13.6.2008 | 16:06
Tyrkland - Loeb leiðir eftir 1. dag
Loeb leiðir Tyrklands rallið eftir fyrstu 9 leiðarnar en Henning Solberg er óvænt í 2. sæti eftir taktískar brellur keppendanna sem eru að slást um 1. sæti. Greinilega hafa Ford menn spilað með tíma sína því skyndlega nær Loeb forystunni og Henning Solberg sem var í fimmta sæti fyrir skaust uppí 2. sætið en hann var jafnframt með besta tímann á síðustu leið. Það er ljóst að reiknimeistararnir hjá Ford liðinu hafa reiknað rétt enda Henning Solberg 1 sekúndu á eftir Loeb og Hirvonen sem leiddi fyrir þessa síðustu leið er 6,9 sekúndum á eftir Loeb en samt í 5. sæti. Miðað við þessa stöðu verður ákafalega gaman að fylgjast með slagnum á morgun og sjá tímanna sem Ford tríóið Latvala, Galli og Hirvonen eiga eftir að taka á morgun EF það verður jafn þurrt og það var í dag!
í P-WRC er slagurinn á milli Austurríkismansins Andreas Aigner (Mitsubishi) og Svíans Patrik Sandell (Peugeot) og eftir þessar 9 leiðar er það Aigner sem leiðir með 0,9 sekúndur á Sandell. Subaru menn virðast enn einu sinni ekki vera búnir að fínpússa nýja bílinn (N14) og verða þeir að treysta á SuperRally reglurnar til að taka þátt á morgun.
Staðan eftir 9 leiðar er svona:
1. | 1 | Sebastien LOEB | 2:02:35.2 | 0.0 | 0.0 |
2. | 8 | Henning SOLBERG | 2:02:36.2 | +1.0 | +1.0 |
3. | 4 | Jari Matti LATVALA | 2:02:36.3 | +0.1 | +1.1 |
4. | 7 | Gigi GALLI | 2:02:37.4 | +1.1 | +2.2 |
5. | 3 | Mikko HIRVONEN | 2:02:42.1 | +4.7 | +6.9 |
6. | 5 | Petter SOLBERG | 2:03:24.3 | +42.2 | +49.1 |
7. | 16 | Matthew WILSON | 2:03:41.1 | +16.8 | +1:05.9 |
8. | 2 | Dani SORDO | 2:03:42.0 | +0.9 | +1:06.8 |
9. | 9 | Federico VILLAGRA | 2:04:52.4 | +1:10.4 | +2:17.2 |
10. | 11 | Toni GARDEMEISTER | 2:05:02.3 | +9.9 | +2:27.1
|
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2008 | 12:30
Tyrkland - shakedown
Áðan lauk shakedown fyrir Tyrklandsrallið og eru það Ford ökumenn sem eru í efstu sætunum og fáum kom á óvart að það var Latvala sem átti besta tímann, annar var Galli sem keppir fyrir Stobbart liðið og þriðji var Hirvonen sem er ökumaður nr.1 hjá Ford liðinu. Flestir ökumenn fóru einungis fáar ferðar hver þar sem leiðin var laus og allnokkuð grjót í henni sem orsakaði meðal annars brotna spyrnu hjá Petter Solberg. Loeb er búinn að gefa út að hann muni ekki láta forystuna í stigakeppnina af hendi aftur en hann er með 1 stigs foystu á Mikko Hirvonen sem á móti hefur sagt að hann vonist eftir því að Loeb muni tapa tíma á því að vera fyrsti bíll á vegi en Hirvonen hefur tapað miklum tíma á að vera fyrsti bíll á vegi í síðustu keppnum.
Annars voru tímar eftirfarandi:
Latvala: 3:55.7
Galli: 3:57.2
Hirvonen: 3:59.4
Atkinson: 4:00.4
Loeb: 4:00.7
H. Solberg: 4:01.4
P. Solberg: 4:01.7
Mikkelsen: 4:02.4
Sordo: 4:03.9
Aava: 4:04.3
Wilson: 4:05.6
Villagra: 4:10.1
Gardemeister: 4:10.3
Andersson: 4:10.4
Rautenbach: 4:13.1
Clark: 4:21.5
Flott mynd af Pétri Sólberg, Frænda hans Sigga, í síðasta ralli
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2008 | 18:45
Pétur og Heimir sigra og taka forystuna í Íslandsmótinu!
Pétur og Heimir sem aka MMC Evo6 sigruðu áðan Sparisjóðsrallið og með þessum sigri taka þeir jafnframt forystuna í Íslandsmótinu og skáka með því sér reyndari mönnum en þetta er einungis þeirra önnur keppni á 4x4 bíl! Í öðru sæti enduðu svo Valdi Kaldi og Ingi á sínum Subaru bíl eftir hörkuslag við Marian og Jón Þór sem tryggðu sér þriðja sætið eftir góðan hraðan akstur en þeir keppa á MMC Evo5. Fylkir og Elvar gera vel með taka fjórða sætið á undan Jóhannesi og Björgvin. Páll og Aðalsteinn kára svo í sjötta sæti á öflugasta bílnum í rallinu en þeir hafa eflaust einbeitt sér að ná tökum á þessum bíl eftir að hafa velt honum í síðustu keppni og verður því fróðlegt að sjá hvað þeir gera í næstu keppni. Bæði Fylkir/Elvar og Páll/Aðalsteinn keppa á Subaru bílum. Henning og Gylfi eru fyrstu eindrifsbíllinn og jafnframt sigurvegarar í nýliðaflokki en Guðmundur og Ingimar sigra Jeppaflokkinn nokkuð auðveldlega og væri gaman að sjá Tomcat menn mæta í þann slag. Sigurður Bragi og Ísak duttu út með bilaða vél og Jón Bjarni og Borgar duttu út með skemmdann stýrisenda eftir að hafa ekið lengi með hægra framdekk sprungið.
Hérna eru úrslit dagsins:
Bara flott mynd af stökki hjá Marian og Jón Þóri
Kjartan og Óli Þór á leið í annað sætið í nýliðaflokki
Myndir: Það er Elvar Örn sem á allan heiður af þessum myndum og er þeim samviskusamlega stolið af síðu hans http://www.flickr.com/photos/elvarorn
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 19:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2008 | 11:58
Fyrstu fréttir þennann morguninn.
Jón Bjarni og Borgar leiða þetta rall eftir að tveimur leiðum er lokið í morgunsárið og hafa þeir aukið forstkotið á Pétur og Heimir en munurinn á þeim er rétt um 20 sekúndur. Í þriðja sæti eru þeir Marian og Jón Þór eftir að Sigurður Bragi og Ísak duttu út en ég hef ekki heyrt hvað olli því. Í fjórða sæti eru Valdimar og Ingi og munar enn 8 sekúndum á þeim og Marian einsog eftir leiðar gærdagsins þannig að þarna er hörkuslagur í uppsiglingu. Ásta og Steinunn er dottnar út eftir að hafa velt Cherokee bíl sínum og vonum við allt sé í góðu með þær. Guðmundur og Jakob á Renault Clio hófu ekki keppni í morgun þar sem enn vantaði eitt hjól undir bílinn eftir átök gærdagsins.
Vondandi verð ég með tíma fljótlega til að birta hér.
Hér eitt af hjólunum af detta undan Clio-inum
Myndir: Jak/MBL.is og Team Seastone.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2008 | 23:00
Sparisjóðsrallið - fyrri dagur
Hérna er staðan eftir fyrri dag Sparisjóðsrallsins.
Eins og sjá má eru Pétur/Heimir að standa sig vel í sinni annari keppni á þessum bíl og eins kemur á óvart hversu hratt Marian/Jón þór aka sínum Evo5 bíl en Jón Þór hefur setið í þessum bíl áður en þá með Hjörleif Hilmarsson í ökumanssætinu. Einhver skjálfti virðist hafa verið í Páli/Aðalsteini eftir veltuna í fyrstu keppni ársins og tapa þeir allnokkrum tíma á fyrstu tveimur leiðunum en eru svo komnir skrið í báðum ferðum um höfnina í Keflavík. Henning/Gylfi eru fyrsti eindrifs bíllinn í þessari keppni en Kjartan/Ólafur eru ekki langt undan. Þetta er einungis forsmekkurinn af því sem koma skal því einungis hafa þeir ekið í rúmar 6 mínútur á sérleiðum í dag. Á morgun koma svo 3 ferðir um Djúpavatn ásamt fleiri leiðum og þá á þessi röð allveg örugglega eftir að breytast mikið.
Pétur og Heimir standa sig vel í öðrusæti eftir fyrri dag.
Mynd: Elvaro - eins og sjá má.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2008 | 19:04
Suðurnesjarall - Sparisjóðsrallið
Nú fyrr í kvöld fór af stað Suðurnesjarall en það er AIFS sem heldur þetta rall að venju.
Fyrirfram er búist við hörðum slag á milli Sigurðar Braga/Ísaks sem sigruðu fyrstu umferð Íslandsmótsins um daginn og hinsvegar Jóns Bjarna/Borgars sem leiddu fyrstu umferð alveg þangað til drifbúnaður brotnaði í bíl þeirra en báðar þessar áhafnir keppa á Mitsubishi Evo7 bílum. Þessar áhafnir þurfa samt að vara sig því nokkrar áhafnir eru ekki langt undan en það eru til dæmis Pétur/Heimir, Páll/Aðalsteinn og Valdimar/Ingi en þessar áhafnir voru að sýna góða tíma í síðasta ralli þó lokastaða þeirra væri misjöfn.
Í byrjandaflokki er við því að búast að Henning/Gylfi muni leiða þann slag en Kjartan/Óli er líklegir til að vera að stríða þeim. Jeppaflokkurinn var nokkuð auðveldur hjá Guðmundi/Ingimar síðast en spurning hvort Ásta/Steinunn verði ekki nær þeim í tímum í þessari keppni. Þrátt fyrir að Ásta sé aðeins 18 ára er hún samt ekki yngsti ökumaðurinn því Magnús Þórðarson varð 17 ára fyrir nokkrum dögum síðan og mætir á ráslínuna með pabba gamla í hægra sætinu.....
Meira seinna í kvöld um leið fréttir berast.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 19:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2008 | 16:44
Danni og Ásta úr leik í Severn valley rally
Danni og Ásta eru dottin út eftir leið númer 5 með bilaðan drifbúnað og er það svekkjandi fyrir þau eftir að hafa náð að koma bílnum í þessa keppni eftir stóra krassið á Mön. Þau voru að keyra á nokkuð góðum tímum en það var ferjuleiðarrefsing að þvælast fyrir þeim vegna þess að þau mættu of seint inná fyrstu tímastöð! Gangi þeim allt í haginn í næstu keppni.
Bíllinn á lokametrum viðgerðar fyrir þessa keppni
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.5.2008 | 23:09
Akrapólisrally - fyrsti dagur
Fyrsta degi rallsins í Grikklandi lauk eins og oft áður með Sebastian Loeb í forystu, er hann á undan liðsfélaga sínum Dani Sordo sem er annar og í þriðja sæti er Petter Solberg. Báðir Ford ökumennirnir töpuðu tíma seinni partinn í dag eftir að hafa ekið á grjót á síðustu alvöruleið dagsins og þurftu þeir að aka hægt í gegnum superspecial leið dagsins og féllu við það niður í 6. og 7. sæti í rallinu. er það virkilega svekkjandi fyrir Latvala en hafði alveg fram að síðu leið verið í hörkuslag við Loeb um forystuna í rallinu. Subaru menn er í skýjunum yfir stöðunni hjá Petter Solberg þrátt fyrir að hann sé einni mínútu á eftir Loeb en þetta er fyrsta keppni þeirra á nýjum og mikið breyttum bíl. Vert er að minnast á árangur Eistlendingsins Urmo Aava sem ekur um á Citroen C4 en hann ekur fyrir einkalið og er sterkri stöðu í 5.sæti.
Í P-WRC er það Nasser Al-Attiyah sem leiðir en hann er kominn með nokkuð forskot á næstu menn sem eru Juha Hanninen og Mirco Baldacci en forystusauðnum í stigakeppninni, Jari Ketomaa, hlektist á í dag, verður hann í að vinna sig upp listann á morgun ef að líkum lætur.
Staðan eftir fyrsta dag:
1. | 1 | Sébastien LOEB | 1:21:34.8 | 0.0 | 0.0 |
2. | 2 | Dani SORDO | 1:21:50.5 | +15.7 | +15.7 |
3. | 5 | Petter SOLBERG | 1:22:33.9 | +43.4 | +59.1 |
4. | 8 | Henning SOLBERG | 1:22:40.8 | +6.9 | +1:06.0 |
5. | 15 | Urmo AAVA | 1:22:50.3 | +9.5 | +1:15.5 |
6. | 4 | Jari-Matti LATVALA | 1:22:53.7 | +3.4 | +1:18.9 |
7. | 3 | Mikko HIRVONEN | 1:23:11.2 | +17.5 | +1:36.4 |
8. | 6 | Chris ATKINSON | 1:23:31.6 | +20.4 | +1:56.8 |
9. | 12 | Per-Gunnar ANDERSSON | 1:23:58.6 | +27.0 | +2:23.8 |
10. | 9 | Federico VILLAGRA | 1:24:04.1 | +5.5 | +2:29.3 |
Staðan í P-WRC eftir fyrsta dag:
15. | 39 | Nasser AL-ATTIYAH | 1:27:44.0 | +2:41.0 | +6:09.2 |
16. | 52 | Juho HANNINEN | 1:28:54.2 | +1:10.2 | +7:19.4 |
17. | 32 | Mirco BALDACCI | 1:28:55.9 | +1.7 | +7:21.1 |
18. | 55 | Patrik SANDELL | 1:29:07.6 | +11.7 | +7:32.8 |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2008 | 16:43
Keppir Danni um helgina í Bretlandi?
Það er víst mikið búið að ganga á í Bretlandi síðustu daga. 10 vikna viðgerðartíminn á Evo9 bílnum var styttur niður í 1 viku með því að senda jaxla frá Íslandi til að gera við bílinn (Bretarnir eru víst enn að spá hvað gerðist) og verður spennandi að sjá hvernig þessi keppni fer. Ásta verður í hægra sætinu í þessari keppni og er það ekki það eina sem breytist heldur er þetta í fyrsta skipti sem Danni er með næstum því aðmennilegt rásnúmer en hann v númer 20 í þessari keppni og því nálægt þeim sem verður að keppa við að þessu sinni.
Svo er bara að fylgjast með árangrinum hjá þeim systkynum um helgina og kem ég til með að henda einhverjum fréttum af árangri þeirra um leið og ég get grafið eitthvað meira upp um þetta.
Læt nokkrar myndir fylgja með sem sýna framganginn á þessu verki og svo einnig jaxlana - að sjálfsögðu.
Þetta er það sem blasti við þeim þegar þeir komu út
Aðeins að massa þetta....
Nýmálaður og tilbúinn í hendurnar á Bretunum
Þetta eru jaxlarnir sem mössuðu þetta með Danna. Þeir eru. Himmi, Elvar og Fylkir.
Þessum myndum var samviskulega stolið af spjallsvæðinu hjá lia.is en það var Hilmar sem setti þær þar inn.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2008 | 15:39
Akrapólis shakedown
Þá er shakedown lokið í Grikklandi og er það Dani Sordo á Citroen C4 sem á besta tímann. Latvala ók útaf og skemmdi Focus bíllinn sinn en þar sem búrið skemmdist ekkert þá var bara skellt á hann nýrri hurð og fékk hann að klára einhverjar ferðir í viðbót. Subaru menn kláruðu með fimmta og sjötta besta tímann á nýja bílnum og kom ekkert uppá hjá þeim. Suzuki mennirnir Anderson og Gardemeister kláruðu með 14. og 16. besta tímann.
Svo byrjar stuðið í fyrramálið og bíð ég spenntur eftir að sjá hvað Subaru menn gera enda væri nú gott að fá þriðja liðið í toppbaráttuna þannig að það sé ekki bara Citroen og Ford!
Bestu tímar í shakedown:
1. Sordo: 2:26.3
2. Hirvonen: 2:27.0
3. Loeb: 2:27.2
4. Galli: 2:27.6
5. Atkinson: 2:28.0
6. P. Solberg: 2:28.2
7. Latvala: 2:28.4
8. Villagra: 2:28.4
9. H. Solberg: 2:29.2
10. Aava: 2:29.6
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)