27.5.2008 | 17:33
Akrapólisrally
Um næstu helgi fer fram 7. umferð heimsmeistaramótsins í rallakstri en þessi keppni er jafnframt liður í P-WRC þar sem keppt er á grúbbu N bílum.
Sebastian Loeb mætir heitur eftir að hafa sigrað í síðustu umferð og kemur til með að berjast á hæl og hnakka við að bæta 41. sigrinum við safnið. Ford mennirnir Mikko Hirvonen og Jari-Matti Latvala munu verða hans helstu keppnautar en Hirvonen leiðir stigakeppni ökumanna og Latvala sigraði 10 leiðar af 17 í síðustu keppni og náði að klára í 3ja sæti eftir að hafa fallið niður í það 14. eftir að hafa sprengt dekk á fyrsta keppnisdegi. Stóra spurningarmerkið er við þá Subaru félaga Petter Solberg (sem er frændi hans Sigga) og Chris Atkinson en þeir mæta á nýjum bíl og hefur David Richard, sem á Prodrive, lofað nýju og betra Subaru liði með tilkomu þessa nýja bíls. Ekki má heldur gleyma Gigi Galli sem ekur fyrir Stobbart liðið en hann gæti komið sterkur inn í þessa keppni eftir að hafa sýnt flotta tíma í síðustu keppni. Suzuki liðið á enn eftir að sýna hvers það er megnugt og gæti reynsla Toni Gardemeister eftir að nýtast honum vel og jafnvel að skila þessu nýja liði þeirra besta árangri á þessu ári.....
Eitt er ljóst að í þessari keppni eiga úrslitin eftir að ráðast á því hver sleppur best frá því að sprengja dekk en ég spá því að allir bílarnir í topp 5 eigi eftir að sprengja dekk og því bara spurning hver tapar minnstum tíma á því veseni.
Í P-WRC koma flest augu til með að vera unga finnanum Jari Ketomaa en hann leiðir stigakeppnina eftir fyrstu 2 umferðirnar og mætir hann núna á N14 Subaru bílnum en hann hefur verið fram að þessu verið á N12 bíl. Í þessum flokki standa samt best að vígi finninn Juha Hanninen og austurríkismaður Andreas Aigner en þeir þeir hafa sigrað hvora keppnina fyrir sig en það á hugsanlega eftir að koma í bakið á Aigner mistök hans í keppninni í Svíþjóð þegar líður á árið.
Meira um þetta um næstu helgi.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2008 | 13:48
Rally Italía
Mér hefur nú ekki gefist mikil tími til að fjalla um síðasta rall í WRC enda falla þau röll í skuggann af Íslandsmótinu í rallakstri......
Loeb vann þetta rall og tryggði með því sinn 40. sigur í WRC og er enginn ökumaður sem náð öðrum eins árangri enda sá sem er með næst flesta sigra "einungis" með 26 sigra. Hirvonen endaði annar en heldur samt forystunni í stigakeppninni og Latvala kláraði í 3. sæti en Latvala vann allar leiðar laugardagsins og tók af Loeb einungis rétt um 40 sekúndur..... en það var ekki nóg eftir að hafa sprengt dekk á föstudagsmorgninum. Svo er bara að sjá hvort Subaru menn blandi sér ekki í toppslaginn á nýjum bíl í næstu keppni - sjá næstu grein mína hér á undan.
Svona er staðan í stigakeppninni eftir þessa keppni.
1. | M. HIRVONEN | 43 |
2. | S. LOEB | 40 |
3. | C. ATKINSON | 31 |
4. | J. LATVALA | 24 |
5. | D. SORDO | 21 |
6. | G. GALLI | 17 |
7. | H. SOLBERG | 11 |
8. | P. SOLBERG | 9 |
9. | F. VILLAGRA | 8 |
10. | M. WILSON | 7 |
og svona er staðan hjá framleiðendum
1. | BP FORD ABU DHABI WORLD RALLY TEAM | 71 |
2. | CITROEN TOTAL WRT | 64 |
3. | SUBARU WORLD RALLY TEAM | 42 |
4. | STOBART VK M-SPORT FORD RALLY TEAM | 34 |
5. | MUNCHI'S FORD WORLD RALLY TEAM | 16 |
6. | SUZUKI WORLD RALLY TEAM | 7 |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2008 | 11:50
Nýr Subaru Impreza WRC
Það er komin dagsetning á fyrstu keppni fyrir nýja Subaru Impreza WRC 2008 bílinn en hann verður notaður í næstu keppni sem haldin verður þ.e. Akrapólis rallið sem haldið verður dagana 29/5 - 1/6 næstkomandi. það verður virkilega spennandi að sjá hvernig þessi bíll kemur til með að virka en SWRT hefur þegar gefið út að þessi bíll sé orðin fljótari en fyrirrennari hans sem þeir hafa verið að nota fram að þessu. Læt hérna fylgja með 2 myndir af bílnum og eins og sjá má þá hefur guli liturinn vikið fyrir hvítum og gráum lit ásamt nýju lógói.....
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2008 | 22:09
Úrslit vorrallsins
Þá er þessu ralli lokið og hafa Sigurður Bragi og Ísak sem aka á MMC Lancer Evo7 unnið rallið en þeir eru einni mínútu og fimmtíu sekúndum á undan Pétri og Heimi sem aka gamla bílnum hans Danna, Evo6. Í þriðja sæti eru Marian og Jón Þór en þeir eru á MMC Lancer Evo5. Fjórðu eru Jóhannes og Björgvin á MMC Lancer Evo7 en þetta er þeirra fyrsta keppni á þessum bíl og á það á einnig við um Pétur/Heimi og Marian/Jón þór.
Sigurður Bragi hafði orð á því að þeir félagar væru heppnir að hafa náð í endamarkið en vélin í bíl þeirra lak olíu og hafði aukahljóð sem ekki er reyknað með í nýuppteknum mótor. Þegar hann var spurður útí tíma þeirra á Djúpavatninu í gær sagðist hann vera sáttur við hann en hann hefði átt í vandræðum með sjá veginn í rigningunni og rökkrinu í gærkvöld og vildi meina að blanda af aldri sínum og óhreinni framrúðu hafi valdið því að hann hafi einnig verið mikið í köntunum vegna rangrar staðsetningar á veginum. Í samtali mínu við Pétur fyrr í kvöld kom fram að þessi keppni hafi í raun skilað þeim betri árangri en þeir væntu í upphafi en þeir lögðu upp með að keyra sitt rally óháð tímum annara keppenda til að læra sem best á þennan bíl sem þeir eru nýbúnir að endurbyggja frá grunni og eiga þeir heiður skilið fyrir metnað þann sem þeir hafa lagt í þennan bíl. Marían og Jón Þór standa sig mun betur heldur en flestir reiknuðu með í upphafi en eflaust hefur það hjálpað þeim að fá upplýsingar frá Danna, bróður hans Marra, um uppsetningu bílsins og gera þeir virkilega vel með því að skila þessum bíl á verlaunapall.
Sigurvegarar í nýliðaflokki eru þeir Henning og Gylfi og kemur það svo sem ekkert mikið á óvart enda allnokkur reynsla sem þeir hafa þrátt fyrir að keppa í nýliðaflokki. Í öðru sæti eru þeir Kjartan og Óli Þór en þeir aka á gamla bílnum þeirra Péturs og Heimis. Í jeppa flokki sigruðu þeir Guðmundur og Ingimar.
Á loka sprettinum duttu út þeir Páll og Aðalsteinn á Subaru með brotna framrúðu og aðrar skemmdir eftir veltuna fyrr í dag, Sigurður og Arena duttu út með bilaða vél.
Myndin er af því þegar Úlfar og Birkir voru að minka hjólastellið undir Cherokee bílnum fyrr í dag en þessi mynd, eins og fleiri á þessari síðu, er fengin af síðu mótormyndar.
Lokastaðan er eftirfarandi:
1. Sigurður Bragi og Ísak 59:06
2. Pétur og Heimir 01:00:56
3. Marian og Jón Þór 01:03:00
4. Jóhannes og Björgvin 01:05:28
5. Fylkir og Elvar 01:07:33
6. Sigurður Óli og Hrefna 01:07:57
7. Valdimar og Ingi 01:08:03
8. Henning og Gylfi 01:10:50
9. Guðmundur og Ingimar 01:12:13
10. Kjartan og Óli Þór 01:13:08
11. Ólafur og Sigurður 01:13:36
12. Reynir og TBN 01:15:06
13. Ásta og Steinunn 01:18:09
14. Gunnar og Hafsteinn 01:20:13
Þeir sem duttu út voru
Pétur Ástvaldsson - mætti ekki í skoðun
Þórður og Magnús - brotinn gírkassi
Úlfar og Birkir - hjólastell undan að aftan
Páll og Aðalsteinn - Veltu
Jón Bjarni og Borgar - brotinn gírkassi,millikassi,framdrif
Sigurður og Arena - bilaði mótor
p.s. Loeb leiðir enn Ítalska rallið og er hann 29,4 sekúndum á undan Hirvonen og Latvala en þeir eru hnífjafnir en Hirvonen telst vera annar! Galli er fjórði og hefur Sordo fallið niður í 5. sæti. Að öllu óbreyttu á þetta forskot að duga Loeb og því líkur á að hann sé að landa 40. sigri sínum. Meira um þetta rall á morgun.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.5.2008 | 12:19
Allt að gerast.....
Jón Bjarni og Borgar eru dottnir út með brotinn gírkassa, Palli velti N12 Subarunum í fyrtu ferð um Lyngdalsheiði en er samt enn inni, Úlfar er dottin út á Cherokee bíl sínum en ég veit ekki hvað kom fyrir hjá honum (hann keyrði víst útaf og skemmdi hjólabúnað).
Sigurður Bragi og Ísak leiða því keppnina, í öðru sæti eru Pétur og Heimir og í þriðja sæti eru Marian og Jón Þór en þeir hafa verið að auka bilið í Jóhannes og Björgin.
Sigurður Bragi og Ísak eru víst með mótor sem er ekkert í alltof góðu lagi þannig margt getur enn gerts.
Þessari mynd var samviskusamlega stolið af mbl.is en það er JAK sem tók þessa mynd í gær af þeim félögum Jóni Bjarna og Borgar á innbæjarleið í Hafnarfirði í gærkvöldi.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 13:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2008 | 09:45
Staðan eftir fyrri dag og rásröð fyrir laugardag.
Jón Bjarni og Borgar leiða þetta rall og hafa þeir 70 sekúndur á Sigurð Braga og Ísak. Nokkuð öryggir í 3. sæti eru Pétur og Heimir. Marian og Jón þór eru í 4. sæti en þeir þurfa að vara sig á Jóhannesi og Bjrörgvin en þeir eru 29 sekúndum á eftir þeim og leiðir dagsins eru ekki jafn slæmar fyrir bakið á Jóhannesi og spurning hvort hann nái þá ekki að aka hraðar en hann gerði í gær. Það verður einnig gaman að fylgjast með tímunum á Valda Kalda og eins á Palla Harðar en þeir eru 15. og 16. sæti eftir vandræði gærdagsins og spennandi að sjá þá vinna sig upp listann í dag.
Gunnar og Jóhann sem aka Ford Focus eru fremstu eindrifsbíllinn eftir gærdaginn en þeir eru í 7. sæti. Henning og Gylfi á Toyota Corolla leiða nýliða flokkinn og eru þeir í 9.sæti í heildina og eru einungis 25 sekúndur í Kjartan og Óla þór sem eru í 2. sæti í þessum flokk. Guðmundur Snorri og Ingimar leiða jeppaflokkinn nokkuð örugglega á sínum Mitsubishi Pajero og eru þeir í 10. sæti yfir heildina.
Staðan eftir gærdaginn:
1. Jón Bjarni og Borgar 00:22:58
2. Sigurður B. og Ísak 00:24:08
3. Pétur S. og Heimir 00:25:08
4. Marian og Jón Þór 00:26:31
5. Jóhannes V. og Björgvin 00:27:00
6. Sigurður Óli og Hrefna 00:27:31
7. Gunnar F. og Jóhann 00:28:20
8. Fylkir A og Elvar 00:28:34
9. Henning og Gylfi 00:28:39
10. Guðmundur S og Ingimar 00:29:16
11. Kjartan og Óli Þór 00:30:04
12. Ólafur I og Sigurður R 00:30:10
13. Reynir og TBN 00:30:16
14. Ásta og Steinunn 00:31:27
15. Valdimar og Ingi 00:31:53
16. Páll og Aðalsteinn 00:32:39
17. Sigurður R og Arena 00:33:01
18. Úlfar og Birkir 00:35:59
Dottnir út
19. Þórður og Magnús brotin vél
20. Pétur og TBN mættu ekki í skoðun
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2008 | 23:11
Fyrsta umferð - föstudagur
Ekki er enn komin nein úrslit eftir fyrsta dag en slúðrið segir að Jón Bjarni og Borgar hafi tekið 58 sekúndur af Sigga Braga og Ísaki á 3. leið og miðað við það leiða þeir þessa keppni nokkuð auðveldlega, Pétur tók framúr bæði Jóa Gunn og Valda kalda á Djúpavatninu en Valdi er víst með bilaðar bremsur eftir að kantsteinn hljóp í veg fyrir bílinn á innanbæjarleið í Hafnarfirði og Jói er enn að glíma við bakvandræði. Nýji fíni Subaruinn hans Palla tók sér pásu á Djúpavatninu en skilaði sér samt fyrir rest en fyrir þessa pásu var Palli í 3. sæti. Eins skilst mér að víðfræg Mazda sem var skráð í þessa keppni á síðustu stundu hafi ekki treyst sér í meira og hætt keppni.
Hendi inn tímum þegar ég finn þá!!!
p.s Loeb leiðir svo Rally Italia eftir fyrsta dag, annar er Sordo og Petter Solberg er þriðji. Næstur á eftir honum er Hirvonen en hann hefur verið fyrstur á veginum í dag og því tapað tíma á að hreinsa för fyrir aðra keppendur.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2008 | 13:36
Íslandsmótið í rallakstri, fyrsta umferð.
Þá er komið að því. Fyrsta umferð í Íslandsmótinu í rallakstri fer fram um næstu helgi og byrjar þetta allt saman á föstudagskvöldið næsta með stuttri innanbæjarleið í Hafnarfirði sem ekin verður í tvígang og því næst kemur fyrsta alvöru leið ársins en þá reyna áhafnirnar með sér á leið sem heitir Djúpavatn og liggur um Vigdísarvelli á Reykjanesinu og því næst verður ekið um leið sem liggur meðfram Kleifarvatni. Fyrsti bíll ræsir inná innanbæjarleiðina kl. 19:00 stundvíslega.
Á laugardagsmorgun verður ekin malbiksleið um Hengil og því næst ekin Lyngdalsheiði, 2 sinnum í hvora átt og lokaleið rallsins verður svo til baka um Hengilinn. Alls eru þetta um 108 km á sérleiðum og verður afar spennandi að fylgjast með hvernig þetta fer. Ekki skemmir fyrir að mikill fjöldi keppenda er skráður í þessa keppni og má reikna með hörku keppni en ekki færri en 9 fjórhjóladrifsbílar eru skráðir til leiks en flestir reikna með að slagurinn um sigur komi til með að vera á milli Sigga Braga/Ísaks og Jóns Bjarna/Borgars en báðar þessar áhafnir aka um á Evo 7 bílum. 19 bílar eru skráðir til keppni að þessu sinni og verður gaman að sjá hvernig slagurinn verður um helgina.
Öflugast bíll rallsins er og verður N12 Subaru bíll Páls Harðarsonar en þessi bíll er nýsmíðaður af Tommi Makinen racing í Finlandi og verður fróðlegt að sjá hvað Páll gerir á þessum bíl en mér telst til að það séu komin ein 17 ár síðan Páll keppti síðast og var hann nú nokkuð fljótur þá.
