntinga. Ef það gengur eftir verður þessi keppni sérstaklega áhugasöm því það er allveg kominn tími til að sjá eitthvað annað en bara Citroen og Ford í efstu sætunum.

Keppnin hefst á morgun með Shakedown og einni Superspecial leið sem hefur verið sett upp innan dyra og svo hefst fjörið fyrir alvöru á  föstudaginn og stendur fram á sunnudag.


Ogier í rally GB

C4-OGIER-4Það fór eins og ég hafði viðrað hér í blogginu áður.

Citroen tilkynnti í gær að Sebastian Ogier fengi Citroen C4 WRC til afnota í Rally GB og verður þessi bíll gerður út með stuðningi Citroen, Total og FFSA - sem er franska Landsambandið. Bíllinn verður gerður út af PH sport en það er sama lið og rekur bílanna fyrir Urmo Aava og Conrad Rautenbach í heimsmeistarakeppninni og fær Sebastian jafnfram tæknilega aðstoð frá Citroen Sport.

 Svo er bara að sjá hvað Sebastian gerir í þessari keppni en ennþá hefur ekkert verið ákveðið með næsta ár.


Sebastian Ogier - 2008 J-WRC meistari

081012_aziNúna um helgina tryggði frakkinn Sebastian Ogier sér titilinn í J-WRC með öðru sætinu í Korsíku rallinu. Var þetta vel til fundið hjá honum að klára þetta á heimavelli og þar sem hann keppir á Citroen C2 var þetta ekki alslæmur dagur fyrir frakka. Oiger hefur sigrað þrjár keppnir af sex á árinu, einu sinni verið í fimmta sæti, einu sinni fallið úr leik og svo núna annað sætið í Korsíkurallinu. Er þetta gríðarlega góður árangur fyrir Sebastian en hann er á sínu fyrsta ári í J-WRC og líklegast einnig sínu síðasta. Olivier Quesnel  sem er liðstjóri Citroen liðsins hefur sagt að við munum sjá Oiger í C4 WRC bíl jafnvel þegar á þessu ári en þar sem ekki eru eftir keppnir nema í Japan og Bretlandi og því líklegra að það verði Bretland sem verður fyrir valinu. Verður spennandi að sjá hvernig þessum unga frakka gengur í stróru stráka deildinni á næsta ári.

 

115_OGIER

 

 


Loeb sigrar - Ford beitir liðsskipunum

HirvonenRétt í þessu var Sebastian Loeb að sigra Korsíkurallið nokkuð örugglega og Ford beitti liðsskipunum til að koma ökumanni nr.1 uppí annað sætið. Hirvonen tapaði miklum tíma í morgun og féll niður í fimmta sæti en með góðum akstri var hann búinn að vinna sig uppí fjórða sætið en átti ekki möguleika á keyra sig upp um fleiri sæti svo Malcolm Wilson, liðsstjóri Ford, bað bæði Duval og Latvala um að hægja á sér á síðustu leið rallsins. Með þessu heldur Hirvonen ennþá í smá von á að tryggja sér titil ökumanna í ár. Solberg tryggði sér fimmta sætið og liðsfélagi hans hjá Subaru varð sjötti. Aava tryggir sér sjöunda sætið og að lokum er það sonur Malcolm Wilson sem tryggir sér áttunda og síðasta stigasæti. 

Lokastaðan í Korsíku rallinu.

1.Sebastien LOEBCitroen C4 WRC3:42:58.00.0
2.  Mikko HIRVONENFord Focus WRC083:46:22.7+3:24.7
3.  François DUVALFord Focus WRC083:46:29.6+6.9
4.  Jari Matti LATVALAFord Focus WRC073:46:35.5+5.9
5.Petter SOLBERGSubaru Impreza WRC083:48:33.4+1:57.9
6.Chris ATKINSONSubaru Impreza WRC083:49:08.4+35.0
7.Urmo AAVACitroen C4 WRC3:50:23.2+1:14.8
8.Matthew WILSONFord Focus WRC073:52:00.2+1:37.0
9.Mads OSTBERGSubaru Impreza WRC073:52:11.3+11.1
10.Barry CLARKFord Focus WRC073:56:36.3+4:25.0


Korsíka

SL car korsíkaNú er öðrum degi Korsíku rallsins lokið og leiðir Loeb rallið 52,4 sekúndur á undan Hirvonen en Duval er enn þriðji þrátt fyrir að hafa tapað tíma í lok dagsins vegna tæknilegra örðugleika en það virðist sem vökvakerfið í bílnum sé að strýða honum. Fjórði er Latvala sem hefur haft betur í slagnum við Solberg í dag. Atkinson tapaði tíma fyrr í dag með sprungið dekk og hefur eftir það verðið öruggur í sjötta sæti. Í sjöunda sæti er Aava og spurning hvort hann fái betri niðurstöðu í þessu ralli í því síðasta þegar hann féll úr leik á næst síðustu leið eftir að hafa verið öruggur með 5. sætið. Vert er að hafa auga einnig á slagnum um 8. - 10. sæti en þar slást Tirabassi, Wilson og Ostberg. Ekki munar nema 7,9 sekúndum á þessum ökumönnum en 8. sætið er síðasta stigasætið.

Annars er staðan þessi á efstu mönnum eftir 12 leiðar.

1.Sebastien LOEBCitroen C4 WRC2:31:27.90.0
2.Mikko HIRVONENFord Focus WRC082:32:20.3+52.4
3.François DUVALFord Focus WRC082:32:24.6+4.3
4.Jari Matti LATVALAFord Focus WRC072:33:18.5+53.9
5.Petter SOLBERGSubaru Impreza WRC082:33:40.9+22.4
6.Chris ATKINSONSubaru Impreza WRC082:35:34.1+1:53.2
7.Urmo AAVACitroen C4 WRC2:37:17.8+1:43.7
8.Brice TIRABASSISubaru Impreza WRC082:38:32.7+1:14.9
9.  Matthew WILSONFord Focus WRC072:38:40.0+7.3
10.Mads OSTBERGSubaru Impreza WRC072:38:40.6+0.6


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband