26.7.2008 | 16:50
Sigurður Bragi og Ísak sigra í Skagafirði
Nú keppni lokið í Skagafirði en það eru Sigurður Bragi Guðmundsson og Ísak Guðjónsson sem standa uppi sem sigurvegarar í þessari keppni og er þetta önnur keppnin sem þeir sigra í sumar og jafnframt taka þeir forystuna í Íslandsmótinu með 28 stig. í öðru sæti er þeir Jón Bjarni Hrólfsson og Borgar Ólafsson (eru með 18 stig eftir þessa keppni) en nokkuð óvænt í þriðja sæti eru þeir bræður Fylkir Jónsson og Elvar Ólafsson en þeir gera mjög vel með því að klára svona ofarlega.
Í öðru sæti í Íslandsmótinu eru þeir Pétur Pétursson og Heimir Jónsson þrátt fyrir að hafa endað í 6. sæti í dag og eru þeir með 27 stig eftir þessa keppni en þeir voru í 11. sæti á tímabili í morgun eftir að hafa sprengt dekk og tapað miklum tíma. Jafnframt voru þeir svo óheppnir að fá á sig 1 mínútu í refsingu fyrir að mæta of seint í rásmark keppninar í morgun.
Hilmar þráinsson og Kristinn Sveinsson fengu lánaðan Cherokee jeppa og einfaldlega sigruðu jeppaflokkinn örugglega og skila sér í áttunda sæti yfir heildina og hafa þeir um 5 mínútur á næstu menn í þessum flokki sem eru reynsluboltarnir Sighvatur Sigurðsson og Úlfar Eysteinsson en eftir að hafa ekki keppt í nokkur ár komu þeir með stæl í Skagafjörðinn og veltu þeir bílnum á annari leið ásamt því að sprengja dekk síðar í rallinu og keyra all nokkra leið með það sprungið. Eina kvennáhöfnin í þessu ralli eru þær Ásta Sigurðardóttir og Steinunn Gústafsdóttir en þær enduðu í Þriðja sæti og virðist sem þær hafi gert góða ferð norður til að jafna sig eftir veltu fyrr í sumar og hrista úr sér skrekkinn fyrir Rally Reykjavík.
Gunnar Hafsteinsson og bróðir hans Jóhann sigra í 2000 flokki og Ólafur Ingi Ólafsson ásamt dóttur sinni Ástríði sigra í 1600 flokki. Í 2. sæti í 1600 flokki voru þeir Kjartan Kjartansson og Ólafur Ólafsson en þeir halda áfram að leiða Íslandsmótið nokkuð örugglega í þessum flokki.
Hérna er lokastaðan eins og hún er fyrir lok kærufrestar:
Sæti: | # | Ökumaður: | Aðstoðarökumaður: | Bifreið: | Fl. | Samtals: | Í næsta: | Í fyrsta: |
1 | 3 | Sigurður Bragi Guðmundss. | Ísak Guðjónsson | MMC Lancer Evo 7 | N | 01:03:10 | 00:00:00 | |
2 | 2 | Jón Bjarni Hrólfsson | Borgar V. Ólafsson | MMC Lancer Evo 7 | N | 01:04:55 | 00:01:45 | 00:01:45 |
3 | 6 | Fylkir Jónsson | Elvar Jónsson | Subaru Impreza WRX | N | 01:05:10 | 00:00:15 | 00:02:00 |
4 | 9 | Valdimar Jón Sveinsson | Ingi Mar Jónsson | Subaru Impreza STI N8 | N | 01:05:57 | 00:00:47 | 00:02:47 |
5 | 20 | Páll Harðarson | Aðalsteinn Símonarson | Subaru Impreza STI N12 | N | 01:06:59 | 00:01:02 | 00:03:49 |
6 | 7 | Pétur Sigurbjörn Pétursson | Heimir Snær Jónsson | MMC Lancer Evo VI | N | 01:07:36 | 00:00:37 | 00:04:26 |
7 | 11 | Jóhannes V. Gunnarsson | Björgvin Benediktsson | MMC Lancer Evo 7 | N | 01:08:05 | 00:00:29 | 00:04:55 |
8 | 5 | Hilmar B. Þráinsson | Kristinn V. Sveinsson | Jeep Grand Cherokee | J | 01:08:32 | 00:00:27 | 00:05:22 |
9 | 21 | Gunnar Hafsteinsson | Jóhann Hafsteinsson | Ford Focus | 2000 | 01:11:08 | 00:02:36 | 00:07:58 |
10 | 29 | Ólafur Ingi Ólafsson | Ástríður Ólafsdóttir | Toyota Corolla 1600 GT | 1600 | 01:12:44 | 00:01:36 | 00:09:34 |
11 | 41 | Sighvatur Sigurðsson | Úlfar Eysteinsson | MMC Pajero Sport | J | 01:13:42 | 00:00:58 | 00:10:32 |
12 | 28 | Kjartan M. Kjartansson | Ólafur Þór Ólafsson | Toyota Corolla 1600 GT | 1600 | 01:14:52 | 00:01:10 | 00:11:42 |
13 | 25 | Ásta Sigurðardóttir | Steinunn Gustavsdóttir | Jeep Grand pickup | J | 01:18:23 | 00:03:31 | 00:15:13 |
14 | 40 | Magnús Þórðarson | Guðni Freyr Ómarsson | Toyota Corolla 1600 GT | 1600 | 01:21:19 | 00:02:56 | 00:18:09 |
15 | 42 | Óskar Þór Gunnarsson | Benedikt Helgason | Jeep Cherokee | J | 01:21:56 | 00:00:37 | 00:18:46 |
16 | 39 | Einar Hafsteinn Árnason | Kristján Karl Meekosha | Nissan Sunny | 1600 | 01:22:05 | 00:00:09 | 00:18:55 |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 17:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2008 | 14:48
Skagafjörður eftir 4 leiðar
Nú er fjórum leiðum lokið um Mælifellsdal og einungis eftir 2 stuttar innbæjarleiðar á Sauðárkróki og en eru það Sigurður Bragi og Ísak sem leiða keppnina en Jón Bjarni og Borgar eru komnir aftur uppí annað sætið eftir áföll annara keppenda á þriðju leið. Fylkir og Elvar halda en þriðja sætinu og virðist ekki vera mikið eftir um breytingar miðað stöðu keppenda, ekki nema eitthvað komi uppá á þessum stuttu leiðum sem eftir eru.
Verð svo með úrslit um leið og þau berast mér.
Staðan eftir 4 leiðar:
Sæti: | # | Ökumaður: | Aðstoðarökumaður: | Bifreið: | Fl. | Samtals: | Í næsta: | Í fyrsta: |
1 | 3 | Sigurður Bragi Guðmundss. | Ísak Guðjónsson | MMC Lancer Evo 7 | N | 01:00:55 | 00:00:00 | |
2 | 2 | Jón Bjarni Hrólfsson | Borgar V. Ólafsson | MMC Lancer Evo 7 | N | 01:02:44 | 00:01:49 | 00:01:49 |
3 | 6 | Fylkir Jónsson | Elvar Jónsson | Subaru Impreza WRX | N | 01:02:55 | 00:00:11 | 00:02:00 |
4 | 9 | Valdimar Jón Sveinsson | Ingi Mar Jónsson | Subaru Impreza WRX | N | 01:03:41 | 00:00:46 | 00:02:46 |
5 | 20 | Páll Harðarson | Aðalsteinn Símonarson | Subaru Impreza STI WRC | N | 01:04:46 | 00:01:05 | 00:03:51 |
6 | 7 | Pétur Sigurbjörn Pétursson | Heimir Snær Jónsson | MMC Lancer Evo VI | N | 01:05:31 | 00:00:45 | 00:04:36 |
7 | 11 | Jóhannes V. Gunnarsson | Björgvin Benediktsson | MMC Lancer Evo VII | N | 01:05:46 | 00:00:15 | 00:04:51 |
8 | 5 | Hilmar B. Þráinsson | Kristinn V. Sveinsson | Jeep Grand Cherokee | J | 01:06:08 | 00:00:22 | 00:05:13 |
9 | 21 | Gunnar Hafsteinsson | Jóhann Hafsteinsson | Ford Focus | 2000 | 01:08:40 | 00:02:32 | 00:07:45 |
10 | 29 | Ólafur Ingi Ólafsson | Ástríður Ólafsdóttir | Toyota Corolla | 1600 | 01:10:16 | 00:01:36 | 00:09:21 |
11 | 41 | Sighvatur Sigurðsson | Úlfar Eysteinsson | MMC Pajero Sport | J | 01:11:14 | 00:00:58 | 00:10:19 |
12 | 28 | Kjartan M. Kjartansson | Ólafur Þór Ólafsson | Toyota Corolla 1600 GT | 1600 | 01:12:23 | 00:01:09 | 00:11:28 |
13 | 25 | Ásta Sigurðardóttir | Steinunn Gustavsdóttir | Jeep Grand pickup | J | 01:15:50 | 00:03:27 | 00:14:55 |
14 | 40 | Magnús Þórðarson | Guðni Freyr Ómarsson | Toyota Corolla | 1600 | 01:18:28 | 00:02:38 | 00:17:33 |
15 | 39 | Einar Hafsteinn Árnason | Kristján Karl Meekosha | Nissan Sunny | 1600 | 01:19:16 | 00:00:48 | 00:18:21 |
16 | 42 | Óskar Þór Gunnarsson | Benedikt Helgason | Jeep Cherokee | J | 01:19:29 | 00:00:13 | 00:18:34 |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2008 | 14:02
Skagafjörður eftir fyrstu þrjár leiðarnar
Nú hefur maður aðeins meiri fréttir af rallinu.
Sigurður Bragi og Ísak leiða rallið með 1:36 mínútur á Valdimar og Inga en Jón Bjarni og Borgar virðast hafa lent í vandræðum á þriðju leið því þeir falla úr fyrsta sætinu og niður í það fjórða og Fylkir og Elvar eru í þriðja sætinu. Marian og Jón Þór eru fallnir úr leik með annað hvort bilaðan vatnskassa eða heddpakkningu en þeir höfðu allvega áhyggjur af henni fyrir rallið. Hvati og Úlfar veltu mjög nett á annari leið en þeir töpuðu ca. mínútu á þessu ævintýri. Hilmar og Kristinn leiða jeppaflokkinn örugglega en Gunnar og Jóhann leiða flokk eindrifsbíla.
Annars er staðan svona:
Sæti: | # | Ökumaður: | Aðstoðarökumaður: | Bifreið: | Fl. | Samtals: | Í næsta: | Í fyrsta: |
1 | 3 | Sigurður Bragi Guðmundss. | Ísak Guðjónsson | MMC Lancer Evo 7 | N | 00:45:19 | 00:00:00 | |
2 | 9 | Valdimar Jón Sveinsson | Ingi Mar Jónsson | Subaru Impreza WRX | N | 00:46:55 | 00:01:36 | 00:01:36 |
3 | 6 | Fylkir Jónsson | Elvar Jónsson | Subaru Impreza WRX | N | 00:47:20 | 00:00:25 | 00:02:01 |
4 | 2 | Jón Bjarni Hrólfsson | Borgar V. Ólafsson | MMC Lancer Evo 7 | N | 00:48:18 | 00:00:58 | 00:02:59 |
5 | 20 | Páll Harðarson | Aðalsteinn Símonarson | Subaru Impreza STI WRC | N | 00:48:41 | 00:00:23 | 00:03:22 |
6 | 5 | Hilmar B. Þráinsson | Kristinn V. Sveinsson | Jeep Grand Cherokee | J | 00:49:08 | 00:00:27 | 00:03:49 |
7 | 11 | Jóhannes V. Gunnarsson | Björgvin Benediktsson | MMC Lancer Evo VII | N | 00:49:24 | 00:00:16 | 00:04:05 |
8 | 7 | Pétur Sigurbjörn Pétursson | Heimir Snær Jónsson | MMC Lancer Evo VI | N | 00:50:07 | 00:00:43 | 00:04:48 |
9 | 21 | Gunnar Hafsteinsson | Jóhann Hafsteinsson | Ford Focus | 2000 | 00:51:18 | 00:01:11 | 00:05:59 |
10 | 41 | Sighvatur Sigurðsson | Úlfar Eysteinsson | MMC Pajero Sport | J | 00:52:56 | 00:01:38 | 00:07:37 |
11 | 29 | Ólafur Ingi Ólafsson | Ástríður Ólafsdóttir | Toyota Corolla | 1600 | 00:52:57 | 00:00:01 | 00:07:38 |
12 | 28 | Kjartan M. Kjartansson | Ólafur Þór Ólafsson | Toyota Corolla 1600 GT | 1600 | 00:54:09 | 00:01:12 | 00:08:50 |
13 | 25 | Ásta Sigurðardóttir | Steinunn Gustavsdóttir | Jeep Grand pickup | J | 00:57:42 | 00:03:33 | 00:12:23 |
14 | 40 | Magnús Þórðarson | Guðni Freyr Ómarsson | Toyota Corolla | 1600 | 00:59:01 | 00:01:19 | 00:13:42 |
15 | 39 | Einar Hafsteinn Árnason | Kristján Karl Meekosha | Nissan Sunny | 1600 | 00:59:28 | 00:00:27 | 00:14:09 |
16 | 42 | Óskar Þór Gunnarsson | Benedikt Helgason | Jeep Cherokee | J | 01:02:19 | 00:02:51 | 00:17:00 |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2008 | 11:55
Fyrstu fréttir úr Skagafirði
Eftir fyrstu tvær leiðarnar eru Jón Bjarni / Borgar í forystunni og eru það Sigurður Bragi / Ísak sem eru í öðru sæti. Þriðju eru Valdimar / Ingi og svo koma Marian / Jón Þór í fjórða sæti.
Pétur og Heimir eru í 11. sæti eftir að hafa sprengt á fyrstu leið og tapað miklum tíma.
Meira á eftir um leið og frekari fréttir berast .......
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2008 | 09:01
Skagafjarðarrall, 4. umferð Íslandsmótsins
Núna um næstu helgina fer fram Skagafjarðarrall en það er Bílaklúbbur Skagafjarðar sem stendur að þessu ralli. 17 bílar eru skráðir til leiks, 8 fjórhjóladrifsbílar, 5 eindrifsbílar og 4 jeppar en þar er munur á síðasta ralli þegar enginn jeppi var með. Búast má við hörku slag fyrir norðan en eins og fyrri daginn er líklegt að slagurinn um fyrsta sæti verði á milli þriggja áhafna en það eru Pétur/Heimir, Sigurður Bragi/Ísak og Jón Bjarni/Borgar. Þar fast á eftir verða Valdimar/Ingi, Marian/Jón Þór og líklegast einnig Páll/Aðalsteinn. Bæði Jóhannes/Björgiv og Fylkir/Elvar eru dálítið óskrifað blað að þessu sinni.
Stórskotaliðið í Jeppaflokki er mætt að þessu sinni en bæði eru Sighvatur/Úlfar og Hilmar/Kristinn eru skráðir til keppni að þessu sinni og verður bara gaman að sjá hvað þessar tvær áhafnir gera að þessu sinni en Sighvatur og Úlfar mæta á Pajero en Hilmar og Kristinn halda við Cherokee hefðinni og virðast hafa tekið við henni einmitt af Sighvati og Úlfari og verður afarfróðlegt að sjá hvar þessar áhafnir enda í heildarstöðuni í lokinn.
Svo er bara að fylgjast með en ég reyni að henda inn tímum eins og ég get en ég minni áhugasama á að hægt er að fylgjast með keppniskoðun á þessum bílum en hún fer fram í dag við Max1 í Jafnaseli og byrjar klukkan 18:15
Hér er rásröðin fyrir þessa keppni:
Rásnr. | # | Ökumaður: | Aðstoðarökumaður: | Bifreið: | Flokkun: |
1 | 7 | Pétur Sigurbjörn Pétursson | Heimir Snær Jónsson | Mitsubishi Lancer Evo VI | N |
2 | 3 | Sigurður Bragi Guðmundsson | Ísak Guðjónsson | Mitsubishi lancer Evo 7 | N |
3 | 2 | Jón Bjarni Hrólfsson | Borgar V Ólafsson | Mitsubishi lancer Evo 7 | N |
4 | 18 | Marian Sigurðsson | Jón Þór Jónsson | Mitsubishi Lancer Evo V | N |
5 | 9 | Valdimar Jón Sveinsson | Ingi Mar Jónsson | Subaru Impreza WRX | N |
6 | 11 | Jóhannes V. Gunnarsson | Björgvin Benediktsson | Mitsubishi Lancer Evo 7 | N |
7 | 6 | Fylkir A. Jónsson | Elvar Jónsson | Subaru Impreza STI N8 | N |
8 | 20 | Páll Harðarson | Aðalsteinn Símonarson | Subaru Impreza STI N12 | N |
9 | 41 | Sighvatur Sigurðsson | Úlfar Eysteinsson | Mitsubishi Pajero Sport | J |
10 | 5 | Hilmar B Þráinsson | Kristinn V Sveinsson | Jeep Grand Cherokee | J |
11 | 21 | Gunnar Hafsteinsson | Jóhann Hafsteinsson | Ford Focus | 2000 |
12 | 28 | Kjartan M Kjartansson | Ólafur Þór Ólafsson | Toyota Corolla 1600 GT | 1600 |
13 | 29 | Ólafur Ingi Ólafsson | Ástríður Ólafsdóttir | Toyota Corolla 1600 GT | 1600 |
14 | 25 | Ásta Sigurðardóttir | Steinunn Gustavsdóttir | Jeep Grand pickup | J |
15 | 42 | Óskar Þór Gunnarsson | Benedikt Helgason | Jeep Cherokee | J |
16 | 40 | Magnús Þórðarson | Guðni Freyr Ómarsson | Toyota Corolla 1600 GT | 1600 |
17 | 39 | Einar Hafsteinn Árnason | Kristján Karl Meekosha | Nissan Sunny | 1600 |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.7.2008 | 16:04
Myndaalbúm
Ég var að setja inn loksins nokkrar myndir sem ég hef safnað saman héðan og þaðan og eru þessar myndir teknar af hinum og þessum ljósmyndaranum án þess að ég nefni það sérstaklega. Ef einhverjir eru ósáttir við að myndir þeirra séu hér á síðunni þá endilega láta mig vita og ég kippi þeim út í hvelli.
p.s. ég á allnokkuð safn af gömlum myndum, alveg síðan 1990, en ég er að vinna í því að skanna þær inn og kem til með að birta þær hér við tækifæri.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.7.2008 | 14:41
Kominn til baka úr sumarfríi :-)
Vá þetta er strax betra.
Ég fór í sumarfrí í 2 vikur og reiknaði með að geta hent hérna inn einhverjum línum á meðan en þannig fór það nú ekki allveg þannig - en hvað hefur gerst á þessum 2 vikum.....
Jú, Jón Bjarni og Borgar gerðu það sem virtist ætla að verða þeim ómögulegt þ.e. að vinna rall keppni. Eftir að hafa verið að þefa að fyrsta sætinu núna í 2 ár þá kom loksins að því að þeir næðu að klára þetta og það með sóma. Í öðru sæti enduðu Sigurður Bragi og Ísak eftir nokkuð jafnan og góðan akstur og þriðju enduðu Pétur og Heimir en þeir hafa nokkuð trausta forystu í Íslandsmótinu eftir þessar fyrstu þrjár umferðir. Valdi og Ingi skiluðu sér í fjórða sæti og eftir því sem ég hef heyrt virðist Valdi að vera keyra mun betur í ár en í fyrra og að þarna sé efnilegur ökumaður á ferð. Marri hafði Ástu systir sína með þetta skiptið og þrátt fyrir myndarlegan útafakstur þá enduðu þau í fimmta sæti en það var einungis eftir að Páll og Aðalsteinn fengu dæmda á sig 1 mínútu í refsingu fyrir þjófstart sem færði þá þar af leiðandi í sjötta sæti.
Kjartan og Óli Þór höfðu sigur í eindrifsflokki en með þessum árangri tóku þeir einnig forystuna í 1600 flokki og 2000 flokki í Íslandsmótinu, ekki slæmur árangur það... Enginn jeppi tók þátt í þessari keppni að þessu sinni og vonandi verður breyting þar á.
Kjartan og Óli Þór að nota allan veginn.....
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.7.2008 | 12:31
3ja umferð íslandsmótsins - Snæfellsnes
'A morgun fer fram þriðja umferð íslandsmótsins í rallakstri. Eknar verða leiðar vítt og breitt um Snæfellsnesið en það er talið í áratugum síðan rallkeppni fór fram þar síðast. Líklegast er það bara einn keppandi, Páll Harðarson, sem hefur keppt á þessum leiðum áður en þó ekki alveg víst að hann hafi verið byrjaður að keppa þá.
14 áhafnir eru skráðar til leiks, 8 fjórhjóladrifsbílar og 6 eindrifsbílar en enginn jeppi skráður til þátttöku í þessari keppni. Þar sem þessar leiðar hafa ekki verið eknar svo árum skipti þá er viðbúið að keppni verði jafnari en endranær (ekki að það hafi vantað jafna keppni það sem liðið er af árinu) en jafnframt er má búast við allnokkrum afföllum og ekki víst að allir bílar verði jafn heilir eftir keppni eins og fyrir keppni og spá ég því að úrslit verði ekki samkvæmt bókinni að þessu sinni. Meira um þetta síðar.
Rásröð Snæfellsnes 2008 |
. | |||||||||
|
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2008 | 10:39
1. sigur Flóðhestanna í Bretlandi
Danni tók þátt á "lítilli" keppni í Wales um helgina en þessi keppni var hugsuð sem létt shakedown fyrir "the Hipporacemobile" eftir vandræði í síðustu keppni þeirra í veldi Elísabetar og stóra krassið á Mön ásamt því að skoða leiðarnar sem varða hluti af Rally Wales Gb, en stefnan er víst hjá Danna að taka þátt í því síðar á árinu. Til liðs við sig fékk Danni heimamanninn Andrew Sankey sem þekkir víst hverja þúfu á þessum leiðum (svona rétt eins og Ísak, Jón Ragnars og Witek gera hérna heima) ásamt kennitölu og skóstærð.....
Til að einfalda þessa frásögn þá tóku þeir besta tímann á fyrstu leið og sigruðu með rétt um mínútu á næsta bíl og bara á undan 66 öðrum áhöfnum og hlítur þetta að vera gott fyrir sjálfstraustið (ekki að Daníel hafi vantað það síðustu árin) og eins ætti að þetta að undirstrika fyrir hugsanlegum sponsorum að hann geti bæði haldið góðum hraða og klárað dæmið en það hefur aðeins vantað uppá það í Bretlandi. Eins og fyrr sagði þá vona ég að þetta hjálpi honum að fjármagna næstu keppnir í Bretlandi, Rally Wales GB og eins þá næsta ár.
Gott hjá þeim og svo er bara að sigara næsta Evo challange!
Andrew Sankey - hvað er þetta með aðstoðarökumenn og bjór!
p.s. Gerða á víst heiðurinn af myndinni af bílnum og kanski einnig af Andrew - hvað veit ég....
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.6.2008 | 16:43
Tyrkland - Hirvonen vinnur
Um helgina fór fram Tyrklandsrallið en eftir mikla taktík á föstudeginum voru það Ford liðið sem hafði betur og voru það Hirvonen og Latvala sem enduðu í 1. og 2. sæti en Loeb varð að gera sér þriðja sætið að góðu eftir að hafa verið í því að hreinsa lausa mölina af veginum fyrir aðra keppendur þar sem var ræstur fyrstur. Það er því Hirvonen sem leiðir heimsmeistarakeppnina með 3 stigum þegar WRC fer í sitt sumarfrí en næsta keppni er eftir 6 vikur í Finlandi.
Sordo hafði 4. sætið af Henning Solberg á sunnudeginum með miklum tilþrifum og Petter Solberg endaði í 6. sæti. Unglingurinn Matthew Wilson krækti sér svo í 7. sætið en hann ekur einum af mörgum Ford Focus bílum sem M-sport gerir út en það er pabbi hans sem er liðstjóri þar á bæ.
Andreas Aigner tryggði sér sinn þriðja sigur í röð í P-WRC og hefur með því tekið örugga forystu í sínum flokki með þessum góða árangri en nú reynir á Jari Ketomaa að ná góðum árangri í Finlandi þar sem Aigner hvílir í þeirri keppni og hafa aðrir keppendur tækifæri á að sækja að honum á meðan.
Svona var lokastaðan:
1. | 3 | Mikko HIRVONEN | 4:42:07.1 | 0.0 | 0.0 |
2. | 4 | Jari Matti LATVALA | 4:42:15.0 | +7.9 | +7.9 |
3. | 1 | Sebastien LOEB | 4:42:32.8 | +17.8 | +25.7 |
4. | 2 | Dani SORDO | 4:44:32.7 | +1:59.9 | +2:25.6 |
5. | 8 | Henning SOLBERG | 4:44:40.8 | +8.1 | +2:33.7 |
6. | 5 | Petter SOLBERG | 4:44:55.3 | +14.5 | +2:48.2 |
7. | 16 | Matthew WILSON | 4:46:31.3 | +1:36.0 | +4:24.2 |
8. | 14 | Conrad RAUTENBACH | 4:49:53.8 | +3:22.5 | +7:46.7 |
Aigner og Mitsubishi leiða P-WRC keppnina
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)