Rásröð rallsins er eftirfarandi:
# | Driver Ökumaður | NatÞj | Co-driverAðstoðarökumaður | NatÞj | Nd | GrpG | CarBifreið | |
1 | 2 | Jón Bjarni Hrólfsson | IS | Borgar Ólafsson | IS | N | MMC Lancer Evo 7 | |
2 | 3 | Sigurður Bragi Guðmundsson | IS | Ísak Guðjónsson | IS | N | MMC Lancer Evo 7 | |
3 | 9 | Valdimar Jón Sveinsson | IS | Ingi Mar Jónsson | IS | N | Subaru Impreza prodrive | |
4 | 11 | Jóhannes V. Gunnarsson | IS | Björgvin Benediktsson | IS | N | MMC Lancer Evo 7 | |
5 | 7 | Pétur S. Pétursson | IS | Heimir Jónsson | IS | N | MMC Lancer Evo 6 | |
6 | 6 | Fylkir A. Jónsson | IS | Elvar S. Jónsson | IS | N | Subaru Impreza STI | |
7 | 20 | Páll Harðarson | IS | Aðalsteinn | IS | N | Subaru Impreza STI | |
8 | 10 | Sigurður Óli Gunnarsson | IS | Hrefna Valgeirsdóttir | IS | N | Toyota Celica GT4 | |
9 | 18 | Marian Sigurðsson | IS | Jón Þór Jónsson | IS | N | MMC Lancer Evo 5 | |
10 | 21 | Gunnar F. Hafsteinsson | IS | Jóhann H. Hafsteinsson | IS | 2000 | Ford Focus ST 170 R | |
11 | 22 | Pétur Ásvaldsson | IS | TBN | IS | J12 | Jeep Pussycat | |
12 | 23 | Henning Ólafsson | IS | Gylfi Guðmundsson | IS | 1600 | Toyota Corolla | |
13 | 13 | Guðmundur S. Sigurðsson | IS | Ingimar Loftsson | IS | J12 | MMC Pajero Dakar | |
14 | 24 | Úlfar Bjarki Stefánsson | IS | Birgir Þór Stefánsson | IS | J12 | Jeep Grand Cherokee Orvis | |
15 | 25 | Ásta Sigurðardóttir | IS | Steinunn Gustavsdóttir | IS | J12 | Jeep Grand Cherokee | |
16 | 26 | Reynir Þór Reynisson | IS | TBN | J12 | Toyota Hilux | ||
17 | 27 | Sigurður Rúnar Rúnarsson | IS | Arena Huld Steinarsdóttir | IS | 1600 | Toyota Corolla | |
18 | 28 | Kjartan M. Kjartansson | IS | Ólafur Þór Ólafsson | IS | 1600 | Toyota Corolla | |
19 | 29 | Ólafur Ingi Ólafsson | IS | Sigurður R. Guðlaugsson | IS | 1600 | Toyota Corolla |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2008 | 12:09
Þannig fór um sjóferð þá....
Jæja, Manx rallið fór ekki allveg eftir uppskriftinni hjá Danna og Ísaki en þeir veltu bíl sínum á 7. leið og lauk þar keppni þeirra.
Þeir koma samt ekki allveg tómhentir heim en þeir hlutu Spirit Awards fyrir þessa keppni og eins skilst mér að Danni kom heim með gifs en hann braut á sér hendina í látunum. Næst er bara að berja drusluna í horfið og sparsla yfir restinga og mæta svo í næstu keppni......
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2008 | 21:54
RBS Manx Rally - í lok fyrsta dags
Þá er fyrri deginum lokið og hafa þeir félagar Daníel og Ísak lokið við 5 leiðar í dag. Ekki eru þeir í toppslagnum enda reiknaði enginn með því og finnst mér að þeir séu nálgast þetta verkefni af mikilli skynsemi enda eru verðlaun aðeins veitt í lok keppni.
Eftir þessar fyrstu leiðar eru þeir í 14. sæti í Gr.N en ég vill taka fram að ég hef ekki upplýsingar um hverjir af þeim sem eru á undan eru keppendur í Evo-Challange! Í heildina verma þeir 37. sæti sem er svo sem ágætt og má nefna að 8 sekúndum á undan þeim er Julian Reynolds á Subaru Impreza WRC..... þrátt fyrir að þeir séu u.þ.b. 4 mínútum frá fyrsta sætinu og 3 mínútum frá fyrst gr.N bílnum þá er þetta fínn árangur og fróðlegt verður að sjá tímana á morgun þegar þeir verða farnir að venjast malbikinu aðeins meir.
Svo á morgun tekur við lannnnnnggggguuuurrrr dagur þar sem áfallalaus akstur á eftir að lyfta þeim upp um mörg sæti og vonandi að þeir keyri hann bara þétt og ekkert bili þá gætu þeir verið með fínan árangur þegar upp er staðið.
Meira um það síðar.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)